Færslur: Íslensk erfðagreining

Persónuvernd svarar Kára um lögmæti skimana
Persónuvernd leiðrétti í dag fullyrðingu Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar Erfðagreiningar, um að þau hefðu haldið því fram að fyrirtækið hefði gerst brotlegt við lög í skimunum á fólki á síðasta ári. Persónuvernd hafði fengið misvísandi upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Landspítala og ÍE og taldi að sú vinnsla hefði ekki samræmst kröfum persónuverndar.
Ætla að kanna ónæmi þjóðarinnar með slembiúrtaki
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ólíklegt að veiran hafi ferðast víða um samfélagið án þess að greinast. Tekið verður slembiúrtak úr samfélaginu um miðjan næsta mánuð til að kanna ónæmi þjóðarinnar.
30.12.2021 - 15:40
ÍE tekur við greiningu innanlandssýna að beiðni Þórólfs
Frá og með deginum í dag léttir Íslensk erfðagreining undir með veirufræðideild Landspítalans og greinir öll innanlandssýni. Kári Stefánsson segir að það sé út í hött að Landspítalinn geti ekki höndlað stöðuna betur.
70% smita í gær af omíkron-afbrigðinu
Meirihluti eða um 70% þeirra sem greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær greindist með ómikron-afbrigðið. Þetta staðfestir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, við fréttastofu.
Kári spáir omíkron-bylgju í janúar
Margir munu verja jólunum í í einangrun vegna kórónuveirusmita, en yfir eitt þúsund hafa greinst með veiruna innanlands undanfarna viku. Á níunda tug hafa greinst með omíkrón afbrigðið hér á landi, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar spáir að bylga muni skella á í janúar.
Spegillinn
Hótar að hætta greiningu vegna úrskurðar Persónuverndar
Íslensk erfðagreining telur Persónuvernd hafa farið út fyrir valdsvið sitt og vill fá ákvörðun hennar um að fyrirtækið hafi brotið lög hnekkt fyrir dómstólum. Geta heilbrigðiskerfisins til þess að takast á við COVID-faraldurinn virðist nú hanga að einhverju leyti á því hvernig dómsmálið fer. Í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag kemur fram að þangað til úrskurðinum verði hnekkt telji fyrirtækið ekki endilega skynsamlegt að halda áfram að raðgreina veiruna fyrir sóttvarnayfirvöld.
Kæra úrskurðinn og íhuga að hætta raðgreiningu
Íslensk erfðagreining ætlar að kæra ákvörðun Persónuverndar um að vinnsla persónuupplýsinga í aðdraganda viðbótar við vísindarannsókn á Covid-19 hafi ekki samrýmst persónuverndarlögum.
Líklegt að omíkron hafi dreift sér víða
Líklegt er að omíkron afbrigði kórónuveirunnar hafi dreift sér víða hér á landi, að mati sóttvarnalæknis. Áhrif þess eru óskrifað blað, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki hafa greinst fleiri smit af þessu afbrigði kórónuveirunnar hér á landi, eftir að það greindist fyrst í gær.
Kári Stefánsson segir bólusetningu réttlætanlega skyldu
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist ekki myndu gráta það ef bólusetningar yrði krafist af fólki. Hann segir bólusetningu vera réttlætanlega skyldu.
Vona að greining á erfðamengi Dana bæti meðferð
Íslensk erfðagreining vinnur nú með hópi danskra vísindamanna að því að greina hátt í 500 þúsund erfðasýni úr dönsku þjóðinni. Prófessor við ríkisspítalann í Kaupmannahöfn vonast til þess að rannsóknin auðveldi vísindamönnum að laga meðferð við ýmsum alvarlegum sjúkdómum betur að þörfum einstaklinga. 
15.10.2021 - 12:14
Áhrif erfðaefnis móður meiri en talið var
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa kortlagt 243 erfðabreytileika sem tengjast fæðingarþyngd, annars vegar í erfðamengi fósturs og hins vegar móður.
Óhjákvæmileg fjölgun smita fylgir fjölgun ferðamanna
Íslensk erfðagreining vinnur að raðgreiningu fimm smita sem greindust í gær. Kári Stefánsson, forstjóri, segir fjöldann sem kemur núna yfir landamærin slíkan að búast megi við talsverðum fjölda smitaðra dag hvern.
Ekki óskað formlega eftir hjálp ÍE með greiningar
Sóttvarnalæknir hefur ekki óskað formlega eftir því við Íslenska erfðagreiningu að hún létti undir við greiningu sýna. 
