Færslur: Íslensk náttúra

Skálavörður af lífi og sál
Heiðrún Ólafsdóttir er farandskálavörður hjá Ferðafélagi Íslands. Það þýðir að hún vinnur á mismunandi svæðum og hefur í sumar farið á milli skálanna sem varða Laugaveginn, vinsælustu gönguleið Íslands. Samfélagið hittir Heiðrúnu þar sem hún var við störf í Langadal í Þórsmörk. Hún segist vera skálavörður af „lífi og sál“ - þetta sé einfaldlega draumastarfið, hún elski að taka til hendinni, ditta að hlutum og vera úti í náttúrunni.
25.08.2020 - 15:09
„Hér er bara linnulaust, bílar koma og fara“
Þrátt fyrir faraldurinn hafa yfir fimmtíu þúsund ferðamenn heimsótt Stuðlagil í Efri Jökuldal í sumar. Landeigendur segja alla velkomna en kalla eftir uppbyggingu á svæðinu.
11.08.2020 - 09:16
Heppnir geta fundið yfirgefna list á víðavangi
Myndlistarmaðurinn Guðmundur Óli Pálmason, eða Kuggur, tekur drungalegar ljósmyndir af íslenskri náttúru, og skilur þær eftir á víðavangi fyrir heppna vegfarendur. Sjálfur segist hann vera með hálfgert „eyðibýlablæti“.
15.07.2020 - 13:30
Nýir vegir á Vestfjörðum geta haft áhrif á verndarsvæði
Miklar samgöngubætur fyrir víðfeðmt svæði felast í lagningu nýrra vega um Dynjandisheiði og frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Umhverfisáhrif veglagningarinnar geta þó verið veruleg.
Fullsödd af sóðaskap næturgesta í Hrunalaug
Partýstand og óþrifnaður hefur verið við Hrunalaug við Flúðir í vor. Landeigendur eru þar á vöktum um nætur til að vísa fólki burt. Þeir ætla að setja upp búnað svo að hægt verði að tæma laugina þegar þurfa þykir.
Spegillinn
Aukin gróðursæld eykur hættu á gróðureldum
Eftir því sem gróðursæld vex á Íslandi eykst hætta á gróðureldum. Plöntuvistfræðingur segir að það eigi eftir að taka landið sem brann í nótt langan tíma að jafna sig. Veðurstofan hefur lengi viljað auka vöktun á gróðureldum en það hefur strandað á fjármagni. 
Ó - Um þegnrétt tegundanna í íslenskri náttúru
„Það eru margar góðar ástæður til að velta fyrir sér hvaða hugmynd um náttúru við fáumst við og ræktum og berjumst fyrir jafnvel. Hér hefur það legið mikið í loftinu að þegar er rætt um náttúru þá kemur þetta íslenska forskeyti, íslenska,“ segir Haukur Már Helgason um nýjustu skáldsögu sína, Ó - um þegnrétt tegundanna í íslenskri náttúru sem er bók vikunnar á Rás 1.
27.02.2020 - 14:50
Uppbygging við Dettifoss heldur áfram
Þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi segir að uppbyggingin við Dettifoss undanfarin ár hafi skilað góðum árangri. Henni sé þó hvergi nærri lokið. Mikil ásókn er að Dettifossi.
05.09.2019 - 22:45
Kerfill vaxandi vandamál á Húsavík
Náttúrustofa Norðausturlands hefur tekið saman útbreiðslu kerfilstegunda í landi Húsavíkur, allt frá Bakka að Saltvík. Kerfill þekur í það minnsta tæplega 50.000 fermetra, sem er á við sjö fótboltavelli.
15.08.2019 - 12:20
Kynna mat á umhverfisáhrifum Einbúavirkjunar
Einbúavirkjun ehf. hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti. Um er að ræða rennslisvirkjun í landi Kálfborgarár og Einbúa í Bárðardal.
14.08.2019 - 14:27
Spá því að Snæfellsjökull hverfi um árið 2050
Talið er líklegt að Snæfellsjökull verði að mestu horfinn um miðja öldina, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Jökullinn hefur rýrnað mikið vegna hlýnandi loftslags síðustu áratugi og er flatarmál hans nú minna en 10 ferkílómetrar. Árið 1910 var flatarmálið um 22 ferkílómetrar.
26.04.2019 - 07:01
Ný og gömul sjónarhorn á landið
„Fólk er alltaf að taka myndir af sömu stöðunum og frá sama sjónarhorninu,“ segir Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari sem fór í sérstakt ferðalag síðasta sumar til að finna ný sjónarhorn og uppgötva gömul sem fallið hafa í gleymskunnar dá. Guðmundur sýnir nýju myndirnar, ásamt gamalli klassík úr eigin ranni, á sýningu í Safnaðarheimili Neskirkju.
Plast í maga 70 prósenta fýla
Plast fannst í um 70 prósentum fýla og í 40-55 prósentum kræklings, sem krufðir voru í rannsóknum sem Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum og Náttúrustofa Norðausturlands gerðu samkvæmt samningi við Umhverfisstofnun.
14.01.2019 - 11:23
Viðtal
„Það er fullkomið kæruleysi í gangi“
Kristín Svavarsdóttir, plöntuvistfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins, segir að stjórnvöld þurfi að setja stefnu í baráttunni við ágengar aðfluttar plöntutegundir og smádýr sem geti valdið usla í lífríkinu. Enn sé verið að flytja inn mold í garðrækt og með henni geti borist fræ og smádýr.
27.07.2018 - 09:02
Flatarmál jökla minnkaði um 500 km² á 18 árum
Langjökull gæti verið búinn að tapa 85 prósentum af rúmmáli sínu við lok þessarar aldar, gangi spár um loftslagsbreytingar eftir. Samkvæmt þeim gætu Hofsjökull og syðri hluti Vatnajökuls tapað 60 prósentum rúmmáls síns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem kynnt var í húsi Veðurstofu Íslands í dag. Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra var afhent fyrsta eintak skýrslunnar.
Viðtal
„Það er að renna upp nýr dagur“
Mikil breyting hefur orðið á hugarfari fólks gagnvart náttúrunni á undanförnum árum og það sem var talið rétt fyrir tuttugu árum þykir fólki almennt rangt í dag, segir Sigurður Gísli Pálmason, athafnamaður og umhverfisverndarsinni.
29.04.2018 - 13:00
Myndavélar til að hindra stuld á fálkaeggjum
Myndavélum hefur verið komið upp við nokkur fálkahreiður hér á landi þar sem grunur er um að undanfarin ár hafi eggjum verið stolið úr hreiðrum. Fuglavinur frá Austurríki hefur lánað nokkrar myndavélar til verkefnisins.
27.04.2018 - 08:58
Ekki náttúran sem virkjar sköpunarkraftinn
„Við vildum einfaldlega skilja hvað væri í gangi á Íslandi, með það í huga að mögulega nýta niðurstöðurnar og læra af Íslendingum,“ segir Barbara Kerr, sálfræðiprófessor við Háskólann í Kansas, sem fer fyrir rannsókn á sköpunargáfu Íslendinga.