Færslur: jafnrétti kynjanna

Ísland efst á lista um jöfnuð kynjanna 13. árið í röð
Ójöfnuður kynjanna er minnstur á Íslandi, er fram kemur í nýútgefinni árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, eða World Economic Forum. Það er þrettánda árið í röð sem Ísland trónir á toppi listans.
Sjónvarpsfrétt
Mál Vítalíu með þeim mikilvægustu síðustu áratugi
Prófessor í félagsfræði segir að framvindan í máli Vítalíu Lazarevu sé eitt það mikilvægasta sem gerst hefur varðandi stöðu karla og kvenna á Íslandi síðustu áratugi. #metoo-hreyfingin hafi ýtt undir samfélagsbreytingar.
09.01.2022 - 19:48
Búningareglum í strandhandbolta breytt
Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur breytt reglum sínum um búninga í strandhandbolta kvenna. Með þessu bregst sambandið við mikilli gagnrýni á fyrri reglur, sem kváðu á um að keppendur í kvennaflokki strandhandbolta skyldu klæðast bikini.
02.11.2021 - 06:40
Sjónvarpsfrétt
Beita mætti viðurlögum við brotum á jafnréttislögum
Það gengur allt of hægt að jafna hlut kvenna í stjórnunarstöðum, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Skoða þurfi fleiri lausnir en kynjakvóta, nær væri að beita viðurlögum við brotum á jafnréttislögum. Hún segir stöðu kvenna hjá hinu opinbera vera talsvert betri en í einkageiranum.
16.10.2021 - 19:20
Reyna að fá þungunarlögum Texas hnekkt fyrir hæstarétti
Bandaríkjastjórn hyggst freista þess að fá strangri löggjöf Texasríkis um þungunarrof hnekkt fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. Lögin í Texas kveða á um nánast ófrávíkjanlegt bann við þungunarrofi. Þegar þau voru samþykkt á ríkisþingi Texas hét Joe Biden Bandaríkjaforseti því, gera allt sem í hans valdi stæði til að fá þau ógilt.
Myndskeið
Karlar: 19 - Konur: 1
Staðan er nítján eitt fyrir karla þegar skoðað er hverjir stýra fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllinni. Konur í atvinnulífinu flögguðu í hálfa stöng í dag til þess að vekja athygli á þessu ójafnvægi.
Gullstelpurnar höfðu truflandi áhrif á meðalmennina
Óvenjulegt mál skekur norskt íþróttalíf um þessar mundir. Málið þykir svo sérkennilegt að greinarhöfundur VG, sem fjallar um málið, segir það þannig í pottinn buið að það sé eiginlega of fáránlegt til að vera satt.
07.10.2021 - 09:46
Vanti raunverulegan vilja til að laga aðstöðumun kynja
Leikmenn í meistaraflokki kvenna í fótbolta hjá Þór/KA þurfa sjálfar að standa straum af kostnaði við liðið sem leikmenn meistaraflokks karla þurfi ekki að gera. Móðir leikmanns í kvennaliðinu segir að eina sem þurfi til að breyta þessu sé raunverulegur vilji.
31.07.2021 - 11:35
Myndskeið
„Fórnarkostnaður kvenna hærri“
Fjórtán sinnum fleiri konur en karlar í stjórnendastöðum bera ábyrgð á heimilishaldi og kvenkyns stjórnendum finnst þær frekar þurfa að sanna sig. Karlar fá minni stuðning en konur til að samræma starf og fjölskyldulíf. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, einn aðstandenda rannsóknarinnar, segir að konur þurfi að fórna meiru til að verða stjórnendur en karlar.
Þingkonur Framsóknar bera lítið úr býtum
Þremur þingkonum Framsóknarflokksins, öllum nema Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, mistókst að tryggja sér það sæti sem þær óskuðu eftir í prófkjörum flokksins.
Fjórar konur vinna saman í rafmagni
Hjá fyrirtæki á Akureyri starfa fjórar konur við raf- og rafeindavirkjun. Þó konum hafi fjölgað talsvert í karllægum iðngreinum síðustu ár má það þó enn teljast óvenjulegt.
17.06.2021 - 18:25
Myndskeið
Hnoðað, sprautað og hæmlikkað í Hagaskóla
Þrjú prósent hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Landspítalanum eru karlmenn. Þessu á að breyta með því að kynna drengjum þessi störf. Fimmtán ára drengir sýndu sprautunálum, hjartahnoði og æðaleggjum mikinn áhuga á kynningu í dag. Þá spreyttu þeir sig á dúkku sem var að kafna og hæmlikkuðu hana, þ.e.a.s. beittu Heimlich-aðferðinni.
Myndskeið
Þetta eru ekki bara skrímsli, þetta eru líka góðir menn
Ný #metoo-bylgja er risin og hún er frábrugðin þeirri fyrri. Aðgerðasinnar segja að sá fjöldi kvenna sem hefur greint frá kynferðisofbeldi síðustu daga, sýni hversu alvarlegur vandinn er. Tími sé kominn til að afnema skrímslavæðinguna sem hefur fylgt umræðu um ofbeldi.
