Færslur: Jarðfall

Hafa gefið upp von um að finna fólk á lífi
Yfirvöld í Noregi hafa gefið upp alla von um að finna fólk á lífi eftir jarðfallið í bænum Ask í Gjerdrum 30. desember, sagði Ida Melbo Øystese lögreglustjóri á blaðamannafundi í dag. Tíu manns var saknað eftir hamfararnir. Sjö hafa fundist látin. Leitað hefur verið, í kappi við tímann, að þeim þremur sem saknað var. Síðast í gær lýstu yfirvöld því yfir að enn væri von um að fólk gæti fundist á lífi.
05.01.2021 - 15:17
Kennsl borin á konu sem fannst látin eftir jarðskriðið
Kennsl voru í dag borin á konu sem fannst látin í bænum Ask í Gjerdrum í Noregi. Sjö hafa fundist látin eftir jarðskriðið 30. desember. Þriggja er enn saknað og hefur viðamikil leit staðið yfir. Í morgun lýstu skipuleggjendur leitarinnar því yfir að enn væri von um að finna fólk á lífi.
04.01.2021 - 16:32
Telja enn mögulegt að fólk finnist á lífi í Ask
Yfirvöld í Noregi telja að enn sé von um að fólk finnist á lífi eftir jarðfall í bænum Ask í Gjerdrum í Noregi. Sjö hafa fundist látin og þriggja er saknað. Norska ríkisútvarpið, NRK, greinir frá því að björgunarsveitir vinni hörðum höndum í kapp við tímann að því að finna fólkið. Leitað var til klukkan fimm í morgun að staðartíma. Ákveðið var að gera hlé á leitinni til að hreinsa jarðveginn og andrúmsloftið svo að leitarhundar ættu auðveldara með að greina lykt. Leit var að hefjast á ný.
04.01.2021 - 09:08
Leit frestað um sinn í bænum Ask
Leit á hamfarasvæðinu í bænum Ask í Gjerdrum var frestað klukkan fimm í morgun að staðartíma. Frestunin er til að hreinsa jarðveginn og andrúmsloftið svo leitarhundar eigi í framhaldinu auðveldara með að greina þá lykt sem þeir leita að.
04.01.2021 - 05:31
Telja enn möguleika á að fólk finnist á lífi
Björgunarfólk á hamfarasvæðinu í Ask í Gjerdrum í Noregi telur enn hugsanlegt að fólk finnist á lífi eftir jarðfallið á miðvikudag. Tíu var saknað og sex þeirra hafa fundist látin. Norsku konungshjónin, og krónprinsinn, fóru til Gjerdrum í dag og hittu íbúa á svæðinu.
03.01.2021 - 17:46
Erlent · Hamfarir · Ask · Noregur · Jarðfall
Lík fimmtu manneskjunnar fundið í jarðfallinu
Björgunarfólk fann lík fimmtu manneskjunnar sem leitað hefur verið í jarðfallinu undir bænum Ask í Noregi, klukkan hálfátta í morgun að staðartíma. Enn er fimm saknað og fimm látin.
03.01.2021 - 06:48
Björguðu gæludýrum af rýmingarsvæðinu í nótt
Leitinni að þeim sex sem enn er saknað í bænum Ask hefur verið haldið áfram í nótt með aðstoð hunda og dróna, að því er fram kemur í samtali Gisle Sveen, aðgerðastjóra lögreglunnar við norska ríkisútvarpið. Leitin hefur enn ekki borið árangur.
03.01.2021 - 04:49
Fjórir hafa fundist látnir eftir jarðfallið í Ask
Björgunarfólk í Ask í Noregi hefur nú fundið fjóra látna á hamfarasvæðinu. Einn fannst í gær, hinn þrjátíu og eins árs gamli Eirik Grønolen, og þrír hafa fundist látnir í dag, einn nú rétt í þessu. Ekki hefur verið upplýst um nöfn þeirra, aldur eða kyn. Lík þeirra sem fundust í dag voru öll við sömu bygginguna.
02.01.2021 - 20:11
Erlent · Hamfarir · Ask · Noregur · Jarðfall
Fundu líkamsleifar í rústunum í Ask
Björgunarfólk á hamfarasvæðinu í Ask í Noregi fann í dag líkamsleifar eins þeirra sem saknað hafði verið frá því í náttúruhamförunum á miðvikudag. Ekki hefur verið upplýst um aldur eða kyn þess látna. Í gær fannst annað lík á leitarsvæðinu.
02.01.2021 - 13:27
Erlent · Hamfarir · Ask · Noregur · Jarðfall