Færslur: íþróttir

Usain Bolt með COVID-19
Spretthlauparinn fyrrverandi Usain Bolt er með COVID-19. Nú dvelur hann í einangrun á heimili sínu í Jamaíku.
25.08.2020 - 01:58
Þátttakendur hugsanlega verr undirbúnir en venjulega
Meiðsli og beinbrot á Rey Cup-fótboltamótinu í Laugardal í Reykjavík um helgina skýrast flest af einskærri óheppni, að sögn Þóris Hákonarsonar íþróttastjóra Þróttar. Hann veltir því upp hvort keppendur hafi verið verr undirbúnir en venjulega vegna æfingastöðvunar í vor sökum COVID-19 faraldursins.
28.07.2020 - 12:24
Leikmaður Stjörnunnar greindur með COVID-19
Leikmaður efstudeildarliðs Stjörnunnar í knattspyrnu hefur greinst með COVID-19. Næstu skref verða tekin í nánu samstarfi við Almannavarnir og KSÍ, að sögn Sigurðar Þórðarsonar, skrifstofustjóra félagsins.
27.06.2020 - 00:51
Þurfa að ræða við um 300 manns vegna smits í Breiðablik
Haft hefur verið samband við yfir sjötíu manns sem fara í sóttkví eftir að knattspyrnukona hjá Breiðablik greindist með kórónuveiruna. 
Sumarólympíuleikarnir 2021 eru enn á dagskrá
Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna sem eiga að fara fram í Tókíó í Japan á næsta ári eru bjartsýnir á að unnt verði að tryggja öryggi þátttakenda og gesta þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn.
13.06.2020 - 04:26
Lestin
Stafrænt hliðarsjálf í stúkunni í beinni útsendingu
Íþrótta- og tæknifyrirtækið OZ Sports hefur þróað aðferðir til að fylla tóma áhorfendapalla í beinum útsendingum með stafrænum hliðarsálfum stuðningsmanna. „Við erum í samtölum við allar stærstu deildirnar í heiminum,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri.
07.06.2020 - 13:47
Spegillinn
Ragnarök fótboltans
Fótboltavellir heimsins hafa verið tómir í faraldrinum sem nú geisar og fjárhagslegt tjón vegna þess er gríðarlegt. Allra leiða er leitað til að koma sirkusnum af stað að nýju svo peningarnir fari aftur að flæða í galtómar fjárhirslur félaganna. Enska knattspyrnan er krúnudjásn fótboltans og þar er allsendis óvíst um framhaldið. Hvert lið gæti tapað um 100 milljónum punda eða 18 milljörðum króna.
12.05.2020 - 15:41
Áætla að skólahald í maí verði eins og fyrir bann
Almannavarnir áætla að skólastarf í leik- og grunnskólum fari af stað með eðlilegum hætti 4. maí. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði að fulltrúar Almannavarna hafi ekki hitt skólastjórnendur en hafi fundað um málið með fulltrúum menntamálaráðuneytis.
19.04.2020 - 15:21
Tölvuleikir eru áhugamál sem er allt í lagi að stunda
Rafíþróttir eru í mikilli sókn á þessum tímum alls staðar í heiminum og Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður rafíþróttasambands Íslands, segir þessa grósku sannarlega vera til staðar á Íslandi.
07.04.2020 - 16:52
Landinn
Heilsuátak með óhefðbundnum hætti
„Það er mjög gott, bæði fyrir líkama og sál að gera eitthvað annað en að hlaupa á eftir rollum,“ segir Vilberg Þráinsson, sauðfjárbóndi á Hríshóli í Reykhólasveit. Hann, og hans fjölskylda eru meðal þeirra sem taka þátt í heilsuátaki á vegum Reykhólahrepps sem nú stendur yfir.
01.04.2020 - 15:29
 · mannlíf · Vesturland · íþróttir · Heilsa · COVID-19
Íbúar hvattir til útivistar
Akureyringar eru hvattir til þess að nýta fjölbreytta útivistarmöguleika svæðisins nú þegar samkomubann gildir og íþróttastarf raskast. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að hreinsa helstu gönguleiðir af því tilefni.
19.03.2020 - 10:10
Fyrsta konan sem byrjar hlaupið með ólympíukyndilinn
Ólympíumeistarinn í skotfimi, hin gríska Anna Korakaki, verður fyrsta konan í sögunni sem hleypur fyrsta hluta leiðarinnar með ólympíukyndilinn. Farið verður með hann frá borginni Ólympíu í Grikklandi á ólympíuleikana. Þeir verða haldnir í Tókýó í Japan í júlí. Hingað til hefur það alltaf verið karlmaður sem hefur hlaupið fyrsta hluta leiðarinnar frá Ólympíu.
09.02.2020 - 17:42
EM 2020
Landsliðshópurinn sem fer á EM kynntur
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta tilkynnti leikmannahóp Íslands sem heldur utan til Svíþjóðar á fimmtudag til keppni á Evrópumóti karlalandsliða í handbolta á blaðamannafundi kl. 16 í dag.