Mótmæla kjöri Írans í nefnd um réttindi kvenna
Mannréttindasamtök mótmæla því að Íran hafi í vikunni verið kosið til setu í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi kvenna. Samtök kvenna af írönskum uppruna segja niðurstöðuna vera vanvirðingu við konur sem daglega verði fyrir mismunun í Íran.
24.04.2021 - 12:11
Viðtal
Segja atvinnulífið bera ábyrgð á kynjahlutfalli
Allir forstjórar fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru karlkyns. Þeim hefur fjölgað undanfarin ár en hlutfallið er áfram það sama. Hluthafar með mikinn eignahluta í fyrirtækjum gætu breytt þessu að mati Stefaníu Guðrúnu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Eyri Venture Management.
Baráttukonu í Sádi-Arabíu sleppt úr haldi
Sádíarabísku baráttukonunni Loujain al-Hathloul var sleppt úr haldi í gær. Hún hefur barist fyrir mannréttindum kvenna og hefur verið handtekin fyrir að aka bíl. Hún var fangelsuð árið 2018 og hefur setið inni síðan þá. Það var stuttu áður en konur í landinu fengu leyfi stjórnvalda til að taka bílpróf, sem var eitt af baráttumálum hennar.
11.02.2021 - 14:30
Konur ráðnar í 25% tilvika
Konur voru ráðnar framkvæmdastjórar hjá fyrirtækjum í aðeins fjórðungi tilvika í fyrra. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar Creditinfo. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að með þessu áframhaldi náist markmið Jafnvægisvogarinnar alls ekki.
Kynjajafnrétti og alþjóðasamskipti rædd á NB8 fundi
Kynjajafnrétti var í brennidepli á fjarfundi utanríkisráðherra NB8 ríkjanna á föstudaginn. NB8 er samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þriggja sem efnt var til árið 1992.
Hafa ekki beitt dagsektum vegna jafnlaunavottunar
Rúmlega 60% þeirra fyrirtækja og stofnana sem eiga að vera komin með jafnlaunavottun fyrir áramót, eru komin með slíka vottun. Um fjórðungur þeirra sem áttu að vera komin með vottun fyrir síðustu áramót er ekki kominn með vottun. Jafnréttisstofa hefur ekki beitt neinum dagsektum, þrátt fyrir að hafa heimild til þess.
30.11.2020 - 12:24
Japanir setja kynjakvóta í pólitík og atvinnulífi
Stjórnvöld í Japan hyggjast innleiða kynjakvóta á framboðslistum flokka í þing- og sveitarstjórnakosningum í landinu, fyrir árið 2025, til að tryggja að minnst 35 prósent frambjóðenda verði konur. Vonast stjórnvöld til að auka jafnrétti kynjanna í stjórnmálum landsins með því að setja skýr og lögbundin markmið sem þessi.
29.11.2020 - 07:27
Tímabært að leggja Jafnréttisráð niður
Tímabært er að leggja Jafnréttisráð niður og finna vinnu þess annan farveg. Þetta er mat Samtaka atvinnulífsins sem kemur fram í umsögn þeirra um frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Forsætisráðuneytið lætur Hagstofu rannsaka launamun
Forsætisráðuneytið undirritaði í gær samning við Hagstofu Íslands um að gera rannsókn á launamun kvenna og karla. Um er að ræða fyrstu rannsókn á launamun kynjanna frá því að lög um jafnlaunavottun tóku gildi árið 2018.
Myndskeið
Ekkert kvennafrí: Konur meirihluti framlínustarfsfólks
Það dugir ekki að þakka konum fyrir að sinna mikilvægum framlínustörfum í faraldrinum, heldur þarf að meta framlag þeirra í kaupi og kjörum. Þetta segir formaður Kvenréttindafélags Íslands. Ekki var hægt að halda kvennafrídaginn í dag vegna samkomubannsins.
24.10.2020 - 19:26
Skiptar skoðanir um jafna skiptingu fæðingarorlofs
Nokkuð skiptar skoðanir eru um jafna skiptingu fæðingarorlofs milli foreldra í nýju frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Formaður BSRB segir frumvarpið skref í átt að jafnrétti en þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur það skerða frelsi fjölskyldna. Ráðherra segir það kunna vel að vera að frumvarpið taki breytingum.  
Hlutlaus kynskráning í þjóðskrá og ókynjuð orðanotkun
Breytt kynskráning í þjóðskrá, fleiri mögulegar ástæður mismununar í jafnréttisáætlunum sveitarfélaga og breytingar á kærunefnd jafnréttismála er meðal þess sem kemur fram í frumvörpum um jafna stöðu og rétt kynjanna og stjórnsýslu jafnréttismála.
06.08.2020 - 12:43