Færslur: Íslensku tónlistarverðlaunin

FLOTT, Birnir og Bríet sigursæl
Hljómsveitirnar FLOTT og Mono Town, rapparinn Birnir og tónlistarkonurnar Bríet og Anna Gréta Sigurðardóttir fengu öll tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum sem veitt voru í Hörpu í kvöld fyrir tónlistarárið 2021. Verðlaunastytturnar dreifðust annars vítt yfir sviðið og endurspeglar hversu mikla breidd íslenska tónlistarflóran býr yfir.
Íslensku tónlistarverðlaunin
Anna Guðný Guðmundsdóttir hlýtur heiðursverðlaun
„Tónlistin getur bæði sefað og sameinað. Takk fyrir mig,“ sagði Anna Guðný Guðmundsdóttir sem tók við heiðursverðlaunum íslensku tónlistarverðlaunanna rétt í þessu.
Kastljós
Kynning á björtustu vonum Íslands
Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir árið 2021 verða veitt í Hörpu miðvikudagskvöldið 30. mars. Rás 2 hefur tilnefnt fimm flytjendur sem björtustu vonina og almenningur getur kosið á RÚV.is. Hér að neðan má finna slóð á kosninguna.
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna
Damon Albarn hlýtur sína fyrstu tilnefningu en Tumi Árnason, FLOTT, Birnir og Supersport! hljóta flestar. Verðlaunin verða veitt í Hörpu 30. mars og sýnt verður frá hátíðinni í beinni útsendingu á RÚV.
Íslensku tónlistarverðlaunin
Bríet sveif um í mögnuðu atriði á tónlistarverðlaununum
Tónlistarkonan Bríet kom sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum sem fram fóru í Hörpu í kvöld. Ekki nóg með að hafa hreppt þrenn verðlaun á hátíðinni í kvöld heldur kom hún einnig fram í mögnuðu atriði þar sem hún flutti lagið Djúp sár gróa hægt.
Bríet sigursæl á Íslensku tónlistarverðlaununum
Tónlistarkonan Bríet hlaut þrenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum sem afhent voru í kvöld. Meðal annarra verðlaunahafa eru hljómsveitin Cyber fyrir rappplötu ársins og Daði Freyr fyrir popplag ársins.
Íslensku tónlistarverðlaunin
Þökkuðu landanum góðar viðtökur við „furðumúsík“ sinni
Hljómsveitin Sigur Rós var heiðruð á Íslensku tónlistarverðlaununum sem fram fóru í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Hljómsveitin sagði það ólýsanlegt fyrir „gamla réttarsalsgengna menn“ að hljóta þessa viðurkenningu. Sveitin þakkaði sömuleiðis landanum öllum fyrir góðar viðtökur við „furðumúsík“ þeirra.
Íslensku tónlistarverðlaunin
Haf trú með HAM á Íslensku tónlistarverðlaununum
Hljómsveitin HAM kom fram á Íslensku tónlistarverðlaununum í Silfurbergi í Hörpu í kvöld og tók lagið Haf trú, sem var einnig valið rokk lag ársins á hátíðinni. Það voru að sjálfsögðu Sigurjón Kjartansson og Óttarr Proppé sem voru fremstir í flokki og fluttu lagið af alkunnri snilld.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Íslensku tónlistarverðlaunin í beinni úr Hörpu
Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt með pompi og prakt í Silfurbergi í Hörpu í kvöld en bein útsending frá verðlaunaathöfninni hefst á RÚV klukkan 21. Þar verður verðlaunað það tónlistarfólk sem þótti standa fram úr á árinu 2020 í flokki popp-, hipphopp-, raf- og rokktónlistar, djass- og blústónlistar, sígildrar og samtímatónlistar og leikhús- og kvikmyndatónlistar.
Íslensku tónlistarverðlaunin afhent í kvöld
Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í beinni útsendingu úr Hörpu í kvöld.
Menningin
Björtustu vonum íslenskrar tónlistar komið á óvart
Tónlistarfólkið sem bar sigur úr býtum sem björtustu vonirnar á Íslensku tónlistarverðlaununum fékk forskot á sæluna en verðlaunahátíðin fer fram á laugardag. Gugusar, Steiney Sigurðardóttir og Laufey Lín Jónsdóttir hljóta verðlaunin.