07.01.2020 - 15:45
Myndband
Nýr innanhús brettavöllur á Akureyri
Aðstaða til hjólabrettaiðkunar á Akureyri mun gjörbreytast á næstu misserum. Atvinnumaður á snjóbretti vinnur nú að því að koma upp nýrri aðstöðu innandyra. Aðstaðan hentar líka fyrir línuskauta, hlaupahjól og BMX og muni gera fólki kleift að iðka sína íþrótt allan ársins hring.
03.11.2019 - 20:38
Sigrast á hindrunum í sameiningu
„Þetta er besta líkamsrækt sem ég hef komist í, svo er hún svo góð fyrir andlegu heilsuna líka. Það er líka þessi útrás sem maður fær kannski við það að stökkva eða fara yfir stein," segir Elín Auður Ólafsdóttir félagi í kvennafjallahjólahópnum KvEnduro á Akureyri.
08.10.2019 - 09:32
Fréttaskýring
Sér lítinn mun á orkudrykkjum og Diet Coke
„Innihaldslýsing margra orkudrykkja sem markaðsettir eru sem heilsuvara er oft ekki ósvipuð innihaldslýsingu Diet Coke.“ Þetta segir íþróttanæringafræðingur. Ákveðnir hópar íþróttamanna geti þó haft gagn af koffíni. Forstöðumaður rannsóknarstofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala segir að amínósýrur hafi líklega lítil sem engin áhrif í því magni sem þær eru í drykkjunum.
Selfoss vann í spennuleik
Selfoss komst í 1-0 forystu í einvígi sínu gegn ÍR í átta liða úrslitum úrvaldsdeildar karla í handbolta eftir sigur í spennuleik liðanna fyrir austan fjall í kvöld.
20.04.2019 - 19:25
Samræmdar aðgerðir skortir
Viðbragðsáætlanir vegna kynferðisofbeldismála eru mismunandi eftir íþróttafélögum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ekki samræmdar reglur um hvernig skuli bregðast við kynferðisáreitni og -ofbeldi.
13.01.2018 - 21:25
Leitin að snillingi snillinganna
Píanó konsert númer 26 í D dúr er síður en svo eina verkið hvar Wolfgang Amadeus Mozart sleppir því að skrifa heilu og hálfu kaflana á nótnablaðið. Kannski sá hann fyrir sér að hann gæti sparað tíma með þessu; eða mögulega var hann bara latur. En Mozart var auðvitað spunameistari mikill. Á sviðinu spilaði hann kannski eitthvað allt annað en hann hafði upphaflega ætlað sér að skrifa.
09.12.2017 - 12:20
„Hann potar skotunum stundum ofan í“
Árið 1984 mættust lið Maryland og North Carolina í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta. Í liði North Carolina var Michael nokkur Jordan, en hann var enginn Michael Jordan þetta kvöld. Len Bias í liði Maryland, var Michael Jordan þetta kvöld. Hann var bestur þetta kvöld; það var Len Bias sem steig niður til jarðar eftir að hafa troðið boltanum aftur fyrir sig, eins og Jesús. Ekki í fyrsta skiptið, en í eitt af þeim síðustu.
02.12.2017 - 13:48
„Ég varð að leyfa efnilega Pavel að deyja"
„Ég held að körfuboltamaðurinn Pavel hafi dáið með efnilega Pavel. Eftir að ég hætti að vera sá Pavel átti ég bara ekki meiri kraft eftir til að fylgja þessum körfuboltalífstíl. Hefði ég haldið áfram í því er ég viss um að ég væri núna grátandi á öxlinni á þér og að kenna öllum öðrum um," segir Pavel Ermolinski, kaupmaður á Bergstaðastræti og fimmfaldur Íslandsmeistari í körfubolta.
03.11.2017 - 14:38
Stalst í kirkju fyrir leikinn gegn Króötum
Á horni Katrínartúns og Laugarvegar í Reykjavík stendur Fíladelfía, kirkja Hvítsunnusafnaðarins í Reykjavík. Þar hitti ég knattspyrnumanninn Emil Hallfreðsson, leikmann Udinese á Ítalíu, á sólríkum sumardegi - til að tala um Guð. 
28.10.2017 - 09:00
Leiðin á EM: Þetta var leynimarkmið
Landsliðskonan Harpa Þorsteinsdóttir er í leikmannahópi Íslands á EM í Hollandi sem hefst þann 16. júlí. Í lok síðasta sumars bárust fregnir af því að Harpa væri barnshafandi og eignaðist hún dreng í lok febrúar, aðeins nokkrum mánuðum fyrir Evrópumótið.
29.06.2017 - 10:34
Lygarnar sagðar ógna ferli Lochtes
Fæstum datt í hug að rengja bandaríska ólympíusundkappann, Ryan Lochte, þegar hann greindi frá því að hann hefði, ásamt félögum sínum, verið rændur af vopnuðum mönnum með fölsuð lögregluskírteini á bensínstöð í Rio de Janeiro. Móðir hans var fyrst til þess að greina frá ráninu og Lochte spann við hennar sögu. 
19.08.2016 - 18:14
Meek og Camus unnu Laugavegshlaupið
Sébastien Camus frá Frakklandi og Jo Meek frá Bretlandi voru sigurvegarar Laugavegshlaupsins í ár. Hlauparar streymdu í mark í Húsadal í Þórsmörk um þrjúleytið.
16.07.2016 - 16:40