Færslur: Íslandsmótið í golfi 2022

Tvö vallarmet og mikil spenna fyrir lokahringinn
Aðeins einn hringur er eftir á Íslandsmótinu í golfi. Fimmtán ára kylfingur er á góðri leið með að verða Íslandsmeistari. Það er Perla Sól Sigurbrandsdóttir. Hún mun á morgun berjast við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, þrefaldan Íslandsmeistara, um titilinn. Í karlaflokki er einnig mikil spenna og erfitt að spá fyrir hver fær nafn sitt ritað á bikarinn. Aðeins fjórum höggum munar á efsta og tíunda manni.
06.08.2022 - 19:00
Sigurður Bjarki jafnaði vallarmetið í Eyjum
Sigurður Bjarki Blumenstein spilaði glimrandi vel á þriðja degi Íslandsmótsins í golfi í Vestmannaeyjum. Sló hann aðeins 62 högg og jafnaði þar með vallarmet Haralds Franklín Magnús.
Nýr maður í toppsætinu eftir annan dag Íslandsmótsins
Birgir Guðjónsson úr Golfklúbbnum Esju leiðir í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi þegar keppnin er hálfnuð. Skorið var niður eftir keppni dagsins en þriðji og fjórði hringur verða leiknir á laugardag og sunnudag, að því gefnu að veður leyfi á sunnudag.
05.08.2022 - 21:50
„Sérstök tilfinning að horfa á golf í Vestmannaeyjum“
Það er mikið um dýrðir í Vestmannaeyjum um þessar mundir. Síðustu helgi var það Þjóðhátíð en nú er komið að Íslandsmótinu í golfi. Leikar hófust í morgun en baráttan harðnar með hverjum deginum. Ólafur Þór Ágústsson og Jón Júlíus Karlsson vita hvað þeir syngja um sportið. Munu þeir lýsa herlegheitunum um helgina en sýnt verður frá mótinu beint á RÚV á laugardag og sunnudag. Völlurinn í Eyjum er glæsilegur og það er allt galopið hjá báðum kynjum en mótið hefur sjaldan eða aldrei verið jafn sterkt
04.08.2022 - 14:47
Íslandsmótið í golfi er hafið í Eyjum
Í dag er fyrsti dagur Íslandsmótsins í golfi 2022 í Vestmannaeyjum. Kvennaflokkurinn á mótinu hefur aldrei verið sterkari en aldrei hafa fleiri konur tekið þátt.
04.08.2022 - 10:46