Færslur: Ístak

Sjónvarpsfrétt
Tjaldur vann sigur á vinnuvélum við Vesturlandsveg
Þrátt fyrir smæð sína tókst tjaldapari að hafa áhrif á vegaframkvæmdir á Vesturlandsvegi. Verktakar ákváðu að skilja eftir malarhaug þar sem fuglinn hafði verpt. Parið skiptir sér ekki af stórtækum vinnuvélum en er illa við dróna.
30.05.2022 - 19:06
Sjónvarpsfrétt
Ásýnd Orkuveituhússins gjörbreytist
Ásýnd Orkuveituhússins breytist til muna þegar viðgerðum vegna mygluskemmda verður lokið árið 2023. Búið er að hola vesturhúsið að innan og útveggir þess hafa verið fjarlægðir.
Kæra Vegagerðina vegna útboðs Þverárfjallsvegar
Verktakafyrirtækið Ístak hefur kært ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga til samninga við Skagfirska verktaka um byggingu nýs vegar milli Blönduóss og Skagastrandar. Á meðan málið er til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála verður ekki skrifað undir samning um verkið.
29.09.2021 - 15:45
Hornsteinn Húss íslenskunnar lagður síðasta vetrardag
Uppsteypu Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík lauk fyrir skömmu og nú er lokun hússins á lokametrunum. Framkvæmdir við húsið sjálft hófust 30. ágúst 2019 þegar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði verksaming við ÍSTAK um byggingu þess.
Ístak byggir nýjan skóla í Nuuk
Bæjayfirvöld í Nuuk á Grænlandi hafa samið við verktakafyrirtækið Ístak um bygginu nýs skóla sem verður hinn stærsti á Grænlandi. Nýi skólinn á að vera tilbúinn árið 2023. Áætlaður kostnaður er rúmlega 11 milljarðar íslenskra króna.
26.12.2019 - 13:16
Erlent · Evrópa · Norður Ameríka · Innlent · Grænland · Nuuk · Ístak