Færslur: Jake Sullivan

Segir Bandaríkin styðja Úkraínu staðfastlega áfram
Bandaríkin halda staðföst áfram að styðja Úkraínumenn í baráttu þeirra gegn innrásarliði Rússa. Þannig verður málum háttað þótt svo kunni að fara að Repúblikanar hafi sigur í þingkosningum á morgun.
Þörf Úkraínu fyrir loftvarnir mikil
Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, Jake Sullivan, sagði í dag að Úkraína hefði brýna þörf fyrir loftvarnir í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi eftir aðför Rússa að orkuinnviðum landsins.
Varar Rússa sterklega við að beita kjarnavopnum
Öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir þarlend stjórnvöld bregðast við af hörku detti Rússum til hugar að beita kjarnorkuvopnum til að verja landsvæði sem þeir álíta að tilheyri sér. Rússlandsforseti og fleiri ráðamenn hafa haft uppi slíkar hótanir.
Boðar auknar viðskiptaþvinganir á Rússa
Búist er við að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynni í vikunni um leiðir til að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, rússneskum ráðamönnum og auðmönnum.
23.03.2022 - 03:05
Bandaríkjamenn vara Kína við að styðja Rússland
Rússar hafa leitað hernaðar- og efnahagslegs liðsinnis Kínverja. Bandarískir ermbættismenn hafa varað kínversk stjórnvöld við alvarlegum afleiðingum þess að aðstoða Rússa við að sneiða hjá viðskiptaþvingunum vesturlanda. Háttsettir bandarískir og kínverskir embættismenn ætla að ræða stöðu mála í dag.
Úkraínudeilan
Biden og Macron ræða við Pútín í dag
Forsetar Bandaríkjanna og Frakklands ætla að ræða við Vladimír Pútín forseta Rússlands í dag í kjölfar þess að bandarísk yfirvöld vöruðu við að Rússar gætu látið til skarar skríða gegn Úkraínu á næstu dögum.
Forsetar Kína og Bandaríkjanna ætla að funda
Forsetar Bandaríkjanna og Kína hafa sammælst um að ræða saman fyrir árslok. Stjórnvöld beggja ríkja leggja áherslu á samskipti þótt ýmislegt hafi orðið til að auka spennu undanfarið.

Mest lesið