Færslur: Íslenska óperan

Laun óperusöngvara lækkað að raungildi
Formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna furðar sig á því að laun söngvara hafi lækkað að raungildi á sama tíma og fjárframlög til Íslensku óperunnar hafi haldist óbreytt. Gagnsæi skorti í rekstri og þá furðar hann sig á því að reksturinn fari ekki í útboð. 
Fréttaskýring
Listabransinn að frjósa þrátt fyrir streymið
Bransinn er nánast botnfrosinn og staða sjálfstæðra listamanna þung, búið að fresta eða aflýsa öllu og það á sjálfrí árshátíðavertíðinni. Allt tónlistar- og leiklistarstreymið sem nú er boðið upp á lyftir andanum en ekki eru allir á því að það hjálpi pyngju listamanna.
Íslenska óperan ætlar að setja upp Agnesi
Íslenska óperan ætlar að setja upp sýningu sem ber titilinn Agnes og byggir á frásögninni um morðin á Illugastöðum og aftökurnar á Agnesi Magnúsdóttur og Friðrik Sigurðssyni. Daníel Bjarnason tónskáld hefur verið fenginn til að semja verkið. Það verður unnið með styrk frá íslenska ríkinu.
06.12.2019 - 12:45
Myndskeið
Segir óperusöngvara hlunnfarna um 4 mkr.
Átta einsöngvarar hjá Íslensku óperunni telja sig hlunnfarna um samtals fjórar milljónir króna í launagreiðslur. Þeir saka óperustjóra neita að greiða eftir gildandi samningi. Hann hins vegar segir samninginn ekki vera í gildi.
04.11.2019 - 22:31
Gagnrýni
Virkilega ánægjuleg kvöldstund
„Ég var mjög ánægður með þessa sýningu, hún er full af lífi og fjöri,“ segir Helgi Jónsson óperurýnir Menningarinnar um uppsetningu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós í Þjóðleikhúsinu.
Gagnrýni
Unga fólkið tekur völdin
Það er á stundum „einhver bresk natúralísk ofgnótt og smásmygli“ hjá leikstjóra Brúðkaups Fígarós, segir María Kristjánsdóttir leikhúsgagnrýnandi. En ungar söngkonur sýningarinnar, Eyrún Unnarsdóttir og Karin Björg Thorbjörnsdóttir lofa góðu.
Hvað er svona merkilegt við það að vera greifi
Íslenska óperan snýr aftur á fjalir Þjóðleikhússins í nýrri uppfærslu á Brúðkaupi Fígarós, meistaraverki Mozarts frá árinu 1786. Verkið fjallar um ást, hjónaband, stéttaskiptingu og forréttindi. Tónlist Mozarts er vitanlega í aðalhlutverki en tveir ævintýramenn eiga þó sinn þátt í útkomunni, franska leikritaskáldið Pierre Beaumarchais og ítalski textasmiðurinn Lorenzo da Ponte.
Myndskeið
Fígaró sleginn fimm sinnum utan undir
Íslenska óperan frumsýnir Brúðkaup Fígarós, hina dáðu gamanóperu Mozarts, í Þjóðleikhúsinu á laugardag. Andri Björn Róbertsson í hlutverki Fígarós fær þar að kenna á lófa Þóru Einarsdóttur.
Íslenska óperan: La traviata
Á skírdagskvöld, fimmtudaginn. 18. apríl kl. 19.00, var flutt hljóðritun frá sýningu Íslensku óperunnar á „La Traviata“ eftir Giuseppe Verdi. Með aðalhlutverk fara Herdís Anna Jónasdóttir, Elmar Gilbertsson og Hrólfur Sæmundsson.
„Mér fannst þetta bara pottþétt“
Uppsetning Íslensku óperunnar á einni þekktustu óperusýningu veraldar, La traviata, hefur fengið lofsamlegar viðtökur. Gestirnir í Lestarklefanum voru þar engin undantekning. Meðal annars lýsti Hallgrímur Helgason rithöfundur mikilli ánægju með sýninguna.
27.03.2019 - 11:36
Gagnrýni
Vel skipað í aðalhlutverkin
Íslenska óperan frumsýndi á dögunum La traviata í leikstjórn Oriol Tomas í Eldborgarsal Hörpu. Þrátt fyrir að finna örlitla vankanta á sviðssetningunni telur María Kristjánsdóttir, leiklistargagnrýnandi Víðsjár, að skipan í tvö aðalhlutverkin geri það að verkum að áhorfendur njóti þessarar vinsælustu óperu veraldar til fulls.
17.03.2019 - 12:45
Gagnrýni
Ástæða til að óska Óperunni til hamingju
„Mig langar aftur,“ segir gagnrýnandi Menningarinnar um La Traviata sem Íslenska óperan frumsýndi í Eldborg á laugardag í leikstjórn Kanadamannsins Oriola Tomson. Söngur og tónlistarflutningur hafi verið frábær og uppfærslan í heild einkennst af sterkri og faglegri sýn.
Skylda óperustjórans að setja upp La Traviata
Hin ástsæla ópera La Traviata eftir Verdi verður frumsýnd í Eldborg á laugardag. Óperan, sem fjallar um lífsgleðina, frelsið og forboðna ást var frumflutt í Feneyjum 6. mars árið 1853.
