Færslur: jafnrétti kynjanna

Skiptar skoðanir um jafna skiptingu fæðingarorlofs
Nokkuð skiptar skoðanir eru um jafna skiptingu fæðingarorlofs milli foreldra í nýju frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Formaður BSRB segir frumvarpið skref í átt að jafnrétti en þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur það skerða frelsi fjölskyldna. Ráðherra segir það kunna vel að vera að frumvarpið taki breytingum.  
Hlutlaus kynskráning í þjóðskrá og ókynjuð orðanotkun
Breytt kynskráning í þjóðskrá, fleiri mögulegar ástæður mismununar í jafnréttisáætlunum sveitarfélaga og breytingar á kærunefnd jafnréttismála er meðal þess sem kemur fram í frumvörpum um jafna stöðu og rétt kynjanna og stjórnsýslu jafnréttismála.
06.08.2020 - 12:43
Ætla að tvöfalda fjölda kvenna í tækniteymum
Snap Inc., móðurfélag smáforritsins Snapchat, ætlar að tvöfalda fjölda kvenkyns starfsmanna í tækniteymum sínum á næstu fimm árum. Sömuleiðis hyggst fyrirtækið tvöfalda fjölda starfsmanna í tækniteymum sem tilheyra minnihlutahópum. Í dag gaf fyrirtækið út skýrslu yfir fjölbreytileika starfsfólks í fyrsta skipti.
29.07.2020 - 23:32
Margar leyna kyni sínu til að forðast áreitni
Jana Sól Ísleifsdóttir stefnir á atvinnumennsku í tölvuleikjum. Að undanförnu hefur hún vakið athygli á kynferðislegri áreitni innan tölvuleikjaheimsins sem hún segir vera daglegt brauð. Margar konur fari leynt með kyn sitt í leikjunum til að forðast áreitnina, sem er sumum ofviða, segir Jana Sól. Hún hefur fengið nóg og vill að leikir verði aðgengilegir fyrir allt fólk, óháð kyni.
Líffræðilegt kyn hverfur úr hollenskum skilríkjum
Líffræðilegs kyns einstaklinga verður ekki getið á hollenskum skilríkjum í framtíðinni nái hugmyndir Ingrid van Engelshoven mennta- og menningarmálaráðherra landsins fram að ganga.
„Þá var krísa og þá réðu karlar konur“
Ráðning kvenna í stöðu faglegs sveitar- eða bæjarstjóra er nátengd kynjaskiptingu viðkomandi sveitarstjórnar og þá sérstaklega því hvaða kyn eru í valdastöðum innan sveitarstjórnarinnar. Þetta eru niðurstöður rannsókna Evu Marínar Hlynsdóttur, dósents í opinberri stjórnsýslu, við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Peking-sáttmálinn staðfestur á ný - markmið náðust ekki
Peking-sáttmálinn var ítrekaður og staðfestur á ný í dag, á upphafsdegi 64. Kvennanefndarfundar Sameinuðu þjóðanna í New York. Sáttmálinn var fyrst staðfestur árið 1995. Úttekstir sýna að markmiðum hans hafi ekki verið náð á þessum tíma, að því er segir í fréttatilkynningu frá UN Women á Íslandi. Auk þess virðist sem Heimsmarkmiðum SÞ verði ekki náð ef hraði framfara í þágu kynjajafnréttis og réttinda kvenna verður óbreyttur.
Myndband
Mikilvægt að vera ekki bara þekkt sem kona einhvers
„Ég er ekki endilega eins og taska sem hann getur bara dregið með sér þegar hann er að fara eitthvert til að sýna,“ segir Eliza Jean Reid forsetafrú. Hún vill leggja sitt af mörkum til að endurskoða viðhorf til maka þjóðarleiðtoga. Oftar en ekki séu það konur og litið á þær sem fylgihluti eiginmannanna. Því þurfi að breyta. Það sé mikilvægt að vera ekki bara þekkt sem kona einhvers.
Kastljós
Segir að nú verði loks ráðist í framkvæmdir
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, sagði að lengi hefði verið rætt um ójafnrétti kynjanna en nú ætti að ráðast í framkvæmdir til að ná því markmiði. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir óásættanlegt að ríkisfyrirtæki taki ákvarðanir um að beina ekki viðskiptum sínum til ákveðinna aðila á grundvelli sjónarmiða sinna um jafnrétti kynjanna.
Kynjaðar staðalímyndir bannaðar í auglýsingum
Auglýsingar sem ýta undir hættulegar staðalímyndir kynjanna eru nú bannaðar í Bretlandi. Þessar nýju reglur tóku gildi í gær.
15.06.2019 - 18:14
Myndskeið
Fjölmenn fjólublá mótmæli
Hundruð þúsunda svissneskra kvenna lögðu niður störf um miðjan dag í dag til að mótmæla ójafnrétti kynjanna í landinu. Launamunur er enn um 20 prósent.
14.06.2019 - 18:15
Kennarastéttin misst bæði stöðu og virðingu
Skólakerfið er risastórt, það teygist frá leikskóla og þar til við hættum í Háskóla. Við lærum sem börn hvernig við eigum að haga okkur og við höfum fyrirmyndir í kennurum og leiðbeinendum. Raunin er enn sú í dag að kerfið er allt töluvert kynjað.
