Færslur: Jacob Zuma

Jacob Zuma í 15 mánaða fangelsi
Stjórnlagadómstóll í Suður-Afríku dæmdi í dag Jacob Zuma, fyrrverandi forseta landsins, í fimmtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Refsinguna fær hann fyrir að sýna spillingardómnefnd í Jóhannesarborg vanvirðingu. Í dómsorði segir að enginn sé hafinn yfir lögin.
29.06.2021 - 12:02
Krefjast 2 ára fangelsis yfir Jacob Zuma
Stjórnlagadómstóllinn í Suður-Afríku féllst í dag á að taka fyrir kæru á hendur Jacob Zuma, fyrrverandi forseta, fyrir að neita að koma fyrir rétt og bera vitni í spillingarmáli á hendur honum. Dómstóllinn hafði úrskurðað að Zuma bæri að mæta, en hann lét ekki sjá sig þegar hann var boðaður.
01.03.2021 - 14:22
Vilja fangelsa Jacob Zuma fyrir óvirðingu
Sérstök rannsóknarnefnd í spillingarmáli gegn háttsettum stjórnmála- og embættismönnum í Suður Afríku hefur lagt fram formlega kröfu um að stjórnlagadómstóll landsins dæmi Jacob Zuma, fyrrverandi forseta, til tveggja ára fangelsisvistar fyrir óvirðingu. Sakarefnið er hundsun Zumas á fyrirmælum um að mæta fyrir nefndina, þrátt fyrir úrskurð hæstaréttar þar að lútandi, og svívirðileg ummæli um dómskerfi landsins.
23.02.2021 - 03:27
Fréttaskýring
Zuma neitar að segja af sér
Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, hefur hundsað samþykkt Afríska þjóðarráðsins, sem er flokkur hans, um að víkja úr embætti. Miðstjórn Afríska þjóðarráðssins samþykkti á löngum fundi í gærkvöld og nótt að biðja Zuma um að segja af sér forsetaembættinu. Afríska þjóðarráðið er núverandi stjórnarflokkur og hefur ráðið lögum og lofum í Suður-Afríku frá því minnihlutastjórn hvítra vék fyrir lýðræðislega kjörinni stjórn á tíunda áratug síðustu aldar. Nelson Mandela varð þá forseti.
Ramaphosa eftirmaður Jacobs Zuma
Cyril Ramaphosa var kjörinn leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, ANC, í Suður-Afríku nú síðdegis. Hann tekur við leiðtogaembættinu af Jacob Zuma, forseta landsins. Ramaphosa er núverandi varaforseti Suður-Afríku og að öllum líkindum næsti forseti því Afríska þjóðarráðið ræður lögum og lofum í stjórnmálum landsins frá því að lýðræði komst á 1994.
18.12.2017 - 18:59
Jacob Zuma braut stjórnarskrá Suður-Afríku
Stjórnarskrárdómstóll Suður-Afríku, æðsti dómstóll landsins, dæmdi í morgun að forsetinn, Jacob Zuma, hefði brotið ákvæði stjórnarskrár landsins.Málið snýst um endurbætur á einkaheimili Jacobs Zuma forseta. Opinbert fé var notað til endurbótanna þar sem verið væri að efla öryggi forsetans. En þegar í ljós kom að fé úr opinberum sjóðum hefði einnig verið varið til að byggja sundlaug, leiksvið, fjós og gestahús var málið kært.
31.03.2016 - 12:20