Færslur: Íslenski dansflokkurinn

Íslenski dansflokkurinn hlýtur verðlaun í Noregi
Íslenski dansflokkurinn fær norsku menningarverðlaunin Subjektprisen 2020 sem sviðslistaverk ársins.
Dansflokkurinn tilnefndur til norskra verðlauna
Íslenski dansflokkurinn hefur verið tilnefndur til norsku menningarverðlaunanna Subjektprisen fyrir sviðslistaverkið DuEls.
01.12.2020 - 15:37
Hjartaslagur á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs
Íslenski dansflokkurinn sýndi dansverkið Hjartaslagur, sem er hluti af verkinu Rómeó <3 Júlíu, í sérstökum sjónvarpsþætti þar sem verðlaunahafar Norðurlandaráðs voru kynntir.
Menningin
Undur kynhvatar líkamans
Kynhvöt, villileiki og nánd eru meginviðfangsefni verksins Rhythm of Poison sem Íslenski dansflokkurinn og nokkrir hundar sýna á nýja sviði Borgarleikhússins.
02.03.2020 - 15:05
Frumsýna dansverk í norsku listasafni
Íslenski dansflokkurinn frumsýndi verkið DuEls eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet á hinu sögufræga Vigeland-safni í Osló um helgina, en verkið er samstarf Íslenska dansflokksins og norska dansflokksins Nagelhus Schia Productions.
03.02.2020 - 15:28
Trommari Hatara til liðs við Íslenska dansflokkinn
Einar Hrafn Stefánsson trommari Hatara hefur verið ráðinn sem markaðsstjóri Íslenska dansflokksins en hann starfaði áður sem markaðs- og viðburðarstjóri hjá Ölgerðinni.
03.01.2020 - 13:37
Vefþáttur
Eitthvað úr engu, Dansflokkurinn og kef LAVÍK
Í Lestarklefann að þessu sinni mættu Benedikt Hermann Hermannsson tónlistarmaður, Ólöf Ingólfsdóttir dansari og Anna María Bogadóttir arkitekt.
04.10.2019 - 17:19
Gagnrýni
Dáleiðandi kvöldstund með Dansflokknum
Að mati gagnrýnanda Víðsjár er danssýningin Þel verk sem hrífur og sogar mann inn. Það er opið fyrir alls kyns túlkunum og afar órætt, en engu að síður dáleiðandi kvöldstund.
29.09.2019 - 11:00
Þegar maður vill nánast komast inn í fólk
„Þel er eins konar líkami eða jafnvel lífvera hóps, hugmyndin varð eiginlega til út frá hugsunum um hópinn og það að vinna saman og vera saman. Líka láta reyna svolítið á það samband,“ segir Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur en Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld verkið Þel, sem hún hefur unnið í samvinnu við dansarana. Rætt var við Katrínu í Víðsjá á Rás 1. 
20.09.2019 - 16:09
Skóf af bílnum með tilheyrandi danshreyfingum
Sýning Íslenska dansflokksins Um hvað syngjum við var til umfjöllunar í Lestaklefanum á föstudaginn. Fríða Rós Valdimarsdóttir sagði sýninguna hafa kveikt í sér og þegar hún hafi þurft að skafa af bílnum sínum, gerði hún það með danshreyfingum.
Gagnrýni
Dansarar syngja sína sögu
„Þó að ég sé ekki alveg viss um að ég sé hrifin af þessum persónulega stíl sem höfundur notar þá var ég mjög hrifin af færni hans í að kóreógrafera hreyfingarnar,“ segir gagnrýnandi Menningarinnar um sýninguna Um hvað syngjum við, sem Íslenski dansflokkurinn sýnir á stóra sviði Borgarleikhússins.
Dansarar hefja upp raust sína
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir verkið Um hvað syngjum við eftir belgíska danshöfundinn Pieter Ampe á stóra sviði Borgarleikhússins á föstudag. Þetta er óvenjulegt verk sem unnið er í náinni samvinnu við dansarana og ýtir þeim út fyrir þægindarammann, þar sem dans og söngur kallast á.
08.02.2019 - 15:00
Íslenski dansflokkurinn sló í gegn í London
Íslenski dansflokkurinn flutti verkið Fórn síðastliðna helgi í London og hafa breskir gagnrýnendur ausið lofi á verkið.
22.08.2017 - 14:05
Gagnrýni
Okkar ameríska kleinuhringjaveröld
María Kristjánsdóttir fjallaði um hina metnaðarfullu sýningu Fórn sem „ögrar ofgnótt í myndum, dansi og texta um að allt sé til sölu.“
Gagnrýni
Á mörkum sjálfsfórnar og sjálfsfróunar
Í Fórn, sviðslistahátíð Íslenska dansflokksins, leggja margir hæfileikaríkir listamenn hönd á plóg. Útkoman er á köflum hrífandi, en heildin líður fyrir formrænt agaleysi, að mati gagnrýnenda Menningarinnar, sem telja að 80 mínútna löng kvikmynd Matthews Barney hefði betur átt heima utan dagskrár.
Er þetta list?
„Um leið og þú veist hvað dada er, þá er það ekki dada," sögðu gömlu dadaistarnir þegar þeir voru spurðir um list sína.
DADA: 100 ára uppreisn gegn þjóðfélagsháttum
Í ár eru hundrað ár síðan dada hreyfingin kom fram á sjónarsviðið. Að því tilefni fékk Víðsjá Benedikt Hjartarson til að segja hlustendum frá dadaismanum. Dadaismans verður minnst í Listasafni Reykjavíkur um helgina og einnig með nýrri listdanssýningu Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu.
Menningarveturinn - Borgarleikhúsið
Kolbrún Vaka Helgadóttir talaði við Kristínu Eysteinsdóttur um það sem koma skal í Borgarleikhúsinu í vetur og fór með okkur baksviðs í þann mund er frumsýningin á Billy Elliott var að hefjast.