Förum ekki að stera upp alla kveníþróttamenn
Íþróttir hafa í gegnum tíðina verið mjög kynjaskiptar og enn í dag sjáum við mun. Þrátt fyrir að í grunninn sé um að ræða sömu íþróttir sem kynin stunda, sömu reglur, jafn langir leikir og jafn stórir vellir þá eru „karlaíþróttir“ yfirleitt vinsælli.
17.05.2019 - 15:41
Sjö femínistar handteknir í Sádi-Arabíu
Sjö femínistar hafa verið handteknir í Sádi-Arabíu, aðeins tveimur vikum áður en til stendur að afnema bann um að konur megi ekki keyra bíla.
19.05.2018 - 17:17
ESA stefnir Noregi vegna fæðingarorlofs karla
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur höfðað mál gegn norsku ríkisstjórninni vegna þess að reglur um fæðingarorlof mismuni kynjunum. Karlar hafi ekki rétt á á orlofi ef móðirin er heimavinnandi. ESA telur þetta brot á jafnræðisreglunni.
09.05.2018 - 16:18
Fréttaskýring
„Á þessum árum er framinn hraður“
Umönnunargjáin, tímabilið frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til barn kemst í tryggt dagvistunarúrræði grefur undan foreldrum ungra barna, einkum konum sem eru fjórfalt til fimmfalt lengur heima en karlar. Þá hefur dregið úr því að karlar taki orlof. Hvað ætla stjórnvöld að gera í málinu? Ríkisstjórnin stefnir að því að lengja fæðingarorlofið og hækka orlofsgreiðslur í samtali við aðila vinnumarkaðarins, þá greinir á um ýmislegt en allir eru sammála um að eitthvað þurfi að breytast.
Baráttudagur kvenna um allan heim
Haldið er upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna víða um heim í dag. Konur á Spáni eru í verkfalli og í Frakklandi er dagblað selt á fjórðungi hærra verði til karla þar sem þeir fá að meðaltali fjórðungi hærri laun en konur.
Allsherjarverkfall kvenna á Spáni
Konur á Spáni hafa boðað til allsherjarverkfalls í 24 klukkustundir í dag í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Veruleg röskun verður á lestarsamgöngum. 
08.03.2018 - 12:57
Karlar á Alþingi sammála um mikilvægi #metoo
Ábyrgðin er karla, hingað og ekki lengra, karlar verða að hlusta, stundin er runnin upp. Þetta er meðal þess sem karlar á Alþingi sögðu í dag í umræðu um #metoo-byltinguna og þá staðreynd að konur í öllum stéttum samfélagsins hefðu hundruðum saman verið beittar kynbundnu ofbeldi.
19.12.2017 - 21:16
Kæra Alþingi vegna skipunar í fjárlaganefnd
Kvenréttindafélag Íslands kærði Alþingi í dag til kærunefndar jafnréttismála vegna skipunar í fjárlaganefnd. Í síðustu viku voru ein kona og átta karlar skipuð í nefndina. Samkvæmt jafnréttislögum á hlutfall kynjanna að vera sem jafnast í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga og ekki minna en 40 prósent af hvoru kyni.
19.12.2017 - 16:03
Rík skylda að berjast gegn áreitni og ofbeldi
Stjórn Félags atvinnurekenda hvetur félagsmenn eindregið til að tryggja að kynferðisleg og kynbundin áreitni, ofbeldi og mismunun líðist ekki í fyrirtækjum þeirra.
12.12.2017 - 14:09
Rektor segir öryggi í vinnu vera mannréttindi
Konur í vísindasamfélaginu eiga ekki að þurfa að tipla á tánum í kringum slæma hegðun karlmanna né að þurfa að horfa til baka með hnút í maga yfir atburðum í starfi þar sem þær telja að þær hafi verið beittar órétti vegna kyns. Þetta segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, í tilkynningu á vef skólans.
Viðtal
Nýtt að þekktar og valdamiklar konur segi frá
Það er nýtt í umræðunni um kynferðislega áreitni og ofbeldi nú að valdamiklar og þekktar konur hafa stigið fram og sagt frá reynslu sinni. Umræða um kynbundið ofbeldi í Hollywood í haust velti þungu hlassi af stað. Þetta segir Gyða Margrét Pétursdóttir, dósent við félagsvísindasvið Háskóla Íslands.
Segir vændi tíðkast í óperuheiminum
Halla Margrét Árnadóttir, óperusöngkona á Ítalíu, segir að í óperuheiminum tíðkist vændi. Fyrir tólf árum stóð henni stórt hlutverk til boða en hefði þurft að sofa hjá óperustjóra til að fá hlutverkið. Hún neitaði og segir það hafa skemmt fyrir sér. Rætt er við Höllu Margréti í Morgunblaðinu.
Þörf á átaki gegn áreitni innan leiklistar
Staða kvenna í leiklist er veikari en staða karla og misbeiting innan sviðslista hefur ýmsar birtingarmyndir, segir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara.