Færslur: Ísafjörður

Bæir byggjast
Auðvelt að elska yfir þröngar götur Ísafjarðar
Að heimsækja gamla bæinn á Ísafirði er svolítið eins og að fara í tímaferðalag. Þar standa í faðmi fjallanna afar snotur timburhús frá nítjándu öld smíðuð af danskri fyrirmynd en töluvert minni en þau sem þar voru reist. Götur eru þröngar og byggðin afar þétt. Fyrstu húsin voru byggð upp úr 1800 á þeim tíma sem bærinn var að byggjast upp og iðnaðarmenn flykktust til bæjarins.
Myndskeið
Veghreinsun í Eyrarhlíð lokið eftir aurskriðu
Aurskriða féll snemma í morgun niður Eyrarhlíð norðan Ísafjarðar. Aurinn rann yfir veginn og á vegrið. Veginum milli Hnífsdals og Ísafjarðar var lokað um tíma.
21.06.2022 - 16:02
Aurskriða féll niður Eyrarhlíð á Vestfjörðum
Aurskriða féll niður Eyrarhlíð á Vestfjörðum og yfir veginn. Því hefur vegurinn milli Hnífsdals og Ísafjarðar verið lokaður og verður hann ekki opnaður fyrr en Ofanflóðavakt er búin að meta frekari hættu.
Sjónvarpsfrétt
Þjóðhátíðardeginum fagnað víða um land
Víða um land blés fólk í lúðra og veifaði fánum og fagnaði þjóðhátíðardeginum í dag. Gæðum veðurguðanna var þó misskipt milli landshluta í dag
Landsbyggðarlið ósátt með frestanir höfuðborgarliða
Ítrekað þarf að fresta eða aflýsa knattspyrnuleikjum yngri flokka á landsbyggðinni vegna þess að lið úr höfuðborginni sjá sér ekki fært að fara út á land. 
06.06.2022 - 13:21
Með Vitjanir á heilanum
„Nándin ól ekki af sér neitt rosalega fallega hluti“
Guðmundur Gunnarsson fréttastjóri Markaðarins hraktist frá Ísafirði með fjölskylduna eftir að hann hafði gegnt embætti bæjarstjóra þar í eitt og hálft ár. Það var bitur reynsla að þurfa að flýja heimaslóðirnar en ástæðurnar segir hann hafi verið vandamál sem gjarnan grasseri í smærri samfélögum; slúður, öfund, illt umtal og meðvirkni. Margt þykir honum kunnuglegt þegar hann fylgist með Kristínu í þáttunum Vitjanir, sem snýr aftur í gamla heimabæinn.
17.05.2022 - 15:23
Pistill
Við erum öll Vesturfarar
„Ágætu lesendur, á höfuðborgarsvæðinu og víðar, ég vil biðla til ykkar: farið vestur! Farið vestur á Ísafjörð alltaf þegar þið getið, en sérstaklega um páskana þegar tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður er haldin, sem ég sótti núna liðna helgi, og er enn þá að jafna mig á,“ segir Davíð Roach Gunnarsson pistlahöfundur Lestarinnar sem skellti sér til Ísafjarðar.
Rúmlega 500 manns tóku þátt í Fossavatnsgöngunni
Skíðagöngukeppnin Fossavatnsgangan fór fram á Ísafirði í gær þar sem rúmlega 500 manns tóku þátt.
03.04.2022 - 13:12
Gylfi Ólafsson leiðir Í-listann á Ísafirði
Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, leiðir lista Í-listans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí. Listinn var samþykktur á félagsfundi sem haldinn var í gær.
Óvissustigi og rýmingu aflétt á Vestfjörðum
Hættu- og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum. Þeim sem var gert að rýma heimili sín í gær fengu aftur að snúa til síns heima í morgun.
09.02.2022 - 11:57
Átta íbúðarhús rýmd og enn bætir í snjó
Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu. Þar hafa átta hús verið rýmd auk tveggja sveitabæja. Snjóflóðahætta er á nokkrum vegum en víðast hvar er ófært á Vestfjörðum.
Opna fjöldahjálparstöð í Súðavík
Súðavíkurhlíð var lokað vegna snjóflóðahættu klukkan þrjú. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, segir fjöldahjálparstöð opna síðdegis til þess að taka á móti þeim sem komast ekki leiðar sinnar til Ísafjarðar.
30.01.2022 - 16:16
Aldrei fór ég suður verði haldin um páskana
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði verður haldin í ár, en það hefur ekki verið mögulegt að halda hátíðina með hefðbundnu sniði síðastliðin tvö ár vegna samkomutakmarkana. Stjórnvöld kynntu í gær afléttingaráætlun og sögðust bjartsýn um að í mars yrði öllum samkomutakmörkunum aflétt.
