Færslur: Íslenska óperan
Þóra áfrýjar dómi í máli gegn Íslensku óperunni
Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði fyrr í mánuðinum Íslensku óperuna af kröfu hennar um vangoldin laun í óperunni Brúðkaupi Fígarós haustið 2019. Í tilkynningu segir hún að málið hafi að hennar mati fordæmisgildi fyrir aðra listamenn og íslenskan vinnumarkað í heild.
22.01.2021 - 17:04
Þjóðarópera stuðli að heilbrigðara starfsumhverfi
Það er löngu tímabært að koma óperustarfsemi á traustan kjöl opinbers rekstrar, að mati stjórnar Bandalags íslenskra listamanna. Erling Jóhannesson, formaður félagsins, segir að Íslenska óperan bjóði upp á mjög óheilbrigt og óæskilegt starfsumhverfi fyrir listafólk. Félagið kallar eftir því að sett verði á laggirnar þjóðarópera með sambærileg rekstrarskilyrði og aðrar opinberar sviðslistastofnanir; Þjóðleikhúsið og Íslenski dansflokkurinn.
18.01.2021 - 15:25
Söngskemmtun Íslensku óperunnar
Hrólfur Sæmundsson baritón og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari koma fram á söngskemmtun Íslensku óperunnar.
15.01.2021 - 19:30
Það þarf ekkert alltaf allt að vera Kardemommubærinn
„Ég held að þetta sé óplægður akur við að kynna meira af óperum fyrir íslenskum áhorfendum,“ segir Greipur Gíslason.
14.01.2021 - 14:36
Óperustjóri vísar ásökunum söngvara á bug
„Söngvurum finnst þeir til lengri tíma hafa fengið lítilsvirðandi viðmót frá stjórnendum Íslensku óperunnar,“ segir Ása Fanney Gestsdóttir, formaður Klassís, fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, í samtali við fréttastofu. Klassís hefur lýst yfir vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar vegna stjórnunarhátta síðustu ár en Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri hafnar ásökunum félagsins og vill stofna til samtals við söngvara um samningagerð.
11.01.2021 - 13:24
Söngvarar lýsa vantrausti á óperustjóra og stjórn ÍÓ
Félagsfundur Klassís, Fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, hefur lýst vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, vegna stjórnunarhátta á undanförnum árum. Í yfirlýsingu saka söngvarar óperustjóra meðal annars um að hafa nýtt sér trúnaðarákvæði í samningum við söngvara til að höggva í samstöðu þeirra og benda á fylgni milli þess að söngvarar leiti réttar síns og þess að þeir fái ekki aftur vinnu hjá Íslensku óperunni.
11.01.2021 - 09:35
Heyrði óánægjuraddir um poppara í óperurullu
Sturla Atlason hefur nokkrum sinnum farið með hlutverk í uppsetningum Íslensku óperunnar. Ekki hafa allir þó innan óperuheimsins verið ánægðir með að sjá dægurtónlistarmann stíga á sviðið, segir Sturla.
18.12.2020 - 11:59
Taldi óþarft að mæta og segir málið skýrast í gögnum
Ekki var talin þörf á að Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri væri viðstödd aðalmeðferð í dómsmáli gegn Íslensku óperunni á föstudag. Þetta segir lögmaður sem gætir hagsmuna Óperunnar í máli sem Þóra Einarsdóttir óperusöngkona höfðaði vegna meintra kjarasamningsbrota. Steinunn Birna var ekki boðuð fyrir dóm, ólíkt því sem sagði upphaflega í frétt í gær.
14.12.2020 - 13:34
Leitt að enginn frá Óperunni hafi mætt í dómsal
Á föstudag fór fram aðalmeðferð í máli Þóru Einarsdóttur óperusöngkonu gegn Íslensku óperunni. Þóra stefndi Óperunni fyrir kjarasamningsbrot á æfingum og sýningum í uppfærslu Óperunnar á Brúðkaupi Fígarós í fyrra. Með dómsmáli segist Þóra hafa viljað freista þess að láta á það reyna hvort Íslensku óperunni bæri að fara að kjarasamningi við FÍH og virða vinnuverndarákvæði.
13.12.2020 - 18:11
„Ef Kristján er til, sko þá er ég til“
Ísak Hinriksson fékk kannski ekki að segja neitt í hlutverki sínu í óperunni Toscu – en það fær ekki hver sem er að stugga við sjálfum Kristjáni Jóhannssyni stórtenór.
11.12.2020 - 10:14
Óperan býður upp á allt – nema bílaeltingaleiki
„Fyrir mér er óperuformið alveg hið æðsta tjáningarform listarinnar,“ segir Aríel Pétursson sjóliðsforingi.
