Færslur: Internetið

Löggjöf Evrópusambandsins ætlað að hemja alnetið
Evrópusambandið lagði í morgun lokahönd á orðalag löggjafar sem ætlað er að koma böndum yfir framferði stórfyrirtækja á alnetinu. Ætlunin er meðal annars að tryggja harðari viðurlög vegna birtingar ólöglegs efnis á borð við hatursorðræðu, upplýsingaóreiðu og ljósmynda sem sýna barnaníð.
Úkraínumenn fá aðgang að Starlink Musks
Elon Musk eigandi SpaceX geimferðafyrirtækisins tilkynnti í dag að Úkraínumenn hefðu nú aðgang að Starlink-samskiptaneti fyrirtækisins. Úkraínskur ráðherra hvatti Musk til þess arna í ljósi þess að netsamband væri ótryggt í landinu.
Pistill
Grimmd, dauði og ofbeldi hvergi sjáanleg lengur
Hroðalegur viðbjóður úr afkimum internetsins er nú ekki eins fyrirferðamikill í umræðu ungs fólks eins og fyrir nokkrum árum. Myndbönd af grimmilegu ofbeldi, aftökum og limlestingum, myndir af vígvellinum í Írak, þetta sést varla lengur. Því miður? Erfitt að segja.
17.02.2022 - 13:57
Lestin
Íslendingur heldur um lykla að internetinu
Nokkrum sinnum á ári kemur hópur fólks saman í hátæknilegu öryggisrými ýmist á vestur- eða austurströnd Bandaríkjanna, til dularfullrar athafnar. Aðeins útvaldir einstaklingar fá að taka þátt í athöfninni, þar á meðal einn Íslendingur, sem allir hafa í fórum sínum lyklana að internetinu.
07.02.2022 - 10:06
TikTok steypir Google og Facebook af toppnum
Samfélagsmiðillinn TikTok var mest heimsótta vefsvæði heimsins á þessu ári, samkvæmt vefþjónustu- og veföryggisfyrirtækinu Cloudflare. Þetta þykja nokkur tíðindi, því Google hefur einokað fyrsta sætið um árabil og Facebook verið lang-vinsælasti samfélagsmiðillinn.
24.12.2021 - 01:53
Spegillinn
Samfélagsmiðlar torvelda safninu að fanga tíðarandann
Vefsöfnunartól Landsbókasafns Íslands nær einungis að fanga hluta samfélagsumræðu dagsins í dag því samfélagsmiðlar leyfa því ekki að taka afrit. Gamlar bloggsíður verða aftur á móti varðveittar um ókomin ár. 
Víðsjá
Mun internetið gera út af við athyglina?
Sókrates óttaðist að bækur myndu gera út af við minnið en mun internetið gera út af við athyglina? Hefur veraldarvefurinn komið athyglisbrestinum kyrfilega fyrir í sálum okkar? Snorri Rafn Hallsson, pistlahöfundur Víðsjár, veltir fyrir sér möguleikum og ómöguleikum tækninnar.
16.11.2021 - 12:53
Mexíkóborg á heimsmetið í fríum netaðgangi fyrir alla
Mexíkóborg býður netþyrstum íbúum sínum og gestum upp á fleiri gjaldfrjálsa "heita reiti" en nokkur önnur borg í heiminum. Fulltrúi heimsmetabókar Guinness, Carlos Tapia, upplýsti þetta í gær um leið og hann afhenti Claudiu Sheinbaum, borgarstjóra Mexíkóborgar, viðurkenningu heimsmetabókarinnar. Alls bjóða borgaryfirvöld upp á 21.500 heita reiti þar sem fólk getur tengst alnetinu þráðlaust og án endurgjalds.
11.11.2021 - 03:39
Unglingsstúlkur oftast þvingaðar til myndsendinga
Fimmtán til sautján ára stúlkur eru sá samfélagshópur hér á landi sem oftast er þvingaður til myndsendinga á netinu. Um þriðjungur þeirra hefur verið beðinn að senda af sér myndir eða persónulegar upplýsingar á netinu síðustu tólf mánuði. Um 16% kvenna á þessum aldri hafa svo orðið fyrir að myndir eða myndskeið af þeim hafi verið birt á netinu án þeirra samþykkis.
Uggur vegna framkomu við erlenda fréttamenn í Kína
Bandarísk stjórnvöld lýsa þungum áhyggjum vegna árása og hótana í garð erlendra fréttamanna sem fylgst hafa með miklum og mannskæðum flóðum í Kína. Fréttaveitur og samtök fréttamanna eru sama sinnis.
30.07.2021 - 04:48
Fljúgandi diskur á Mýrdalssandi og ódýrar þyrluferðir
Til að láta einhvern hlaupa apríl þarf að ginna viðkomandi í erindisleysu, helst yfir þrjá þröskulda. Ærsli og gaman tengjast 1. apríl allt frá miðöldum í Evrópu. Þá tíðkaðist að halda upp á nýtt ár 25. mars á vorjafndægri. Slíkar hátíðir stóðu í átta daga þannig að 1. apríl var síðasti dagur nýárshátíðarinnar. 
01.04.2021 - 14:30
Vinsælasta lykilorðið á internetinu er 123456
Talnarunan 123456 er vinsælasta lykilorð netverja ef marka má úttekt fyrirtækisins NordPass sem rekur umsýsluforrit fyrir lykilorð. Þessi einfalda talnaruna hefur verið afhjúpuð sem lykilorð netverja meira en 20 milljón sinnum.
18.11.2020 - 17:52
Myndskeið
11 ára börn verða fyrir kynferðislegri áreitni á netinu
Kynferðisleg áreitni, sem börn verða fyrir á netinu, er mun algengari en flestir gera sér grein fyrir. Þetta segja börn sem unnu skýrslu um stöðu mannréttinda barna á Íslandi. Þau segja mikilvægt að auka fræðslu, bæði fyrir þolendur og gerendur.
Fær ekki að streyma frá dauða sínum á Facebook
Facebook hefur lokað fyrir beint streymi af Facebook síðu Frakkans Alain Cocq, sem þjáist af ólæknandi sjúkdómi. Hann á stutt eftir ólifað og hugðist senda út frá síðustu dögum lífsins í beinu streymi á samfélagsmiðlinum. Það vill hann gera til að vekja athygli á því að dánaraðstoð sé ekki leyfð í Frakklandi.
05.09.2020 - 18:28
Fleiri reiðubúin að greiða fyrir Netfréttir
Sífellt fleira fréttaþyrst fólk hefur tekið til við að borga fyrir aðgang að fréttaveitum á Netinu. Sú þróun hefur orðið jafnhliða vaxandi vantrú á fjölmiðla almennt.
16.06.2020 - 05:38
Banna fölsk myndbönd á Facebook en skrumskæling leyfð
Facebook hefur bannað birtingu falskra myndskeiða þar sem rangar staðhæfingar eru bornar fram og þar sem gervigreind er beitt til fölsunar. Þá er átt við falsanir þar sem áhorfandinn er blekktur og látinn halda að einhver segi eitthvað sem aldrei var sagt. Skrumskæling er ekki bönnuð.
07.01.2020 - 14:37
Fimmtíu ár frá fyrstu netskilaboðunum
Þriðjudaginn 29. október, voru nákvæmlega 50 ár frá því að fyrstu skilaboðin voru send milli tveggja tölva yfir hið svokallaða ARPA-net. Þetta fjarskiptanet var forveri og fyrsti vísirinn að því interneti sem við þekkjum og er svo alltumlykjandi í dag.