Færslur: Íslensk erfðagreining

Myndskeið
Tæplega tíu prósent Skagamanna skimuð í dag
Tæplega tíu prósent Skagamanna voru skimuð fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag. Bæjarstjórinn segir að ótti hafi gripið um sig þegar hópsýking kom upp, en hann gleðst yfir samheldni bæjarbúa sem brugðust hratt og vel við beiðni um sýnatöku.
02.08.2020 - 19:42
Skima allt að sex hundruð á Akranesi í dag
Íslensk erfðagreining bætti í skimun vegna hópsýkingar á Akranesi og hleypir nú um hundrað fleiri í skimun í dag. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að skimun gangi vel og því var hægt að bæta við fleiri plássum.
02.08.2020 - 14:15
Fullt í skimun á Akranesi eftir góðar viðtökur
Fullt er í skimun Íslenskrar erfðagreiningar á Akranesi á morgun. Bæjarstjóri Akranesbæjar, Sævar Freyr Þráinsson, greinir frá þessu í Facebook færslu í kvöld. Hann þakkar Skagamönnum góð viðbrögð við boðun í skimun.
„Veikindin mín í vor voru COVID-19“
„Ég var að komast að því núna eftir mótefnamælingu hjá ÍE að veikindin mín í vor voru COVID,“ skrifar Alexandra Ýr van Erven í Twitter-færslu í dag.  
Myndskeið
Kári óttast að veiran sé komin aftur á flug
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur áhyggjur af því að kórónuveiran sé aftur komin á flug á Íslandi. Vísbendingar séu um að fleiri hafi sýkst á fótboltamótinu Rey Cup í Laugardal síðustu helgi.
Myndskeið
Íslensk erfðagreining skimar fyrir veirunni á ný
Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni á nýjan leik fyrir íslensk stjórnvöld. Ráðgert er að hefja skimun fyrir veirunni með skipulögðum hætti og af handahófi á ný.
28.07.2020 - 15:08
Landspítali tekur yfir sýnarannsóknir á mánudag
Sóttvarnarlæknir er bjartsýnn á að sýkla- og veirufræðideild Landspítalans geti á mánudag tekið við rannsóknum á þeim sýnum sem tekin eru úr ferðamönnum við komuna til landsins.
Katrín átti fund með Kára í Stjórnarráðinu
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu í dag. Katrín bauð Kára til fundarins sem stóð í um hálfa klukkustund.
08.07.2020 - 12:32
Viðtal
Áfram verði hægt að taka tvö þúsund sýni á dag
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist staðráðin í að tryggja að áfram verði hægt að skima tvö þúsund manns á sólarhring þótt Íslensk erfðagreining hætti þátttöku við landamæraskimun. 
07.07.2020 - 19:49
Þórólfur: Rannsóknargeta veikleiki í heilbrigðiskerfinu
Þóróflur Guðnason sóttvarnalæknir segir að í viðbúnaði fyrir kórónuveirufaraldurinn hafi rannsóknargetan verið brotalöm.
Myndskeið
Íhuga að skima tíu sýni í einu
Heilbrigðisyfirvöld og Landspítalinn eru að kanna möguleika á að auka afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, sögðu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi í dag. Meðal þess sem er verið að skoða er að greina tíu sýni í einu í stað þess að greina hvert fyrir sig. Slíkt hefur verið prófað í Þýskalandi og gefið góða raun en ekki er víst að slík greining sé jafn næm og sú sem hefur verið notuð hérlendis.
07.07.2020 - 15:04
Landspítali getur ekki tekið við sýnatöku á þriðjudag
Útilokað er að Landspítalinn geti tekið við á þriðjudag þegar Íslensk erfðagreining hættir að greina sýni í skimun fyrir kórónaveirunni á landamærum, að sögn forstöðumanns rannsóknarþjónustu Landspítalans. Mest gæti Landspítalinn greint nokkur hundruð sýni á sólarhring. Íslensk erfðagreining hefur greint hátt í 2000 sýni á sólarhring.
