Færslur: Íslandspóstur

Telja Íslandspóst hafi brotið lög með nýrri gjaldskrá
Umboðsmanni Alþingis hefur borist erindi um pakkagjaldskrá Íslandspósts frá Félagi íslenskra atvinnurekenda. Þau telja að gjaldskrá Íslandspósts hafi verið ólögmæt þar sem hún hafi verið gróflega undirverðlögð. Félagið krefst því rannsóknar á stjórnsýslu eftirlitsstofnana vegna gjaldskrárinnar.
Flokkar fimm þúsund pakka á klukkustund
Pakkasendingum innanlands fjölgaði um nærri helming á síðasta ári og hefur Íslandspóstur brugðist við með því taka í notkun nýja flokkunarvél til að ráða við aukið álag.
24.11.2021 - 22:10
Pósturinn mögulega að hætta hefðbundnum bréfburði
Forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið muni hugsanlega hætta að bera bréf í hvert hús og hverja lúgu, til að mæta hagræðingarkröfum. Til þess þurfi þó að breyta lögum um starfsemi þess. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar er haft eftir Þórhildi Ólöfu Helgadóttur forstjóra að hagræðingaraðgerðir fyrirtækisins séu komnar að þolmörkum og ekki verði hagrætt meira í rekstrinum nema þjónustuskyldu þess verði breytt.
06.03.2021 - 06:20
Ríkið þarf að ákveða hvernig haga á póstmálum
Birgir Jónsson, sem sagði í morgun starfi sínu sem forstjóri Póstsins lausu segir að þó svo að hann gangi sáttur frá borði finnist honum að ríkið þurfi að taka ákvörðun um hvernig haga á fyrirkomulagi póstmála í landinu. Hann og hans fólk hafi reynt að reka Póstinn eins og fyrirtæki, en það sé ekki viðhorf sem allir séu sáttir við hjá ríkinu.
02.11.2020 - 15:51
Lagt til að flytja stjórnsýslu póstmála á Sauðárkrók
Drög að frumvarpi um tilfærslu póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun til Byggðastofnunar voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Með því á að leitast við að tryggja jafnan rétt landsmanna til alþjónustu póstsins.
Myndskeið
Sjö tonn af varningi frá AliExpress bíða tollmeðferðar
Póstinum barst í síðustu viku sending frá Kína sem innihélt um það bil sjö tonn af varningi sem Íslendingar hafa pantað á Aliexpress síðustu mánuði. Von er á nokkrum tonnum til viðbótar í vikunni.
13.07.2020 - 19:25
Starfsmönnum hjá Íslandspósti var fækkað um hundrað
Tap Íslandspósts á síðasta ári var 510 milljónir króna. Það er umtalsvert hærra en árið á undan þegar það var 292 milljónir króna. Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir þetta skýrast að stórum hluta með því að kostnaður við endurskipulagningu fyrirtækisins var bókfærður á síðasta ár. 
05.03.2020 - 16:40
Íslandspóstur getur ekki lengur sent til Kína
Ekki er hægt að senda póst og böggla til Kína með Íslandspósti, en en ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta fyrirtækið eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-kórónaveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.
03.02.2020 - 11:22
Wuhan-veiran hefur áhrif á póstsendingar
Búast má við að tafir verið á öllum sendingum til og frá Kína á næstum vikum vegna þess að mörg flugfélög hafa ákveðið að aflýsa ferðum til Kína vegna Wuhan-veirunnar.
31.01.2020 - 13:29
Pósturinn hættir með fjölpóst og segir upp fleiri en 30
Pósturinn hefur sagt upp rúmlega 30 starfsmönnum í flokkun og dreifingu á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Samhliða því tilkynnir fyrirtækið að það muni hætta dreifingu á ónafnmerktum fjölpósti á þessu svæði frá og með 1. maí. Sparnaðurinn vegna þessa nemur um 200 milljónum króna á ári samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.
29.01.2020 - 09:09
Fóru gegn sátt við Samkeppniseftirlitið
Íslandspóstur aflaði ekki samþykkis Samkeppniseftirlitsins fyrir því að færa rekstur ePósts, dótturfélags fyrirtækisins, inn í Íslandspóst, áður en sameining félaganna kom til framkvæmda. Það braut gegn sátt Íslandspósts og Samkeppniseftirlitsins frá 2017, segir í niðurstöðum eftirlitsnefndar um sáttina. Nefndin gerir annars ekki athugasemdir við sameininguna og sér ekki ástæðu til aðgerða að svo stöddu. 
Íslandspóstur auglýsir Samskipti til sölu
Íslandspóstur auglýsti allt hlutafé í dótturfélagi sínu Samskiptum til sölu í dag. Salan er hluti af endurskipulagningu félagsins. Stefnt er að því að ferlið taki sem skemmstan tíma. Salan á tveimur öðrum dótturfyrirtækjum er í bígerð.
