Færslur: Íslandsstofa

Myndskeið
Markaðssetja eldgosið fyrir erlenda ferðamenn
Eldgosið á Reykjanesskaga gæti orðið einn flottasti áfangastaðurinn á Íslandi, segir fagstjóri hjá Íslandsstofu. Markaðssetning eldgossins fyrir erlenda ferðamenn er hafin og hefur bandarískur kvikmyndagerðarmaður og ljósmyndari meðal annars verið fenginn til þess að kynna gosið á Instagram-síðu sinni.
Myndskeið
Annar hluti Íslandskynningar að fara í loftið
Annar hluti auglýsingaherferðar, sem miðar að því að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn, fer í loftið eftir rúma viku í Bandaríkjunum og Evrópu. Fagstjóri hjá Íslandsstofu segir að eftir jákvæðar fréttir af bóluefni hafi stöðugt fleiri slegið inn leitarorðið Ísland á netinu, en samkeppnin við aðra áfangastaði sé þó hörð.
Íslandskynning á COVID-tímum eins og kosningabarátta
„Verkefnið er í góðum farvegi, en ljóst er að tímasetningar aðgerða munu áfram taka mið af ferðatakmörkunum hér heima og erlendis. Miðað er við að stærstum hluta verkefnafjárins verði varið þegar ferðatakmörkunum tekur að létta og ferðaáhugi að glæðast,“ segir Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, um markaðsátakið Looks Like You Need Iceland sem miðar að því að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað. Sveinn Birkir segir að átakið hafi þegar skilað árangri.
Myndskeið
Bandaríkjamenn og Rússar eru duglegastir að öskra
Stattu með gleiða fætur, beygðu hnén örlítið og slakaðu á í öxlunum. Þér gæti þótt betra að setja hendur á mjaðmir. Fylgdu innsæinu. Ímyndaðu þér grátandi ungbarn. Svona eru leiðbeiningarnar til þeirra sem hyggjast leggja sitt af mörkum í öskurherferð sem ætlað er að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað. Nú hafa um 30.000 manns víða um heim tekið þessari áskorun og þrjár milljónir séð kynningarmyndband hennar.
21.07.2020 - 21:35
Íslandsstofa vísar á bug ásökun um hugverkastuld
„Þó það kunni að vera um einhver líkindi að ræða milli listaverks Marcus Lyall og herferðar Íslandsstofu, þá fáum við ekki séð hvernig tímasetningar þessa erindis ganga upp,“ segir í tilkynningu sem Íslandsstofa sendi frá sér í dag með viðbrögðum við umfjöllun Vísis.is um meintan hugverkastuld.
Deildar meiningar um ágæti öskurherferðar
Íslandsstofa kynnti í gær kynningarherðferðina „Let it out“ sem er hluti af markaðsverkefninu Ísland – saman í sókn. Herferðin gengur í stuttu máli út á að gera útlendingum kleift að taka upp eigin öskur sem síðan eru spiluð á sjö stöðum á Íslandi næstu tvær vikurnar.
16.07.2020 - 16:11
Öskur útlendinga munu óma á sjö stöðum á Íslandi
Inspired by Iceland hefur ýtt úr vör herferð sem felur í sér að bjóða útlendingum að taka upp sín eigin öskur sem spilast svo í hátölurum á sjö stöðum á Íslandi. Öskrin getur fólk tekið upp á vefsíðu sem komið var í loftið af þessu tilefni. Markaðsherferðin ber heitið „Let it out“ eða „Losaðu þig við það“ og skírskotar til kenninga sálfræðinga um streitulosandi áhrif þess að öskra.
15.07.2020 - 10:44
Hafa borist fjölmargar fyrirspurnir frá framleiðendum
Íslandsstofa hefur undanfarnar vikur fengið á þriðja tug fyrirspurna frá erlendum kvikmyndaframleiðendum vegna mögulegrar framleiðslu hér á landi.
13.05.2020 - 12:17
Verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak
Ríkið ætlar að verja 1.500 milljónum króna í markaðsátakið „Ísland - saman í sókn.“ Verkefnið er hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19. Ísland verður kynnt sem áfangastaður á völdum erlendum mörkuðum í því skyni að styrkja ímynd landsins, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi.  Stærsti hluti upphæðarinnar fer í birtingar á erlendum mörkuðum.
Myndband
Mikilvægt að vera ekki bara þekkt sem kona einhvers
„Ég er ekki endilega eins og taska sem hann getur bara dregið með sér þegar hann er að fara eitthvert til að sýna,“ segir Eliza Jean Reid forsetafrú. Hún vill leggja sitt af mörkum til að endurskoða viðhorf til maka þjóðarleiðtoga. Oftar en ekki séu það konur og litið á þær sem fylgihluti eiginmannanna. Því þurfi að breyta. Það sé mikilvægt að vera ekki bara þekkt sem kona einhvers.
Viðtal
Samherjamálið hefur ekki skaðað viðskiptastarfsemi
Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að auka traust á íslensku atvinnulífi í kjölfar Samherjamálsins. Pétur Þ. Óskarsson, forstjóri Íslandsstofu, segir að erfitt sé að meta hvaða áhrif málið hafi á orðspor íslensku þjóðarinnar að svo stöddu. Engin merki séu uppi um að Samherjamálið hafi haft áhrif á viðskiptastarfsemi eða viðskiptasambönd hér á landi við erlenda aðila á þessum tímapunkti.
22.11.2019 - 09:24
BEINT
Kynna nýja útflutningsstefnu
Stefnumótun stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning verður kynnt á fundi Íslandsstofu klukkan 15 í dag. Kynningarfundurinn er haldinn á Hilton Reykjavík Nordica.
23.10.2019 - 14:35
Stýrir samstarfi um loftslagsmál
Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir.
13.08.2019 - 16:08
Fréttaskýring
Íslenskur kosher-ostur bíður blessunar
Mjólkursamsalan stefnir að því að fá kosher-vottun á smjör, skyr og ost. Neytendur munu að sögn Egils Thoroddsen, gæðastjóra MS á Akureyri, ekki finna neinn mun á vörunum eftir vottun en hún eykur útflutningstækifæri samsölunnar. Ekki liggur fyrir hvenær vottunin verður komin í hús. Fyrst þarf að klára rannsóknar- og pappírsvinnu og blessa tækjabúnað.
25.06.2018 - 17:06
Ferðamenn strengja heit á Keflavíkurflugvelli
Ferðamenn geta nú strengt þess heit, strax við komuna til landsins, að ferðast um Ísland með ábyrgum hætti. Sérstakur hnappur til þess arna var virkjaður á Keflavíkurflugvelli í dag. 
25.06.2018 - 13:55