Færslur: Istanbul

Rússar hvetja Tyrki til stillingar í Sýrlandi
Rússnesk stjórnvöld segjast vonast til að Tyrkir sýni stillingu og beiti ekki of mikilli hörku gagnvart útlagasveitum Verkamannaflokks Kúrda í Sýrlandi. Tyrkir hafa gert loftárásir á búðir þeirra og hóta atlögu á landi.
Segir konu bera ábyrgð á sprengingunni í Istanbúl
Sá sem ber ábyrgð á sprengjunni sem sprakk í Istanbúl í Tyrklandi í dag er kona, að sögn varaforseta landsins. Að minnsta kosti sex létu lífið og 81 særðust í sprengingunni, sem varð á þekktri verslunargötu. Fyrr í kvöld hafði AFP fréttastofan það einnig eftir varaforsetanum að þetta hafi verið sjálfsvígssprengjuárás, en það hefur þó ekki verið staðfest.
13.11.2022 - 18:25
Tugir handteknir í gleðigöngu í Istanbúl
Tyrkneska lögreglan stöðvaði gleðigöngu hinsegin fólks í miðborg Istanbúl í dag og handtók yfir 150 manns.
26.06.2022 - 15:45

Mest lesið