Færslur: Ísrael - Palestína

Byggingu „járnmúrsins“ milli Ísraels og Gaza lokið
Ísraelar hafa lokið smíði og uppsetningu á 65 kílómetra löngum, rammgerðum „járnvegg“ á landamærunum að Gaza. Járnveggurinn er að hluta til neðanjarðar og teygir sig líka í sjó fram. Hann er ekki aðeins úr járni - eða stáli öllu heldur - heldur líka steypu, og er búinn hundruðum myndavéla, hreyfiskynjurum, radar og öðrum hátæknibúnaði. Er honum meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að Palestínumenn nái að grafa göng undir landamærin.
08.12.2021 - 04:24
Hamas-liði felldur í Jerúsalem eftir mannskæða skotárás
Meðlimur Hamas-samtakanna hóf skothríð í gömlu borginni í Jerúsalem í Ísrael í dag. Maðurinn varð almennum borgara að bana og særði þrjá áður en lögreglumenn skutu hann til bana.
Palestínsku strokufangarnir ákærðir í Ísrael
Palestínsku fangarnir sex sem sluppu úr Gilboa-fangelsinu í Ísrael í september, með því að grafa göng út úr fangaklefa, hafa verið ákærðir fyrir flóttann, og fimm aðrir ákærðir fyrir að aðstoða þá.
03.10.2021 - 11:07
Haniyeh endurkjörinn stjórnmálaleiðtogi Hamas
Hamas-samtökin tilkynntu í dag að Ismail Haniyeh hefði verið endurkjörinn stjórnmálaleiðtogi samtakanna. Hann hefur verið leiðtogi samtakanna frá árinu 2017.
Hætta að selja Ben & Jerry's ís í landtökubyggðum
Ísframleiðandinn Ben & Jerry's ætlar að hætta að selja ísinn sinn á landtökubyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og í austurhluta Jerúsalem. Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels, hótar hörðum viðbrögðum vegna þessarar ákvörðunar ísrisans.
20.07.2021 - 14:41
Ísraelski flugherinn gerir loftárásir á Gaza
Ísraelski flugherinn gerði loftárásir á Gazasvæðið í kvöld eftir að svífandi gasblöðrur sem bera eldfimt efni voru sendar þaðan yfir landamærin að suðurhluta Ísraels. Þetta er þriðji dagurinn röð sem slíkar árásir eru gerðar.
17.06.2021 - 22:08
Ísraelar hefja loftárásir á Gaza
Ísraelski flugherinn hóf loftárásir á Gazasvæðið nú í kvöld í kjölfar þess að vígamenn á palestínsku yfirráðasvæði sendu svífandi gasblöðrur sem báru eldfim efni yfir landamærin og inn í suðurhluta Ísraels, að sögn öryggissveita og vitna.
Fjöldahandtökur frá því vopnahlé tók gildi
Minnst þrír Palestínumenn voru drepnir í áhlaupi Ísrelshers í borginni Jenín á Vesturbakkanum undir morgun. Ísraelska lögreglan hefur handtekið fleiri en tvö þúsund á Vesturbakkanum og í Jerúsalem síðan vopnahlé Hamas og Ísraelshers tók gildi í maí.
10.06.2021 - 21:55
Enn tekist á við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem
Yfir tuttugu slösuðust þegar Palestínumönnum og ísraelskum lögreglumönnum lenti saman við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í dag. Flytja þurfti tvo á sjúkrahús.
Vopnahléið er virt fyrir botni Miðjarðarhafs
Vopnahlé Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna, sem tók gildi klukkan ellefu í gærkvöld, hefur verið virt til þessa. Hernaðaraðgerðir síðustu ellefu daga kostuðu á þriðja hundrað manns lífið.
Vopnahlé er talið vera á næsta leiti
Tilraunir Egypta og fleiri þjóða til að koma á vopnahléi milli Palestínumanna og Ísraelsmanna eru farnar að skila árangri. Gert er ráð fyrir að því verði lýst yfir á morgun eða laugardag. Eftir tiltölulega rólega nótt hófust hernaðaraðgerðir beggja þegar leið á morguninn.
Fréttaskýring
Heimsglugginn: Norðurskautsráðið og stofnun Ísraels
Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins er í Reykjavík í dag, en hvaða fyrirbrigði er Norðurskautsráðið? Bogi Ágústsson og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu það í Heimsglugga Morgunvaktar Rásar-1. Þá ræddu þeir bakgrunn deilu Palestínumanna og Ísraelsmanna sem rekja má tvö þúsund ár aftur í tímann.
