Færslur: jarðhiti

Sjónvarpsfrétt
Erlendir doktorsnemar mæla við Kröflu
15 erlendir doktorsnemar eru nú við mælingar við Kröflu í tengslum við stórt samevrópskt verkefni. Mælingar og rannsóknir eru forsendur þess að skilja hvernig nýta megi jarðhita sem best, segir einn af forsvarsmönnum verkefnisins.
04.07.2022 - 09:17
Hitaveita fyrir milljónir í Kína í samstarfi við Ísland
Um  tvær komma tvær  milljónir Kínverja hafa nú hitaveitu í híbýlum sínum sem orðið hefur að veruleika fyrir samvinnu Íslendinga og Kínverja. Samstarf þjóðanna hefur leitt til þess að hitaveita hefur hafið innreið sína í Kína af fullum krafti.
27.10.2021 - 19:27
Spegillinn
Útskrifað yfir 700 nemendur frá 63 löndum
Um fimmtungur þeirra erinda og greina sem kynntur er á stórri alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu í Reykjavík er afrakstur nemenda sem útskrifast hafa úr Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi. 
26.10.2021 - 10:30
Illa gengur að halda hita á sundlaug Hvergerðinga
Erfitt hefur reynst síðustu daga að halda hita á sundlaug, heitum pottum, gufubaði og sturtum í sundlaug Hvergerðinga í Laugaskarði. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, segir að sundgestum þyki óþolandi að laugin skuli stundum vera ónothæf. Vandræðin eru vegna þrýstingsfalls í gufuveitu.
Jarðskjálftar líklega vegna niðurdælingar OR
Vísindafólk Orku náttúrunnar telur líklegt að röð jarðskjálfta við Húsmúla, vestan undir Hengli, frá því um tíuleytið í gærkvöldi tengist niðurrennsli jarðhitavatns frá Hellisheiðarvirkjun.
Myndskeið
Gufubólstrar við Trölladyngju ekki merki um eldvirkni
Gufubólstrar sem stíga upp frá Höskuldarvöllum og sáust vel í bjartviðrinu og stillunni í morgun, eru ekki til marks um eldvirkni. Almannavarnir fengu ábendingar um reyk eða gufu við Trölladyngju í dag og fyrir þremur dögum.
Fullsödd af sóðaskap næturgesta í Hrunalaug
Partýstand og óþrifnaður hefur verið við Hrunalaug við Flúðir í vor. Landeigendur eru þar á vöktum um nætur til að vísa fólki burt. Þeir ætla að setja upp búnað svo að hægt verði að tæma laugina þegar þurfa þykir.
Myndskeið
Ólöglegt og stórhættulegt bað
Fjöldi fólks hefur stefnt sér í voða síðustu daga með því að bara sig í heitu affallsvatni frá Reykjanesvirkjun í stórgrýttri fjörunni. Talsmaður virkjunarinnar segir þetta stórhættulegt, miklar hitabreytingar geti orðið á vatninu auk þess sem hafsstraumar séu sterkir.
05.05.2020 - 20:00
Friðlýsing skerði nýtingu jarðhita við Jökulsá
Sveitarstjórn Norðurþings gerir alvarlegar athugasemdir við tillögu að friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Samkvæmt tillögunni verði ómögulegt að byggja upp hitaveitu eða nýta með öðrum hætti jarðhita á bökkum Jökulsár í Öxarfirði. Tæplega 30 umsagnir bárust vegna tillögunnar.
28.01.2019 - 16:16
Kraftmikil borhola hjá Norðurorku
Nýjasta vinnsluholan í hitaveitu Norðurorku á Hjalteyri hefur reynst ein aflmesta borhola á lághitasvæði hér á landi. Borun holunnar lauk á fösudag, en hún er þriðja borholan á jarðhitasvæðinu við Hjalteyri.
21.06.2018 - 15:29
Jarðhræringar gætu verið undanfari eldgoss
Jarðhræringar í Öræfajökli þarf að taka alvarlega, segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Þær gætu verið undanfari eldgoss. Þær getu þó vissulega fjarað út. Atburðarásinni nú svipi til undanfara Eyjafjallajökulsgossins, 2010.
Hæsta rafleiðni sem mælst hefur í Jökulsá
Hin mikla rafleiðni sem nú mælist í Jökulsá á Fjöllum uppgötvaðist þegar vatnamælingamenn Veðurstofunnar gerðu við bilaðan mæli inni í Krepputungu. Rafleiðnin virtist heldur hafa lækkað seinni partinn í dag.
08.11.2017 - 19:03
Þróa aðferðir við að beisla orku djúpt í jörðu
Afar mikilvægt er talið að hraða rannsóknum og þróa aðferðir við að nýta ofurheit jarðhitakerfi á miklu dýpi. Orkan sem þar er að finna er allt að tífalt meiri en gengur og gerist á jarðhitasvæðum. 
05.10.2017 - 18:25
Baðhellar við Vaðlaheiðargöng besta hugmyndin
Hugmyndir um baðhella við Vaðlaheiðargöng og framleiðsla á þungu vatni í Öxarfirði voru hlutskarpastar í samkeppni um nýtingu á heitu vatni á Norðausturlandi. Samkeppninni var meðal annars ætlað að auka fjölbreytni og verðmæti við nýtingu á jarðhita.
14.06.2017 - 14:39
11 milljarða rannsóknarmiðstöð við Kröflu
Í undirbúningi er alþjóðlegt verkefni í eldfjallarannsóknum þar sem bora á niður á bergkviku við Kröflu. Jarðvísindamenn frá 9 löndum hyggjast safna 11 milljörðum króna til að koma þar upp miðstöð langtímarannsókna. Þeir vilja meðal annars auka skilning á jarðskorpunni og eldgosum.
18.04.2017 - 13:52
Sjö milljarðar í jarðvarma í Evrópu
Á næstu þremur til fjórum árum verður um 7 milljörðum króna varið til jarðvarmaverkefna víðs vegar í Evrópu. Talið er að um allt að fjórðungur húshitunar í Evrópu geti komið frá jarðhita.
17.03.2017 - 16:00
Evrópa: Jarðhiti í mikilli sókn
Nota mætti jarðhita í fjórðung af allri húshitun í Evrópu, en notkunin er nú aðeins brot af þessu. Þegar litið er til þess að um fjórðungur allrar orkunotkunar í Evrópu fer til húshitunar er ljóst að gríðarlegir möguleikar felast í aukinni nýtingu jarðhita í mörgum löndum Evrópu til að minnka orkuframleiðslu með kolefnaeldsneyti.
15.12.2015 - 15:56