Færslur: íslenskt mál

Orð af orði
Fólk verður harðmælt á því að aka yfir Öxnadalsheiði
Breytinga er þörf í málfræðikennslu í grunnskólum, að mati Hönnu Óladóttur lektors á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Máltilfinning og málumburðarlyndi eru þættir sem ætti að huga að snemma í tungumálakennslu.
31.05.2022 - 13:17
Fokk ofarlega á lista yfir algengustu orðin
Slangur af ýmsu tagi er meira áberandi í máli unglinga en fullorðinna. Unglingamál nútímans einkennist einna helst af enskuslettum, svokölluðum orðræðuögnum og sviðsetningu af ýmsum toga. Það kom rannsakanda íslensks unglingamáls á óvart hversu algengt orðið fokk er. „Fokk var held ég í 16. sæti á lista yfir algengustu orðin, á eftir orðum eins og að, með og ég,“ segir Helga Hilmisdóttir verkefnisstjóri í rannsókninni Íslenskt unglingamál.
24.05.2022 - 10:44
Orð af orði
Stytting náms hefur áhrif á viðhorf til íslensku
Umræða um tungutak ungmenna er oft á neikvæðum nótum og því ekki skrítið að þau hafi áhyggjur af íslensku og efist um eigin getu í móðurmálinu. Viðhorf framhaldsskólanema til íslensku er þó að mestu leyti jákvætt, að mati íslenskukennara í Menntaskólanum við Hamrahlíð, sem rætt var við í Orði af orði á Rás 1. Það endurspeglist í því að þau vilja tala íslensku og vilja nota málið á öllum sviðum.
Orð af orði
Ensku oft kennt um málbreytingar að ástæðulausu
Það virðist algengt að fólk kenni ensku um þegar því mislíkar eitthvað í málfari annarra. Áhrifum ensku er til dæmis oft kennt um þegar sagt er: Ég er ekki að skilja þetta, í stað: Ég skil þetta ekki. Það er þó dæmi um tilbrigði í máli fólks sem virðist ekki hægt að rekja til málsambýlis við ensku, að sögn Irisar Eddu Nowenstein sem rannsakaði, ásamt fleirum, málsambýli ensku og íslensku.
11.05.2022 - 11:30
Orð af orði
Raskar ekki málkerfinu að tala um aprílgöbb
Það er ólíklegt að eintöluorð sem notuð eru í fleirtölu raski stöðugleika íslenskrar tungu, að mati Finns Friðrikssonar félagsmálfræðings. Gabb, vinátta og flug eru dæmi um slík orð. Þau eru höfð um eitthvað óhlutbundið sem oft er álitið óteljanlegt. Svo virðist sem í huga margra kalli merking þessara orða á að þau séu höfð í fleirtölu.
03.05.2022 - 10:13
Myndskeið
Nýyrði sóttvarnalæknis valda sum undrun og óróleika
Starf sóttvarnalæknis felst ekki bara í að reyna að hemja illvíga kórónuveiru. Hann þarf líka að búa til ný orð um ýmislegt sem tengist sóttinni. Hann hefur nýlega búið til orðið viðbótarskammtur sem má þó ekki rugla saman við örvunarskammtinn. Sóttvarnalæknir segir viðbótarskammtinn hafa valdið bæði óróleika og undrun hjá mörgum.
12.09.2021 - 19:21
Myndskeið
Slangurorðabókin gullnáma í textasmíð
Það er gaman að búa til orð og snúa út úr þeim, segir tónlistarmaðurinn Prins Póló sem grípur gjarnan til Slangurorðabókarinnar við textasmíð. Í dag er dagur íslenskrar tungu. Prinsinn fagnar deginum með því að semja, syngja og spila lög. 
16.11.2020 - 19:51
Ertu til í að skrúfa upp í fónógrafinum?
Í tilefni dags íslenskrar tungu, sem er á morgun, rifjum við upp þátt Orðs af orði frá því fyrr á árinu. Fjallað var um smíði nýrra orða yfir ýmsa tækni til að spila tónlist, allt frá hljóðrita og málvél til kassettu, hljóðstokks og gettóblasters. Þá kemur einnig við sögu tónlistarveitan Spotify, tilurð þeirrar nafngiftar og ýmislegt fleira. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðarson höfðu umsjón með þættinum.
„Við erum Gísli Marteinn barnanna“
Jakob Birgisson og Snorri Másson eru fræðarar verkefnis Árnastofnunar sem kallast Handritin til barnanna. Til stóð að Jakob og Snorri heimsæktu rúmlega fimmtíu skóla á landinu og fylgdu verkefninu eftir. Skólarnir urðu þó heldur færri vegna samkomutakmarkana og reglna í samfélaginu, vegna farsóttarinnar sem nú geisar.
Handritin til barnanna og börnin til handritanna
Í kjallara Árnagarðs, í sérstakri handritageymslu, leynist mikill fjársjóður í formi skinnhandrita frá miðöldum. Í vor er hálf öld frá því fyrstu handritin komu heim frá Danmörku eftir áratuga samningaviðræður Dana og Íslendinga. Tímamótunum er meðal annars fagnað með því að miðla handritafróðleik til grunnskólabarna og með verðlaunahátíð 21. apríl þegar 50 ár eru, upp á dag, síðan Íslendingar tóku á móti Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók á hafnarbakkanum í Reykjavík.
