Færslur: Ísafjörður

Myndskeið
Skúta losnaði frá legufærum á Ísafirði
Skúta losnaði frá legufærum í miklu roki við Ísafjarðarhöfn og rak að steinagarði við ströndina. Skútan var mannlaus og vel gekk að losa hana og sigla henni aftur að höfninni. Engan sakaði.
25.06.2021 - 22:34
Myndskeið
„Mestu fordómarnir sem ég fann fyrir voru mínir eigin“
Veiga Grétarsdóttir var fjallkonan á Ísafirði í dag og segir hvergi betra að vera sem transkona en á Ísafirði. Hún segist hafa flúið þaðan vegna eigin fordóma og haldið að það væri erfitt að vera hinsegin í litlu samfélagi. Hún flutti aftur til Ísafjarðar árið 2016 og segir það mikinn heiður að hafa fengið að vera fjallkonan í ár.
17.06.2021 - 16:07
Þyrla gæslunnar flutti veikan göngumann á sjúkrahús
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti útivistarmann frá Vestfjörðum á Landspítalann á öðrum tímanum í dag. Maðurinn sem er á miðjum aldri var í hópi útivistarfólks í Ósafirði fyrir botni Patreksfjarðar og missti meðvitund, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði.
Björguðu slösuðum vélsleðamanni úr hlíðum Kistufells
Slökkvi- og sjúkralið ásamt björgunarsveitum frá Ísafirði, Súgandafirði og Skutulsfirði héldu um sjöleytið í kvöld til bjargar slösuðum vélsleðamanni í Kistufelli sem er milli Skutulsfjarðar og Súgandafjarðar upp úr Botnsdal. 
Myndskeið
Ruku af stað að rannsaka hvalina
Það er ekki að sjá að háhyrningarnir sem syntu inn í höfnina á Ísafirði í morgun og eru þar enn séu í vanda. Þetta segja þær Barbara Neubarth, mastersnemi við Háskólasetrið á Vestfjörðum, og Ayça Eleman, doktorsnemi við Háskóla Íslands. Þær gáfu sér ekki tíma til að borða morgunmat þegar fréttist af hvölum í höfninni heldur ruku af stað að rannsaka þá.
02.04.2021 - 15:44
Bjargaðist úr snjóflóði í Traðargili í Hnífsdal
Ungur maður bjargaðist úr snjóflóði sem féll í Traðargili í Hnífsdal á sjöunda tímanum í kvöld. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði með minniháttar áverka en hann komst af sjálfsdáðum úr flóðinu. Flóðið var töluvert stórt og rann nokkur hundruð metra.
29.03.2021 - 21:16
Svíður að skella í lás aðra páskana í röð
Skíðasvæðin á Íslandi eru lokuð frá og með deginum í dag, 25. mars og næstu þrjár vikur þar á eftir. Forstöðumenn skíðasvæða svíður að þurfa að skella í lás aðra páskana í röð en segja sigur í glímunni við kórónuveiruna þó mikilvægari.
Landinn
Nýta Legó í kennslu
Í Grunnskólanum á Ísafirði hefur Laufey Eyþórsdóttir, sérkennari og einhverfuráðgjafi, nýtt Legó í kennslu. Aðferð sem hún kynntist þegar hún starfaði í Englandi. Laufey notar ýmsar æfingar og mismunandi tegundir af Legói.
03.03.2021 - 07:50
Myndskeið
„Alltaf gott að komast heim“
Rýmingu húsa á Flateyri og Siglufirði var aflétt í dag. Enn er þó hættustig vegna snjóflóðahættu á Ísafirði. Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu fyrir norðan í gær vegna veðurs.
24.01.2021 - 19:45
Búast við að rýmingu verði aflétt í dag
Snjóflóð féll úr Skollahvilft ofan Flateyrar í nótt, en búist er við að rýmingu vegna snjóflóðahættu verði aflétt á Flateyri síðar í dag. Talið er að minnsta kosti þrjú hross hafi drepist þegar snjóflóð féll í Skagafirði í gær.
24.01.2021 - 12:35
Myndskeið
„Menn brenndir eftir síðasta ár“
Vonskuveður hefur verið á norðan- og vestanverðu landinu síðustu sólarhringa og fjallvegir flestir ófærir. Rýming vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á Siglufirði og óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum. Björgunarsveitir þurftu í gærkvöld að aðstoða á þriðja tug vegfarenda þegar tvö snjóflóð lokuðu Öxnadalsheiði.
23.01.2021 - 20:17
„Allt í einu stend ég í snjó upp að hnjám“
Björgunarsveitir aðstoðuðu á þriðja tug vegfarenda þegar tvö snjóflóð féllu á þjóðveg 1 á Öxnadalsheiði í gærkvöld. Ákveðið hefur verið að rýma svæði á Ísafirði vegna snjóflóðahættu.
23.01.2021 - 12:41
Dæmdur fyrir að grípa um brjóst konu á skemmtistað
Maður á Vestfjörðum var í morgun dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa gripið tvisvar utanklæða um brjóst konu inni á skemmtistað. Þá er honum gert að greiða konunni tvö hundruð þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað, alls 388.500 krónur. Konan hafði farið fram á 1,5 milljónir króna í mistabætur.
