Færslur: Inuit Ataqatigiit

Grænlendingar kjósa til sveitarstjórna og þings
Grænlendingar kjósa í dag bæði til sveitarstjórna og þings. Athyglin í kosningabaráttunni hefur beinst meira að þingkosningunum en samkvæmt skoðanakönnun sem birt var fyrir helgi vinnur stjórnarandstaðan verulega á.
06.04.2021 - 15:36
Metfjöldi utankjörfundaratkvæða á Grænlandi
Í Nuuk, höfuðstað Grænlands og sveitarfélaginu Sermersooq, sem Nuuk tilheyrir, hafa rúmlega tvöfalt fleiri greitt atkvæði utan kjörfundar fyrir þing- og sveitarstjórnarkosningarnar á þriðjudag en áður hefur þekkst. Yfirvöld í Sermersooq höfðu þó vonast eftir enn fleiri utankjörfundaratkvæðum.
05.04.2021 - 04:54
Stjórnarandstöðunni spáð sigri á Grænlandi
Helsta stjórnarandstöðuflokknum á Grænlandi er spáð verulegri fylgisaukningu í könnun sem birt var í kvöld í dagblaðinu Sermitsiaq. Grænlendingar kjósa bæði til sveitastjórna og þings á þriðjudaginn.
02.04.2021 - 21:48
Ný stjórn mynduð á Grænlandi
Kim Kielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, kynnti í dag að samkomulag hefði tekist um myndun nýrrar samsteypustjórnar.  Kielsen, sem er leiðtogi jafnaðarmannaflokksins Siumut, verður áfram landsstjórnarformaður, en hefur valið að stjórna með mið- og hægriflokkunum Partii Naleraq, Atassut og Nunatta Qitornai. Partii Naleraq var í gömlu stjórninni, en sósíalistaflokkurinn Inuit Ataqatigiit (IA) hverfur úr stjórninni. 
04.05.2018 - 18:08