Færslur: íþróttir

Sjónvarpsfrétt
Hlaupbangsar ekki sniðugir í stutt skokk
Eftir þriggja tíma hlaup eða hjólreiðar getur verið skynsamlegt að borða hlaupbangsa en ekki er skynsamlegt að úða í sig sælgæti á styttri æfingum, segir doktorsnemi í íþróttanæringarfræði. Hlaupbangsar njóta vaxandi vinsælda meðal íþróttafólks. 
Boris Becker hlaut tveggja og hálfs árs dóm
Þýski tenniskappinn Boris Becker var í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa falið eignir þegar bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir fimm árum. Hann átti yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi.
29.04.2022 - 15:40
Myndskeið
Eminem kraup á kné
Fjöldi fólks fylgdist með þegar Los Angeles Rams varð í nótt meistari í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. Eminem vakti athygli fyrir að krjúpa á kné en mjög skiptar skoðanir hafa verið um þá líkamsstöðu innan NFL-deildarinnar í gegnum tíðina.
14.02.2022 - 17:00
Sjónvarpsfrétt
Umræða um nýja þjóðarhöll verður enn háværari
Ráðherra íþróttamála vonast til að á vormánuðunum verði komið á hreint með hvaða hætti ný þjóðarhöll mun rísa, en stýrihópur fer nú yfir málið. Hugmynd um staðsetningu hallarinnar er til umsagnar í skipulagsráði. Alþjóðahandknattleikssambandið þrýstir á úrbætur í höllinni. Upphaflega var höllin hugsuð til tuttugu ára segir formaður HSÍ, síðan eru liðin tæp fjörutíu ár.
31.01.2022 - 21:51
Lögregla varar við símastuldi úr búningsklefum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við ítrekuðum þjófnaði úr búningsklefum íþróttafélaga. Stjórnendur íþróttafélaga hafa að auki sent viðvaranir á foreldra, sem beðnir eru ræða við börnin sín að læsa verðmæti í skápum þar sem það er í boði.
„Viljum öll vita hvort Peng sé heil á húfi“
Rússneski tennismeistarinn Daniil Medvedev segir að engum úr tennishreyfingunni líði vel með að keppa í Kína, á meðan vafi leikur á öryggi tenniskonunnar Peng Shuai. Hann sagði ákall þeirra vera að fá fullvissu um að Peng sé heil á húfi.
02.12.2021 - 22:24
Sjónvarpsfrétt
Osaka óskar eftir upplýsingum um horfna tenniskonu
Enn hefur ekkert spurst til kínversku tenniskonunnar Peng Shuai eftir að hún sakaði fyrrverandi varaforseta Kína um nauðgun. Yfirlýsing var send út í nafni tenniskonunnar í gær, en margir draga sannleiksgildi hennar í efa. Kollegar hennar á borð við Naomi Osaka, Serenu Williams og Novak Djokovic hafa óskað eftir upplýsingum um hvarfið.
18.11.2021 - 20:22
Fengu aðra ábendingu um meint kynferðisbrot í júní
Knattspyrnusamband Íslands fékk í júní ábendingu um meint kynferðsbrot tveggja landsliðsmanna eftir landsleik Danmerkur og Íslands í Kaupmannahöfn árið 2010. Ekki liggur fyrir hvort málið hafi farið í sérstakan verkferil þegar ábendingin barst.
23.09.2021 - 14:07
Spegillinn
Stórkostlegar breytingar í íþróttamenningunni
Stórkostlegar breytingar eiga sér nú stað í íþróttamenningunni, sérstaklega hér á landi, segir Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði. Á síðustu fimm til átta árum hefur orðið samfélagsleg bylting sem líka nær til íþróttanna.   
31.08.2021 - 15:45
Sjónvarpsfrétt
Óttast að friðlýsing kippi fótunum undan sjódrekaflugi
Maður sem iðkar sjódrekaflug í Skerjafirði við Álftanes segir áform um að friðlýsa svæðið til þess fallin að kippa fótunum undan íþróttinni, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Friðlýsingaráformin byggja á því að fuglalífið á svæðinu hafi alþjóðlegt mikilvægi. 
19.07.2021 - 21:45
KA-menn langþreyttir á lélegri aðstöðu
Formaður Knattspyrnufélags Akureyrar segir félagsmenn orðna langþreytta á aðstöðuleysi til knattspyrnuiðkunnar fyrir KA-menn, sem þurfa að spila heimaleiki sína í meistaraflokki í öðru sveitarfélagi.
08.07.2021 - 09:46
Landinn
Hjartað slær örar
„Það er bara ólýsanleg gleði að fá að komast aftur á áhorfendapallana, hjartað slær örar, ég fyllist spennu og mér finnst bara ótrúlegt að það sé komið að þessu," sagði Björk Steindórsdóttir handboltaáhugakona á Selfossi þegar áhorfendum var hleypti í fyrsta sinn á pallana í Iðu á Selfossi eftir tæplega fimm mánaða hlé.
01.03.2021 - 07:30
Morgunútvarpið
„Afreksvæðing undir hatti valdeflingar“
„Þarna var verið að afreksvæða íþróttir barna. Þarna eru öll einkenni þess sem við höfum hafnað í íþróttastarfi á Íslandi og víðast hvar í heiminum,“ segir Viðar Halldórsson félagsfræðingur um heimildamyndina Hækkum rána. Kvikmyndin fjallar um þjálf­un­ar­að­ferðir ungra körfuknatt­leiks­stúlkna og valdeflingu í íþróttum.
