Færslur: Íslenska krónan

Krónan komin á sama stað og fyrir faraldurinn
Gengi íslensku krónunnar gagnvart evru hefur styrkst verulega síðan krónan var hvað veikust undir lok árs 2020 og kostar evran nú það sama og fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn.
09.06.2022 - 15:03
Áframhaldandi spennu spáð á fasteignamarkaði
Hætt er við að raunhækkun fasteignaverðs geti orðið á bilinu ellefu til tólf prósent aukist framboð ekki næstu þrjú ár. Eins gæti það orðið raunin vaxi ferðaþjónusta kröftuglega að nýju. Þetta er meðal þess sem fullyrt er í nýrri skýrslu Jakobson Capital um fasteignamarkaðinn á Íslandi.
Vara við fölsuðum peningum í umferð á Norðurlandi
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur beðið verslunareigendur og almenning að vera á verði gagnvart fölsuðum peningaseðlum. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að talið sé að seðlarnir séu í umferð í umdæminu.
Mestu gjaldeyriskaup Seðlabankans frá febrúar 2017
Seðlabanki Íslands keypti evrur fyrir 18,2 milljarða króna á viðskiptadögum júnímánaðar. Evrurnar sem keyptar voru telja 124 milljónir. 12,7 af 18,2 milljörðunum sem Seðlabankinn keypti gjaldeyri fyrir voru keyptar næstu tvo daga eftir að hlutafjárútboði Íslandsbanka lauk.
Krónan hefur styrkst um ríflega 5 prósent á árinu
Gengi krónunnar hefur styrkst um rúmlega 5 prósent það sem af er þessu ári en krónan hefur styrkst jafnt og þétt frá því í nóvember. Um þetta fjallar Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, í pistli í dag.
10.06.2021 - 12:49
Spá fjölgun ferðamanna og auknum hagvexti næstu ár
Landsbankinn og Íslandsbanki eru nokkuð á sama máli um verðbólguþróun næstu missera og ára. Hagdeildir beggja banka telja hámark verðbólgu vera að nást og að verðbólgumarkmið Seðlabanka náist áður en langt um líður.
Örlítil hjöðnun í maí en verðbólgan er samt þrálát
Tólf mánaða verðbólga mælist 4,4% í maí gangi spá greiningardeildar Íslandsbanka eftir en hún var 4,6% í apríl. Það byggir á spá bankans um 0,4% lækkun vísitölu neysluverðs í mánuðinum.
Gjaldeyrir seldur fyrir 71 milljarð króna
Svo gott jafnvægi hefur náðst á gjaldeyrismarkaði að Seðlabankinn hefur ákveðið að hætta gjaldeyrissölu. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að frá því í september í fyrra og þar til nú hafi bankinn selt alls 453 milljónir evra sem jafngildir 71,2 milljörðum íslenskra króna. Núna hafi gengi krónunnar styrkst og jafnvægi aukist á gjaldeyrismarkaði og því sé ekki lengur þörf fyrir reglulega gjaldeyrissölu.
Krónan veiktist minna vegna færri ferðalaga Íslendinga
Íslenska krónan veiktist í fyrra um átta prósent frá árinu áður. Það er þó ekki eins mikið og í fyrri kreppum. Ástæðan er meðal annars sú að ferðalög Íslendinga til útlanda drógust verulega saman.
Gjaldeyrissala Seðlabankans skipti sköpum
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði á nýliðnu ári hafi komið í veg fyrir verulega veikingu krónunnar. Hann telur líklegt að gengi krónunnar verði í jafnvægi fram á vor.
04.01.2021 - 12:14
Krónan heldur áfram að veikjast
Krónan hefur tapað allt að 20 prósent af verðgildi sínu gagnvart helstu gjaldmiðlum það sem af er þessu ári. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðbúið að Seðlabankinn þurfi að beita sér af meiri krafti á gjaldeyrismarkaði ef krónan heldur áfram að veikjast.
Fréttaskýring
Gengissveiflur krónunnar segja til sín víða
Íslenska krónan hefur veikst um 17 prósent gagnvart evru það sem af er ári. Virði einnar evru jafngilti 137 krónum í upphafi árs en jafngildir nú um það bil 160 krónum. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir í samtali við fréttastofu að gengið hafi að sumu leyti sveiflast með faraldrinum. Krónan hefur þó styrkst hratt á allra síðustu dögum, enda tilkynnti Seðlabankinn á fimmtudag að hann myndi hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði.
15.09.2020 - 07:45