Færslur: Íslensk erfðagreining

Eitt nýtt kórónusmit í júní
Ekk­ert nýtt kór­ónu­veirusmit greind­ist hér á landi í gær. Eitt smit greind­ist hins vegar í fyrra­dag, sem ekki var með í töl­um sem birt­ar voru í gær.
Einkaþotan mætt að sækja blóðkornin
Einkaþotan sem fljúga á með hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum á rannsóknarstofu í Kanada, lenti á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan átta í kvöld.
Viðtal
Mikill minnihluti landsmanna með mótefni við COVID-19
Mælingar Íslenskrar erfðagreiningar á mótefni við COVID-19 hafa leitt í ljós að 0,9 prósent þjóðarinnar, fyrir utan þau sem voru með staðfest smit og í sóttkví, eru með mótefni við kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum. Helstu kórónuveirusérfræðingar landsins funduðu í dag í Íslenskri erfðagreiningu.
28.05.2020 - 19:54
Viðtal
Kári reiknar með að skima ef sóttvarnalæknir stjórnar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir koma til að greina að Íslensk erfðagreining taki þátt í skimun á ferðamönnum á Keflavíkurflugvelli vegna COVID-19. Forstjórinn fundaði með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra í morgun. Hann sagði í gær að fyrirtækið yrði ekki með. Hann telur eðlilegast að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með málinu, sem sé nú undir forsætisráðuneyti.
myndskeið
Segir Kára aðeins þurfa að breyta einni símastillingu
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það ekki rétt að viðtal við Kára Stefánsson í Kastljósi í gær afhjúpi að ríkisstjórnin hafi ekki verið með neina áætlun um opnun landsins 15. júní. Það eina sem þurfi að breytast sé að Kári þurfi að breyta einni stillingu í símanum sínum en fram kom í Kastljósi í gær að hann hafi lokað fyrir símtöl frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, svo hann gæti ekki hringt í hann til að ræða um skimun á Keflavíkurflugvelli.
Svandís ætlar ekki að tjá sig í bili vegna ummæla Kára
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar ekki að tjá sig í bili vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í gærkvöldi. Þar sagði hann að ekki hafi verið haft samband við ÍE vegna fyrirhugaðrar skimunar við kórónaveirunni á Keflavíkurflugvelli sem hefjast á 15. júní.
Myndskeið
Kári er búinn að loka fyrir símtöl frá Þórólfi
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið komi ekki að skimunum á Keflavíkurflugvelli ef verkefnið verður unnið undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Hann segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra hegða sér eins og tíu ára barn. 
Myndskeið
Aðferð klár til að finna kórónuveirumótefni í blóði
Veirufræðideild Landspítalans er komin með aðferð til að mæla kórónuveirumótefni í blóði. Heilsugæslan ætlar ekki að senda sýni þangað til greiningar fyrr en ljóst er hver borgar. Á næstunni kemur fjöldi sýna á deildina, bæði blóðsýni og stroksýni úr flugfarþegum eftir að landamærin opna 15. júní. 
Fjögur hundruð í skimun á Patreksfirði
Rúmlega 400 sýni hafa verið tekin á Patreksfirði og færri komust að en vildu. Heildarniðurstöður eru væntanlegar eftir helgi. Slakað verður á hertum aðgerðum vegna farsóttarinnar á norðanverðum Vestfjörðum á nokkrum stöðum á mánudaginn.
24.04.2020 - 16:16
„Íslendingar eru ekki bara Homo sapiens“
Íslendingar eru ekki bara menn, þeir bera líka erfðaefni Neandertalsmanna og Denisova. Þetta sýnir ný rannsókn. 
2000 Vestfirðingar prófaðir í vikunni
Skimun Íslenskrar erfðagreiningar hófst á norðanverðum Vestfjörðum í morgun. Óvíst er hvort hægt verði að aflétta samkomubanni í fjórðungnum á sama tíma og annars staðar á landinu.
Myndskeið
Verðum að halda fullri einbeitingu til 4. maí
Byrjað er að mæla mótefni gegn kórónuveirunni hérlendis. Fáir greindust með hana í gær. Þótt slökun á samkomubanni eftir 4. maí hafi verið kynnt í gær þarf að muna að halda fullri einbeitingu þangað til, segir yfirlögregluþjónn. 
Yfir 1200 skráðir í skimun á Vestfjörðum
Yfir tólf hundruð hafa skráð sig í skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir COVID-19 á Vestfjörðum. Óvíst er hvort hægt verður að slaka á aðgerðum fyrir vestan í byrjun maí líkt og annars staðar á landinu.
