Færslur: Íslensku tónlistarverðlaunin

Vök og Auður sigursælust
Uppskeruhátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna fór fram í Hörpu í kvöld og voru Vök, Auður, Hildur Guðnadóttir og Grísalappalísa á meðal verðlaunahafa í ár. Hin ástsæla sópransöngkona Sigrún Hjálmtýsdóttir hlaut heiðursverðlaun Samtóns auk þess sem lokatónar kvöldsins voru slegnir Ragga Bjarna heitnum til heiðurs.  
Íslensku tónlistarverðlaunin afhent
Mikið var um dýrðir í Hörpu í kvöld þar sem Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent. Þar kom saman stór hópur listamanna og aðstandenda til að fagna uppskerunni eftir afar gróskumikið tónlistarár.
Myndband
Laufléttar ábreiður af popplögum ársins
Íslensku tónlistarverðlaunin fara fram í kvöld og af því tilefni hittum við tónlistarkonuna Steinunni Eldflaug, betur þekkta sem dj flugvél og geimskip, og fengum hana til að gera ábreiður af þeim lögum sem tilnefnd eru sem popplag ársins.
Grísalappalísa textahöfundar ársins
Gunnar Ragnarsson og Baldur Baldursson, söngvarar Grísalappalísu bera sigur úr býtum í flokknum textahöfundar ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum.
Gaman að sjá hvað Ísland tók vel í þessa plötu
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru kunngjörðar með pompi og prakt í Kornhlöðunni í gær. Hljómsveitin Vök hlýtur flestar tilnefningar í ár eða alls átta talsins.
20.02.2020 - 15:36
Vök með flestar tilnefningar til tónlistarverðlaunanna
Hljómsveitin Vök hlýtur flestar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020 en sveitin fær átta tilnefningar. Þar á eftir koma hljómsveitirnar Hatari með sjö tilnefningar og Hipsumhaps með sex tilnefningar.
Kosning
Hver er bjartasta vonin 2020?
Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í Silfurbergi í Hörpu miðvikudagskvöldið 11. mars, fyrir tónlistarárið 2019 sem var einstaklega blómlegt. Rás 2 hefur tilnefnt fimm flytjendur til verðlauna sem bjartasta vonin og þeir eru: Hipsumhaps, Gróa, krassasig, K. Óla og Zöe.
Poppland
Hvetja tónlistarfólk til að tilnefna sjálft sig
Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt næsta vor fyrir þá tónlist sem þótti framúrskarandi á árinu sem er að líða. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar á heimasíðu verðlaunanna og hvetja verkefnastjórar þeirra tónlistarfólk til að vera ófeimið við að tilnefna sig sjálft fyrir framlag sitt í tónlistarflóru liðins árs.
RÚV núll í beinni frá rauða dreglinum
Íslensku tónlistarverðlaunin voru haldin með pompi og prakt á miðvikudagskvöld þar sem rjóminn af íslensku tónlistarfólki var kominn saman til að fagna liðnu ári. RÚV núll var að sjálfsögðu á staðnum og ræddi við gesti og gangandi.
GDRN skaraði fram úr á tónlistarverðlaununum
Tónlistarkonan GDRN hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum sem afhent voru í Eldborg í kvöld, fyrir poppplötu, popplag og myndband ársins, auk þess sem hún var valin besta söngkonan.
Myndskeið
„Við þurfum að bera virðingu fyrir röppurunum“
Í tilefni Íslensku tónlistarverðlaunanna fékk Saga Garðarsdóttir píanóleikarann Víking Heiðar Ólafsson og söngkonuna Hallveigu Rúnarsdóttur til að taka nokkur af vinsælustu rapplögum síðasta árs í óperuútsetningum.
Myndskeið
Hatari: „Við erum smá confused“
Hljómsveitin Hatari var valin flytjandi ársins í poppi, rokki, rappi og raftónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum og notaði þakkarræðu sína í nokkuð óskýr pólitísk skilaboð.
