Færslur: Íslenska þjóðfylkingin

Rannsókn á fölsunum Þjóðfylkingarinnar hætt
Lögregla hefur hætt rannsókn sinni á meintum undirskriftafölsunum Íslensku þjóðfylkingarinnar í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrrahaust. Þetta staðfestir yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í svari við fyrirspurn fréttastofu. Enginn hafði nokkru sinni réttarstöðu grunaðs við rannsóknina.
Enginn nokkru sinni fengið færri atkvæði
Íslenska þjóðfylkingin fékk 125 atkvæði í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum og sló með því met sem forvígismenn hennar eru ekki líklegir til að hreykja sér af: Ekkert framboð hefur nokkurn tíma fengið færri atkvæði í kosningum í Reykjavík síðan byrjað var að skilgreina hana sem borg árið 1962. Raunar þarf að leita aftur til bæjarstjórnarkosninga í Reykjavík árið 1924 til að finna framboðslista sem fékk færri atkvæði. Þá voru íbúar í Reykjavík um 20.000 og listinn baðst beinlínis undan kjöri.
Framboð víða í undirbúningi
Flokkur fólksins, Píratar, Viðreisn, Miðflokkur, Alþýðufylkingin, Björt framtíð og Íslenska þjóðfylkingin eru þeir flokkar sem stofnaðir hafa verið á undanförnum árum og ætla að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í vor. Ákveðið verður á næstu dögum hvort Sósíalistaflokkur Íslands býður fram.
Allir listar Þjóðfylkingarinnar til lögreglu
Á fundi yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis síðdegis var ákveðið að vísa meðmælendalista Íslensku þjóðfylkingarinnar í kjördæminu til lögreglu. Meðmælendalistum allra fjögurra framboðslista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar eru því komnir til lögreglunnar.
Fleiri listar Þjóðfylkingarinnar til lögreglu
Meðmælendalista Íslensku þjóðfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi verður vísað til lögreglu. Þetta var ákveðið á fundi yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis í kvöld.
Þjóðfylkingin verður tilkynnt til lögreglu
Yfirkjörstjórnir ætla að tilkynna Íslensku þjóðfylkinguna til lögreglu fyrir falskar undirskriftir á meðmælalistum með þingframboði sínu. Þetta var ákveðið á fundi yfirkjörstjórnanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur síðdegis. Allir fjórir framboðslistar flokksins hafa verið dregnir til baka vegna málsins.
„Við tókum við listunum í góðri trú“
Oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hafnar því að meðmælendalistar flokksins hafi verið falsaðir með vitund og vilja flokksforystunnar. „Það voru margir sem störfuðu að framboðinu og við tókum við listunum í góðri trú,“ segir oddvitinn, Geir Harðarson, í samtali við fréttastofu. Allir fjórir framboðslistar flokksins hafa verið dregnir til baka vegna athugasemda yfirkjörstjórna við falskar undirskriftir á meðmælendalistum.
Þjóðfylkingin dregur alla lista sína til baka
Íslenska þjóðfylkingin hefur tilkynnt yfirkjörstjórnum að hún hafi dregið alla framboðslista sína til komandi þingkosninga til baka. Kjörstjórnirnar gerðu athugasemdir við meðmælendalista allra fjögurra framboðslista flokksins eftir að í ljós kom í stikkprufum að margir könnuðust ekki við að hafa mælt með framboðinu. Stór hluti undirskriftanna virtist vera með sömu rithönd.
Samfylkingin á uppleið
Vinstri græn mælast með mest fylgi allra flokka en Samfylkingin er í mestri sókn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sem birt var í morgun. Vinstri græn mælast með rúmlega 27 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn tæplega 23 prósent. Samfylkingin mælist með rúmlega fimmtán prósenta fylgi, sem er tvöfalt fylgi flokksins eins og það mældist í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir hálfum mánuði.
Ellefu framboð þar sem þau eru flest
Framboðsfrestur fyrir Alþingiskosningarnar 28. október rann út núna klukkan tólf á hádegi. Níu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum og þrír í nokkrum þeirra.
Frambjóðendur í Reykjavík norður mætast
Fyrsta kjördæmaþættinum af sex var útvarpað á Rás tvö í dag. Þar komu fram oddvitar og fulltrúar þeirra 11 flokka sem bjóða fram í kjördæminu. Rætt var um húsnæðismál, málefni aldraðra og öryrkja og skilvirkni á Alþingi svo eitthvað sé nefnt. Næsti kjördæmaþáttur verður á Akureyri 12. október klukkan 17:30 og verður útvarpað á Rás 2.
Myndskeið
Leiðtogarnir settir í spyrilshlutverkið
„Við ætlum aðeins að skipta um gír en vitum ekki alveg hvaða,“ sagði Þóra Arnórsdóttir, annar af stjórnendum Leiðtogaumræðunnar á RÚV í kvöld þegar bryddað var upp á nýjum dagskrárlið – að bjóða hverjum leiðtoga upp á að bera fram eina spurningu til annars leiðtoga.
