Færslur: Jafnréttismál

Lilja óskaði eftir flýtimeðferð á málinu gegn Hafdísi
Menntamálaráðherra óskaði í gær eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli sínu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála, sem komst að því að ráðherrann hefði brotið gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu þegar hún skipaði ráðuneytisstjóra í fyrra.
Þurfa að höfða mál gegn bæði nefnd og umsækjanda
Verði frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um stjórnsýslu jafnréttismála að lögum þurfa þau sem ekki sætta sig við úrskurð kærunefndar jafnréttismála að höfða mál gegn bæði nefnd og umsækjanda.
Gunnhildur og SÍ ræða um lausn vegna úrskurðarins
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir segist vera í samningaviðræðum við Seðlabanka Íslands vegna niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála. Kærunefndin komst að því að SÍ hafi brotið jafnréttislög þegar hann gekk framhjá henni við ráðningu upplýsingafulltrúa síðasta sumar.
25.06.2020 - 23:57
Tilefni að endurskoða þá leið sem ráðherra nýtir sér
Jafnréttisstofa telur að skoða þurfi nánar hvað þarf til þess að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála eins og menntamálaráðherra ákvað að gera í gær, að stefna þurfi einstaklingi til þess að ógilda úrskurð nefndar.
Kallar eftir afstöðu Katrínar til kærumáls Lilju
„Það eru tíðindi að menntamálaráðherra ætli að höfða dómsmál á hendur konu sem gerði athugasemd við embættisfærslu hennar og taldi rétt sinn brotinn. Raunar liggur fyrir úrskurður þess efnis að svo hafi verið, að ráðherrann hafi brotið jafnréttislög gagnvart konunni.“ Þetta skrifar Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar á Facebook-síðu sína. Hanna Katrín segist þar velta fyrir sér afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til málsins og hvort það hafi verið rætt í ríkisstjórn.
Lilja höfðar mál vegna eigin brots á jafnréttislögum
Menntamálaráðherra ætlar að höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að ráðherrann hefði brotið á, þegar gengið var framhjá henni við ráðningu í embætti ráðuneytisstjóra. Með þessu hyggst ráðherrann ógilda úrskurð kærunefndarinnar.
Lilja braut jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra braut jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Menntamálaráðherra vanmat konuna sem kærði, í samaburði við Pál.
Þegar nektardansinn dunaði á Akureyri
„Þetta sýnir okkur hvað normin í samfélaginu geta hreyfst hratt til," segir Andrea Hjálmsdóttir félagsfræðingur við Háskólann á Akureyri þegar hún rifjar upp þá tíma þegar nektardansstaðir spruttu upp hér á landi eins og gorkúlur.
15.03.2020 - 09:05
Peking-sáttmálinn staðfestur á ný - markmið náðust ekki
Peking-sáttmálinn var ítrekaður og staðfestur á ný í dag, á upphafsdegi 64. Kvennanefndarfundar Sameinuðu þjóðanna í New York. Sáttmálinn var fyrst staðfestur árið 1995. Úttekstir sýna að markmiðum hans hafi ekki verið náð á þessum tíma, að því er segir í fréttatilkynningu frá UN Women á Íslandi. Auk þess virðist sem Heimsmarkmiðum SÞ verði ekki náð ef hraði framfara í þágu kynjajafnréttis og réttinda kvenna verður óbreyttur.
Myndskeið
Kynjagleraugun eru mikilvæg í skipulagsmálum
Forstjóri Skipulagsstofnunar segir mikilvægt að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi þegar rætt er um skipulagsmál. Það geti leitt til fjölbreyttari lausna.
03.03.2020 - 07:30
Myndskeið
Mótmæli Eflingar settu svip sinn á Jafnréttisþing
Jafnréttisþing fer fram í Hörpu í dag þar sem fjallað er um samspil jafnréttis og umhverfismála í breyttum heimi. Mótmælendur á vegum Eflingar settu svip sinn á setningarræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
20.02.2020 - 12:53
Myndband
Mikilvægt að vera ekki bara þekkt sem kona einhvers
„Ég er ekki endilega eins og taska sem hann getur bara dregið með sér þegar hann er að fara eitthvert til að sýna,“ segir Eliza Jean Reid forsetafrú. Hún vill leggja sitt af mörkum til að endurskoða viðhorf til maka þjóðarleiðtoga. Oftar en ekki séu það konur og litið á þær sem fylgihluti eiginmannanna. Því þurfi að breyta. Það sé mikilvægt að vera ekki bara þekkt sem kona einhvers.
Hnotskurn: Barnabrúðkaupum fjölgar í hamförum
Önnur hver stúlka í Malaví er gefin í hjónaband fyrir átján ára aldur. Fólksfjölgun þar er með því mesta sem gerist í heiminum og þungunarrof er óheimilt. Fjallað er um málið í Hnotskurn í dag:
29.10.2019 - 10:32
Erum ekki að beita viðskiptaþvingunum
Bankastjóri Íslandsbanka segir það af og frá að í nýrri markaðsstefnu bankans, þar sem meðal annars verður horft til kynjahlutfalls innan fjölmiðla við auglýsingakaup, felist viðskiptaþvinganir. Hún viðurkennir þó að bankinn hefði mátt skýra málið betur.