Viðtal
Þórólfur biður Kára um aðstoð við greiningar á sýnum
Sóttvarnalæknir biðlar Íslenska erfðagreiningu um aðstoð við að skima fyrir veirunni. Honum hugnast hvorki að hætta að skima þá sem koma með vottorð um bólusetningu né að taka upp hraðgreiningarpróf. Fleiri ferðamenn streyma nú til landsins en reiknað var með og greiningargeta Landspítalans er að ná þolmörkum.
Geta og þekking verður að vera til í glímu við faraldra
Íslensk erfðagreining byrjaði í gær að boða fólk í handahófsskimanir vegna hópsýkinganna sem nú hafa komið upp.
Viðtal
Heilaþoka og mæði áberandi löngu eftir veikindin
Hátt í 60% þeirra sem veiktust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju þurftu að minnka við sig vinnu í kjölfarið. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að þeir sem mælist ekki með mótefni hafi ekki fengið veiruna. 
19.04.2021 - 19:25
Beint streymi
Rýnt í COVID-rannsóknir og nýtt spálíkan kynnt
Hvað höfum við lært um COVID-19 er yfirskrift fræðslufundar Íslenskrar erfðagreiningar sem verður í beinu streymi klukkan tvö í dag. Á fundinum verða kynntar niðurstöður nýrrar rannsóknar á langtímaáhrifum sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur.
Már kemur að Pfizer-viðræðum sem vísindamaður
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, verður ásamt Þórólfi Guðnason sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á fundinum með fulltrúum bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer í dag. Þetta staðfestir aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans í samtali við Fréttastofu RÚV. Már kemur að viðræðunum sem vísindamaður á sviði smitsjúkdóma.
Myndskeið
Kári Stefánsson: Aldarfjórðungs æfing fyrir COVID-19
Íslensk erfðagreining hlaut í dag UT-verðlaunin fyrir árið 2021 fyrir framlag sitt til baráttunnar við kórónuveiruna. Verðlaunin voru veitt á UT-messunni sem nú stendur yfir, en hátíðin er stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að líta megi svo á að það sem fyrirtækið hefur unnið að undanfarin 25 ár, hafi verið æfing til þess að takast á við COVID-19.
48 nýir breytileikar í erfðamengi mannsins
Rannsókn sem gerð var á Íslandi, Danmörku og Bretlandi leiðir í ljós að 62 erfðabreytileikar hafa áhrif á járnefnaskipti í líkamanum. Í fréttatilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu kemur fram að rannsóknin hafi tekið til um 250 þúsund manns og sé sú langstærsta á sínu sviði.
Heimskviður
Mun fleiri smitaðir en staðfestar tölur segja
Í síðustu viku fór tala staðfestra kórónuveirusmita í heiminum yfir hundrað milljónir. Ragnar Bjartur Guðmundsson, markaðssérfræðingur, sem heldur úti ítarlegum gagnagrunni um heimsfaraldurinn, telur að raunveruleg tala smita sé á fimmta hundrað milljóna. Bogi Ágústsson ræddi við hann í Heimskviðum um farsóttina, mismunandi leiðir þjóða til að verjast veirunni, sænsku aðferðina svonefndu og fleira um COVID-19.
Viðtal
Kári:Getum haldið útbreiðslu breska afbrigðis í skefjum
Aðferðir hérlendis til að halda smitum í lágmarki hafa dugað á meðan smit hafa blossað upp annars staðar, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir að þótt breska afbrigði veirunnar reynist smitnæmara en önnur þá sé hægt að halda því í skefjum. 
Myndskeið
Veirutækið líklega tekið í notkun í næstu viku
Vonir standa til að hægt verði að greina sýni fyrir kórónuveirunni í nýju veirugreiningartæki í næstu viku á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það ekki hafa gerst með leifturhraða að koma tækinu í notkun. 
Myndskeið
Börn í 5. - 7. bekk mega vera grímulaus
Grímuskylda grunnskólabarna í 5. til 7. bekk verður afnumin frá og með miðvikudegi og tveggja metra reglan líka. Tveir nýir kórónuveirustofnar sem valdið hafa hópsýkingum tengjast Póllandi og Bretlandi.
Viðtal
„Er ekki tími til að þau gangi bara hreint til verks“
Upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar furðar sig á því að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hvað harðast ganga fram í gagnrýni á sóttvarnaaðgerðir, komi ekki fram með aðrar lausnir.