Færslur: Ísland-Króatía

Emil: „Ætlaði að gera mitt besta fyrir liðið“
Emil Hallfreðsson, sem var loksins að spila í þeirri stöðu sem honum líður hvað best í á knattspyrnuvellinum, átti mjög fínan leik þegar Ísland vann stórkostlegan sigur á Króötum. Emil kom inn á miðja miðjuna með Aroni Einari á meðan Gylfi Þór færði sig framar á völlinn en Emil hefur oftar en ekki spilað á vængnum með landsliðinu
11.06.2017 - 22:05
Heimir: „Þetta var risabónus“
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, segir að uppstilling liðsins í kvöld hafi verið til þess gerð að jafna Króatana á miðjusvæðinu en þeir eru með þétta þriggja manna miðju.
11.06.2017 - 21:49
Hörður Björgvin: „Þetta er ólýsanlegt“
Hetja Íslendinga í kvöld, varnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon, átti erfitt með að finna orð til að lýsa tilfinningum sínum eftir leik kvöldsins. Hörður skoraði sigurmark leiksins í lok leiksins.
11.06.2017 - 21:16
Aron Einar: „Þeir urðu smá smeykir“
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er stoltur af samherjum sínum í landsliðinu eftir frábæran 1-0 sigur á Króötum í undankeppni HM í kvöld.
11.06.2017 - 21:10
Landsliðið tók Víkingaklappið eftir sigurinn
Hið gamla og góða Víkingaklapp var að sjálfsögðu tekið eftir sigurinn á Króötum í undankeppni HM í kvöld.
11.06.2017 - 20:56
Sjáðu markið sem tryggði Íslandi sigur
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon reyndist hetja Íslands gegn Króötum í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið á 89. mínútu.
11.06.2017 - 20:38
Byrjunarlið Íslands er tilbúið
Byrjunarlið Íslands í leiknum mikilvæga gegn Króatíu er klárt. Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson, þjálfarar íslenska liðsins, gera fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik en þá vann liðið Kósavó 2-1 á útivelli. Liðið virðist líka færa sig úr hinu hefðbundna 4-4-2 í 4-5-1 leikkerfi þó þessu sé stillt upp sem 4-4-2. á íslenska liðinu fyrir toppslag I riðils sem fer fram á Laugardalsvelli eftir klukkutíma.
11.06.2017 - 17:45
Eiður Smári sérfræðingur RÚV í kvöld
Landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Eiður Smári Gudjohnsen, verður sérfræðingur RÚV fyrir landsleikinn gegn Króötum í kvöld ásamt fyrrum samherja sínum í landsliðinu, Pétri Hafliða Marteinssyni. Eiður Smári er sá eini sem skorað hefur mark á móti Króötum.
11.06.2017 - 14:47
Króatar æfðu á Laugardalsvelli
Króatíska karlalandsliðið í fótbolta kom til landsins í hádeginu gær og æfðu þeir svo í kjölfarið á Laugardalsvelli fyrir átökin í dag. Ísland mætir Króötum í undankeppni HM kl. 18.45 í kvöld
11.06.2017 - 11:53
Ragnar dásamar íslensku stuðningsmennina
Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson segir í viðali við Goal.com að íslenskir stuðningsmenn trúi því að landsliðið geti unnið hvern einasta leik sem liðið spilar. „Þú myndir ekki trúa því hvað fólkið trúir mikið á okkur, þetta er stórkostlegt. Jafnvel þó að við séum að spila gegn Króötum, hvort sem það er heima eða heiman, allir halda að við séum að fara að vinna leikinn,“ sagði Ragnar í viðtalinu.
11.06.2017 - 10:32
Modric: „Ísland gefst aldrei upp“
„Okkur vantar nokkra mikilvæga leikmenn en það breytir engu því við höfum fleiri leikmenn sem geta komið inn í liðið og gert góða hluti eins og við höfum gert í allri undankeppninni. Vonandi heldur það áfram og að við söknum ekki þessara leikmanna,“ segir Luka Modric, fyrirliði Krótaíu sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli.
10.06.2017 - 20:04
Gylfi gerir upp Krótatíuleikinn frá 2013
Flestum er enn í fersku minni þegar Ísland tapaði fyrir Króatíu í umspili fyrir HM 2014 í Zagreb í nóvember 2013. Gylfi Sigurðsson segir að það hafi skort gæði í sókn Íslendinga í leiknum og hann telur Króata veri betri í dag en þá.
