Færslur: Íslenska gámafélagið

Harma ástandið sem ólyktin veldur
Íslenska gámafélagið harmar það ástand sem hefur skapast vegna ólyktar sem hefur borist frá jarðgerð fyrirtækisins í Gufunesi.
25.08.2020 - 16:34
Hafa gert fyrirtækinu ljóst að ástandið sé óviðunandi
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gert Íslenska gámafélaginu ljóst að ástand vegna ólyktar sem stafar af starfsemi þeirra sé óviðunandi. Heilbrigðiseftirlitið hefur ítrekað gert kröfu um tafarlausar úrbætur vegna lyktarinnar. „Verði fyrirtækið ekki við því verður það beitt þvingunarúrræðum,“ segir í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu.
25.08.2020 - 11:15
Reyna að koma í veg fyrir að fnykurinn berist í loftið
Fnykurinn sem Grafarvogsbúar hafa kvartað undan síðustu daga kemur frá jarðgerð Íslenska gámafélagsins í Gufunesi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ítrekað gert kröfu um tafarlausar úrbætur og Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir að félagið leiti nú leiða til að koma í veg fyrir að lyktin berist í andrúmsloftið.
23.08.2020 - 17:20