Færslur: Íslensk erfðagreining

Myndskeið
Íhuga að skima tíu sýni í einu
Heilbrigðisyfirvöld og Landspítalinn eru að kanna möguleika á að auka afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, sögðu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi í dag. Meðal þess sem er verið að skoða er að greina tíu sýni í einu í stað þess að greina hvert fyrir sig. Slíkt hefur verið prófað í Þýskalandi og gefið góða raun en ekki er víst að slík greining sé jafn næm og sú sem hefur verið notuð hérlendis.
07.07.2020 - 15:04
Landspítali getur ekki tekið við sýnatöku á þriðjudag
Útilokað er að Landspítalinn geti tekið við á þriðjudag þegar Íslensk erfðagreining hættir að greina sýni í skimun fyrir kórónaveirunni á landamærum, að sögn forstöðumanns rannsóknarþjónustu Landspítalans. Mest gæti Landspítalinn greint nokkur hundruð sýni á sólarhring. Íslensk erfðagreining hefur greint hátt í 2000 sýni á sólarhring.
07.07.2020 - 12:22
Morgunútvarpið
Sér ekki tilgang í að hitta forsætisráðherra í dag
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þekktist ekki boð forsætisráðherra um að ræða við hana í stjórnarráðinu í dag. Hann var gestur í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.
Myndskeið
Ákvörðun Kára kallar á nýja nálgun
„Ég hef fullan skilning á því að Íslensk erfðagreining geti ekki sinnt þessu til eilífðarnóns,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við fréttastofu. Hún segir ákvörðun Kára kalla á nýja nálgun en þó sé mikilvægt að stjórnvöld hafi áfram kost á að leita til fyrirtækisins um framhaldið.
06.07.2020 - 18:51
Kári: Við erum hætt skimun í eitt skipti fyrir öll
Íslensk erfðagreining hættir að greina sýni úr landamæraskimun eftir viku. Kári Stefánsson forstjóri segir Landspítalanum ekki vorkunn að setja upp rannsóknastofu á sjö dögum. Hann segir samskiptin við stjórnvöld hafa verið dálítið skringileg og litið á starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar sem boðflennur í verkefninu. 
Vonar að hægt sé að finna lausn með Kára
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist vona að lausn finnist á landamæraskimunum og að Íslensk erfðagreining og stjórnvöld geti áfram unnið sem best að heilbrigði þjóðarinnar.
06.07.2020 - 16:35
Þarf að hugsa skimun upp á nýtt, segir landlæknir
Alma Möller landlæknir segir að hugsa þurfi landamæraskimun upp á nýtt eftir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti í opnu bréfi til forsætisráðherra í dag að fyrirtækið myndi hætta skimun 13. júlí. Kári segir líka í bréfinu að Íslensk erfðagreining ætli að hætta samskiptum við landlækni og sóttvarnalækni frá og með deginum í dag.
Íslensk erfðagreining hættir að skima fyrir stjórnvöld
Íslensk erfðagreining ætlar að hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi. Þetta kemur fram í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann segir Íslenska erfðagreiningu ekki ætla að afgreiða fleiri sýni eftir 13. júli.
06.07.2020 - 14:04
Mótefnamæling í Vestmannaeyjum
Vestmannaeyingarnir 105 sem greindust með kórónuveiruna eru boðaðir í endurtekna mótefnamælingu í dag. Davíð Egilsson læknir sem annast mælinguna fyrir Íslenska erfðagreiningu segist í samtali við fréttastofu bjartsýnn á að flestir skili sér.
04.07.2020 - 12:24
Kári staðfestir bandarískan uppruna smitsins
Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar á stökkbreytingu veirunnar í þeim þremur einstaklingum sem smituðust af knattspyrnukonunni sem nýkomin var til landsins frá Bandaríkjunum í síðustu viku staðfestir að smitið kom upphaflega þaðan.
29.06.2020 - 13:10
Uppruni hópsmitsins hugsanlega annar en talið var
Uppruni hugsanlegs hópsmits, sem hefur valdið því að hundruð manns eru nú í sóttkví, kann að vera allt annar en talið var. Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið kallað út til að komast að hinu sanna. Á meðan eru gestir úr fimm veislum sem haldnar voru síðustu helgi komnir í sóttkví. 
Stærsta hópsýking síðan faraldurinn hófst
Þrjú hundruð eru í sóttkví vegna smits sem rekja má til leikmanns Breiðabliks. Þetta er stærsta verkefni smitrakningarteymisins til þessa. Til greina kemur að skimaðir farþegar frá áhættulöndum, fari líka í sóttkví.
