Færslur: ISNIC

Vilja að stjórnvöld geti afskráð .is lén
Íslensk stjórnvöld vilja leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um landshöfuðlénið .is. Hvergi er fjallað um það í íslenskri löggjöf. Samtök höfundaréttarhafa vilja að stjórnvöldum verði heimilt að afskrá lén.
21.07.2019 - 12:30
Telur tilmæli um netöryggi íþyngjandi
Jens Pétur Jensson, framkvæmdastjóri ISNIC sem rekur íslenska höfuðlénið .is, segist hafa áhyggjur af því að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fylgi tilmælum Póst- og fjarskiptastofnunar og breyti frumvarpi um netöryggi sem nefndin hefur til umfjöllunar. Hann telur tilmælin hafa í för með sér íþyngjandi aðgerðir gagnvart fyrirtæki sínu og öllum netnotendum á Íslandi.
„Það er ekki verið að hlera eitt eða neitt“
Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar hjá Póst- og fjarskiptastofnun, segir mikilvægt að netöryggissveit stofnunarinnar fái heimildir í lögum sem tryggi að hún geti sinnt eftirliti sínu og tryggt netöryggi á Íslandi. Frumvarp til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða er nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Fréttaskýring
Telur netöryggissveit fá of miklar heimildir
ISNIC, rekstraraðili íslenska höfuðlénsins .is, telur frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um netöryggismál ganga allt of langt og veita netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar allt of víðtækar heimildir til þess að fylgjast með netumferð á Íslandi.