07.07.2020 - 12:22
Morgunútvarpið
Sér ekki tilgang í að hitta forsætisráðherra í dag
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þekktist ekki boð forsætisráðherra um að ræða við hana í stjórnarráðinu í dag. Hann var gestur í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.
Myndskeið
Ákvörðun Kára kallar á nýja nálgun
„Ég hef fullan skilning á því að Íslensk erfðagreining geti ekki sinnt þessu til eilífðarnóns,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við fréttastofu. Hún segir ákvörðun Kára kalla á nýja nálgun en þó sé mikilvægt að stjórnvöld hafi áfram kost á að leita til fyrirtækisins um framhaldið.
06.07.2020 - 18:51
Kári: Við erum hætt skimun í eitt skipti fyrir öll
Íslensk erfðagreining hættir að greina sýni úr landamæraskimun eftir viku. Kári Stefánsson forstjóri segir Landspítalanum ekki vorkunn að setja upp rannsóknastofu á sjö dögum. Hann segir samskiptin við stjórnvöld hafa verið dálítið skringileg og litið á starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar sem boðflennur í verkefninu. 
Vonar að hægt sé að finna lausn með Kára
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist vona að lausn finnist á landamæraskimunum og að Íslensk erfðagreining og stjórnvöld geti áfram unnið sem best að heilbrigði þjóðarinnar.
06.07.2020 - 16:35
Þarf að hugsa skimun upp á nýtt, segir landlæknir
Alma Möller landlæknir segir að hugsa þurfi landamæraskimun upp á nýtt eftir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti í opnu bréfi til forsætisráðherra í dag að fyrirtækið myndi hætta skimun 13. júlí. Kári segir líka í bréfinu að Íslensk erfðagreining ætli að hætta samskiptum við landlækni og sóttvarnalækni frá og með deginum í dag.
Íslensk erfðagreining hættir að skima fyrir stjórnvöld
Íslensk erfðagreining ætlar að hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi. Þetta kemur fram í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann segir Íslenska erfðagreiningu ekki ætla að afgreiða fleiri sýni eftir 13. júli.
06.07.2020 - 14:04
Mótefnamæling í Vestmannaeyjum
Vestmannaeyingarnir 105 sem greindust með kórónuveiruna eru boðaðir í endurtekna mótefnamælingu í dag. Davíð Egilsson læknir sem annast mælinguna fyrir Íslenska erfðagreiningu segist í samtali við fréttastofu bjartsýnn á að flestir skili sér.
04.07.2020 - 12:24
Kári staðfestir bandarískan uppruna smitsins
Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar á stökkbreytingu veirunnar í þeim þremur einstaklingum sem smituðust af knattspyrnukonunni sem nýkomin var til landsins frá Bandaríkjunum í síðustu viku staðfestir að smitið kom upphaflega þaðan.
29.06.2020 - 13:10
Uppruni hópsmitsins hugsanlega annar en talið var
Uppruni hugsanlegs hópsmits, sem hefur valdið því að hundruð manns eru nú í sóttkví, kann að vera allt annar en talið var. Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið kallað út til að komast að hinu sanna. Á meðan eru gestir úr fimm veislum sem haldnar voru síðustu helgi komnir í sóttkví. 
Stærsta hópsýking síðan faraldurinn hófst
Þrjú hundruð eru í sóttkví vegna smits sem rekja má til leikmanns Breiðabliks. Þetta er stærsta verkefni smitrakningarteymisins til þessa. Til greina kemur að skimaðir farþegar frá áhættulöndum, fari líka í sóttkví.
Myndskeið
Hvítu blóðkornin flogin til Kanada
Hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum voru flutt utan í gærkvöld. Þau verða notuð til þess að búa til mótefni fyrir kórónuveirunni. 
Eitt nýtt kórónusmit í júní
Ekk­ert nýtt kór­ónu­veirusmit greind­ist hér á landi í gær. Eitt smit greind­ist hins vegar í fyrra­dag, sem ekki var með í töl­um sem birt­ar voru í gær.
Einkaþotan mætt að sækja blóðkornin
Einkaþotan sem fljúga á með hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum á rannsóknarstofu í Kanada, lenti á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan átta í kvöld.