Færslur: Jaja Ding Dong

Látið sem Ferrell vilji syngja fyrir Íslands hönd
Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell virðist halda áfram að sýna áhuga sinn á þátttöku Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Spurt var undir hans nafni á Twitter í kvöld hvort hann mætti syngja fyrir hönd landsins í keppninni í ár. Þarna fer þó ekki leikarinn sjálfur.
Myndskeið
Jaja Ding dong gæinn gaf Sviss tólf stig
Leikarinn Hannes Óli Ágústsson kynnti dómaraatkvæðin fyrir hönd Íslands rétt í þessu og kvaðst bara vilja gefa Jaja Ding Dong tólf stigin sín, og vitnaði þar í hlutverk sitt í Eurovision-kvikmyndinni The Story of Fire Saga.
22.05.2021 - 22:28
Daði Freyr vildi alls ekki syngja Jaja Ding Dong
Lagið Jaja Ding Dong er einn af hápunktum ársins 2020 að mati bandaríska tímaritsins Entertainment Weekly. Í ítarlegri umfjöllun um lagið er rætt við Daða Frey, sem kvartar undan flóði óskalagabeiðna æstra aðdáenda lagsins.
11.12.2020 - 12:56
Daði tekur Jaja Ding Dong: „Í fyrsta og síðasta skipti“
Daði Freyr, sem keppa átti fyrir Íslands hönd í Eurovision áður en henni var aflýst, hefur nú gert sína eigin útgáfu af laginu Jaja Ding Dong, úr Eurovision-grínmynd Wills Ferrels sem frumsýnd var í sumar á Netflix.
07.08.2020 - 14:59