Meta hvort hætta skuli loftárásum á Gaza
Ísraelsmenn eru sagðir vera að meta hvort nú sé rétti tíminn til að hætta loftárásum á Gaza-svæðið. Þeir séu þó reiðubúnir að halda þeim áfram enn um sinn. Þrýst er á ísraelsk stjórnvöld alls staðar að um að semja um vopnahlé, þar á meðal frá Bandaríkjunum.
„Þau þora ekki að reka sjálfstæða utanríkisstefnu“
Þingmenn bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu lögðu í dag fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofbeldisaðgerðir Ísraelshers gegn palestínsku þjóðinni. Þingsályktunin gefur Alþingi færi á að fordæma aðgerðir ísraelsks herliðs gegn palestínsku þjóðinni. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar.
18.05.2021 - 16:18
Viðtal
Vonast eftir árangursríkum fundi Norðurskautsráðs
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands átti fund með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. Guðni segist hafa tjáð vonir sínar um árangursríkan fund Norðurskautsráðsins og lýst vonum Íslendinga allra um að hægt yrði að koma á vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs.
Viðtal
Beita sér fyrir friðsamlegum lausnum
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi stöðu mála á Gaza við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi þeirra í Hörpu í dag. Katrín sagði þau bæði hafa lýst mikilli áherslu á að koma á friði svo hægt væri að vinna að langtímalausn. Hún sagði yfirlýsingar utanríkisráðherra Rússlands í gær til marks um að hann væri að marka sér stöðu fyrir fund Norðurskautsráðsins.
Átök á Gaza og norðurslóðamál í brennidepli
Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og staða norðurslóðamála þegar Rússar taka við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslendingum bar hæst á sameiginlegum blaðamannafundi Antonys Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarmálaráðherra.
Myndskeið
Mótmæli og fagnaðaróskir við komu Blinken
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í Hörpu skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Þar ræðir hann við íslenska ráðamenn í dag, þeirra fyrstan Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem tók á móti honum með góðum kveðjum. Utandyra var fólk sem hélt á fánum og mótmælaspjöldum þar sem krafist var aðgerða til að stöðva árásir ísraelskra stjórnvalda á Palestínumenn.
Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum í dag
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta í dag.
Skrifstofur Rauða hálfmánans sprengdar á Gaza
Sprengjur Ísraelshers hæfðu höfuðstöðvar katarska Rauða hálfmánans á Gaza í kvöld. 
Ræðir við Blinken og Lavrov um árásir á Gaza
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að ræða ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs við Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar þeir koma hingað til lands í vikunni. Hún ætlar að hvetja bæði ríkin til að beita sér á alþjóðavettvangi til að ná fram friðsamlegri lausn.
Myndskeið
Árásir næturinnar þær þyngstu til þessa að sögn íbúa
Ísraelski herinn hélt loftárásum sínum á Gasa-svæðið áfram aðfaranótt mánudags. Íbúar á Gasa segja árásarþunga næturinnar hinn mesta síðan stríðið hófst fyrir viku síðan og meiri en aðfaranótt sunnudags þegar 42 dóu.
Sjónvarpsfrétt
Netanyahu segir hernaðaraðgerðir halda áfram
Minnst 42 létust í loftárás Ísraelshers á Gaza-borg laust eftir miðnætti. Forsætisráðherra Ísraels segir ekki útlit fyrir að hernaðaraðgerðum ljúki strax og lítið virðist ganga að miðla málum.
16.05.2021 - 20:00
Viðtal
Loftárásir Ísraelshers gera hjálparstarf illmögulegt
Aldrei hafa sést jafnkröftugar og umfangsmiklar loftárásir á Gaza og nú. Rauði krossinn segir árásirnar gera hjálparstarf á svæðinu illmögulegt.
16.05.2021 - 19:40
Segist beita hörku þar til öryggi Ísraels er tryggt
Þrjátíu og þrjú eru látin í árásum Ísraelshers á Gaza það sem af er degi. Forsætisráðherra Ísraels segir hörku beitt þar til öryggi þeirra verði tryggt. Öryggisráð Sameinuðu þjóðana ræðir stöðuna á opnum fundi síðar í dag.
16.05.2021 - 12:38