Færslur: Íslensk náttúra

Fjörur og fossar lifna við á hljóðkorti á Íslandi
Ölduniður í Reynisfjöru og fossaföll frá Seljalandsfossi og Skógafossi eru nú aðgengileg í hljóðkorti af Íslandi. Nemendur við Víkurskóla í Grafarvogi auk erlendra gestanema vinna að upptökum á fleiri náttúruhljóðum.
10.05.2022 - 13:16
Landinn
Sér allt aðra hluti gerast í meðferð úti en inni
Hildur Bergsdóttir er félagsráðgjafi og hefur sérhæft sig í náttúrumeðferð. Í henni nýtir hún ólíkar hliðar náttúrunnar til að hjálpa hverjum og einum eftir þörfum.
Spegillinn
Yfirborðshiti sjávar í Skjálfanda fór í 17 gráður
Stjórnvöld þurfa að bregðast við þessum loftslagsbreytingum sem eru að hellast yfir okkur, segir Hörður Sigurbjarnarson, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Norðursiglingu, sem mælt hefur yfirborðshita í sjónum í Eyjafirði og Skjálfanda í meira en tvo áratugi. Yfirborðshitinn sem hann mælir nú er allt að 17 gráðum sem er fimm gráðum meira heldur en hæstu mælingar hingað til . 
Enn mikið hitaútstreymi í Surtsey 54 árum eftir gos
Jarðfræðingar á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands lögðu leið sína til Surtseyjar um miðjan júlí líkt og þeir hafa gert reglulega frá því að Surtseyjargosi lauk 1967. Megintilgangur ferðarinnar er að fylgjast með hitaútstreymi í Surtsey sem og að kanna rof á eynni. Þá voru nýjar borholur teknar í notkun árið 2017 en nú fer fram langtímarannsókn á þeim.
Aurskriða féll á skíðasvæðinu í Tindastól
Aurskriða féll á skíðasvæðinu í Tindastól í gærkvöldi og tók í sundur háspennulínu sem liggur upp í Einhyrning, sem er kennileiti á svæðinu.
30.06.2021 - 10:12
Lundastofninn í hættu vegna hlýnunar sjávar
Hlýnun sjávar virðist hafa valdið verulegri fækkun í íslenska lundastofninum á síðustu áratugum.
Myndskeið
Vegrún merkir ferðamannastaði og náttúruperlur
Upplýsingaskilti þurfa að geta staðið af sér vinda og fönn og falla vel að umhverfi sínu. Nýtt samræmt skiltakerfi fyrir ferðamannastaði og náttúruperlur hefur verið tekið í notkun.
Myndskeið
Þetta hefur gerst í Geldingadölum í dag
Á meðfylgjandi myndbandi má sjá upptöku úr vefmyndavél RÚV í Geldingadölum allt frá því að nýju gossprungurnar opnuðust undir hádegi í morgun.
Myndskeið
Sá gossprunguna opnast fyrir framan augun á sér
Flugmaðurinn Gísli Gíslason var í þyrluflugi með farþega yfir gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun þegar hann sá að ný sprunga hafði myndast norðaustan við gígana.
05.04.2021 - 16:33
Mikilvægt að fá nýjar gervihnattamyndir sem fyrst
Kvikugangurinn á Reykjanesskaga er enn að stækka en ekki er alveg ljóst með hvaða hætti. Einhver bið gæti orðið eftir nýjum gervihnattamyndum af svæðinu. Ákveðið áhyggjuefni, segir sérfræðingur. 
Viðtal
Dagur segir ábyrgðarhluta að rýma allt höfuðborgarsvæði
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins segir það ábyrgðarhluta að ætla sér að rýma allt höfuðborgarsvæðið. Áríðandi sé þó að áætlun um slíkt sé til.
Íbúi í Vogum viðbúinn þurfi að hverfa á brott í flýti
Jakob Jónsson, hafnsögumaður sem búsettur er í Vogum á Vatnsleysuströnd, kveðst nokkuð rólegur þrátt fyrir stöðuga jarðskjálfta og umfjallanir um mögulegt eldgos á Reykjanesskaga. Fjölskyldan hefur þó búið sig undir að bregðast við fari allt á versta veg.
Hreindýr hlaupa fyrir bíla á Norðfjarðarvegi
Óhöpp hafa hlotist af því að hreindýr hlaupa í veg fyrir bíla sem fara um Norðfjarðarveg við álverið í Reyðarfirði. Allstór hreindýrahjörð hefur haldið sig á þessum slóðum um nokkra hríð. Lögreglan á Austurlandi hvetur því ökumenn sem þarna eiga leið um til árverkni sérstakrar árverkni. 