26.11.2020 - 11:08
Varð samstundis ástfanginn af Carmen
„Þetta var svo skrýtið, maður hafði mikið farið í leikhús en þarna var klappað eftir hvert einasta lag og sérstaklega þegar Sigríður Ella var búin að syngja,“ segir Gunnar Helgason um fyrstu óperuminninguna sína.
19.11.2020 - 10:59
Listform fyrir alla skynjun
„Ég gleymi ekki þegar ég sá Brothers, óperuna hans Daníels. Það var í fyrsta skipti í mörg ár sem ég hugsaði hvað ópera er stórkostlegt form. Ég tengdi svo við það verk bara á öllum sviðum,“ segir Kristjana Stefánsdóttir tónlistarkona.
16.11.2020 - 10:55
„Þetta á eftir að verða drepleiðinlegt!“
Elmari Gilbertssyni óperusöngvara leist ekkert á blikuna þegar hann æfði fyrir frumraun sína í Íslensku óperunni. „Svo bara kom allt annað í ljós.“
12.11.2020 - 09:11
Íslenska óperan 40 ára í dag
Í tilefni af 40 ára afmæli Íslensku óperunnar deila þátttakendur úr ýmsum áttum óperuminningum sínum.
03.10.2020 - 10:21
Laun óperusöngvara lækkað að raungildi
Formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna furðar sig á því að laun söngvara hafi lækkað að raungildi á sama tíma og fjárframlög til Íslensku óperunnar hafi haldist óbreytt. Gagnsæi skorti í rekstri og þá furðar hann sig á því að reksturinn fari ekki í útboð.
16.04.2020 - 12:04
Listabransinn að frjósa þrátt fyrir streymið
Bransinn er nánast botnfrosinn og staða sjálfstæðra listamanna þung, búið að fresta eða aflýsa öllu og það á sjálfrí árshátíðavertíðinni. Allt tónlistar- og leiklistarstreymið sem nú er boðið upp á lyftir andanum en ekki eru allir á því að það hjálpi pyngju listamanna.
06.04.2020 - 19:10
Íslenska óperan ætlar að setja upp Agnesi
Íslenska óperan ætlar að setja upp sýningu sem ber titilinn Agnes og byggir á frásögninni um morðin á Illugastöðum og aftökurnar á Agnesi Magnúsdóttur og Friðrik Sigurðssyni. Daníel Bjarnason tónskáld hefur verið fenginn til að semja verkið. Það verður unnið með styrk frá íslenska ríkinu.
06.12.2019 - 12:45
Segir óperusöngvara hlunnfarna um 4 mkr.
Átta einsöngvarar hjá Íslensku óperunni telja sig hlunnfarna um samtals fjórar milljónir króna í launagreiðslur. Þeir saka óperustjóra neita að greiða eftir gildandi samningi. Hann hins vegar segir samninginn ekki vera í gildi.
04.11.2019 - 22:31
Virkilega ánægjuleg kvöldstund
„Ég var mjög ánægður með þessa sýningu, hún er full af lífi og fjöri,“ segir Helgi Jónsson óperurýnir Menningarinnar um uppsetningu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós í Þjóðleikhúsinu.
18.09.2019 - 09:30
Unga fólkið tekur völdin
Það er á stundum „einhver bresk natúralísk ofgnótt og smásmygli“ hjá leikstjóra Brúðkaups Fígarós, segir María Kristjánsdóttir leikhúsgagnrýnandi. En ungar söngkonur sýningarinnar, Eyrún Unnarsdóttir og Karin Björg Thorbjörnsdóttir lofa góðu.
11.09.2019 - 15:25
Hvað er svona merkilegt við það að vera greifi
Íslenska óperan snýr aftur á fjalir Þjóðleikhússins í nýrri uppfærslu á Brúðkaupi Fígarós, meistaraverki Mozarts frá árinu 1786. Verkið fjallar um ást, hjónaband, stéttaskiptingu og forréttindi. Tónlist Mozarts er vitanlega í aðalhlutverki en tveir ævintýramenn eiga þó sinn þátt í útkomunni, franska leikritaskáldið Pierre Beaumarchais og ítalski textasmiðurinn Lorenzo da Ponte.
07.09.2019 - 10:00
Fígaró sleginn fimm sinnum utan undir
Íslenska óperan frumsýnir Brúðkaup Fígarós, hina dáðu gamanóperu Mozarts, í Þjóðleikhúsinu á laugardag. Andri Björn Róbertsson í hlutverki Fígarós fær þar að kenna á lófa Þóru Einarsdóttur.
06.09.2019 - 12:10
Íslenska óperan: La traviata
Á skírdagskvöld, fimmtudaginn. 18. apríl kl. 19.00, var flutt hljóðritun frá sýningu Íslensku óperunnar á „La Traviata“ eftir Giuseppe Verdi. Með aðalhlutverk fara Herdís Anna Jónasdóttir, Elmar Gilbertsson og Hrólfur Sæmundsson.
18.04.2019 - 19:00