Færslur: Jafnréttismál

Sjónvarpsfrétt
„Getur valdið varanlegum skaða og leitt af sér andlát“
Gelt er að hinsegin unglingum nánast daglega og þau þannig svipt mennskunni, segja forsvarskonur Samtakanna '78. Þær hafa miklar áhyggjur af því hve algengt það er orðið að hinsegin hópar verði fyrir aðkasti.
26.05.2022 - 19:00
7% barna komast á leikskóla að fæðingarorlofi loknu
Fæst sveitarfélög tryggja börnum leikskólapláss þegar þau verða 12 mánaða, það er eftir að hefðbundnu fæðingarorlofi lýkur. Einungis um sjö prósent barna komast á leikskóla strax að loknu fæðingarorlofi.
Sádi Arabía
28.000 konur sóttu um 30 störf lestarstjóra
Þúsundir sádíarabískra kvenna sóttu um þegar spænska járnbrautafyrirtækið Renfe auglýsti eftir konum í starf lestarstjóra þar í landi. Renfe rekur járnbrautir í konungsríkinu Sádi Arabíu, þar sem konur búa við afar takmarkað frelsi og var óheimilt að aka bifreið allt til ársins 2018. Fyrirtækið auglýsti 30 lestarstjórastöður lausar til umsóknar fyrir konur og fékk yfir 28.000 umsóknir.
17.02.2022 - 05:33
Akademískur framgangur kvenna hægari en karla
Almennt virðast litlar breytingar hafa orðið undanfarin fimm ár á stöðu kynjajafnréttis þegar kemur að framgangi akademískra starfsmanna háskóla. Hlutur kvenna hefur þó aukist innan einkarekinna háskóla.
Sjónvarpsfrétt
Geta fengið blæðingaleyfi á Spáni
Starfsfólk hjá sveitarfélagi einu í norðurhluta Spánar getur nú sótt um allt að átta klukkustunda leyfi á launum í hverjum mánuði þegar það er á blæðingum. Skiptar skoðanir eru um fyrirkomulagið sem borgaryfirvöld vonast til að skapi betra vinnuumhverfi.
05.02.2022 - 20:00
Búningareglum í strandhandbolta breytt
Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur breytt reglum sínum um búninga í strandhandbolta kvenna. Með þessu bregst sambandið við mikilli gagnrýni á fyrri reglur, sem kváðu á um að keppendur í kvennaflokki strandhandbolta skyldu klæðast bikini.
02.11.2021 - 06:40
Kvennafrídagurinn – Konur vinna launalaust eftir 15:10
Hinn árlegi kvennafrídagur er í dag en hann fór fyrst fram 24. október 1975. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er: „Leiðréttum skakkt verðmætamat“. Konur hafa sex sinnum lagt niður störf á kvennafrídeginum til þess að mótmæla kynbundnu misrétti, fyrst 1975, svo 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Þá hafa konur gengið út af vinnustöðum, á þeim tíma sem reiknað er að konur hafi unnið fyrir launum sínum, miðað við meðalatvinnutekjur karla.
Sjónvarpsfrétt
Beita mætti viðurlögum við brotum á jafnréttislögum
Það gengur allt of hægt að jafna hlut kvenna í stjórnunarstöðum, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Skoða þurfi fleiri lausnir en kynjakvóta, nær væri að beita viðurlögum við brotum á jafnréttislögum. Hún segir stöðu kvenna hjá hinu opinbera vera talsvert betri en í einkageiranum.
16.10.2021 - 19:20
Fyrrum forsætisráðherra greinir frá áreitni
Helle Thorning-Schmidt, fyrrum forsætisráðherra Danmerkur, segir mikilvægt að umræða um kynferðisbrot gegn konum fjari ekki út. Hún sendi í morgun frá sér bók um #metoo-byltinguna þar sem hún greinir frá því að fyrrum forseti Frakklands, Valéry Giscard d´Estaing, hafi þuklað á henni í kvöldverði.
Dregur úr launamun kynjanna
Launamunur kynjanna fer minnkandi. Þetta á bæði við um atvinnutekjur, leiðréttan og óleiðréttan launamun. Kynbundin skipting vinnumarkaðarins skýrir launamun að miklu leyti. Þetta kemur fram í launarannsókn Hagstofunnar sem forsætisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag.
07.09.2021 - 22:10
Kvenkyns mótmælendum mætt af hörku í Kabúl
Konur söfnuðust saman á götum Kabúl í dag til þess að mótmæla kynjamisrétti og krefjast þátttöku kvenna í stjórnmálum í landinu. Talíbanar mættu konunum af mikilli hörku og segja viðstaddir þeir hafi beitt rafstuðtækjum, piparúða og skotvopnum.
Vikulokin
Ekki má bæta á vanlíðan þolenda
Mikilvægt er að gera fortíðina upp varðandi þau ofbeldismál sem hafa verið í umræðunni tengd KSÍ, að mati Vöndu Sigurgeirsdóttur, lektors við Háskóla Íslands, fyrrum íþróttakonu- og þjálfara. Hún segir að eitruð menning sé ekki bara innan KSÍ heldur víðar í samfélaginu, líka meðal ungra drengja á sparkvöllum víða um landið. 
04.09.2021 - 15:05
Sárt þegar hetjur falla af stalli
Nota á umræðuna um ofbeldismál innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem tækifæri til að efla fræðslu og vekja börn til meðvitundar um heilbrigð samskipti. Þetta segir formaður faghóps sem kanna á ofbeldismál og kynferðisbrot innan KSÍ.