07.10.2020 - 16:06
Tveir með smit á Vestfjörðum
Tveir erlendir ríkisborgarar staddir á Vestfjörðum greindust með COVID-19 smit. Báðir fengu jákvæða niðurstöðu úr landamæraskimun. Annar var einnig með einkenni sýkingar og er hann með ísfirskt lögheimili. Hinn er ferðamaður og dvelur í farsóttarhúsi meðan hann bíður eftir niðurstöðu mótefnamælingar.
Myndskeið
„Það urðu allir lækir að beljandi stórfljótum“
Á Vestfjörðum hefur verið úrhelli og aftakaveður. Loka þurfti sundlauginni á Suðureyri vegna vatnstjóns og rennsli í ám hefur sjaldan eða aldrei verið meira.
17.07.2020 - 19:58
„Mig hefur alltaf langað rosalega mikið að ráða“
„Ég hef aldrei sótt um starf fyrr. Ég veit ekki einu sinni hvar prófskírteinið mitt er,“ segir Bergþór Pálsson söngvari og tónlistarmaður sem flytur til Ísafjarðar með Alberti eiginmanni sínum í haust. Á dögunum tók Bergþór nefnilega við starfi skólastjóra tónlistarskólans þar í bæ.
29.06.2020 - 13:30
Myndskeið
Ísfirska stuðbandið Sjökvist gefur út lag í kófinu
Ísfirska stuðbandið Sjökvist hefur stundað stífar æfingar frá 1. apríl. Dagurinn í gær var stór dagur í sögu sveitarinnar, því þá sendi hún sitt fyrsta, frumsamda lag út í alheiminn á samfélagmiðlinum Youtube. Hljómsveitarmeðlimirnir þrír eru 7, 10 og 42 ára. Aldursforseti bandsins segir þetta fyrsta lag sveitarinnar mögulega líka það síðasta, þar sem skólastarf hefst á ný eftir helgi.
29.04.2020 - 07:00
Þyrla Gæslunnar tvisvar til Vestfjarða á tveimur dögum
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur farið í tvö sjúkraflug til Vestfjarða það sem af er vikunni. Á mánudag var áhöfnin á TF-EIR kölluð út til að sækja sjúkling á Ísafirði, þar sem veður hamlaði hefðbundnu sjúkraflugi. Þegar til kom reyndist veðrið svo slæmt vestra að ekki var hægt að lenda þyrlunni á flugvellinum og því var gripið til þess ráðs að lenda þyrlunni á þjóðveginum við Arnarnes og senda sjúkrabíl þangað með sjúklinginn, segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Fyrrverandi forstjóri Reykjalundar ráðinn bæjarstjóri
Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að ráða Birgi Gunnarsson í starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Birgir er fæddur árið 1963 og er uppalinn á Siglufirði og lauk þaðan grunnskólanámi. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Því til viðbótar lauk hann námi í rekstri og stjórnun frá Háskólanum í Gautaborg. 
11.02.2020 - 12:52
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar lætur af störfum
Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Ástæða starfsloka er sögð vera ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Telja hlutaðeigandi það sveitarfélaginu fyrir bestu að leiðir skilji.
27.01.2020 - 10:39
Myndskeið
Halldór Halldórsson: „Þetta er bara hneyksli“
Halldór Halldórsson, stjórnarmaður í ofanflóðasjóði og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir það algjörlega ófyrirgefanlegt að þeir peningar sem hafi runnið í sjóðinn skuli ekki hafa verið nýttir í ofanflóðavarnir. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, segir að stjórnvöld frá árinu 1997 beri þarna ábyrgð. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það ömurlega stöðu að það sé skammtað svona í þessi verkefni. „Falskt öryggi,“ segir Hanna Katrín Friðriksson.
19.01.2020 - 12:09
Myndskeið
Hafa tapað tugum milljóna vegna raskana á flugi
Air Iceland Connect hefur fellt niður nærri helming ferða sinna það sem af er ári vegna veðurs. Flogið var til Ísafjarðar í dag í fyrsta sinn í nærri viku. Farþegar taka röskuninni af rósemi.
16.01.2020 - 22:37
Viðtöl og myndskeið
Loksins flogið til Ísafjarðar
Flogið var til og frá Vestfjörðum í morgun eftir drjúga bið þar sem ófært hefur verið landleiðina og lítið flogið. Meðal þeirra sem fóru vestur eða héldu suður í morgun var fólk sem þurft hafði að bíða frá því á sunnudag og mánudag eftir að komast leiðar sinnar. „Ég treysti ekki á síðasta dag ef ég ætla að fara eitthvað,“ sagði Svanfríður Kristjánsdóttir frá Bolungarvík áður en hún flaug suður. Hún er á leið til Kanaríeyja á morgun og ætlaði að vera farin suður á mánudag til að vera örugg.
16.01.2020 - 14:06
Stúlkan var orðin köld og hrakin en líður nú vel
Unglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri í nótt sefur. Læknir á sjúkrahúsinu á Ísafirði segir að henni líði vel. Stúlkan var föst í flóðinu í rúman hálftíma og var orðin köld og þrekuð. Hjúkrunarfræðingur á Flateyri brást hárrétt við og kom í hana hita. 
15.01.2020 - 11:06
Flug vestur kemur ekki til greina fyrr en á morgun
Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir að ekki komi til greina að opna leið á flugvöllinn á Ísafirði í dag. Snjóflóðahætta er á afleggjaranum frá þjóðveginum inn á flugvöllinn.
15.01.2020 - 10:12