Færslur: Íslenska óperan

Þetta helst
Óperusöngvarar vilja vita hvert peningar Óperunnar fara
Íslenska óperan er eiginlega eini starfsvettvangurinn fyrir klassískt menntaða söngvara þessa lands. En óánægjan með stofnunina og hvernig henni hefur verið stjórnað er svo mikil að söngvararnir krefjast þess að stjórnendur víki, almennilegri þjóðaróperu verði komið á laggirnar og að fólk taki þar við taumunum sem hefur menntun og skilning á faginu. Söngvarar setja stórt spurningarmerki við það hvernig hátt í milljarði króna af ríkisfé hefur verið varið undanfarin þrjú ár.
22.06.2022 - 08:05
Þetta helst
Ósáttu óperusöngvararnir
Það hefur gustað hressilega um Íslensku óperuna undanfarin misseri vegna vangreiddra launa til söngvara og stjórnunarhátta. Tvö dómsmál hafa farið í gegn um kerfið, harðorðar yfirlýsingar sendar á víxl og óumdeilt er að orðspor þessarar rúmlega fertugu sjálfseignastofnunar beðið hnekki í látunum. Forsvarsmenn Óperunnar hafa ekki veitt viðtöl vegna dómsmálsins féll nýlega í Landsrétti, fyrr en nú. Í Þetta helst verður rætt við Pétur J. Eiríksson, stjórnarformann Íslensku óperunnar.
17.06.2022 - 08:30
Íslenska óperan unir niðurstöðu Landsréttar í máli Þóru
Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur. Fyrir viku síðan dæmdi Landsréttur Íslensku óperuna til að greiða Þóru Einarsdóttur 618.168 krónur vegna eftirstöðva æfingalauna, launatengdra gjalda og yfirvinnu. Þá var óperunni einnig gert að greiða 2,8 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Eðlilegt að gerð sé úttekt hjá Íslensku óperunni
Formaður félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum segir eðlilegt að hið opinbera geri úttekt á hvernig samningamálum sé háttað hjá Íslensku óperunni, í kjölfar niðurstöðu Landsréttar í máli óperusöngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Óperunni.
Íslenska óperan greiðir Þóru rúmar 600 þúsund krónur
Landsréttur dæmdi í dag Íslensku óperuna til að greiða Þóru Einarsdóttur 618.168 krónur vegna eftirstöðva æfingalauna, launatengdra gjalda og yfirvinnu. Þá var óperunni einnig gert að greiða 2,8 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Landsréttur veitir Þóru áfrýjunarleyfi gegn Óperunni
Landsréttur samþykkti fyrir helgi að veita Þóru Einarsdóttur óperusöngkonu leyfi til að áfrýjunar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn Íslensku Óperunni.
Þóra áfrýjar dómi í máli gegn Íslensku óperunni
Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði fyrr í mánuðinum Íslensku óperuna af kröfu hennar um vangoldin laun í óperunni Brúðkaupi Fígarós haustið 2019. Í tilkynningu segir hún að málið hafi að hennar mati fordæmisgildi fyrir aðra listamenn og íslenskan vinnumarkað í heild.
22.01.2021 - 17:04
Þjóðarópera stuðli að heilbrigðara starfsumhverfi
Það er löngu tímabært að koma óperustarfsemi á traustan kjöl opinbers rekstrar, að mati stjórnar Bandalags íslenskra listamanna. Erling Jóhannesson, formaður félagsins, segir að Íslenska óperan bjóði upp á mjög óheilbrigt og óæskilegt starfsumhverfi fyrir listafólk. Félagið kallar eftir því að sett verði á laggirnar þjóðarópera með sambærileg rekstrarskilyrði og aðrar opinberar sviðslistastofnanir; Þjóðleikhúsið og Íslenski dansflokkurinn.
Í BEINNI
Söngskemmtun Íslensku óperunnar
Hrólfur Sæmundsson baritón og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari koma fram á söngskemmtun Íslensku óperunnar.
15.01.2021 - 19:30
Óperuminning
Það þarf ekkert alltaf allt að vera Kardemommubærinn
„Ég held að þetta sé óplægður akur við að kynna meira af óperum fyrir íslenskum áhorfendum,“ segir Greipur Gíslason.
Óperustjóri vísar ásökunum söngvara á bug
„Söngvurum finnst þeir til lengri tíma hafa fengið lítilsvirðandi viðmót frá stjórnendum Íslensku óperunnar,“ segir Ása Fanney Gestsdóttir, formaður Klassís, fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, í samtali við fréttastofu. Klassís hefur lýst yfir vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar vegna stjórnunarhátta síðustu ár en Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri hafnar ásökunum félagsins og vill stofna til samtals við söngvara um samningagerð.