17.02.2021 - 09:14
Hjálpa löndum sínum og reyna að rífa upp stemmninguna
Fjórðungur íbúa í Reykjanesbæ er atvinnulaus. Pólskur íbúi bæjarins telur að fótbolti gæti létt stemmninguna. Landi hans svarar spurningum atvinnulausra Pólverja í Facebook-hópi. Maður sem er með pólskt hlaðvarp um lífið á Íslandi, segir fólk ekki alltaf vita hvernig eigi að nálgast áreiðanlegar upplýsingar. Skrifstofa Vinnumálastofnunar í Reykjanesbæ er lokuð vegna kórónuveirunnar.
Frábær skóli en líka grimmd og kynferðisofbeldi
Ung kona sem hyggur á atvinnumennsku í tölvuleik segir tölvuleiki hafa kennt sér teymisvinnu, en að þar þrífist einnig kynferðisofbeldi og grimmd. Margir krakkar sem ekki finna sig í hefðbundnu íþróttastarfi hafa blómstrað hjá rafíþróttadeildum íþróttafélaga. 
24.01.2021 - 18:29
 · Innlent · Rafíþróttir · Tölvuleikir · Geðheilsa · íþróttir · Fylkir · ofbeldi · Börn
Hlaupagarpar söfnuðu milljón fyrir Pieta-samtökin
Kynningarstjóri Píeta-samtakanna segir að um milljón krónur hafi safnast samtökunum til handa í gær. Tveir hlaupagarpar, Börkur Reykjalín Brynjarsson og Gunnar Viðar Gunnarsson efndu til áheitahlaups og hlupu 104 kílómetra hvor á 400 metra hlaupabraut á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Fjármagnið verður nýtt til að mæta auknu álagi hjá samtökunum.
24.01.2021 - 10:39
Rafíþróttir blómstra í miðjum heimsfaraldri
Ólíkt flestum íþróttum hafa rafíþróttir blómstrað í faraldrinum. Rafíþróttadeildir hafa verið stofnaðar innan hátt í 20 íþróttafélaga á Íslandi og menntamálaráðherra vill styrkja umhverfi þeirra enn frekar. 
23.01.2021 - 19:01
Hlupu sama hringinn 260 sinnum fyrir Pieta samtökin
Tveir hlaupagarpar hlupu í dag rúmlega hundrað kílómetra hvor til styrktar Pieta-samtökunum og létu kulda og trekk ekki á sig fá. 
23.01.2021 - 19:01
Ungur Færeyingur ein auðugasta rafíþróttastjarna heims
Ein auðugasta rafíþróttastjarna heims er 27 ára gamall Færeyingur, Johan Sundstein að nafni, en hann er betur þekktur í rafíþróttaheiminum undir heitinu N0tail.
17.01.2021 - 14:19
Guðni: Ný reglugerð gerir okkur erfitt fyrir
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að þau hafi vitað í hvað stefndi þegar tilmæli sóttvarnalæknis voru kynnt fyrir helgi. Nú þurfi að fara yfir stöðuna í mótamálum sambandsins, setjast yfir hana og „taka einhverja ákvörðun sem ætti að liggja fyrir á næstu dögum“
18.10.2020 - 18:08
163 luku Víðavangshlaupi ÍR í kvöld
Hundrað sextíu og þrjú luku keppni í Víðavangshlaupi ÍR í kvöld, sem er jafnframt meistaramót í fimm kílómetra götuhlaupi.
18.09.2020 - 01:28
Viðtal
Sá ekki fyrir sér í æsku að komast í atvinnumennsku
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslenska landsliðsins í fótbolta, vann einstakt afrek í íslenskri íþróttasögu í fyrrakvöld þegar hún varð Evrópumeistari með félagsliði sínu, Lyon. Í æsku gat hún ekki ímyndað sér að einn daginn yrði hún atvinnukona í fótbolta.
01.09.2020 - 21:53
Spegillinn
Sápukúla í Disney World
Disney World í Flórída er nú COVID-19-held sápukúla utan um einna launahæstu íþróttamenn heims í NBA körfuboltadeildinni bandarísku. Vegna kórónuveirufaraldursins leit út fyrir að NBA-deildin tapaði einum milljarði bandaríkjadala í sjónvarpstekjum. Til að koma í veg fyrir það var sköpuð risastór sápukúla utan um NBA í ævintýraveröldinni í Disney Word.
25.08.2020 - 15:49
Usain Bolt með COVID-19
Spretthlauparinn fyrrverandi Usain Bolt er með COVID-19. Nú dvelur hann í einangrun á heimili sínu í Jamaíku.
25.08.2020 - 01:58
Þátttakendur hugsanlega verr undirbúnir en venjulega
Meiðsli og beinbrot á Rey Cup-fótboltamótinu í Laugardal í Reykjavík um helgina skýrast flest af einskærri óheppni, að sögn Þóris Hákonarsonar íþróttastjóra Þróttar. Hann veltir því upp hvort keppendur hafi verið verr undirbúnir en venjulega vegna æfingastöðvunar í vor sökum COVID-19 faraldursins.
28.07.2020 - 12:24