Mynd með færslu
Íslensku tónlistarverðlaunin 2019
Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Eldborgarsal Hörpu í kvöld í 37 flokkum. Hátíðin verður í beinni útsendingu sem hefst 18:30 á RÚV2 og 19:50 á aðalrás RÚV, en kynnir er Saga Garðarsdóttir.
Milda hjartað plötuumslag ársins
Umslag plötunnar Milda hjartað með Jónasi Sig hlýtur verðlaunin fyrir umslag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Jónatan Grétarsson tók ljósmynd af tónlistarmanninum sem prýðir umslagið en Ámundi Sigurðsson sá um hönnun.
Drífur mann í að halda áfram
Tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna voru kunngjörðar með pompi og prakt á Bryggjunni Brugghús á miðvikudag.
Í beinni
Tilnefningar til tónlistarverðlaunanna kynntar
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna kynntar í beinni vefútsendingu.
Netkosning
Hver er bjartasta vonin 2019?
Íslensku tónlistarverðlaunin 2018 verða veitt í Hörpu miðvikudaginn 13. mars í beinni útsendingu á RÚV. Rás 2 hefur tilnefnt fimm flytjendur til verðlauna sem bjartasta vonin, en þeir eru: Bagdad Brothers, Bríet, ClubDub, Matthildur og Une Misére.
Breytt tónlistarverðlaun á rafrænum tímum
Opnað hefur verið fyrir skráningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018. Verðlaunin verða með breyttu sniði í ár til að svara þeim breytingum sem hafa orðið á tónlistarútgáfu hér á landi. „Plöturnar geta verið styttri núna,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson, sem situr í stjórn verðlaunanna.
„Þetta hefur verið gott félag“
Meðlimir Stuðmanna fyrr og síðar og hljómsveit allra landsmanna eru heiðursverðlaunahafar Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár. Sveitin hefur áratugum saman verið óþreytandi við að finna upp á ótrúlegustu hlutum, skapað tónlist og eftirminnileg augnablik sem veitt hafa þjóðinni ómælda gleði.
Íslensku tónlistarverðlaunin – samantekt
Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut fern verðlaun á íslensku tónlistarverðlaununum, sem afhend voru við hátíðlega athöfn í Hörpu í kvöld. Nýdönsk átti bæði popplag og poppplötu ársins, Daníel Ágúst var valinn söngvari ársins og textahöfundur ársins ásamt Birni Jörundi. Hljómsveitin Mammút hlaut verðlaun fyrir rokkplötu og rokklag ársins og söngkona sveitarinnar, Katrína Mogensen var valin söngkona ársins.
Viðtal
Íslenska módelið lítið og krúttlegt
„Ég held að fólk sé að átta sig á að það þurfi ekki að vera heimsfrægur til að geta skapað fólki atvinnu og verðmæti fyrir samfélagið,“ segir Sindri Ástmarsson, umboðsmaður sem á dögunum var útnefndur einn af 20 bestu tónlistarumboðsmönnum Norðurlandanna.
Kosning: Hver er bjartasta vonin 2018?
Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í Hörpu miðvikudaginn 14. mars. Rás 2 hefur tilnefnt fimm flytjendur til verðlaunanna Bjartasta vonin, en þeir eru: Between Mountains, Birgir, Birnir, GDRN og Hatari.
„Fiðlan er svo nálægt hjartanu“
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna sem afhent voru í Hörpu í gær.
Forréttindi að starfa við það sem er kærast
„Ég heyrði spilað á fiðlu í útvarpinu þegar ég var fimm ára gömul. Þar með var ævi mín ráðin og ég hefði ekki getað óskað mér betra ævistarfs,“ sagði Rut Ingólfsdóttir, sem hlaut heiðursverðlaun Samtóns á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld.
Emmsjé Gauti hlaut flest verðlaun
Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu í kvöld. Veitt voru verðlaun í rúmlega 30 flokkum, en flest verðlaun hlaut rapparinn Emmsjé Gauti, eða fimm talsins. Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari tók við heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar.