Færslur: Jakobína Sigurðardóttir

Kiljan
Týndu ár Jakobínu Sigurðardóttur
Jakobína Sigurðardóttir rithöfundur var þögul um sína hagi meðan hún lifði. Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, dóttir hennar, vissi sjálf lítið um ýmislegt úr hennar ævi, sem varð til þess að hún ritaði bók um ævi móður sinnar.
Gagnrýni
Saga um skáld og þolgæði kvenna andspænis valdi
Gauti Kristmannsson gagnrýnandi fjallar um bók Sigríðar Kristínar Þorgrímsdóttur um móður sína, Jakobínu Sigurðardóttur rithöfund. „Þetta er saga af konu sem berst gegn öllu því sem konum var andstætt á hennar tíma, lagar sig að einhverju leyti að því, en kemst samt til frægðar og frama á endanum.“
Í barndómi - Jakobína Sigurðardóttir
„Verkið snýst um það að rata. Það kemur í ljós að hún ratar ekki um eldhúsið hennar mömmu, og það kostar hana töluverð átök að rifja þetta upp. En í þessu ferðalagi aftur í tímann þá raðast ýmislegt saman, ekki síst sjálfsmynd stúlkunnar, og konunnar, og hvernig þessi sjálfsmynd verður til í textanum er bara meistaraverk,“ segir Ástráður Eysteinsson um bók vikunnar á Rás1, Í barndómi eftir Jakobínu Sigurðardóttur.
07.11.2018 - 16:06
Minnast Jakobínu Sigurðardóttur
Jakobínuvaka 2018 fer fram í Iðnó í dag. Þar verður rithöfundarins Jakobínu Sigurðardóttur minnst en 8. júlí  síðastliðin voru hundrað ár frá því að Jakobína fæddist. Dóttir hennar Sigríður K. Þorgrímsdóttir sér um dagskrána og sagði frá móður sinni í Víðsjá.