Færslur: Íslensk tunga

Enskan mikilvægust: Þurfa að skilja fulla Íra
„Það er mikilvægast að starfsfólkið hafi gott vald á ensku," þetta segir einn eigenda krárinnar Dubliners. Um 80% starfsmanna þar eru erlendir og þeir tala ekki allir íslensku. Það hafa aldrei verið fleiri erlendir ríkisborgarar á íslenskum vinnumarkaði. Sumir staldra stutt við og það að kenna starfsmönnum að segja góðan daginn og vertu bless er ekki alltaf efst á forgangslista atvinnurekenda.
Hefur áhyggjur af framtíð íslenskunnar
Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lýsti yfir miklum áhyggjum af íslenskunni á Alþingi í dag. Hún sagði það staðreynd að grunnskólabörn væru farin að tala saman á ensku í kennslustundum.
22.03.2017 - 23:31
Opna Málið á degi íslenskrar tungu
Málið.is, ný vefgátt sem sameinar sjö orðabækur- og söfn, verður opnuð í dag á degi íslenskrar tungu.
16.11.2016 - 12:53