Færslur: Ísrael - Palestína

Skrifstofur Rauða hálfmánans sprengdar á Gaza
Sprengjur Ísraelshers hæfðu höfuðstöðvar katarska Rauða hálfmánans á Gaza í kvöld. 
Ræðir við Blinken og Lavrov um árásir á Gaza
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að ræða ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs við Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar þeir koma hingað til lands í vikunni. Hún ætlar að hvetja bæði ríkin til að beita sér á alþjóðavettvangi til að ná fram friðsamlegri lausn.
Myndskeið
Árásir næturinnar þær þyngstu til þessa að sögn íbúa
Ísraelski herinn hélt loftárásum sínum á Gasa-svæðið áfram aðfaranótt mánudags. Íbúar á Gasa segja árásarþunga næturinnar hinn mesta síðan stríðið hófst fyrir viku síðan og meiri en aðfaranótt sunnudags þegar 42 dóu.
Sjónvarpsfrétt
Netanyahu segir hernaðaraðgerðir halda áfram
Minnst 42 létust í loftárás Ísraelshers á Gaza-borg laust eftir miðnætti. Forsætisráðherra Ísraels segir ekki útlit fyrir að hernaðaraðgerðum ljúki strax og lítið virðist ganga að miðla málum.
16.05.2021 - 20:00
Viðtal
Loftárásir Ísraelshers gera hjálparstarf illmögulegt
Aldrei hafa sést jafnkröftugar og umfangsmiklar loftárásir á Gaza og nú. Rauði krossinn segir árásirnar gera hjálparstarf á svæðinu illmögulegt.
16.05.2021 - 19:40
Segist beita hörku þar til öryggi Ísraels er tryggt
Þrjátíu og þrjú eru látin í árásum Ísraelshers á Gaza það sem af er degi. Forsætisráðherra Ísraels segir hörku beitt þar til öryggi þeirra verði tryggt. Öryggisráð Sameinuðu þjóðana ræðir stöðuna á opnum fundi síðar í dag.
16.05.2021 - 12:38
Samstöðufundir vegna Palestínu víða um Evrópu í dag
Tugir þúsunda Evrópubúa fóru í göngur til stuðnings málstað Palestínu í dag. Skipuleggjendur fullyrða að 150 þúsund manns hafi gengið um götur Lundúna, nærri Hyde Park, með skilti með áletrunum á borð við „Hættið sprengjuárásum á Gaza“.
15.05.2021 - 21:45
Sjónvarpsfrétt
„Það eru engin mannréttindi“
Í dag er sjötti dagurinn þar sem sprengjum rignir yfir íbúa á Gaza og eldflaugum er skotið þaðan í átt að Ísrael. Tíu manns úr sömu fjölskyldu voru drepin í loftárás Ísraelshers á flóttamannabúðir á Gaza og skrifstofur alþjóðlegra fjölmiðla voru jafnaðar við jörðu. Einn Ísraeli lést í eldflaugaárás í úthverfi Tel Aviv.
15.05.2021 - 19:50
Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum í París
Parísarlögreglan beitti táragasi og sprautaði vatni á mótmælendur sem söfnuðust saman til stuðnings málstað Palestínu í dag. Yfirvöld óttast að gyðingahatur blossi upp og bönnuðu því mótmælin.
15.05.2021 - 18:50
Myndskeið
Biden ræðir við Netanjahú og Abbas
Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels og Joe Biden Bandaríkjaforseti ræða saman eftir að ísraelsk sprengja jafnaði byggingu við jörðu á Gaza sem hýsir fjölmiðlafólk á vegum Al Jazeera og AP fréttaveitunnar. Biden ræðir einnig við Mahmud Abbas forseta Palestínu.
Myndskeið
Um 500 mótmæltu til stuðnings Palestínu á Austurvelli
Um 500 manns tóku þátt í mótmælum til stuðnings Palestínu á Austurvelli eftir hádegi undir yfirskriftinni Stöðvum blóðbaðið. Að sögn lögreglu fór útifundurinn vel fram. Í dag er sjötti dagurinn þar sem sprengjum rignir yfir íbúa á Gaza og eldflaugum er skotið þaðan í átt að Ísrael. Tíu féllu í árás á flóttamannabúðir á Gaza í morgun, þar af átta börn. 
15.05.2021 - 14:07
Sjónvarpsfrétt
Þúsundir flýja heimili sín á Gaza
Átökin harðna enn fyrir botni Miðjarðarhafs og þúsundir hafa leitað skjóls í skólum á Gaza undan loftárásum Ísraelshers. Forsætisráðherra Ísraels er þakklátur leiðtogum Evrópuríkja og Bandaríkjanna fyrir stuðninginn.
