Færslur: Ítalski boltinn

Fær rúman milljarð fyrir annað ár í Mílanó
Svíinn Zlatan Ibrahimovic hefur framlengt samning sinn við ítalska fótboltafélagið AC Milan út komandi leiktíð. Hann fær væna summu fyrir.
31.08.2020 - 20:30
Dauflegir nífaldir meistarar
Leikmenn Juventus lyftu í gær ítalska meistaratitlinum í fótbolta níunda árið í röð. Yfirburðir liðsins hafa verið algjörir síðustu ár en titillinn í ár var þó ósannfærandi.
02.08.2020 - 13:00
Zlatan skoraði í ótrúlegri endurkomu gegn Juventus
AC Milan vann 4-2 sigur á Ítalíumeisturum Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Juventus var 2-0 yfir þegar hálftími var eftir af leiknum.
07.07.2020 - 21:45
Andri kom við sögu í sigri á Inter
Bologna vann óvæntan 2-1 endurkomusigur á lærisveinum Antonio Conte í Inter Milan í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. Andri Fannar Baldursson spilaði lokamínúturnar í liði Bologna.
05.07.2020 - 17:35
Buffon orðinn leikjahæstur í sögu Seríu A
Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon varð í gær leikjahæsti leikmaður í sögu Seríu A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, er hann varði mark Juventus í 4-1 sigri á Torino. Hann tók fram úr AC Milan goðsögninni Paolo Maldini.
05.07.2020 - 16:50
Napoli varð bikarmeistari í sjötta sinn
Napoli varð í gærkvöld ítalskur bikarmeistari í karlaflokki eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Ólympíuleikvangnum í Róm. Sigurinn er þeirra sjötti í sögunni.
18.06.2020 - 09:45
Tímabilið á Ítalíu klárist 20. ágúst
Ítalska knattspyrnusambandið, FIGC, tilkynnti í gærkvöld að yfirstandandi leiktíð í landinu skuli lokið 20. ágúst hið síðasta. Skammt verður þá á milli leiktíða þetta árið þar sem næsta tímabil hefst tólf dögum síðar, þann 1. september.
21.05.2020 - 09:15
Hefja liðsæfingar á morgun
Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti í gær að ítölsk A-deildarlið í fótbolta geti hafið æfingar á ný frá og með morgundeginum. Stefnt er að því að ítalska deildin hefji göngu sína á ný þann 13. júní.
17.05.2020 - 10:00
Boltinn fari að rúlla á Ítalíu 13. júní
Forráðamenn ítölsku A-deildarinnar í fótbolta stefna á að leikur hefjist í deildinni að nýju 13. júní næst komandi. Komist var að samkomulagi um dagsetninguna á fundi fulltrúa félaga deildarinnar í dag. Þarlend stjórnvöld eiga þó eftir að samþykkja tillöguna.
13.05.2020 - 17:00
Býr á æfingasvæðinu og hleypur í bílakjallaranum
Daninn Christian Eriksen hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að hann gekk í raðir Internazionale í Mílanó í janúar. Eriksen tókst ekki að festa kaup á húsi áður en kórónuveirufaraldurinn skall á svo hann hefur þurft að búa á æfingasvæði ítalska félagsins síðustu vikur.
10.05.2020 - 13:15
Viðtal
Var rekinn heim til sín af lögreglu
Birkir Bjarnason landsliðsmaður í fótbolta segir erfitt að hugsa um fótbolta á meðan um þúsund manns deyja á hverjum degi í næsta nágrenni við hann. Birkir hefur varla mátt fara út úr húsi í fjórar vikur og var rekinn inn til sín af lögreglu um daginn.
04.04.2020 - 17:30
Leikmenn Juventus fallast á töluverða launaskerðingu
Áttfaldir Ítalíumeistarar Juventus sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem greint er frá því að samningar hafi náðst við leikmenn liðsins og þjálfarateymi um töluverða launaskerðingu næstu fjóra mánuði. Félagið mun spara sér töluverða fjármuni vegna essa.
29.03.2020 - 10:30
Myndskeið
„Hefur bara haft gríðarlega mikil áhrif á mitt líf“
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, segir ástandið í landinu hafa tekið mikið á. Hún hefur ekki mátt fara út fyrir hússins dyr í þrjár vikur og veit ekkert hvað er fram undan.
