Færslur: Íslenska landsliðið

Mynd með færslu
Í BEINNI
Leikdagur: Ísland tapaði 3-0 gegn Þýskalandi
Tveir stórleikir eru á dagskrá í beinni á RÚV í dag. U21 karlalið Íslands leikur sinn fyrsta leik á EM í Ungverjalandi þegar liðið mætir Rússlandi. Þá leikur íslenska karlalandsliðið sinn fyrsta leik í undankeppni HM. Hér fylgjumst við með leikjum Íslands í Íþróttavaktinni.
25.03.2021 - 07:00
Ísland skrefi nær EM eftir sigur á Rúmeníu
Ísland hafði betur gegn Rúmeníu í umspilsleik um sæti á EM á Laugardalsvelli í kvöld 2-1.
08.10.2020 - 20:39
VAR í fyrsta sinn á Íslandi í landsleiknum í kvöld
Í leik Íslands og Rúmeníu í kvöld, í umspili um sæti á EM, verður í fyrsta skiptið í íslenskri fótboltasögu notast við VAR eða myndbandsdómgæslu.
08.10.2020 - 09:38
Tólfan fær að mæta til að tryggja stemningu
Leikir íslenska karlalandsliðsins í október munu fara fram samkvæmt áætlun. Þá verður Tólfunni, stuðningsmannasveit landsliðsins, boðið á leikina.
07.10.2020 - 10:34
Viðtal
„Farið að þykja vænt um landið og fólkið sem hér býr“
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir reynslu íslensku leikmannanna skipta miklu máli þegar Ísland mætir Rúmeníu í umspili um sæti á EM á fimmtudag. Hann segir tíma sinn með liðið hafa verið kaflaskiptan en hefur hrifist af landi og þjóð.
05.10.2020 - 07:30
Gera ráð fyrir 1.500 áhorfendum á Laugardalsvelli
UEFA tilkynnti í gær að áhorfendur yrðu heimilaðir á næstu landsleikjum á vegum sambandsins. Miðað yrði við 30% af heildarsætafjölda á hverjum leikvangi en með hliðsjón af lögum og reglum í hverju landi.
02.10.2020 - 15:23
Íslenska liðið ekki verið neðar í sjö ár
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fer niður um tvö sæti á styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Liðið er í 41. sæti og hefur ekki verið neðar í sjö ár.
17.09.2020 - 11:01
Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli í kvöld
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45.
Sara Björk: „Við þurfum á þeim að halda“
Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir eru nýliðar í íslenska landsliðshópnum sem mætir Lettlandi á morgun í undankeppni EM. Landsliðsfyrirliðinn er hæstánægð með nýliðana og segir liðið þurfa á þeim að halda.
„Þurfum að nýta þessa leiki hérna heima vel“
Allir leikmenn íslenska landsliðshópsins eru heilir fyrir leikinn gegn Lettlandi í undankeppni EM á morgun. Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði og Jón Þór Hauksson þjálfari liðsins sátu fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins í hádeginu.
Segja tapið gegn Íslandi það versta í sögu liðsins
Tap enska landsliðsins gegn því Íslenska á EM árið 2016 markar að margra mati sögulega lægð enska liðsins. Í ljósi þess að liðin mætast aftur í dag hafa enskir fjölmiðlar rifjað upp tapleikinn á síðustu dögum.
05.09.2020 - 10:44
Landsliðið hefur æfingar fyrir leikinn gegn Englandi
Íslenska landsliðið æfðu í fyrsta sinn í dag á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni á laugardaginn kemur.
01.09.2020 - 13:41
Samúel Kári í þýsku úrvalsdeildina
Landsliðsmaðurinn Samúel Kári Friðjónsson hefur gengið til liðs við þýska knattspyrnufélagið Paderborn frá norska félaginu Vålerenga. Samúel Kári skrifaði undir samning til tveggja og hálfs árs, til sumarsins 2022.
18.01.2020 - 10:05
Stefán Teitur kallaður í A-landsliðið í fyrsta sinn
Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður ÍA, hefur verið kallaður inn í A-landsliðið í knattspyrnu sem mætir El Salvador og Kanada í vináttulandsleikjum síðar í mánuðinum.
08.01.2020 - 22:55
Myndskeið
Ísland vann með 6 mörkum gegn engu
Ísland vann Lettland með sex mörkum gegn engu í Liepaja í Lettlandi í dag. Stelpurnar okkar höfðu yfirhöndina allan tímann í helli dembu og á lélegum velli.
Myndskeið
Mörk Fanndísar og Dagnýjar gegn Lettlandi
Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir með flottum skalla í leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2021. Leikurinn fer fram í Liepaja í Lettlandi. Það hellirignir í Lettlandi og völlurinn mjög er erfiður.
Íslendingar tuktaðir til á Twitter
Ísland og Tyrkland mætast í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli kl 18:45 í dag. Mikil umræða hefur átt sér stað á samfélagsmiðlinum Twitter í aðdraganda leiksins.
11.06.2019 - 12:21
Hörður og Jón Daði segjast vera heilir
Óttast var í gær að Hörður Björgvin Magnússon og Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmenn í knattspyrnu, myndu missa af landsleikjum Íslands gegn Sviss og Belgíu vegna meiðsla. Þeir segjast þó báðir vera hraustir fyrir leikina.
02.09.2018 - 09:30
Jóhann Berg ekki með gegn Sviss og Belgíu
Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og Burnley á Englandi, mun ekki taka þátt í landsleikjum Íslands gegn Sviss og Belgíu í upphafi september-mánaðar.
29.08.2018 - 17:40
Emil bjartsýnn á að ná landsleikjunum
Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og Frosinone á Ítalíu, segist bjartsýnn á að ná leikjum Íslands gegn Sviss og Belgíu í upphafi september-mánaðar.
28.08.2018 - 20:10
Íslenski fáninn selst vel í Þýskalandi
Nú styttist óðum í heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla sem hefst í Rússlandi þann 14. júní næstkomandi og er óhætt að segja að HM æði sé gripið um sig um víða veröld. Samkvæmt forstjóra þýsks fyrirtækis sem flytur inn fána er íslenski fáninn sá fimmti söluhæsti í Þýskalandi og því ljóst að íslenska karlalandsliðið nýtur mikils stuðnings í landinu.
01.06.2018 - 11:52
Viðtal
Vinátta, kærleikur og traust eru lykilatriðin
Vinátta, kærleikur og traust eru lykillinn á bak við velgengni íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir Þorgrímur Þráinsson sem starfað hefur með liðinu í rúman áratug. Eftir tvær vikur kemur út glæný bók eftir Þorgrím þar sem hann útskýrir þessi lykilatriði hjá liðinu og aðstoðarfólki þess.