Tvö ný smit á Vestfjörðum og skimun hefst á morgun
Tvö ný smit hafa greinst með tengsl við Hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Íslensk erfðagreining hefur skimun fyrir COVID-19 á norðanverðum Vestfjörðum á morgun.
Rannsaka mótefni við kórónuveirunni að frumkvæði Kára
Bandaríska líftæknifyrirtækið Amgen, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, rannsakar nú hvort hægt sé að útbúa mótefni til þess að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi stungið upp á því við Amgen að hefja slíkar rannsóknir.
08.04.2020 - 13:18
14 smit greinst það sem af er eftir í skimun í Eyjum
Í dag barst niðurstaða vegna hluta skimunar Íslenskrar erfðagreiningar í Vestmannaeyjum. Í ljós kom að 14 sýni greindust jákvæð fyrir COVID-19. Af þeim var helmingur í sóttkví. Heildarfjöldi smitaðra er orðinn 83 í Eyjum.
Skimun fyrir kórónuveirunni á Akureyri
Læknastofur Akureyrar hefja sýnatökur vegna COVID-19 veirunnar eftir helgi. Sýnatökurnar eru fyrir alla, einkennalausa sem og einkennalitla og öllum að kostnaðarlausu.
03.04.2020 - 10:17
Viðtal
Kári á von á bóluefni fyrir lok þessa árs
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, býst við því að búið verði að finna bóluefni við kórónuveirunni í lok þessa árs. Hann segir að næstu tvær vikur verði gríðarlega mikilvægar í baráttunni við faraldurinn hér á landi. 
01.04.2020 - 20:19
Bévítans veiran læddist bakdyramegin inn í landið
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að rannsókn á uppruna kórónuveirunnar í almenningi hér heima sýni að þessi bévítans veira hafi læðst bakdyramegin inn í landið. Því veirugerðirnar komi frá öðrum löndum en mest vakt var á. Þá sýni rannsóknin tugi stökkbreytinga á veirunni.
Fjöldi staðfestra smita vel innan við 1% í skimuninni
22 kórónaveirusmit hafa verið staðfest í skimun Íslenskrar erfðagreiningar, deCode, í turninum í Kópavogi vegna faraldursins. Öll staðfest smit eru send til sóttvarnarlæknis sem rekur smitleiðir og sér um að fylgja þeim einstaklingum sem eru smitaðir eftir.
17.03.2020 - 11:53
Kári gagnrýnir Dani og Norðmenn fyrir óðagot
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gagnrýnir viðbrögð Dana og Norðmanna við kórónaveirunni og segir þau virðast einkennast af óðagoti. Hann hrósar sóttvarnalækni og landlækni fyrir hvernig tekið hafi verið á málinu hér. Niðurstöður úr sýnatökum í gær koma í kvöld en sóttvarnalæknir ákveður hvenær þær verða kynntar, segir Kári.
14.03.2020 - 13:00
Forsetahjónin í sýnatöku: Verum góð hvert við annað
Verum góð hvert við annað og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að samkomubannið gangi upp. Þetta sögðu forsetahjónin sem fóru í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag. Sextán þúsund manns hafa skráð sig í skimun eftir kórónaveiru.
Skimun fyrir COVID-19 hefst í fyrramálið
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skimun fyrir COVID-19 kórónaveirunni á vegum Íslenskrar erfðagreiningar, sóttvarnarlæknis og sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Skimunin hefst í fyrramálið og að sögn Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, upplýsingafulltrúa Íslenskrar erfðagreiningar, hefur aðsóknin verið mikil. Fyrsta vikan bókaðist upp á einum klukkutíma og bókunarkerfið hrundi. Það hefur verið lagfært og fleiri tímum í skimun hefur verið bætt við.
12.03.2020 - 21:42
Viðtal
Giskar á að veiran sé orðin töluvert útbreidd á Íslandi
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, veðjar á að veiran sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, sé orðin töluvert útbreidd á Íslandi. Íslensk erfðagreining stefnir að því að hefja skimun fyrir nýju kórónaveirunni meðal almennings í lok þessarar viku. Fyrirtækið vinnur verkefnið undir stjórn sóttvarnalæknis. Allt veltur á því hvort fyrirtækinu tekst að útvega veirupinna svo hægt sé að taka sýni.
Kári kjörinn í bandarísku vísindaakademíuna
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið kjörinn í bandarísku vísindaakademíuna. Um er að ræða einn mesta heiður sem vísindamanni getur hlotnast á ferli sínum segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
03.05.2019 - 15:31