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna kynntar
Bríet, Auður, Ingibjörg Turchi og Ólafur Arnalds eru með flestar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár.
Vök og Auður sigursælust
Uppskeruhátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna fór fram í Hörpu í kvöld og voru Vök, Auður, Hildur Guðnadóttir og Grísalappalísa á meðal verðlaunahafa í ár. Hin ástsæla sópransöngkona Sigrún Hjálmtýsdóttir hlaut heiðursverðlaun Samtóns auk þess sem lokatónar kvöldsins voru slegnir Ragga Bjarna heitnum til heiðurs.  
Íslensku tónlistarverðlaunin afhent
Mikið var um dýrðir í Hörpu í kvöld þar sem Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent. Þar kom saman stór hópur listamanna og aðstandenda til að fagna uppskerunni eftir afar gróskumikið tónlistarár.
Myndband
Laufléttar ábreiður af popplögum ársins
Íslensku tónlistarverðlaunin fara fram í kvöld og af því tilefni hittum við tónlistarkonuna Steinunni Eldflaug, betur þekkta sem dj flugvél og geimskip, og fengum hana til að gera ábreiður af þeim lögum sem tilnefnd eru sem popplag ársins.
Grísalappalísa textahöfundar ársins
Gunnar Ragnarsson og Baldur Baldursson, söngvarar Grísalappalísu bera sigur úr býtum í flokknum textahöfundar ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum.
Gaman að sjá hvað Ísland tók vel í þessa plötu
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru kunngjörðar með pompi og prakt í Kornhlöðunni í gær. Hljómsveitin Vök hlýtur flestar tilnefningar í ár eða alls átta talsins.
20.02.2020 - 15:36
Vök með flestar tilnefningar til tónlistarverðlaunanna
Hljómsveitin Vök hlýtur flestar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020 en sveitin fær átta tilnefningar. Þar á eftir koma hljómsveitirnar Hatari með sjö tilnefningar og Hipsumhaps með sex tilnefningar.
Kosning
Hver er bjartasta vonin 2020?
Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í Silfurbergi í Hörpu miðvikudagskvöldið 11. mars, fyrir tónlistarárið 2019 sem var einstaklega blómlegt. Rás 2 hefur tilnefnt fimm flytjendur til verðlauna sem bjartasta vonin og þeir eru: Hipsumhaps, Gróa, krassasig, K. Óla og Zöe.
Poppland
Hvetja tónlistarfólk til að tilnefna sjálft sig
Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt næsta vor fyrir þá tónlist sem þótti framúrskarandi á árinu sem er að líða. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar á heimasíðu verðlaunanna og hvetja verkefnastjórar þeirra tónlistarfólk til að vera ófeimið við að tilnefna sig sjálft fyrir framlag sitt í tónlistarflóru liðins árs.
RÚV núll í beinni frá rauða dreglinum
Íslensku tónlistarverðlaunin voru haldin með pompi og prakt á miðvikudagskvöld þar sem rjóminn af íslensku tónlistarfólki var kominn saman til að fagna liðnu ári. RÚV núll var að sjálfsögðu á staðnum og ræddi við gesti og gangandi.
GDRN skaraði fram úr á tónlistarverðlaununum
Tónlistarkonan GDRN hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum sem afhent voru í Eldborg í kvöld, fyrir poppplötu, popplag og myndband ársins, auk þess sem hún var valin besta söngkonan.
Myndskeið
„Við þurfum að bera virðingu fyrir röppurunum“
Í tilefni Íslensku tónlistarverðlaunanna fékk Saga Garðarsdóttir píanóleikarann Víking Heiðar Ólafsson og söngkonuna Hallveigu Rúnarsdóttur til að taka nokkur af vinsælustu rapplögum síðasta árs í óperuútsetningum.
Myndskeið
Hatari: „Við erum smá confused“
Hljómsveitin Hatari var valin flytjandi ársins í poppi, rokki, rappi og raftónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum og notaði þakkarræðu sína í nokkuð óskýr pólitísk skilaboð.
Mynd með færslu
Íslensku tónlistarverðlaunin 2019
Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Eldborgarsal Hörpu í kvöld í 37 flokkum. Hátíðin verður í beinni útsendingu sem hefst 18:30 á RÚV2 og 19:50 á aðalrás RÚV, en kynnir er Saga Garðarsdóttir.