Færslur: Íslensku tónlistarverðlaunin 2018

Sko þetta heita Músíktilraunir
Við byrjum þáttinn í dag í Norðurljósum í Hörpu þar sem Músíktilraunir fóru fram í gær í 36. sinn. Hljómsveitin sem sigraði er stúlknatríó úr vesturbæ Reykjavíkur sem samanstendur af systrum og frænku þeirra sem er 12 ára.
Bylgjur út í heiminn
Daníel Bjarnason, tónskáld og hljómsveitarstjóri, hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu Samtóns og íslensku tónlistarverðlaunanna þegar verðlaunin voru afhent. Viðurkenninguna fékk Daníel fyrir verkefni á síðasta ári sem snéru að kynningu á íslenskri tónlist og menningu í Los Angeles og Hamborg. Víðsjá heimsótti Daníel til að ræða við hann um íslenska samtímatónlist á erlendri grund og heyra af forvitnilegu verkefni, tónverki og innsetningu, sem hann er að undirbúa í Amsterdam.
Taktlausir tónlistarflytjendur ársins
JóiPé og Króli fluttu lagið „Taktlaus“ á Íslensku tónlistarverðlaununum.
„Can You Feel It“ með Birgi
Söngvarinn Birgir Steinn tók lagið „Can You Feel It“ á Íslensku tónlistarverðlaunum.
„City Lights“ með Cell7
Rapparinn Cell7 kom fram ásamt hljómsveit á Íslensku tónlistarverðlaunum og flutti lagið „City Lights“.
Vök flutti lag af raftónlistarplötu ársins
Hljómsveitin Vök flutti lagið „BTO“ á Íslensku tónlistarverðlaununum.
Brot af því besta frá Stuðmönnum
Hljómsveitin Stuðmenn, sem hlaut heiðursverðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum, flutti lagasyrpu á hátíðinni.
„Eyvi“ með Snorra Helgasyni
Snorri Helgason flutti lagið „Eyvi“ á Íslensku tónlistarverðlaununum.
Mammút með flestar tilnefningar
Hljómsveitin Mammút hlýtur flestar tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna, eða sex talsins, en nýliðarapptvíeykið JóiPé og Króli, Ný dönsk og rafsveitin Vök koma fast á hæla þeirra með fimm tilnefningar hver.