Færslur: Írland

3.000 sagt upp hjá Ryanair
Írska lágfargjaldaflugfélagið Ryan Air tilkynnti í dag, á frídegi verkalýðsins, að það hygðist segja upp allt að 3.000 manns úr starfsliði sínu; flugmönnum, flugfreyjum, hlaðmönnum og öðrum, þar sem flug liggur nánast algjörlega niðri vegna COVID-19 faraldursins.
01.05.2020 - 07:33
Framleiðandi öndunarvéla annar ekki eftirspurn
Á sjötta þúsund hafa nú látist á Spáni vegna kórónuveirunnar. Spánn er nú í fjórða sæti á lista yfir þau lönd þar sem flest kórónuveirusmit hafa greinst í heiminum og í öðru sæti á heimsvísu yfir flest dauðsföll vegna veirunnar. Í Þýskalandi starfar stærsti framleiðandi öndunarvéla í heiminum, en þar á bæ anna þau ekki eftirspurn.
28.03.2020 - 14:22
Útgöngubann hefst í Írlandi um helgina
Útgöngubann tekur gildi á miðnætti aðfaranótt sunnudags í Írlandi til þess að reyna að hefta útbreiðslu COVID-19 í landinu. Yfir tvö þúsund hafa greinst smitaðir í landinu og 22 hafa látið lífið af völdum sjúkdómsins. 
28.03.2020 - 00:37
McDonalds lokar öllum búllum á Bretlandi og Írlandi
Skyndibitakeðjan McDonalds lokar öllum sínum 1.270 búllum á Bretlandi og Írlandi á miðnætti í kvöld vegna hraðrar útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur COVID-19. Breskir fjölmiðlar greina frá þessu. Keðjan er þegar búin að loka öllum veitingasölum sínum en hefur selt bæði gangandi og akandi viðskiptavinum borgara og annað í gegnum lúgu, til að taka með sér heim. Í tilkynningu frá McDonalds í Bretlandi segir að ákvörðunin sé tekin með velferð starsfólks og viðskiptavina fyrir augum.
23.03.2020 - 06:50
Forstjóri Ryanair sakaður um kynþáttahatur
Kanna skal bakgrunn múslímskra karlmanna áður en þeir fá að stíga um borð í flugvél, þar sem hryðjuverkamenn eru „yfirleitt múslímskir karlmenn," segir Michael O'Leary, forstjóri írska lágfargjaldaflugfélagsins Ryanair í viðtali við breska blaðið The Times, sem birtist í dag. Ummælin hafa þegar vakið hörð viðbrögð og ásakanir um kynþáttafordóma.
22.02.2020 - 06:48
Varadkar sagði af sér forsætisráðherraembætti
Leo Varadkar, forsætisráðherra Irlands, hefur sagt af sér embætti. Varadkar tilkynnti afsögn sína eftir að þingheimi mistókst að koma sér saman um forsætisráðherra á fundi sínum í gærkvöld. Hann fékk einungis 36 atkvæði en hefði þurft 80. Helstu keppinautum hans, Mary Lou McDonald, leiðtoga Sinn Féin, og Micheál Martin, leiðtoga Fianna Fáil, farnaðist ltilu betur; McDonald fékk 45 atkvæði, en Martin 41.
21.02.2020 - 02:55
Sinn Féin næst stærst á írska þinginu
Þingflokkur Sinn Féin verður sá næst stærsti á írska þinginu á nýbyrjuðu kjörtímabili. Flokkurinn, sem er þjóðernissinnaður félagshyggjuflokkur, fékk flest atkvæði í þíngkosningunum á laugardag, 24,5 prósent, en var aðeins með 42 frambjóðendur í samtals 39 kjördæmum. Það, ásamt kosningakerfinu sem notað er í Írlandi, leiddi til þess að flokkurinn fær 37 af 160 þingsætum í neðri deild þingsins.
11.02.2020 - 02:16
Sinn Féin fékk flest atkvæði í írsku kosningunum
Sinn Féin, vinstri þjóðernisflokkur sem berst fyrir sameiningu Írlands, er sigurvegari írsku þingkosninganna. Þar með virðist tveggja-flokka valdakerfi borgaraflokka sem verið hefur við lýði í Írska lýðveldinu allt frá stofnun þess heyra sögunni til.
10.02.2020 - 02:22
Þrír flokkar hnífjafnir á Írlandi
Sáralitlu munar á fylgi þriggja stærstu stjórnmálaflokka Írlands, samkvæmt útgönguspá sem birt var skömmu eftir lokun kjörstaða í kvöld, og raunar er munurinn langt innan skekkjumarka. Allir fengu þeir rúmlega 22 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í dag.
08.02.2020 - 23:09
Búist við að Sinn Féin fái flest atkvæði
Írar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér nýtt þing. Skoðanakannanir benda til þess að Sinn Féin fái flest atkvæði. Hinir stóru flokkarnir tveir, Fine Gael og Fianna Fáil, útiloka báðir samstarf við hann eftir kosningar.
08.02.2020 - 11:55
Tvísýnar þingkosningar á Írlandi í dag
Írar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér nýtt þing. Skoðanakannanir benda til þess að Sinn Féin fái flest atkvæði. Hinir stóru flokkarnir tveir, Fine Gael og Fianna Fáil, útiloka báðir samstarf við hann eftir kosningar.
08.02.2020 - 06:36
Sinn Fein með mest fylgi á Írlandi
Sinn Fein, flokkur lýðveldissinna, er með mest fylgi flokka á Írlandi samkvæmt nýrri könnun, en kosningar verða þar í landi á laugardag.