07.03.2019 - 11:01
„Heyrði eiginlega ekki orðaskil“
„Ég heyrði eiginlega ekki orðaskil. Ég held að ég hafi skilið kannski 10 prósent í mesta lagi af því sem var sungið,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Kristján Guðjónsson um fjölskylduóperuna Hans og Grétu sem Íslenska óperan setur upp í Norðurljósasal Hörpu. Rýnt var í verkið í Lestarklefanum á Rás 1.
01.12.2018 - 15:21
Saga allra stríða
„Ég er að upplifa verkið allt öðruvísi með því að stjórna því líka. Það var fínt að horfa á þetta úr fjarlægð í Danmörku en gaman að vera kominn inn í þetta núna,“ segir Daníel Bjarnason tónskáld sem tekur nú að sér hljómsveitarstjórn í óperunni sinni Brothers á Listahátíð í Reykjavík. Íslenska óperan stendur að flutningnum í samstarfi við Den Jyske Opera og Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Tosca á tímum fasismans
María Kristjánsdóttir fjallaði um uppfærslu Íslensku óperunnar á Toscu í Viðsjá á Rás 1.
03.11.2017 - 14:12
Gagnrýni
„Mikill sigur fyrir Íslensku óperuna“
Óperutónlist hefur aldrei verið betur flutt á Íslandi en í Toscu í uppfærslu sem er sigur fyrir Íslensku óperunnar, að mati gagnrýnanda Menningarinnar. Hlín Agnarsdóttir og Magnús Lyngdal Magnússon sagnfræðingur fjölluðu um uppfærsluna sem frumsýnd var í Hörpu fyrir skemmstu. 
01.11.2017 - 15:32
Fær að „gjósa eins og Geysir á góðum degi“
„Þessi unga ást og vonin um að allt fari vel, vonleysið og síðan hugrekkið í vonleysinu. Mér finnst standa upp úr í Toscu hvað Puccini spilar á öll litbrigði vonarinnar í þessu stykki. Vonarstefið hljómar aftur og aftur en í ólíkum búningi og segir allt aðra sögu. Það finnst mér vera sú tilfinning sem stendur upp úr, það er vonin,“ segir Bjarni Frímann Bjarnason, hljómsveitarstjórnandi Toscu sem frumsýnd verður í Íslensku óperunni laugardaginn 21. október.
Stefin í klassíkinni okkar
RÚV og Sinfóníuhljómsveit Íslands bjóða til óperuveislu í Hörpu í beinni útsendingu föstudagskvöldið 1. september, í samstarfi við Íslensku óperuna.
Habanera úr Carmen vinsælasta arían
Habanera, þokkafullur söngur sígaunastúlkunnar Carmenar úr óperu Bizet, reyndist vinsælasta óperuarían í kosningunni Klassíkin okkar - heimur óperunnar sem fór fram fyrr í sumar. Á sjónvarpstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslensku óperunnar og RÚV 1. september næstkomandi mun einvala lið söngvara flytja óperuaríurnar sem landsmenn völdu.
Dýpsta tjáning manneskjunnar
Klassíkin okkar – heimur óperunnar er samkvæmisleikur sem Ríkisútvarpið, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan bjóða upp á nú í sumarbyrjun og hefst um næstu helgi.
Taugaáfall á tveimur málum
Langt símtal við svikulan elskhuga er uppistaðan í Mannsröddinni eftir Francis Poulenc, en ný leikgerð Brynhildar Guðjónsdóttur á óperunni verður frumsýnd á vegum Íslensku óperunnar á fimmtudagskvöld. Í uppfærslunni túlka söngkona, leikkona og píanóleikari saman sálarangist aðalpersónunnar, á bæði íslensku og frönsku.
08.02.2017 - 14:44
Algjör sigur Þóru Einarsdóttur
„Heilt yfir standa söngararnir sig algjörlega frábærlega,“ sagði Helgi Jónsson, tónlistargagnrýnandi Menningarinnar um sýningu Íslensku óperunnar á Evgení Onégin eftir Pjotr Tsjækofskí. „Tatjana í meðförum Þóru Einarsdóttur var, held ég að ég geti fullyrt, algjör sigur. Hún gerði þetta hreint út sagt algjörlega frábærlega, bæði í leik og söng,“ en bæði Helgi og Hlín Agnarsdóttir, leiklistargagnrýnandi, gáfu sýningunni sín bestu meðmæli.
Sýning til mikils sóma
„Öll er þessi sýning Íslensku óperunnar til mikils sóma og enginn ætti að láta hana framhjá sér fara,“ segir María Kristjánsdóttir gagnrýni sinni á uppfærslu Íslensku óperunnar á Évgení Onegin í Eldborgarsal Hörpu. 
24.10.2016 - 16:23
„Finnst ég vera rússnesk“
Uppfærsla Íslensku óperunnar á Évgení Onegin eftir Pjotr Tchaikovsky verður frumsýnd á laugardaginn í Eldborg. Hljómsveitarstjóri er Benjamin Levy og leikstjóri Anthony Pilavachi. Þóra Einarsdóttir sópran fer með hið krefjandi hlutverk Tatjönu í verkinu. Hún segir að hlutverkið sé mikil og skemmtileg áskorun.
18.10.2016 - 16:26