11.01.2021 - 13:24
Söngvarar lýsa vantrausti á óperustjóra og stjórn ÍÓ
Félagsfundur Klassís, Fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, hefur lýst vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, vegna stjórnunarhátta á undanförnum árum. Í yfirlýsingu saka söngvarar óperustjóra meðal annars um að hafa nýtt sér trúnaðarákvæði í samningum við söngvara til að höggva í samstöðu þeirra og benda á fylgni milli þess að söngvarar leiti réttar síns og þess að þeir fái ekki aftur vinnu hjá Íslensku óperunni.
11.01.2021 - 09:35
Jólatónleikar Íslensku óperunnar
Árlegir jólatónleikar kórs Íslensku óperunnar.
24.12.2020 - 10:00
Heyrði óánægjuraddir um poppara í óperurullu
Sturla Atlason hefur nokkrum sinnum farið með hlutverk í uppsetningum Íslensku óperunnar. Ekki hafa allir þó innan óperuheimsins verið ánægðir með að sjá dægurtónlistarmann stíga á sviðið, segir Sturla.
Taldi óþarft að mæta og segir málið skýrast í gögnum
Ekki var talin þörf á að Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri væri viðstödd aðalmeðferð í dómsmáli gegn Íslensku óperunni á föstudag. Þetta segir lögmaður sem gætir hagsmuna Óperunnar í máli sem Þóra Einarsdóttir óperusöngkona höfðaði vegna meintra kjarasamningsbrota. Steinunn Birna var ekki boðuð fyrir dóm, ólíkt því sem sagði upphaflega í frétt í gær.
14.12.2020 - 13:34
Leitt að enginn frá Óperunni hafi mætt í dómsal
Á föstudag fór fram aðalmeðferð í máli Þóru Einarsdóttur óperusöngkonu gegn Íslensku óperunni. Þóra stefndi Óperunni fyrir kjarasamningsbrot á æfingum og sýningum í uppfærslu Óperunnar á Brúðkaupi Fígarós í fyrra. Með dómsmáli segist Þóra hafa viljað freista þess að láta á það reyna hvort Íslensku óperunni bæri að fara að kjarasamningi við FÍH og virða vinnuverndarákvæði.
Óperuminning
„Ef Kristján er til, sko þá er ég til“
Ísak Hinriksson fékk kannski ekki að segja neitt í hlutverki sínu í óperunni Toscu – en það fær ekki hver sem er að stugga við sjálfum Kristjáni Jóhannssyni stórtenór.
Óperan býður upp á allt – nema bílaeltingaleiki
„Fyrir mér er óperuformið alveg hið æðsta tjáningarform listarinnar,“ segir Aríel Pétursson sjóliðsforingi.
26.11.2020 - 11:08
Óperuminning
Varð samstundis ástfanginn af Carmen
„Þetta var svo skrýtið, maður hafði mikið farið í leikhús en þarna var klappað eftir hvert einasta lag og sérstaklega þegar Sigríður Ella var búin að syngja,“ segir Gunnar Helgason um fyrstu óperuminninguna sína.
Óperuminning
Listform fyrir alla skynjun
„Ég gleymi ekki þegar ég sá Brothers, óperuna hans Daníels. Það var í fyrsta skipti í mörg ár sem ég hugsaði hvað ópera er stórkostlegt form. Ég tengdi svo við það verk bara á öllum sviðum,“ segir Kristjana Stefánsdóttir tónlistarkona.
„Þetta á eftir að verða drepleiðinlegt!“
Elmari Gilbertssyni óperusöngvara leist ekkert á blikuna þegar hann æfði fyrir frumraun sína í Íslensku óperunni. „Svo bara kom allt annað í ljós.“
Íslenska óperan 40 ára í dag
Í tilefni af 40 ára afmæli Íslensku óperunnar deila þátttakendur úr ýmsum áttum óperuminningum sínum.
03.10.2020 - 10:21
Laun óperusöngvara lækkað að raungildi
Formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna furðar sig á því að laun söngvara hafi lækkað að raungildi á sama tíma og fjárframlög til Íslensku óperunnar hafi haldist óbreytt. Gagnsæi skorti í rekstri og þá furðar hann sig á því að reksturinn fari ekki í útboð. 
Fréttaskýring
Listabransinn að frjósa þrátt fyrir streymið
Bransinn er nánast botnfrosinn og staða sjálfstæðra listamanna þung, búið að fresta eða aflýsa öllu og það á sjálfrí árshátíðavertíðinni. Allt tónlistar- og leiklistarstreymið sem nú er boðið upp á lyftir andanum en ekki eru allir á því að það hjálpi pyngju listamanna.
Íslenska óperan ætlar að setja upp Agnesi
Íslenska óperan ætlar að setja upp sýningu sem ber titilinn Agnes og byggir á frásögninni um morðin á Illugastöðum og aftökurnar á Agnesi Magnúsdóttur og Friðrik Sigurðssyni. Daníel Bjarnason tónskáld hefur verið fenginn til að semja verkið. Það verður unnið með styrk frá íslenska ríkinu.
06.12.2019 - 12:45