12.09.2019 - 09:55
Segja rangfærslur í skýrslu Ríkisendurskoðunar
Póst- og fjarskiptastofnun segir kostnaðarútreikning Ríkisendurskoðunar í skýrslu um starfsemi Íslandspósts skakkan. Ef rétt reynist þarf fara betur í saumana á því hvað misfórst í rekstri Póstsins, segir fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem fundaði um málið í dag. 
02.09.2019 - 22:45
ESA skoðar lögmæti sendingargjalda Póstsins
Neytendasamtökin hafa óskað eftir því að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, skoði lögmæti svokallaðra endastöðvagjalda sem lögð voru á sendingar Íslandspósts frá útlöndum í júní. Þau hvetja viðskiptavini póstsins til að geyma kvittanir fyrir þessum gjöldum. 
02.09.2019 - 13:20
Íslandspóstur selur tvö dótturfyrirtæki
Íslandspóstur er að undirbúa söluferli á Samskiptum en salan er hluti af endurskipulagningu félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Íslandspóstur mun fá óháða matsaðila til að verðmeta fyrirtækið en stefnt er að því að ferlið taki sem skemmstan tíma og mun auglýsing um söluferlið birtast á næstu vikum. Þá er ferli hafið við að selja tvö önnur dótturfyrirtæki.
01.07.2019 - 14:58
Engin ástæða til að einkavæða Póstinn
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir enga ástæðu til þess að selja Íslandspóst á þessum tímapunkti. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur lýst því yfir að hann vilji selja Íslandspóst til einkaaðila við fyrsta tækifæri. Katrín segist ekki sjá þann valkost fyrir sér.
27.06.2019 - 16:03
BSRB mótmælir einkavæðingarhugmyndum
BSRB, samtök opinberra starfsmanna, vilja alls ekki einkavæða Íslandspóst, eins og fjármálaráðherra vill gera. Samtökin telja engin haldbær rök vera fyrir einkavæðingu Póstsins og hvetja jafnframt til þess að hætt verði við öll áform um frekari einkavæðingu „samfélagslega mikilvægra innviða.“
27.06.2019 - 15:38
Telur ótímabært að ræða einkavæðingu Póstsins
Samgönguráðherra segir ekki tímabært að ræða sölu Íslandspósts. Fjármálaráðherra vill einkavæða Póstinn við fyrsta tækifæri.
27.06.2019 - 13:00
Bjarni vill selja Íslandspóst sem fyrst
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill selja Íslandspóst til einkaaðila við fyrsta tækifæri. Þetta segir hann í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Þar segist hann lengi hafa verið þeirrar skoðunar að ekkert sé því til fyrirstöðu að selja fyrirtækið um leið og búið sé að koma lagaumgjörð um starfsemi þess í betra horf og gera gera nauðsynlegar breytingar á rekstri þess.
27.06.2019 - 06:26
Íslandspóstur fær alþjónustuframlag
Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt umsókn Íslandspóst um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu vegna erlendra póstsendinga en vísaði frá umsókn vegna þriggja annarra atriða.
Rukka aukið sendingargjald frá og með 3. júní
Frá og með 3. júní bætist sendingargjald við sendingar sem koma með Póstinum frá útlöndum. Sendingargjaldið verður 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu og er því ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu.
17.05.2019 - 15:32
Pósturinn tapaði 293 milljónum
Íslandspóstur tapaði 293 milljónum króna á síðasta ári, miðað við 216 milljóna hagnað árið áður. Þetta má lesa í ársreikningi Póstsins sem birtur var í dag.
15.03.2019 - 18:50
Ingimundur hættir sem forstjóri Póstsins
Ingimundur Sigurpálsson hefur sagt starfi sínu lausu sem forstjóri Íslandspósts eftir rúmlega 14 ára starf. Þetta gerði hann á aðalfundi fyrirtækisins í dag.
15.03.2019 - 17:44
Bréfagjald Póstsins hækkar um 8-11%
Póst- og fjarskiptastofnun hefur fallist á beiðni Íslandspóst um að fá að hækka bréfpóstgjald félagsins um átta til ellefu prósent. Um er að ræða hækkun á gjöldum sem falla innan einkaréttar Póstsins.
27.02.2019 - 12:07
Óvíst hvað kemur í stað Póstsins og HH
Ekki hefur verið ákveðið hvað starfsemi verður í pósthúsinu við Pósthússtræti 5 og í gömlu lögreglustöðinni þar við hliðina, Pósthússtræti 3. Fasteignafélagið Reitir á bæði húsin en þau hafa hýst starfsemi Íslandspósts og Hins hússins (HH) undanfarin ár og áratugi.
22.12.2018 - 15:01