Færslur: Írafár

Aldamótaböndin
Fordómar grættu liðsmenn sveitaballasveitanna
Þegar sveitaböllin voru hvað vinsælust, um síðustu aldamót, fengu helstu ballsveitirnar oft að finna fyrir fordómum. Hljómsveitirnar og lífið sem þeim fylgdi voru oft tengd við Selfoss og margir óttuðust nánast að segja frá því að þeir væru frá Selfossi í höfuðborginni. Gagnrýnendur og ákveðnir fjölmiðlar gengu lengst í umfjölluninni og grættu liðsmenn sveitanna með ummælum og gagnrýni.
29.05.2020 - 08:49
Poppkorn
„Þið skuldið þessum leikurum 5.000 krónur á haus“
Myndbandið við lagið Lífið með hljómsveitinni Írafár er viðfangsefni þáttarins Poppkorn í kvöld. Birgitta Haukdal segir frá tilurð myndbandsins og tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson, sem lék aðalhlutverkið, ljóstrar því upp í léttum dúr að aukaleikarar í myndbandinu hafi aldrei fengið greitt fyrir vinnu sína, þrátt fyrir fögur fyrirheit.
27.03.2020 - 17:30
Tekur þátt í Eurovision í 6. sinn fyrir Ísland
Vignir Snær Vigfússon tónlistarmaður kemst líklegast nálægt því að vera sá Íslendingur sem oftast hefur tekið þátt í Eurovision. Hann átti þátt í að pródúsera og taka upp lagið í ár Our Choice en á sviðinu í Lissabon verður hann bakrödd.
03.05.2018 - 14:13