Myndskeið
Um þetta snúast kosningarnar að mati leiðtoga
Forystumenn þeirra 12 flokka sem bjóða fram í þingkosningunum þann 28. október fengu eina mínútu í upphafi Leiðtogaumræðunnar, sem sýndar voru í beinni útsendingu á RÚV, til að segja sína skoðun á því um hvað kosningarnar eiga að snúast.
Langflestir stilla upp á framboðslista
Nær allir stjórnmálaflokkar ætla að stilla upp á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 28. október. Forsvarsmenn flokkanna vísa margir hverjir í að það sé vegna tímasparnaðar því mjög stutt sé til kosninga. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör í öllum kjördæmum. Vinstri græn stilla upp í flestum kjördæmum en ekki er fullvíst að svo verði í Suðvesturkjördæmi. Það verður ákveðið á fundi kjördæmisráðs í Hafnarfirði í kvöld.
Þjóðfylkingin ætlar í sveitarstjórnarmálin
Íslenska þjóðfylkingin ætlar að bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Áhersla verður lögð á Reykjavík og Suðurnes, en stærri byggðarlög, eins og Akureyri, koma einnig vel til greina, að sögn nýs formanns flokksins.
Fátæktargildrur og velferðarmál
Sérstaða minni flokka í velferðarmálum felst í stöðu formanns eins þeirra sem öryrkja, áherslu annarra á innflytjendamál og baráttu gegn auðvaldshagkerfi sem dregur úr möguleikum til að byggja upp velferðarkerfi. Þetta sögðu formenn og oddvitar fimm flokka í kappræðum leiðtoganna á RÚV í kvöld.
Ruglandi bókstafir miðað við flokkaheiti
B fyrir Bjarta framtíð? F fyrir Framsóknarflokkinn? S fyrir Sjálfstæðisflokkinn? V fyrir Viðreisn? Nei, alls ekki. Listabókstafir fyrir Alþingiskosningarnar geta verið villandi. Sumir bókstafirnir eru eins og fyrsti bókstafurinn í nafni stjórnmálaflokksins. Fleiri bókstafir eiga þó ekkert skylt við nafn stjórnmálaflokksins og tilheyra jafnvel öðrum flokkum.
Bíða með að kæra stuld fram yfir kosningar
Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, segir að flokkurinn muni ekki kæra meintan þjófnað á meðmælalistum flokksins til lögreglu fyrr en eftir kosningar.
23.10.2016 - 13:47
Lögmaður mun bregðast við ásökunum um vændi
Gústaf Níelsson, fyrrverandi oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík norður, segir að hann muni fela lögmanni að bregðast við þungum sökum sem bornar voru á hann í Forystusætinu á RÚV í gær. Þar sakaði Jens G. Jensson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, Gústaf um að vera tengdan vændi og mansali.
Píratar stærstir rúmri viku fyrir kosningar
Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn 8,8 prósent, Samfylkingin mælist með 6,5 prósenta fylgi, hálfu prósentustigi meira en Björt framtíð.
Brjálað að gera hjá litlu framboðunum
Minni framboð sem bjóða fram til Alþingis neyðast til að hafna tilboðum um að kynna stefnumál sín sökum manneklu. Þetta segja formenn fjögurra minnstu framboðanna. Formaður Dögunar vill þó fá að gera meira og formaður Flokks fólksins segir að það sé dásamlega gaman í kosningabaráttu.
Íslenska þjóðfylkingin hyggst kæra þjófnað
Íslenska þjóðfylkingin fékk samþykkt framboð bæði í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Þetta staðfestir Helgi Helgason formaður flokksins á Facebook síðu sinni.
Þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík
Framboðsfrestur vegna Alþingiskosninga rann út á hádegi. Yfirkjörstjórnir í hverju kjördæmi eiga nú eftir að fara yfir  frambjóðenda- og meðmælenda lista og staðfesta endanlega hverjir verða í framboði og gera það væntanlega margar á morgun.
„Veit ekki hvort hann er að koma eða fara“
Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður, Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf Níelsson, hafa ákveðið að draga til baka framboð sitt. Ástæðan er sögð vera vegna formanns flokksins, Helga Helgasonar, sem þeir segja fullkomlega áhugalausan um framgang, hugsjón og stefnu flokksins.
Íslenska þjóðfylkingin í Suðvesturkjördæmi
Íslenska þjóðfylkingin hefur birt fullmannaðan framboðslista fyrir Suðvesturkjördæmi. Þetta er fyrsti fullmannaði framboðslistinn sem Íslenska þjóðfylkingin birtir fyrir Alþingiskosningarnar 2016. Helgi Helgason, formaður flokksins og stjórnmálafræðingur leiðir listann. Í öðru sæti er Sigurlaug Oddný Björnsdóttir og í því þriðja Hjördís Diljá Bach.