26.10.2019 - 12:03
Konur fengu að sjá karlalandsleik í Íran
Í fyrsta sinn í fjörutíu ár fengu konur að kaupa miða á knattspyrnuleik karla í Íran í gær. Þær fengu að sitja í þrjú þúsund sætum á sérstöku svæði á Frelsisleikvangnum í Teheran þar sem Íran og Kambódía öttu kappi í undankeppni HM 2022.
11.10.2019 - 03:39
Kæra niðurfelld ofbeldismál til MDE
Stígamót ætla að kæra niðurfelld nauðgunar- og ofbeldismál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Málsóknin kemur í kjölfar metoo-byltingarinnar. „Umræðurnar hafa átt sér stað og núna er kominn tími til aðgerða,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Myndband
Undirrituðu yfirlýsingu um heimsmarkmiðin
Forsætisráðherrar Norðurlanda, ásamt leiðtogum Álandseyja og Grænlands og forstjórum norrænna fyrirtækja, skrifuðu undir yfirlýsingu um sjálfbærni og jafnrétti á fundi í Hörpu í dag. Ráðherrar og forstjórar fluttu erindi tengd undirrituninni. Hér fyrir ofan má sjá myndband af fundinum.
20.08.2019 - 10:28
Viðtal
Hommar rekast í glerþakið
Hommar eru ekki áberandi í afreksíþróttum, pólitík eða atvinnulífi á Íslandi. Lesbíur eru hins vegar áberandi í íþróttum og konur sem þykja karlalegar hafa náð langt í pólitík og atvinnulífinu. Formaður Hinsegin daga, Gunnlaugur Bragi Björnsson, segir brýnt að samfélagið beini sjónum að þessu og brjóti niður ofríki karlmennskunnar.
14.08.2019 - 21:04
Hætt við málsókn gegn fórnarlambi skotárásar
Ákæra á hendur ungri konu í Alabama sem var skotin í kviðinn með þeim afleiðingum að ófætt barn hennar lést hefur verið dregin til baka. AFP greinir frá. Hin 27 ára gamla Marshae Jones var skotin fimm sinnum í kviðinn í desember eftir rifrildi við aðra konu. Jones var gengin fimm mánuði á leið og missti fóstrið vegna skotsáranna. Yfirvöld handtóku hana í síðustu viku og ákærðu hana fyrir manndráp, þar sem yfirvöld töldu hana hafa átt upptökin að útistöðunum við hina 23 ára gömlu Ebony Jemison.
Skotin í kviðinn og kærð fyrir manndráp
Ung kona í Alabama sem var skotin í kviðinn þegar hún var barnshafandi hefur verið ákærð fyrir að verða ófæddu barni sínu að bana. Frá þessu er greint í fjölmiðlum vestra.
Kyn getur skipt máli í verkefnum lögreglunnar
Guðmundur Felixson og Hafdís Helga Helgadóttir fjölluðu um lög og reglur í nýjasta þætti Allskyns. Þau ræða meðal annars löggjafarvaldið og dómsvaldið. Muninn á því að vera karl eða kona í stjórnmálum ásamt því að skoða réttarvörslukerfið og hvort það skipti máli hvors kyns þú ert í lögreglunni.
31.05.2019 - 15:32
Kennarastéttin misst bæði stöðu og virðingu
Skólakerfið er risastórt, það teygist frá leikskóla og þar til við hættum í Háskóla. Við lærum sem börn hvernig við eigum að haga okkur og við höfum fyrirmyndir í kennurum og leiðbeinendum. Raunin er enn sú í dag að kerfið er allt töluvert kynjað.
Þátttaka stelpna aukist um 30% í tæknigreinum
Þátttaka kvenkyns nemenda í tæknigreinum í Háskólanum í Reykjavík hefur aukist um 30 prósent á síðustu þremur árum fyrir tilstuðlan verkefnisins „Stelpur og tækni“.
Þriðja konan komst inn í hofið
Konu tókst í gærkvöld að komast inn í Sabarimala hof hindúa í Kerala á Indlandi. Konum á aldrinum 10 til 50 ára hefur verið bannað að fara inn í hofið. Hæstiréttur landsins afnam bannið í september.
04.01.2019 - 16:35
Sögur með konum í lykilhlutverkum mikilvægar
Það er mikilvægt að segja sögur þar sem konur eru í lykilhlutverkum, að mati Hilmars Sigurðssonar, forstjóra Sagafilm. Fyrirtækið hlaut hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2018. Að verðlaununum standa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Háskóli Íslands. UN Women á Íslandi er sérstakur samstarfsaðili verkefnisins. Verðlaunin voru veitt í hátíðarsal Háskóla Íslands í morgun.