Færslur: Janssen

Enn 200 þúsund skammtar af bóluefni til taks
Skammtar af bóluefnum gegn COVID-19 eru enn að berast til landsins, en þó í minni mæli en áður. Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri dreifingarfyrirtækisins Distica, segist búast við að á næstu mánuðuðum muni skömmtunum fækka enn frekar.
09.04.2022 - 16:21
Hvetur landsmenn til að þiggja bestu vörn gegn COVID-19
Útgáfu bólusetningavottorða eftir einn skammt af bóluefni Janssen við kórónuveirunni verður hætt um mánaðamótin. Sóttvarnalæknir segir að fljótlega hafi orðið ljóst að full bólusetningi náðist ekki með einum skammti af Janssen. Bólusetningavottorð Evrópusambandsins gilda þó enn á landamærunum.
Hætta útgáfu vottorða eftir eina Janssen-sprautu
Útgáfu bólusetningavottorða eftir einn skammt af bóluefni Janssen við kórónuveirunni verður hætt um mánaðamótin þegar ný ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um gildistíma bólusetningavottorða tekur gildi. Þetta segir á vef embættis landlæknis.
18.01.2022 - 23:29
Suður-Afríka
Hærra hlutfall einkennalausra smitbera með omíkron
Bráðabirgðaniðurstöður tveggja rannsókna suðurafrískra vísindamanna benda til mun hærra hlutfalls einkennalausra smitbera af völdum omíkron en fyrri afbrigða kórónuveirunnar. Það er talið geta skýrt ástæður þess hve mjög það hefur dreift sér um heimsbyggðina, jafnvel þar sem fyrra smithlutfall er hátt.
Spyr ráðherra um sóttkví Janssen-bólusettra
Umboðsmaður Alþingis hefur spurt heilbrigðisráðherra hvort til hafi staðið að gera greinarmun á framkvæmd sóttkvíar bólusettra gegn kórónuveirunni eftir því hvaða bóluefni viðkomandi hafi fengið. Sömuleiðis er spurt hvaða gögn eða aðrar upplýsingar hafi legið til grundvallar slíku mati.
Mæla með bóluefnum Moderna og Pfizer umfram Janssen
Sérfræðinganefnd á vegum Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefur komist að þeirri einróma niðurstöðu að mæla fremur með notkun mRNA bóluefna Pifzer og Moderna en þess bóluefnis sem Johnson & Johnson framleiðir.
Sjónvarpsfrétt
Bólusetningabílinn kominn á kreik
Nú þurfa þeir sem eiga erfitt með að komast í bólusetningu ekki lengur að örvænta því bólusetningabíllinn er kominn á kreik. Í dag var boðið upp á Pfizer og Janssen-sprautu inni í bílnum eða á vinnustað. Bólusetningabíllinn fór í sína fyrstu ferð í dag.
Tilkynningum um aukaverkanir fækkar með haustinu
Fjöldi tilkynninga um aukaverkanir lyfja hefur verið nokkuð stöðugur milli mánaða frá því í maí, eða frá 560-600. Gögn lyfjastofnunar sýna þó að þeim fer lítillega fækkandi með haustinu og bárust stofnuninni 547 tilkynningar tengdar bóluefnum gegn COVID-19 í ágúst.
Flestir smitaðir í hópi Janssen-þega
Flestir þeirra sem greinst hafa með Covid-19 í yfirstandandi bylgju faraldursins og voru bólusettir höfðu fengið bóluefni frá Janssen.
Fréttaskýring
Alfa, beta, gamma, delta og svo framvegis
Fregnir af bráðsmitandi kórónuveiru í borginni Wuhan í Kína tóku að berast í desember 2019. Sjúkdómurinn, sem síðar fékk heitið COVID-19, dreifðist í framhaldi um heimsbyggðina alla. Baráttan við faraldurinn hefur reynst þrautin þyngri, ekki síst þar sem reglulega verða til ný afbrigði af veirunni sem vísindamenn um allan heim hafa vart undan við að gefa heiti. Gríska stafrófið hefur til dæmis bara takmarkaðan stafafjölda.
Endurbólusetning fer mishratt af stað eftir landshlutum
Endurbólusetning fyrir þá sem fengu bóluefni Janssen fer mishratt af stað eftir landshlutum, samkvæmt upplýsingum úr hverju heilbrigðisumdæmi fyrir sig. Hún hefst alls staðar á landinu á næstu tveimur vikum og víðast hvar er skólastarfsfólk fremst í röðinni.
03.08.2021 - 13:45
Þeir sem fengu Janssen fá líklega aðra sprautu
Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir að lík­lega muni þeir sem voru bólu­sett­ir gegn Covid-19 með bólu­efni Jans­sen fá aðra sprautu. Mbl.is greindi frá.
