Færslur: Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017

Áslaug, Kristín og Unnur fá bókmenntaverðlaunin
Rithöfundarnir Áslaug Jónsdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Unnur Jökulsdóttir eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017.
Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Bein útsending frá Bessastöðum þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir Íslensku bókmenntaverðlaunin.
Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í dag
Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verðlaunaafhendingin verður í beinni útsendingu á RÚV.
Íslensku bókmenntaverðlaunin - ræður
Auður Ava Ólafsdóttir hlaut í kvöld íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Ör.
„Við ættum kannski að líta okkur nær“
Egill Örn Jóhannsson, formaður félags bókaútgefenda, fagnar því að stjórnvöld ætli að færa útgáfu námsefnis í auknum mæli til sjálfstæðra bókaútgefenda. Egill Örn flutti ávarp í tilefni af afhendingu íslensku bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum í kvöld og vitnaði þar í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um útgáfu námsefnis.
Vart leiki vafi á að fólk þurfi að utan
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði í ræðu sinni vel við hæfi að minnast íslenskrar tungu á Bessastöðum en íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent þar í kvöld. Hann sló á létta strengi þegar hann ræddi mikilvægi þess að ýmsar tækninýjungar gætu skilið íslensku og að því fólki sem hingað flyst læri tungumálið.
Auður verðlaunuð fyrir Ör
Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í kvöld í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsögu sína Ör. Í þakkarræðu sinni talaði hún meðal annars um það að bókmenntir væru elsta útflutningsvara þjóðarinnar og sú eina sem væri óháð gengissveiflum. Bók geti breytt lífi manns.