Færslur: Íslensku tónlistarverðlaunin 2021

Myndband
Trylltur dans og taktföst tónlist
Það var mikið um dýrðir í Hörpu í gærkvöldi þegar Íslensku tónlistarverðlaunin fóru fram. Einn af hápunktum hátíðarinnar var lokaatriði kvöldsins þegar Gusgus flutti lagið Higher ásamt Vök.
Íslensku tónlistarverðlaunin
Bríet sveif um í mögnuðu atriði á tónlistarverðlaununum
Tónlistarkonan Bríet kom sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum sem fram fóru í Hörpu í kvöld. Ekki nóg með að hafa hreppt þrenn verðlaun á hátíðinni í kvöld heldur kom hún einnig fram í mögnuðu atriði þar sem hún flutti lagið Djúp sár gróa hægt.
Íslensku tónlistarverðlaunin
Þökkuðu landanum góðar viðtökur við „furðumúsík“ sinni
Hljómsveitin Sigur Rós var heiðruð á Íslensku tónlistarverðlaununum sem fram fóru í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Hljómsveitin sagði það ólýsanlegt fyrir „gamla réttarsalsgengna menn“ að hljóta þessa viðurkenningu. Sveitin þakkaði sömuleiðis landanum öllum fyrir góðar viðtökur við „furðumúsík“ þeirra.
Íslensku tónlistarverðlaunin
Haf trú með HAM á Íslensku tónlistarverðlaununum
Hljómsveitin HAM kom fram á Íslensku tónlistarverðlaununum í Silfurbergi í Hörpu í kvöld og tók lagið Haf trú, sem var einnig valið rokk lag ársins á hátíðinni. Það voru að sjálfsögðu Sigurjón Kjartansson og Óttarr Proppé sem voru fremstir í flokki og fluttu lagið af alkunnri snilld.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Íslensku tónlistarverðlaunin í beinni úr Hörpu
Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt með pompi og prakt í Silfurbergi í Hörpu í kvöld en bein útsending frá verðlaunaathöfninni hefst á RÚV klukkan 21. Þar verður verðlaunað það tónlistarfólk sem þótti standa fram úr á árinu 2020 í flokki popp-, hipphopp-, raf- og rokktónlistar, djass- og blústónlistar, sígildrar og samtímatónlistar og leikhús- og kvikmyndatónlistar.