Lítill Janssen-dagur á fimmtudag eða ekkert bólusett
Allsendis óvíst er hvort bóluefnið AstraZeneca berst fyrir fimmtudag. Hugsanlega verður lítill Janssen-dagur þá ef eftirspurn er næg en annars engin bólusetning.
21.06.2021 - 10:25
Sjónvarpsfrétt
Bóluefni verja jafn vel gegn alvarlegum COVID-veikindum
Öll bóluefni sem notuð eru hérlendis verja jafn vel gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID. Tilkynningar um 23 andlát í kjölfar COVID-bólusetningar hafa borist Lyfjastofnun
10.06.2021 - 19:00
Röðin mjakast einn kílómetra á klukkustund
Röð í bólusetningu í Laugardalshöll nær nú langleiðina að Glæsibæ. Í morgun var útlit fyrir að aðeins helmingur þeirra sem höfðu fengið boð í bólusetningu myndu láta sjá sig og því voru send boð á næstu árganga. Fólk sem fréttastofa ræddi við stóð í rigningunni í grennd við Glæsibæ og sagði röðina færast um það bil einn kílómetra á klukkustund. Skammtarnir eru að klárast og heilsugæslan ræður fólki aftarlega í röðinni frá því að bíða.
10.06.2021 - 14:51
Aðeins um helmingsaðsókn í Janssen
Aðeins um helmingur þeirra sem fékk boð í bólusetningu með bóluefni Janssen í Laugardalshöll í dag lét sjá sig. Heilsugæslan hefur því sent boð á nokkra árganga sem voru næstir í röðinni. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Fólk á að drífa sig í bólusetningu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um þetta.
Viðtal
Hætt við opna bólusetningadaga í júní
Fallið hefur verið frá áformum um opna bólusetningardaga í júní. Þeir sem vilja ekki bólusetningu með því efni sem þeir hafa verið boðaðir í, gætu þurft að bíða fram í ágúst eftir bólusetningu.
Bólusetningar þykja ganga fullhægt á Grænlandi
Fulltrúar þriggja grænlenskra stjórnmálaflokka gagnrýna hægagang í bólusetningum í landinu. Sömuleiðis vilja þeir að landsmenn hafi um fleiri bóluefni að velja en nú standa þeim aðeins efni Pfizer og Moderna til boða.
Mikið af Janssen-bóluefni kemur til landsins á morgun
Síðdegis á morgun kemur stór sending af Janssen-bóluefni við kórónuveirunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica. Fyrir hálfum mánuði bárust tæplega þrjú þúsund skammtar en Júlía segir að skammtarnir verði töluvert fleiri nú. Ekki liggi þó nákvæmlega fyrir hversu margir.
Myndskeið
20 þúsund skammtar dregnir út í bólusetningalottóinu
Það skýrist í dag hvenær árgangar fæddir 1975 og síðar fá bólusetningu en dregið verður í svokölluðu bólusetningarlottói í húsakynnum heilsugæslunnar í Mjóddinni klukkan tíu í dag. 20 þúsund skammtar verða gefnir í næstu viku.
Rúmlega 18 þúsund skammtar í næstu viku
Samtals verða 18.310 bóluefnisskammtar til reiðu í næstu viku. Mest verður til af Pfizer eða 12.870 skammtar og 2.800 af Janssen og 2.640 af Moderna að því er fram kemur á vef heilbrigðsráðuneytisins.
14.05.2021 - 13:55
Hvenær fær bólusett Maríanna vernd og vottorð?
Um helmingur landsmanna er kominn með að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Öll bóluefnin virðast forða fólki frá því að veikjast alvarlega eða deyja úr COVID-19 en það er ekki hægt að treysta á þau fyrr en að nokkrum vikum liðnum. 
Myndskeið
Tugþúsundir skammta í næstu viku - stjórnvöld vongóð
Hægt verður að nota 43 þúsund skammta af bóluefni í næstu viku verði byrjað að nota Janssen bóluefnið og ef sextán þúsund AstraZeneca skammtar verða komnir frá Noregi. 
Komu af fjöllum vegna láns á bóluefni til Íslendinga
Norska heilbrigðisráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni Astra Zeneca líkt og íslenska heilbrigðisráðuneytið greindi frá í dag. Norska sjónvarpsfréttastöðin TV2 birtir í dag svar ráðuneytisins við fyrirspurn þeirra um tilkynningu íslenskra heilbrigðisyfirvalda í dag þar sem kemur fram að ráðuneytið íhugi málið.
21.04.2021 - 17:00
Myndskeið
Engin ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um Janssen
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort eða hvenær bólusett verði með bóluefni Janssen hér á landi. Þetta kemur fram í svari Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu.
20.04.2021 - 18:48