Myndskeið
Hvítu blóðkornin flogin til Kanada
Hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum voru flutt utan í gærkvöld. Þau verða notuð til þess að búa til mótefni fyrir kórónuveirunni. 
Eitt nýtt kórónusmit í júní
Ekk­ert nýtt kór­ónu­veirusmit greind­ist hér á landi í gær. Eitt smit greind­ist hins vegar í fyrra­dag, sem ekki var með í töl­um sem birt­ar voru í gær.
Einkaþotan mætt að sækja blóðkornin
Einkaþotan sem fljúga á með hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum á rannsóknarstofu í Kanada, lenti á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan átta í kvöld.
Viðtal
Mikill minnihluti landsmanna með mótefni við COVID-19
Mælingar Íslenskrar erfðagreiningar á mótefni við COVID-19 hafa leitt í ljós að 0,9 prósent þjóðarinnar, fyrir utan þau sem voru með staðfest smit og í sóttkví, eru með mótefni við kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum. Helstu kórónuveirusérfræðingar landsins funduðu í dag í Íslenskri erfðagreiningu.
28.05.2020 - 19:54
Viðtal
Kári reiknar með að skima ef sóttvarnalæknir stjórnar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir koma til að greina að Íslensk erfðagreining taki þátt í skimun á ferðamönnum á Keflavíkurflugvelli vegna COVID-19. Forstjórinn fundaði með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra í morgun. Hann sagði í gær að fyrirtækið yrði ekki með. Hann telur eðlilegast að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með málinu, sem sé nú undir forsætisráðuneyti.
myndskeið
Segir Kára aðeins þurfa að breyta einni símastillingu
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það ekki rétt að viðtal við Kára Stefánsson í Kastljósi í gær afhjúpi að ríkisstjórnin hafi ekki verið með neina áætlun um opnun landsins 15. júní. Það eina sem þurfi að breytast sé að Kári þurfi að breyta einni stillingu í símanum sínum en fram kom í Kastljósi í gær að hann hafi lokað fyrir símtöl frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, svo hann gæti ekki hringt í hann til að ræða um skimun á Keflavíkurflugvelli.
Svandís ætlar ekki að tjá sig í bili vegna ummæla Kára
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar ekki að tjá sig í bili vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í gærkvöldi. Þar sagði hann að ekki hafi verið haft samband við ÍE vegna fyrirhugaðrar skimunar við kórónaveirunni á Keflavíkurflugvelli sem hefjast á 15. júní.
Myndskeið
Kári er búinn að loka fyrir símtöl frá Þórólfi
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið komi ekki að skimunum á Keflavíkurflugvelli ef verkefnið verður unnið undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Hann segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra hegða sér eins og tíu ára barn. 
Myndskeið
Aðferð klár til að finna kórónuveirumótefni í blóði
Veirufræðideild Landspítalans er komin með aðferð til að mæla kórónuveirumótefni í blóði. Heilsugæslan ætlar ekki að senda sýni þangað til greiningar fyrr en ljóst er hver borgar. Á næstunni kemur fjöldi sýna á deildina, bæði blóðsýni og stroksýni úr flugfarþegum eftir að landamærin opna 15. júní. 
Fjögur hundruð í skimun á Patreksfirði
Rúmlega 400 sýni hafa verið tekin á Patreksfirði og færri komust að en vildu. Heildarniðurstöður eru væntanlegar eftir helgi. Slakað verður á hertum aðgerðum vegna farsóttarinnar á norðanverðum Vestfjörðum á nokkrum stöðum á mánudaginn.
24.04.2020 - 16:16
„Íslendingar eru ekki bara Homo sapiens“
Íslendingar eru ekki bara menn, þeir bera líka erfðaefni Neandertalsmanna og Denisova. Þetta sýnir ný rannsókn. 
2000 Vestfirðingar prófaðir í vikunni
Skimun Íslenskrar erfðagreiningar hófst á norðanverðum Vestfjörðum í morgun. Óvíst er hvort hægt verði að aflétta samkomubanni í fjórðungnum á sama tíma og annars staðar á landinu.
Myndskeið
Verðum að halda fullri einbeitingu til 4. maí
Byrjað er að mæla mótefni gegn kórónuveirunni hérlendis. Fáir greindust með hana í gær. Þótt slökun á samkomubanni eftir 4. maí hafi verið kynnt í gær þarf að muna að halda fullri einbeitingu þangað til, segir yfirlögregluþjónn.