Styrktaraðilar krefjast skýringa frá KSÍ
Nokkrir helstu styrktaraðila KSÍ hafa krafist skýringa og aðgerða af hálfu sambandsins, og lýst þungum áhyggjum af stöðunni. Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Íslenskra getrauna, segir þau hafa fengið fundarboð frá sambandinu. Fundurinn verði á næstu dögum en tímasetning hafi ekki verið ákveðin.
31.08.2021 - 15:23
Druslugöngunni frestað um óákveðinn tíma
Druslugöngunni 2021, sem ganga átti í Reykjavík í dag, laugardag, hefur verið frestað um óákveðinn tíma „vegna nýjustu frétta um aðgerðir í ljósi fjölgunar á Covid-19 smitum í samfélaginu," eins og segir í tilkynningu á Facebook-síðu Druslugöngunnar.
Ójöfnuður meðal íslenskra kvenna
Konur á Íslandi búa við meiri ójöfnuð sín á milli en konur á hinum Norðurlöndunum. Þetta segir Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri.
07.07.2021 - 15:30
Sjónvarpsfrétt
Efndu til pólitísks gjörnings í tilefni dagsins
Kvenréttindadagurinn var haldinn hátíðlegur í dag. Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur lagði blómsveig að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og hvatti fólk til að drýgja þær hetjudáðir sem óréttlæti samtímans krefst. Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá nýttu daginn til að þrýsta á Alþingi. 
Alexandra hvetur til hetjudáða á kvenréttindadaginn
Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, segir að við þurfum sjálf að vera þær hetjur sem samtíminn þarfnast. Hún lagði blómsveig á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í tilefni kvenréttindadagsins, sem er í dag.
19.06.2021 - 12:46
Kynjahallinn eykst í grænlenskum stjórnmálum
Færri konur bjóða sig fram til Grænlandsþings nú en 2018 og hlutfall þeirra lækkar á milli kosninga. Þing- og sveitarstjórnarkosningar verða haldnar á Grænlandi þriðjudaginn 6. apríl. Innan við þriðjungur frambjóðenda til grænlenska landsþingsins er konur og hlutfallið í sveitarstjórnarkosningunum er nánast það sama. Þetta kemur fram í frétt grænlenska blaðsins Sermitsiaq. 189 eru í framboði til Grænlandsþings; 56 konur og 133 karlar.
23.03.2021 - 03:32
Þúsundir kvenna mótmæltu í Istanbúl
Þúsundir Tyrkja, að miklum meirihluta konur, mótmæltu í gær forsetatilskipun Receps Tayyips Erdogans um að Tyrkland segi sig frá Istanbúl-sáttmálanum, fyrsta, bindandi alþjóðasáttmálanum sem gerður hefur verið með það að markmiði að draga úr kynbundnu ofbeldi. Tilkynnt var um þessa tilskipun forsetans nánast í skjóli nætur, seint á föstudagskvöld.
21.03.2021 - 06:49
Tyrkland segir sig frá sáttmála gegn kynbundnu ofbeldi
Tyrkland hefur sagt sig frá Istanbúlsáttmálanum; fyrsta, bindandi alþjóðasáttmála sem gerður hefur verið með það að markmiðið að draga úr kynbundnu ofbeldi. Er þetta gert samkvæmt tilskipun Receps Tayyips Erdogans, Tyrklandsforseta, í samræmi við yfirlýstan vilja flokks hans, Réttlætis- og þróunarflokksins.
20.03.2021 - 07:20
Viðtal
Segir ákvörðunina ekki hafa verið léttvæga
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að það hafi ekki verið léttvæg ákvörðun reyna að fá ógildingu á úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Héraðsdómur hafnaði á föstudag kröfu ráðherrans um ógildingu og ætlar ráðherra að áfrýja málinu til Landsréttar.
Viðtal
Níu konur kæra rannsóknir á ofbeldisbrotum til MDE
Níu íslenskar konur hafa lagt fram kærur til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsmeðferðar íslenska réttarkerfisins. Konurnar kærðu ofbeldisbrot, nauðganir og áreitni til lögreglu, en málin voru felld niður. Dómstóllinn hefur móttekið og skráð málin. „Kerfið er ítrekað að sparka í liggjandi manneskju sem er brotin fyrir,” segir ein kvennanna.
Sjónvarpsfrétt
Dómsmál ráðherra rammpólitísk og vond ákvörðun
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja málaferli íslenska ríkisins til að láta ógilda úrskurð um að menntamálaráðherra hafi brotið jafnréttislög, rammpólitísk. Þingmaður Viðreisnar segir málið einungis þjóna persónulegum hagsmunum ráðherra og þá er áfrýjun dómsins, sem ríkið tapaði á föstudag, harðlega gagnrýnd. Þingmaður Samfylkingar segir ábyrgðina liggja hjá ríkisstjórninni í heild og þingmaður Pírata segir málsmeðferð ráðherra ólíðandi og að hún eigi að biðjast afsökunar.
Ríkislögmaður útvistaði dómsmáli ráðherra gegn Hafdísi
Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins, og ráðherra mennta- og menningarmála, gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Það er fremur sjaldgæft að ríkislögmaður útvisti málum og sömuleiðis er það afar fátítt að íslenska ríkið fari sjálft í mál, sérstaklega við einstaklinga. Málið er því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. Enn hefur ekki tekist að fá viðtöl við ráðamenn vegna dómsins sem féll á föstudagsmorgunn. Áfrýjunarferlið fyrir Landsrétti getur tekið heilt ár.