10.06.2017 - 19:23
Skin og skúrir hjá landsliðsmönnum
Það hafa skipst á skin og skúrir hjá leikmönnum íslenska landsliðsins með félagsliðum þeirra á nýafstöðnu keppnistímabili. Þrír þeirra hafa ólíka sögu að segja frá liðum sínum í Englandi, Ítalíu og Austurríki.
10.06.2017 - 19:12
Aron Einar: „Það eru veikleikar hjá Krótatíu“
„Það er búið að undirbúa okkur eins vel og hægt er. Ég sé það á hópnum að allir eru virkilega jákvæðir og fullir sjálfstrausts,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson um undirbúning íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Króatíu á Laugardalsvelli á morgun.
10.06.2017 - 19:03
Heimir: „Verðum að vera klókir“
„Skipulagið er það allra mikilvægasta í leiknum gegn Króatíu. Það er þrautinni þyngra að ná boltanum af þeim. Við verðum að vera skipulagðir og þolinmóðir þegar við erum ekki með boltann. Við þurfum að vera vinnusamari en þeir og vera í fleirtölu í kringum boltann,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands sem mætir Króatíu í undankeppni HM á Laugardalsvelli annað kvöld.
10.06.2017 - 16:32
Fan Zone fyrir leikinn gegn Króatíu á sunnudag
Knattspyrnusambands Ísland stendur nú í því að undirbúa sérstakt stuðningsmannasvæði (Fan Zone) fyrir leik karlalandsliðs Íslands gegn Króatíu þann 11. júní og leik kvennalandsliðsins gegn Brasilíu þann 13. júní.
Gylfi: Gott að hugsa ekki um fótbolta í viku
Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu segir að það hafi verið kærkomið að komast í rúmlega vikulangt frí til Bandaríkjanna eftir að keppnistímabilinu lauk með Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að þetta hafi verið eitt lengsta og erfiðasta tímabil sem hann hafi farið í gegnum.
09.06.2017 - 16:09
Aðalmarkmaður Króata ekki með gegn Íslandi
Enn berast stórtíðindi af meiðslum lykilmanna Króata fyrir stórleikinn gegn Íslandi í undankeppni HM karla í fótbolta á sunnudagskvöld. Nú er ljóst að aðalmarkmaður liðsins, Danijel Subasic verður ekki með vegna meiðsla og mun Lovre Kalinic, markvörður Gent í Belgíu koma í hans stað.
09.06.2017 - 11:09
Króatar sjálfsöruggir
Leikmenn Króatíu er sjálfsöruggir fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni HM karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli á sunnudagskvöld. Nikola Kalinic segir íslenska liðið líkamlega sterkara en að úrslit leiksins muni ráðast af frammistöðu Króata í leiknum.
09.06.2017 - 10:03
Viðtal
„Sé ekki annað en við getum skorað á þá“
Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður, segir það mikilvægt að halda hreinu gegn Króatíu í undankeppni HM á sunnudag. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að ná að skora gegn þeim.
08.06.2017 - 14:58
Viðtal
„Verður góður dagur fyrir Ísland“
Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, er vongóður um að íslenska liðinu takist að skora gegn Króatíu á sunnudag, nokkuð sem ekki hefur tekist í síðustu þremur leikjum. Hann er góður af magapestinni sem hrjáði hann fyrr í vikunni.
08.06.2017 - 14:38
Viðtal
Birkir Bjarna: „Ég er til í þetta“
Birkir Bjarnason segir króatíska landsliðið í fótbolta vera frábært lið með frábæra leikmenn sem spili með bestu liðum heims. Leikurinn á sunnudag í undankeppni HM verði gríðarlega erfiður og hann er klár í slaginn eftir erfið meiðsli.
07.06.2017 - 08:43
Raggi Sig: „Ég held það skipti engu máli“
Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson og miðjumaðurinn Birkir Bjarnason hafa lítið spilað með liðum sínum á Englandi undanfarnar vikur og mánuði. Ragnar leikur með Fulham en Birkir með Aston Villa. Bæði lið eru í Championship deildinni á Englandi.
06.06.2017 - 22:30
Viðtal
Aron Einar: „Þurfum að eiga stórleik“
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði karla í fótbolta, segir að Ísland þurfi að eiga stórleik til að leggja Króata að velli í undankeppni HM á sunnudag. Króatar séu með bestu miðjuleikmenn sem hann hefur fengið að kljást við.
06.06.2017 - 13:48