14.05.2021 - 19:58
Fjórir féllu á Vesturbakkanum
Ísraelskar öryggissveitir skutu síðdegis tvo unga Palestínumenn til bana á Vesturbakkanum. Að sögn heilbrigðisráðuneytisins í Ramallah voru þeir fluttir á sjúkrahús með skotsár á bringu og maga þar sem þeir létust af sárum sínum. Fyrr í dag féllu tveir til viðbótar, þar á meðal maður sem réðst á ísraelskan hermann á varðstöð skammt frá Ramallah og reyndi að stinga hann til bana.
Þingflokkur VG fordæmir ísraelsk stjórnvöld
Harkaleg viðbrögð Ísraelsstjórnar við eldflaugaskotum af Gaza eru óverjandi, að mati þingflokks Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ráðast þurfi að rót vandans.
14.05.2021 - 12:23
Fundi öryggisráðsins frestað
Bandaríkin frestuðu í dag fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem halda átti á morgun um átökin í Ísrael. Þetta kemur fram í svari forseta ráðsins  við spurningu AFP-fréttastofunnar.
Myndskeið
Heimurinn getur fylgst með
Enn fleiri féllu í dag í átökum Ísraela og Palestínumanna. Prófessor í Mið-Austurlandafræðum segir að staðan hafi áður verið jafn slæm. Nú séu allir með síma og geti tekið upp það sem gerist og deilt með umheiminum.
12.05.2021 - 20:20
Friðarumleitanir hafa engum árangri skilað
Tugir Palestínumanna eru fallnir í loftárásum Ísraelshers og hundruð eru særðir. Fulltrúar erlendra þjóða reyna að draga úr spennunni fyrir botni Miðjarðarhafs, en án árangurs til þessa. 
Myndskeið
Blóðugur dagur fyrir botni Miðjarðarhafs
Ísraelsher heldur áfram loftárásum á Gaza og vopnaðar fylkingar senda flugskeyti þaðan að ísraelskum borgum. Loftárásir Ísraelshers á Gaza hafa banað minnst 28 Palestínumönnum, þar af tíu börnum. Tvær ísraelskar konur féllu í flugskeytaárás á borgina Ashkelon og í kvöld lést önnur ísraelsk kona nærri Tel Aviv.
11.05.2021 - 20:21
Létu eldflaugum rigna yfir til Ísraels
Tveir almennir borgarar létust og sá þriðji er alvarlega særður eftir eldflaugaárás frá Gazasvæðinu á borgina Ashkelon í Ísrael í dag. Forsætisráðherra Ísraels segir að hernaðaraðgerðir gegn Palestínumönnum á Gaza verði hertar.
Fimm þúsund manna varalið Ísraelshers kallað út
Loftárásir Ísraelshers á Gaza-svæðið í gærkvöld urðu að minnsta kosti tuttugu og tveimur að bana, þar á meðal níu börnum. Ólga í samskiptum Ísraelsmanna og Palestínumanna hefur aukist stöðugt síðustu daga. Fimm þúsund manna varalið Ísraelshers var kallað út í dag.
Á fjórða hundrað særðust í Jerúsalem
Á fjórða hundrað særðust þegar Palestínumönnum og ísraelskum lögreglumönnum lenti saman utan við Al-Aqsa-moskuna í Jerúsalem í dag. Þjóðernissinnaðir Ísraelsmenn fagna því í dag að 54 eru frá því að þeir náðu yfirráðum í austurhluta borgarinnar.
Myndskeið
„Aðskilnaðarstefna veruleiki milljóna Palestínumanna“
Ísraelsk stjórnvöld eru sek um aðskilnaðarstefnu og ofsóknir gagnvart Palestínumönnum, samkvæmt nýrri skýrslu Human Rights Watch. Stjórnvöld í Ísrael segja skýrsluna uppspuna.
Róstusamt á Vesturbakka Jórdan-ár
Bandarísk stjórnvöld hafa lýst yfir áhyggjum vegna vaxandi ofbeldis í Jerúsalem. Óróasamt hefur verið á Vesturbakkanum frá því að Ramadan, föstumánuður múslíma, hófst 13. apríl síðastliðinn.
24.04.2021 - 04:23
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Sturgeon í kröppum dansi
Íhaldsflokkurinn í Skotlandi hefur lagt fram vantrauststillögu á Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands og leiðtoga Skoska þjóðarflokksins, SNP, vegna meintra ósanninda hennar um meðferð kærumála kvenna á Alex Salmond, fyrrverandi leiðtoga SNP. Sturgeon bar vitni fyrir þingnefnd í allan gærdag. Fréttaskýrendur telja hana hafa staðið af sér atlögu Íhaldsmanna sem þó segja spurningum ósvarað og ætla að halda vantrauststillögunni til streitu.
Palestínumenn fá bóluefni frá Ísraelum
Ísraelar hyggjast gefa heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu 5.000 skammta af kórónuveirubóluefni sem nýta á til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í Palestínu. Þetta verða fyrstu bólusetningarnar í Palestínu, en Ísrael er meðal þeirra landa þar sem hæsta hlutfall landsmanna hafa verið bólusettir.