29.03.2020 - 09:00
Zlatan farinn til Stokkhólms
Framtíð Svíans Zlatans Ibrahimovic hjá ítalska félaginu AC Milan er sögð í óvissu. Zlatan yfirgaf Ítalíu í vikunni á meðan hlé á fótbolta á Ítalíu stendur yfir.
15.03.2020 - 12:30
Gáfu 40 þúsund evrur til spítalans í Bergamó
Stuðningsmenn ítalska fótboltaliðsins Atalanta fá ekki að styðja lið sitt til sigurs er það mætir Valencia á Spáni í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikið verður fyrir luktum dyrum vegna COVID-19 veirunnar en stuðningsmennirnir létu sitt ekki eftir liggja í baráttunni gegn útbreiðslu hans.
10.03.2020 - 19:00
Allsherjar íþróttabann á Ítalíu vegna Covid-19
Ítalska Ólympíunefndin hefur sett á bann á alla íþróttaviðburði á Ítalíu, að minnsta kosti til þriðja apríl, vegna smithættu Covid-19 veirunnar.
09.03.2020 - 17:37
Leikir dagsins á Ítalíu í uppnámi vegna ferðabanns
Fimm leikir voru fyrirhugaðir í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag, sem allir áttu að fara fram fyrir luktum dyrum. Ekki er þó víst að þeir fari fram.
08.03.2020 - 12:45
Liðsfélagi Birkis vill algjört hlé á fótbolta á Ítalíu
Mario Balotelli, framherji Brescia og liðsfélagi Birkis Bjarnasonar, vill að algjört hlé verði gert á fótboltaiðkun í landinu. Hann segir ekki nóg að leikir þar í landi séu leiknir fyrir luktum dyrum.
08.03.2020 - 11:30
Þrjú tonn af mat fóru ekki til spillis
Juventus og AC Milan áttu að mætast í síðari leik sínum í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar í fótbolta í gær. Leiknum var frestað vegna COVID-19 veirunnar en þrjú tonn af mat sem átti að vera til sölu á leiknum var gefinn til góðgerðarsamtaka í Tórínó.
05.03.2020 - 16:30
Algjört áhorfendabann á Ítalíu
Ítölsk stjórnvöld tilkynntu í dag að engir áhorfendur yrðu á íþróttaviðburðum næsta mánuðinn vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar þar í landi.
04.03.2020 - 21:15
„Ég fékk smá hnút í magann“
„Tilfinningin var bara ótrúleg góð,“ segir Andri Fannar Baldursson í samtali við RÚV en Andri lék sinn fyrsta leik fyrir Bologna í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gær. Andri Fannar er aðeins nýorðinn 18 ára gamall en enginn íslenskur leikmaður hefur spilað eins ungur í einni af fimm stærstu deildum Evrópu.
23.02.2020 - 16:00
Leik frestað hjá Emil vegna COVID-19
Rúmlega 40 fótboltaleikjum sem áttu að fara fram á Ítalíu í dag hefur verið frestað af öryggisástæðum vegna COVID-19 veirunnar þar í landi. Ítalska ríkisstjórnin hefur gripið til róttækra aðgerða til að hamla útbreiðslu veirunnar.
23.02.2020 - 09:25
Fimmti Íslendingurinn til að spila í Seríu A
Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður í liði Bologna sem gerði 1-1 jafntefli við Udinese í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gær. Hann varð þar með fimmti Íslendingurinn til að spila í efstu deild ítalska boltans.
23.02.2020 - 09:15
Berglind skoraði í sigri AC gegn Inter
Berglind Björg Þorvaldsdóttir heldur áfram að raða inn mörkum fyrir ítalska stórliðið AC Milan sem vann sterkan sigur á nágrönnum sínum Inter Milan í dag.
02.02.2020 - 14:00
Hjátrú forsetans gæti frestað undirskrift Birkis
Birkir Bjarnason er við það að skrifa undir hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Brescia. Þetta fullyrða ítalskir fjölmiðlar. Óþol forseta félagsins fyrir tölunni 17 gæti hins vegar komið í veg fyrir að skipti hans gangi í gegn í dag.
17.01.2020 - 13:50