„Utangarðsskrá“ lent utangarðs hjá Þjóðskrá Íslands
Það sem áður hét utangarðsskrá í bókum Þjóðskrár Íslands heitir nú kerfiskennitöluskrá, í samræmi við hugtakanotkun í nýrri löggjöf um skráningu einstaklinga hér á landi. Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði, gerði hugtakið „utangarðsskrá“ að umræðuefni um mánaðamótin síðustu og sagði notkun Þjóðskrár á þessu gildishlaðna orði hreinlega misnotkun á tungumálinu og stofnuninni til háborinnar skammar.
Myndskeið
Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í dag með fjölbreyttri dagskrá. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að tryggja framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi.
16.11.2019 - 19:50
Málfarsmínútan
Herferð til að útrýma flámæli
Flámæli er mállýskueinkenni sem felst í því að löngu sérhljóðin i og e falla saman við u og ö. Orðin skyr og sker hljóma þá til dæmis eins, eða svipað, og einnig flugur og flögur.  
07.11.2019 - 06:45
„Zetan aldrei skapað annað en bölvað hringl“
Stafsetning er túlkun en ekki einhvers konar náttúrulögmál. Því er ekki hægt að segja að tungumál sé ritað eins og það er talað. Það er bara ritað eins og ákveðið er hverju sinni. Sú umdeilda ákvörðun var tekin árið 1973 að nema bókstafinn z brott úr íslenskum ritreglum.
24.09.2019 - 00:07
Þegar tungumálið var fullkomið
Áhyggjur fólks af hnignun tungumála hafa verið kallaðar gullaldartregi. Líklega er elsta varðveitta íslenska dæmið um gullaldartrega í þremur dróttkvæðum vísum frá 13. öld. Ónafngreint skáld reynir að kenna samtíðarfólki sínu að halda tveimur hljóðum aðgreindum - hljóðum sem runnu saman í það sem í nútímamáli er borið fram æ.
19.09.2019 - 10:24
Málfarsmínútan
Ristill merkir kona
Beðja, brúður, dama, drós, man, feima, fljóð og frú. Ristill, nanna, nift, sprund, víf, svanni, snót og hrund. Allt eru þetta samheiti orðsins kona sem gefin eru upp í Íslenskri samheitaorðabók.
29.08.2019 - 07:45
Málfarsmínútan
Slangrið ógeðslegt
Slangur er eðlilegur hluti óformlegs talmáls. Það ber vitni um grósku lifandi máls og hefur verið kallað heilbrigðismerki.  Orðmyndun í slangri getur verið af ýmsu tagi og er ef til frjórri en í formlegum málgerðum. 
27.08.2019 - 06:45
13-16 ára neikvæðastir í garð íslensku
Þrettán til sextán ára unglingar eru neikvæðastir í garð íslensks máls. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós. Þá kunna sum þeirra illa við að vera leiðrétt. Unglingarnir tengja ensku við það sem er spennandi eins og bíómyndir og sjónvarpsþætti. En íslenskan hefur neikvæðari ímynd og minnir þau á skóla og mikilvægi þess að fá góðar einkunnir.
14.03.2019 - 08:35
Myndskeið
Orðið ókunningi „gjöf til þjóðarinnar“
Eliza Reid forsetafrú lærir ný íslensk orð í hverri viku og komst nýlega að því að orðið ókunningi væri ekki til í málinu. Í dag, á Degi íslenskrar tungu, birti hún fyrsta bréfið sem hún skrifaði Guðna á íslensku.
16.11.2018 - 20:52
Viðtal
Geri ekki kröfu um málkunnáttu fyrri kynslóða
Við getum ekki ætlast til þess að börnin tali enn eins og þegar handritin voru skrifuð eða hafi sömu málkunnáttu og fólk sem liggur í Hólavallagarði hafði,“ þetta segir Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði. Hún og Eiríkur Rognvaldsson, prófessor emerítus í sama fagi, kynntu á Skólamálaþingi Kí í dag niðurstöður nýrrar rannsóknar á stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi þar sem enskan er allt um lykjandi. Forsetinn lýsti sig andvígan málfarsfasisma á þinginu.
Fréttaskýring
Tók Diamond Beach Breiðamerkursand af Google?
Ferðamenn lofsama The Diamond beach - Demantsströnd og The Black Sand Beach - Svörtu sandfjöruna og Google er ekki í nokkrum vandræðum með að leiðbeina þeim þangað. Íslendingar ættu kannski erfiðara með það og leitarvélin stendur á gati þegar spurt er um íslensku örnefnin yfir sömu staði; Vestri-Fellsfjöru, Breiðamerkursand eða Víkurfjöru. 
„Það er óþarfi að örvænta“
Við eigum að geta tryggt stöðu islenskunnar í heimi gervigreindar fjórðu iðnbyltingarinnar, ef við skipuleggjum okkur vel og sjáum til þess að það verði nægt framboð af íslensku efni. Þetta segir Jón Guðnason, dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Gervigreindarseturs H.R. Hann orðaði þetta þannig á Morgunvaktinni á Rás 1: „Það er óþarfi að örvænta.“
27.04.2018 - 10:46
The Economist dáist að íslenskunni
Í nýlegu tvöföldu jólahefti vikublaðsins The Economist er fjallað um íslenskt mál og hvernig Íslendingar umgangast það.
04.01.2018 - 09:09
Lundúnir og Kænugarður
Lundúnir er ekki íslensk þýðing á borgarheitinu London og í raun eru orðin Lundúnir, Kaupmannahöfn og Kænugarður eldri en London, København og Kiev, í það minnsta eru þau líkari elstu varðveittu gerðum heitanna á frummálinu.
08.05.2017 - 11:14