Færslur: Íslandssaga

Þriðja elsta ljósmynd Íslandssögunnar fundin
Þriðja elsta ljósmynd sem tekin var á Íslandi fannst í myndasafni dönsku konungsfjölskyldunnar þegar þar var sett á vefinn á síðasta ári. Þar var hún eignuð Sigfúsi Eymundssyni á sjöunda áratug 19. aldar en frekari athugun leiddi í ljós að hún var tekin í leiðangri Napóleons prins hins franska til Íslands árið 1856.
25.01.2022 - 20:35
Þegar annar sjúkdómur olli usla á Íslandi
Hundrað ár eru liðin á morgun frá því lögregla gerði áhlaup á heimili Ólafs Friðrikssonar, ritstjóra og verkalýðsforingja, og lentu í átökum við stuðningsmenn Ólafs í því sem síðan hefur verið nefnt annars vegar hvíta stríðið og hins vegar drengsmálið.
Mikilvægt að mála lífsbaráttuna ekki rósrauða
Hvað gerir hús að húsaskjóli og hvað þarf til lífsbjargar? Þetta eru undirliggjandi spurningar í riti heitir Híbýli fátæktar: Húsnæði og veraldleg gæði fátæks fólks á 19. og fram á 20. öld, eftir þau Finn Jónasson, Sólveigu Ólafsdóttur og Sigurð Gylfa Magnússon. Höfundarnir vilja slá á það sem þeim þykir vera eins konar „fátæktarglýja“ þegar Íslendingar hugsa um líf alþýðufólks í fortíðinni.
26.05.2019 - 10:00
Vill að Danakóngur geti siglt til Reykjavíkur
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins í Reykjavík, lét bóka skoðun sína um að tillaga meirihlutans í borgarstjórn um eflingu Miðbakkans sem almannarýmis sé ágætt. Hún vill að skip með konunglega farþega geti lagt að Miðbakkanum.
07.03.2019 - 17:18
Bréfin sem komust yfir hafið 
17. öldin var höll undir allskonar formlegheit og kristileg ávörp þegar kom að bréfaskrifum. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir veltir fyrir sér bréfaskriftum sem tengjast Tyrkjaráninu í pistli í Víðsjá á Rás 1. Tónn bréfanna sveiflast oft milli örvæntingar og reiði og veita innsýn í neyð bréfritara.
Nytsamleg en þreytt goðsögn
„Þetta er náttúrulega skemmtileg saga. Við erum hrifin af og höldum með Öskubusku,“ segir sagnfræðingurinn Axel Kristinsson um það sem hann kallar goðsögnina um aldalanga hnignun Íslands á tímabilinu 1400 til 1800. Axel sendi nýlega frá sér bókina Hingnun, hvaða hnignun?
05.11.2018 - 12:52
Lærdómur sögunnar lyftir undir framtíð
Skiptidagar - Nesti handa nýrri kynslóð heitir ný bók sem Guðrún Nordal, forstöðukona Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, hefur sent frá sér. Í bókinni eru dregnar upp hugleiðingar um tengsl sögu og samtíma og leitað fanga langt aftur í aldir til að bregða birtu á áskoranir sem Íslendingar standa frammi fyrir í dag. Viðtal við Guðrúnu úr Víðsjá má heyra hér að ofan.