04.02.2020 - 14:36
Sinn Fein með mest fylgi á Írlandi
Sinn Fein, flokkur lýðveldissinna, er með mest fylgi flokka á Írlandi samkvæmt nýrri könnun, en kosningar verða þar í landi á laugardag.
04.02.2020 - 14:34
Spegillinn
Brexit-stærðir og tilfinningar
Eftir ESB-þjóðaratkvæðagreiðsluna sumarið 2016 stefndi Boris Johnson, þáverandi utanríkisráðherra á áframhaldandi veru Breta í sameinaða ESB markaðnum Stefna Johnsons nú er að ná kostum ESB-aðildar utan ESB, sem fyrr í krafti stærðar og mikilvægis. Í huga Leo Varadkars forsætisráðherra Íra er veruleikinn annar. En ef fiskveiðimálin verða ásteitingarsteinn, eins og stefnir í, þá gæti stærð skipt minna máli en tilfinningar
29.01.2020 - 17:00
 · Erlent · Brexit · Írland · ESB
Framseldur vegna dauða 39 Víetnama
Dómstóll á Írlandi féllst í dag á beiðni yfirvalda í Bretlandi um að fá framseldan mann sem talinn er viðriðinn dauða 39 Víetnama sem fundust látnir í kælivagni flutningabifreiðar í Essex á Englandi.
24.01.2020 - 14:07
Erlent · Evrópa · Írland · Bretland
Heimskviður
Heimastjórn á ný á Norður-Írlandi
Samningar hafa loks tekist um að endurreisa heimastjórn og þing á Norður-Írlandi. Þrjú ár eru frá því að síðasta stjórn hrökklaðist frá er Sinn Féin, flokkur lýðveldissinna sem nýtur stuðnings flestra kaþólikka á Norður-Írlandi, sleit samstarfi við stærsta flokk sambandssinna, Democratic Unionist Party.
18.01.2020 - 11:03
Boðar kosningar á Írlandi í næsta mánuði
Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, tilkynnti ríkisstjórninni í dag að hann hefði ákeðið að gengið yrði til þingkosninga 8. febrúar. Hann er væntanlegur á fund Michaels D. Higgins forseta þar sem hann óskar eftir því að þing verði rofið, að því er kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla frá forsetaskrifstofunni.
14.01.2020 - 13:52
Þing og stjórn Norður-Írlands tekin til starfa á ný
Þing og stjórn Norður-Írlands hafa tekið til starfa á ný eftir þriggja ára hlé. Samkomulag náðist um að endurreisa þingið og samsteypustjórn sem leidd er af Lýðræðislega sambandsflokknum og Sinn Féin. Jafnramt er tryggt að Belfastsamningurinn, sem gjarnan er kenndur við föstudaginn langa, verði áfram virtur af báðum fylkingum.
14.01.2020 - 02:32
Myndskeið
Óveðurslægðin Brendan fer yfir Bretlandseyjar
Yfir 48 þúsund heimili og fyrirtæki á Írlandi eru án rafmagns vegna óveðurslægðarinnar Brendans sem fer yfir landið. Appelsínugul viðvörun er í gildi í öllum héruðum landsins fram á kvöld.
13.01.2020 - 16:21
Erlent · Evrópa · Veður · Bretland · Írland
Telur enn von en ágreiningur sé um ýmis mál
Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, telur enn von um að Bretar nái samkomulagi við Evrópusambandinu fyrir útgönguna úr sambandinu, en enn séu mörg mál óleyst.
16.10.2019 - 10:17
Erlent · Evrópa · Brexit · Bretland · Írland
Telur að erfitt verði að ná samkomulagi
Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, sagðist í morgun gera allt í sínu valdi til að stuðla að samkomulagi um Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, en kvaðst telja að erfitt yrði að ná samkomulagi fyrir lok næst viku. 
09.10.2019 - 08:29
Erlent · Evrópa · Bretland · Írland · Brexit
„Lokatilboð“ Johnsons fær dræmar undirtektir
Forysta Evrópusambandsins er „opin en ekki sannfærð" um ágæti hins nýja Brexit-samkomulags, sem Boris Johnson kynnti í vikunni sem „lokatilboð" sitt og stjórnar sinnar til lausnar á deilunni um framtíðarfyrirkomulag á írsku landamærunum eftir úrgöngu Breta. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópu, sagði þetta í gær, eftir samtöl við leiðtoga nokkurra aðildarríkja, þar á meðal Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands.
04.10.2019 - 05:21
Kynnir „lokatilboð“ sitt til ESB í dag
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, ætlar í dag að kynna helstu atriðin í „lokatilboði" sínu til Evrópusambandsins, sem ætlað er að tryggja „sanngjarna og skynsamlega" málamiðlun í Brexit-deilunni. Verði það ekki samþykkt í Brussel, segir Johnson, gangi Bretland úr sambandinu án samnings.
02.10.2019 - 05:26
Gjaldþrot blasir við írskum bændum
Útlit er fyrir að þriðjungur írskra bænda verði gjaldþrota ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu án samnings. Búist er við að allt að fimmtíu prósenta tollur leggist þá á írskt nautakjöt.
17.09.2019 - 17:55
Boðar frekari árásir á breska hermenn
CIRA, lítill klofningshópur úr írska lýðveldishernum IRA, boðar frekari árásir á næstunni. Talsmaður hópsins segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið að hópurinn þurfi ekki að réttlæta gjörðir sínar.
02.09.2019 - 06:57