Sjónvarpsfrétt
Gott að vera hóflega kærulaus í pönnukökubakstrinum
Í dag 25. janúar geta Ísfirðingar séð sólu á ný eftir rúmlega tveggja mánaða fjarveru sólarinnar. Ef skýjafar leyfir. Að því tilefni er haldið sólarkaffi með stöflum af pönnukökum, sultu og rjóma.
25.01.2022 - 19:56
Sögur af landi
Hugmynd um vistaskipti kviknaði í líkbílnum
Í byrjun árs 2020 jarðsöng séra Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogskirkju, afa sinn á Ísafirði ásamt sóknarprestinum þar séra Magnúsi Erlingssyni. Í líkbílnum á leiðinni inn í kirkjugarð kviknaði sú hugmynd að kannski ættu þeir Magnús að prófa að hafa kirkjuskipti. „Þá sagði Magnús: Ja, ég get sagt þér frændi. Ef þú ert þá er ég til, rifjar Grétar upp, „og meðhjálparinn var í bílnum og spurði okkur hvort þetta væri þá ákveðið.“
Landhelgisgæslan bjargaði áhöfn skútu í Ísafjarðardjúpi
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ kom fjórum skipverjum skútu sem strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi til bjargar um klukkan tvö í nótt.
Átta fyrstu bekkingar smitaðir á Ísafirði
Fjórir nemendur til viðbótar í 1. bekk í Grunnskólanum á Ísafirði hafa greinst með kórónuveiruna. Smitin eru því orðin átta alls, öll í 1. bekk. Umfangsmikil sýnataka fór fram á Ísafirði í gær og lágu niðurstöður fyrir í dag. Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að há gildi séu í sýnunum og að búist sé við að smitum fjölgi.
30.08.2021 - 16:03
Óttast hópsmit á Vestfjörðum - Skima 80 manns í dag
Áttatíu eru í sóttkví eftir að tveir nemendur við Grunnskólann á Ísafirði greindust með kórónuveiruna. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, telur óhætt að segja að hópsmit sé komið upp fyrir vestan. Hann staðfestir þá við fréttastofu að smitin í skólanum megi rekja til áhafnar togarans Páls Pálssonar en starfsmaður greindist þar um borð í síðustu viku.
29.08.2021 - 13:06
Konu bjargað úr sjálfheldu í Þórsmörk
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í gærkvöld vegna göngukonu í sjálfheldu í Valahnjúk í Þórsmörk. Konan var stödd í þó nokkru brattlendi og treysti sér ekki áfram, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Nærstatt björgunarsveitarfólk fann konuna fljótlega og var hún óslösuð.
27.08.2021 - 01:31
Viðtal
Salt eða sandur líklegir misturvaldar á Vestfjörðum
Ísfirðingar og Bolvíkingar hafa velt fyrir sér hvað valdi þéttu mistri sem legið hefur yfir bæjunum frá því í gærmorgun. Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir ólíklegt að þetta sé mengun frá gosinu á Reykjanesskaga. Böndin berast að salti og söndum. Ekki er talin ástæða til að vara við mistrinu.
Morgunvaktin
„Það er enginn eins frumlegur og margir halda“
Smitrakning er orð sem flestir tengja við ríkjandi heimsfaraldur en Goddur, eða Guðmundur Oddur Magnússon rannsóknarprófessor við Listaháskólann, hefur sett það í samhengi við áhrifasmit í listheiminum. Hann er staddur á Ísafirði þar sem hann opnar í dag sýningu í listaverkabókabúð Úthverfu sem ber yfirskriftina UNGUR NEMUR, GAMALL TEMUR.
14.08.2021 - 11:25
Myndskeið
Skúta losnaði frá legufærum á Ísafirði
Skúta losnaði frá legufærum í miklu roki við Ísafjarðarhöfn og rak að steinagarði við ströndina. Skútan var mannlaus og vel gekk að losa hana og sigla henni aftur að höfninni. Engan sakaði.
25.06.2021 - 22:34
Myndskeið
„Mestu fordómarnir sem ég fann fyrir voru mínir eigin“
Veiga Grétarsdóttir var fjallkonan á Ísafirði í dag og segir hvergi betra að vera sem transkona en á Ísafirði. Hún segist hafa flúið þaðan vegna eigin fordóma og haldið að það væri erfitt að vera hinsegin í litlu samfélagi. Hún flutti aftur til Ísafjarðar árið 2016 og segir það mikinn heiður að hafa fengið að vera fjallkonan í ár.
17.06.2021 - 16:07
Þyrla gæslunnar flutti veikan göngumann á sjúkrahús
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti útivistarmann frá Vestfjörðum á Landspítalann á öðrum tímanum í dag. Maðurinn sem er á miðjum aldri var í hópi útivistarfólks í Ósafirði fyrir botni Patreksfjarðar og missti meðvitund, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði.