Færslur: Ísrael - Palestína

Mynd af palestínsku vegabréfi fjarlægð af Instagram
Fyrirsætan Bella Hadid hefur látið samfélagsmiðilinn Instagram heyra það eftir að miðillinn ritskoðaði og fjarlægði mynd af palestínsku vegabréfi föður hennar sem hún birti fyrr í vikunni.
08.07.2020 - 15:02
Viðtal
Telur að innlimun Vesturbakkans hefði alvarleg áhrif
Fjórir þingmenn í utanríkismálanefnd Alþingis hafa hvatt ríkisstjórnina til að mótmæla því að Ísrael innlimi Vesturbakkann. Til stóð að Ísraelar myndu hefja innlimunina í gær, 1. júlí. Varnarmálaráðherra landsins, Benny Gantz, lýsti því yfir í vikunni að því yrði frestað og að baráttan við kórónuveiruna yrði að vera í forgangi.
02.07.2020 - 14:45
Samkomubann á Vesturbakkanum vegna veirunnar
Heilbrigðisráðuneyti Palestínumanna á Vesturbakkanum tilkynnti í dag um að minnsta kosti fimm sólarhringa samkomubann til að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar. Smitum hefur fjölgað hratt síðustu daga.
01.07.2020 - 17:53
Johnson biður Ísraela að hætta við innlimun
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, biður Ísraela að hætta við að innlima landtökubyggðir á Vesturbakkanum. Ísraelsk stjórnvöld ætluðu að hefja innlimun á hluta Vesturbakkans í dag.
01.07.2020 - 12:09
Hamas segja innlimun jafngilda stríðsyfirlýsingu
Undanfarnar vikur hefur friðaráætlun Donalds Trump í deilunni milli Ísrael og Palestínu verið mótmælt harðlega á Gaza-svæðinu.
28.06.2020 - 08:19
Áform Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum óviðunandi
Fjórir þingmenn hvetja utanríkisráðherra og ríkisstjórn Íslands til að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna. Þeir krefjast þess að íslensk stjórnvöld komi því á framfæri við ísraelsk stjórnvöld að „áform þeirra gagnvart Palestínu séu óviðunandi“. 
Hóta hefndum verði af landtöku á Vesturbakkanum
Láti Ísraelsmenn verða af því að innlima landsvæði á Vesturbakkanum og í Jórdanardal jafngildir það stríðsyfirlýsingu við Palestínumenn, segja Hamas samtökin. Sameinuðu þjóðirnar, Arababandalagið og fleiri vara Ísraelsmenn við afleiðingum þess.
Friðarsamningur Ísreala og Jórdana í uppnámi
Áætlanir Ísraelsstjórnar um innlimun landssvæða á vesturbakka Jórdanár gætu stefnt friðarsamningnum við Jórdaníu í hættu. Hluti svæðisins er í Jórdandalnum við landamæri Jórdaníu.
25.06.2020 - 04:22
Skakkir prestar
Fornleifafræðingar í Ísrael hafa fundið leifar af hassi í rústum við hina fornu borg Arad í Ísrael. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fornleifafræðingar finna kannabis frá járnöld, í fyrra fundust hassleifar í 2.500 ára gömlum leirpottum í Vestur-Kína.
04.06.2020 - 19:32
Heimskviður
Ísrael og kaldhæðni stjórnmálanna
 Eftir þrennar kosningar á innan við ári, er loks komin ný ríkisstjórn í Ísrael. Í forsetisráðherrastólnum situr þó áfram gamall refur, Benjamín Netanyahu. Að minnsta kosti næsta hálfa árið eða svo, þar til Benny Gantz tekur við stjórnartaumunum. Gantz hefur verið harður andstæðingur Netanyahus en loks hefur þá tekist að sættast á að mynda saman ríkisstjórn. En hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma?
Fyrstu COVID-19 tilfellin greind á Gazasvæðinu
Heilbrigðisyfirvöld á Gazasvæðinu staðfestu í morgun fyrstu kórónaveirusmitin þar og sögðu tvo menn hafa greinst með COVID-19. Báðir eru Palestínumenn sem sneru nýlega heim frá Pakistan. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að afleiðingar COVID-19 faraldurs á Gaza geti orðið hörmulegar. Svæðið er afar þéttbýlt, fátækt er þar mikil og heilbrigðiskerfið í molum eftir að Ísraelar hafa haldið svæðinu í herkví síðan 2007.
22.03.2020 - 05:29
Heimskviður
„Friðaráætlun þýðir yfirtöku Ísraels á landi Palestínu“
Friðaráætlun um Palestínu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels kynnt í lok síðasta mánaðar skerðir tengsl Palestínu við land sitt og er ávísun á frekari yfirtöku Ísraelsmanna á landi Palestínu. Þetta er mat Magnúsar Þorkels Bernharðssonar prófessors í sögu Miðausturlanda við Williams-háskólann í Massachusetts. Alþjóðasamfélagið geti lítið gert til að breyta því.
Bitist um ferðamenn í fæðingarborg Frelsarans
Hótel í Betlehem eru fullbókuð yfir jólin. Hins vegar gengur hóteleigendum í fæðingarborg Jesú illa að laða til sín gesti á öðrum árstímum. Samtök palestínskra hóteleigenda segja að innan við þriðjungur af þeim þremur milljónum ferðamanna sem heimsækja Betlehem á hverju ári séu þar yfir nótt.