Skálavörður af lífi og sál
Heiðrún Ólafsdóttir er farandskálavörður hjá Ferðafélagi Íslands. Það þýðir að hún vinnur á mismunandi svæðum og hefur í sumar farið á milli skálanna sem varða Laugaveginn, vinsælustu gönguleið Íslands. Samfélagið hittir Heiðrúnu þar sem hún var við störf í Langadal í Þórsmörk. Hún segist vera skálavörður af „lífi og sál“ - þetta sé einfaldlega draumastarfið, hún elski að taka til hendinni, ditta að hlutum og vera úti í náttúrunni.
25.08.2020 - 15:09
„Hér er bara linnulaust, bílar koma og fara“
Þrátt fyrir faraldurinn hafa yfir fimmtíu þúsund ferðamenn heimsótt Stuðlagil í Efri Jökuldal í sumar. Landeigendur segja alla velkomna en kalla eftir uppbyggingu á svæðinu.
11.08.2020 - 09:16
Heppnir geta fundið yfirgefna list á víðavangi
Myndlistarmaðurinn Guðmundur Óli Pálmason, eða Kuggur, tekur drungalegar ljósmyndir af íslenskri náttúru, og skilur þær eftir á víðavangi fyrir heppna vegfarendur. Sjálfur segist hann vera með hálfgert „eyðibýlablæti“.
15.07.2020 - 13:30
Nýir vegir á Vestfjörðum geta haft áhrif á verndarsvæði
Miklar samgöngubætur fyrir víðfeðmt svæði felast í lagningu nýrra vega um Dynjandisheiði og frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Umhverfisáhrif veglagningarinnar geta þó verið veruleg.
Fullsödd af sóðaskap næturgesta í Hrunalaug
Partýstand og óþrifnaður hefur verið við Hrunalaug við Flúðir í vor. Landeigendur eru þar á vöktum um nætur til að vísa fólki burt. Þeir ætla að setja upp búnað svo að hægt verði að tæma laugina þegar þurfa þykir.
Spegillinn
Aukin gróðursæld eykur hættu á gróðureldum
Eftir því sem gróðursæld vex á Íslandi eykst hætta á gróðureldum. Plöntuvistfræðingur segir að það eigi eftir að taka landið sem brann í nótt langan tíma að jafna sig. Veðurstofan hefur lengi viljað auka vöktun á gróðureldum en það hefur strandað á fjármagni. 
Ó - Um þegnrétt tegundanna í íslenskri náttúru
„Það eru margar góðar ástæður til að velta fyrir sér hvaða hugmynd um náttúru við fáumst við og ræktum og berjumst fyrir jafnvel. Hér hefur það legið mikið í loftinu að þegar er rætt um náttúru þá kemur þetta íslenska forskeyti, íslenska,“ segir Haukur Már Helgason um nýjustu skáldsögu sína, Ó - um þegnrétt tegundanna í íslenskri náttúru sem er bók vikunnar á Rás 1.
27.02.2020 - 14:50
Uppbygging við Dettifoss heldur áfram
Þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi segir að uppbyggingin við Dettifoss undanfarin ár hafi skilað góðum árangri. Henni sé þó hvergi nærri lokið. Mikil ásókn er að Dettifossi.
05.09.2019 - 22:45
Kerfill vaxandi vandamál á Húsavík
Náttúrustofa Norðausturlands hefur tekið saman útbreiðslu kerfilstegunda í landi Húsavíkur, allt frá Bakka að Saltvík. Kerfill þekur í það minnsta tæplega 50.000 fermetra, sem er á við sjö fótboltavelli.
15.08.2019 - 12:20
Kynna mat á umhverfisáhrifum Einbúavirkjunar
Einbúavirkjun ehf. hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti. Um er að ræða rennslisvirkjun í landi Kálfborgarár og Einbúa í Bárðardal.
14.08.2019 - 14:27
Spá því að Snæfellsjökull hverfi um árið 2050
Talið er líklegt að Snæfellsjökull verði að mestu horfinn um miðja öldina, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Jökullinn hefur rýrnað mikið vegna hlýnandi loftslags síðustu áratugi og er flatarmál hans nú minna en 10 ferkílómetrar. Árið 1910 var flatarmálið um 22 ferkílómetrar.
26.04.2019 - 07:01
Ný og gömul sjónarhorn á landið
„Fólk er alltaf að taka myndir af sömu stöðunum og frá sama sjónarhorninu,“ segir Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari sem fór í sérstakt ferðalag síðasta sumar til að finna ný sjónarhorn og uppgötva gömul sem fallið hafa í gleymskunnar dá. Guðmundur sýnir nýju myndirnar, ásamt gamalli klassík úr eigin ranni, á sýningu í Safnaðarheimili Neskirkju.