Færslur: Íþróttafræði

„Undarleg menntapólitík“
„Þetta er heljarhögg fyrir Bláskógabyggð og skólasamfélagið á Laugarvatni og gríðarleg vonbrigði, ég á varla til orð”, segir Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar um ákvörðun Háskóla Íslands að flytja námsbraut í íþrótta og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar blés til aukafundar vegna málsins og harmar ákvörðun Háskóla Íslands.
„Getum ekki lengi rekið nám með halla“
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands segir að Háskólinn geti ekki rekið námsbrautir með halla ár eftir ár, honum sé þröngur stakkur skorinn fjárhagslega. Flutningur námsbrautar Háskólans í íþrótta og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur hefur verið harðlega gagnrýndur. Háskólarektor segir að með því að færa nám í íþróttafræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur megi ná fram hagræðingu.
„Háskólinn í miðbænum“
Ákvörðun Háskólaráðs Háskóla Íslands um að færa íþróttafræðinám frá Laugarvatni til Reykjavíkur hefur vakið hörð viðbrögð. Meðlimir síðu á Facebook , „Íþróttafræðasetur áfram á Laugarvatni“, voru orðnir rúmlega 3500 um þrjúleytið í dag. Þingmenn og sveitarstjórnarmenn hafa lýst vonbrigðum og vantrausti á Háskólann. Í gær var flaggað í hálfa stöng fyrir framan hús Íþróttafræðasetursins á Laugarvatni.
Háskóli Íslands stendur ekki undir nafni
„Það er dapurlegt að Háskóli Íslands treysti sér ekki til þess að reka almennt háskólanám á landsbyggðinni. Aðalástæðan fyrir fækkun í íþróttakennaranámi er lenging námsins úr þremur árum í fimm. Það kallar á endurskipulagningu námsins hvort sem það flyst til Reykjavíkur eða verður áfram á Laugarvatni“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra og fyrsti þingmaður Sunnlendinga.
Þingmenn fengu frest
Háskólaráð Háskóla Íslands hefur frestað um hálfan mánuð ákvörðun um hvort námsbraut í Íþrótta og heilsufræði verði áfram á Laugarvatni eða verði flutt til Reykjavíkur. Ráðið féllst í gær á ósk þingmanna Suðurlandskjördæmis um frestinn, svo starfshópur þingmanna, heimamanna og fulltrúa háskólans gætu farið yfir alla kosti í málinu.
Laugarvatn eða Reykjavík?
Háskólaráð Háskóla Íslands ákveður á fundi sínum á morgun hvort námsbraut skólans í íþrótta- og heilsufræði verði áfram á Laugarvatni, eða verði flutt til Reykjavíkur. Í skýrslu starfshóps Háskólans er talið mun dýrara að hafa námið á Laugarvatni. Laugvetningar telja að skýrslur um málið byggi á ósanngjörnum samanburði.