22.12.2019 - 16:35
Gagnkvæmar árásir halda áfram í Ísrael og Gasa
Gagnkvæmar árásir Ísraela og Palestínumanna á Gasaströndinni halda áfram þrátt fyrir vopnahléssamkomulag. Ísraelsher gerði loftárásir á skotmörk í Gasaborg um lágnættið og segist með því hafa verið að svara eldflaugaárásum Palestínumanna í gærkvöld. „Tveimur eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni að ísraelsku yfirráðasvæði" segir í tilkynningu frá hernum, og voru þær báðar skotnar niður áður en þær náðu að gera usla.
Vopnahlé milli Ísraela og Palestínumanna þegar rofið
Vopnahléið sem samið var um milli Ísraelsmanna og Palestínumanna á Gasa reyndist skammlíft, því fimm eldflaugum var skotið frá Gasaströnd í gærkvöld og svarað með loftárás Ísraela á fyrsta tímanum í nótt að staðartíma. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í þessum nýjustu átökum enn sem komið er.
Vopnahlé á Gasa - 32 Palestínumenn dóu í árásum Ísraela
Samkomulag tókst í nótt um vopnahlé milli Ísraelsstjórnar og vopnaðra sveita Palestínumanna á Gasa, þar á meðal samtakanna Heilags stríðs. Talsmaður Egyptalandsstjórnar og háttsettur foringi í Heilögu stríði staðfestu þetta við tíðindamann AFP-fréttastofunnar. Vopnahléið gekk í gildi klukkan hálffjögur í nótt að íslenskum tíma. Þá höfðu 32 Palestínumenn, margir þeirra óbreyttir borgarar, fallið í eldflauga- og loftárásum Ísraelshers á skotmörk á Gasa.
Tveir Palestínumenn féllu í árásum Ísraela í morgun
Tveir Palestínumenn féllu í loft- og eldflaugaárásum Ísraelshers á Gaza í morgunsárið. Heilbrigðisráðuneyti Gaza greinir frá þessu. Þar með hafa tólf Palestínumenn dáið í tveggja daga árásum Ísraela.
Mannréttindafrömuður rekinn frá Ísrael
Hæstiréttur Ísraels staðfesti í dag ákvörðun stjórnvalda um að reka úr landi Omar Shakir, formann Mannréttindavaktarinnar, Human Rights Watch, í Ísrael og Palestínu. Hann fær samkvæmt dómnum tuttugu daga til að fara úr landi sjálfviljugur, ella verður hann fluttur á brott með valdi.
05.11.2019 - 13:23
Átök hafin á ný á Gaza-svæðinu
Einn Palestínumaður lést og tveir særðust í eldflaugaárás Ísraelsmanna á Gaza. Árásirnar voru svar Ísraelsmanna við sams konar áras frá Gaza, sem þó olli engu manntjóni.
Ísraelskir hermenn felldu fjóra Palestínumenn
Ísraelskir hermenn skutu í morgun fjóra Palestínumenn til bana við landamæri Ísraelsríkis og Gasasvæðisins. Í tilkynningu frá Ísraelsher segir að Palestínumennirnir hafi verið vopnaðir og að einn þeirra hafi kastað handsprengju að hermönnunum áður en hann var skotinn.
Ísraelskir hermenn skutu Palestínumann
Palestínskur maður var skotinn til bana af ísraelskum hermönnum er hann fór frá Gaza til Ísraels og skaut á hermennina. Tveir hermenn særðust.
Átök á helgistað í Jerúsalem
Átök brutust út í dag í Al-Aqsa moskunni í Jerúsalem milli Palestínumanna sog ísraelskra lögreglumanna. Palestínumennirnir voru ósáttir við fjölda gyðinga sem lögðu leið sína á svæðið sem er það helgasta í gyðingdómi og það þriðja helgasta í íslamstrú.
02.06.2019 - 13:33
Myndskeið
Mótmælt í Palestínu og Ísrael
Kröfugöngur og mótmæli fóru fram á Vesturbakkanum og Gaza í dag þegar Palestínumenn minntust þess sem þeir nefna dag hörmunganna. Í Tel Aviv stendur Eurovision nú sem hæst en þar voru einnig mótmæli tengd Eurovison.
15.05.2019 - 20:10
Umdeild nýskipuð heimastjórn í Palestínu
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, skipaði nýja heimastjórn á Vesturbakkanum í gær, við litla hrifningu Hamas samtakanna sem ráða ríkjum á Gaza. Að sögn Deutsche Welle er nýja stjórnin síst til þess fallin að koma á sáttum á milli Hamas og Fatah hreyfingar Abbas.
14.04.2019 - 06:41
Airbnb opnar aftur á Vesturbakkann
Skammtímaleigusíðan Airbnb ætlar aftur að bjóða notendum sínum að leigja íbúðir á landtökubyggðum gyðinga á Vesturbakkanum. Stjórnendur síðunnar ákváðu að taka eignir á svæðinu af síðunni í fyrra, en ísraelskir lögmenn höfðuðu einkamál fyrir hönd eigenda íbúðanna og annarra.
11.04.2019 - 07:00