Færslur: Janssen

Myndskeið
Engin ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um Janssen
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort eða hvenær bólusett verði með bóluefni Janssen hér á landi. Þetta kemur fram í svari Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu.
20.04.2021 - 18:48
Blóðtappar afar sjaldgæf aukaverkun bóluefnis Janssen
Lyfjastofnun Evrópu hefur komst að þeirri niðurstöðu að skrá eigi blóptappa sem afar sjaldgæfa aukaverkun bóluefnis Janssen gegn COVID-19.
20.04.2021 - 15:08
Myndskeið
Bjartsýni þrátt fyrir óvissu með mörg bóluefni
Dönsk stjórnvöld ákváðu í dag að hætta alveg að nota bóluefni AstraZeneca. Þá ríkir óvissa á heimsvísu um bóluefni Janssen. Sóttvarnalæknir telur líklegt að bóluefni Janssen fái grænt ljós og vonar að það takist að gefa að minnsta kosti 200 þúsund manns bóluefni fyrir mitt sumar.
Löng bið eftir bóluefni Janssen gæti seinkað áætlun
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir ekkert í þeim gögnum sem fyrir liggi, til dæmis frá Bandaríkjunum, benda til þess að bóluefni Janssen sé skaðlegra en bóluefni AstraZeneca. Hlutfall blóðsegavandamála sé mjög lágt. Hann segir að heilbrigðisstarfsfólk fái líklega ekki seinni skammt af AstraZeneca
Fresta dreifingu Janssen-bóluefnisins í Evrópu
Lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson tilkynnti í dag að dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu yrði frestað á meðan Lyfjastofnun Evrópu mæti hættuna á tengslum bóluefnisins við blóðtappamyndun. Fyrr í dag var greint frá því að Farsóttastofnun og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna vildu að hætt yrði að nota bóluefni Janssen að sinni vegna mögulegra tengsla við blóðtappa.
13.04.2021 - 14:59
Vilja stöðva notkun bóluefnis Janssen í Bandaríkjunum
Farsóttastofnun og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna vilja að hætt verði að nota bóluefni Janssen að sinni vegna mögulegra tengsla við blóðtappa.
13.04.2021 - 11:46
Sjónvarpsfrétt
Markmið um bólusetningu gætu náðst fyrir miðjan júlí
Fyrstu skammtar af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Miðað við fyrirliggjandi dreifingaráætlanir lyfjaframleiðenda og væntingar um aukna framleiðslu ætti markmið stjórnvalda um að bólusetja 280 þúsund manns fyrir miðjan júlí að nást. 
Bóluefni Janssen lendir á miðvikudaginn
2.400 skammtar af bóluefni Janssen eru væntanlegir 14. apríl og er það fyrsta sendingin af því bóluefni sem kemur til landsins. 2.400 skammtar til viðbótar eru væntanlegir 26. apríl.
11.04.2021 - 12:28
Finna ekki tengsl milli bóluefnis Janssen og blóðtappa
Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið segist ekki hafa fundið orsakasamhengi á milli bólusetningu með bóluefni Janssen og blóðtappa. Evrópska lyfjaeftirlitið rannsakar fjögur tilfelli blóðtappa sem mynduðust eftir að viðkomandi voru bólusettir með efninu.
10.04.2021 - 04:30
Rannsaka tengsl bóluefnis Janssen við blóðtappa
Lyfjastofnun Evrópu rannsakar nú hvort tengja megi fjögur tilfelli blóðtappa við bólusetningu með bóluefni Johnson & Johnson. Einn er látinn en notast við bóluefni framleitt í verksmiðju Janssen í Evrópu.
Milljónir skammta af bóluefni eyðilögðust fyrir mistök
Tafir verða á dreifingu tug milljóna skammta bóluefnis Johnson & Johnson í Bandaríkjunum eftir að um fimmtán milljón skammtar af efninu eyðilögðust fyrir mistök í framleiðsluferlinu.
31.03.2021 - 22:22
Bóluefni fyrir 193 þúsund manns væntanlegt næstu mánuði
Standist áætlun um afhendingu bóluefna næstu mánuði hefur fengist bóluefni fyrir 86% þeirra 280 þúsunda sem fyrirhugað er að bólusetja. Bólusetningardagatal heilbrigðisráðuneytisins hefur verið uppfært í samræmi við nýjust upplýsingar um afhendingu bóluefna.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samþykkir Janssen bóluefnið
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin fór í dag að dæmi Lyfjastofnunar Evrópu og gaf út markaðsleyfi fyrir bóluefni gegn COVID-19 frá Johnson & Johnson og belgíska dótturfyrirtækinu Janssen. Hún hefur áður gefið grænt ljós á bóluefni frá Pfizer-BioNTech og AstraZeneca.
Bóluefni Janssen fær grænt ljós í Evrópu
Lyfjastofnun Evrópu gaf í dag út skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni gegn kórónuveirunni sem lyfjafyrirtækið Janssen framleiðir. Þetta er fjórða tegundin sem stofnunin gefur markaðsleyfi fyrir í löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Hin eru framleidd hjá Pfizer-BioNTech, Moderna og AstraZeneca. Janssen er dótturfyrirtæki bandaríska risafyrirtækisins Johnson & Johnson með höfuðstöðvar í Beerse í Belgíu. Heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa pantað 235 þúsund bóluefnisskammta frá Janssen.
11.03.2021 - 13:59
Viðtal
Væntir markaðsleyfis fyrir bóluefni Janssen í mars
Afhendingaráætlun er til fyrir bóluefni Moderna og Pfizer í apríl. Að öðru leyti hefur ekki verið lögð fram áætlun fyrir annan ársfjórðung ársins. Þetta kemur fram í samtali fréttastofu við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra en hún býst við að áætlun verði tilbúin innan skamms.
Óvíst hvenær bóluefni Janssen kemur til landsins
Óvíst er hvenær kórónuveirubóluefni Janssen kemur hingað til lands. Búist er við að það  fái markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu fljótlega, en framleiðsluáætlun fyrirtækisins hefur ekki gengið eftir, að sögn Rúnu Hauksdóttur Hvannberg forstjóra Lyfjastofnunar.
Prófanir á Janssen bóluefninu lofa góðu
Prófanir á kórónuveirubóluefni hollenska lyfjaframleiðandans Janssen sem er undirfyrirtæki bandaríska lyfjarisans Johnson & Johnson, sýna allt að 72% virkni þess. Bóluefnið þarf eingöngu að gefa í einum skammti í stað tveggja eins og þarf með bóluefni Moderna og Pfizer/BioNTech. Ísland hefur tryggt sér 235.000 skammta af bóluefni Janssen.
Segir rangfærslu Bloomberg vegna tæknilegra mistaka
Ragnhildur Sigurðardóttir, fréttaritari Bloomberg á Íslandi, segir að rangfærsla um fjölda þeirra bóluefna sem Ísland hafi tryggt sér sem fram kom í frétt Bloomberg í gær hafi verið vegna tæknilegra mistaka. Kortið með fréttinni sýnir fjölda þeirra sem hægt verður að bólusetja miðað við það magn bóluefnis sem lönd hafa þegar tryggt sér með undirrituðum samningum.
21.12.2020 - 23:01