Færslur: Internet

Tilraun til netárásar olli truflun á netsambandi í gær
Tilraun til netárásar klukkan 11:22 í gær hafði áhrif á netsamband fjölda viðskiptavina Vodafone, og fleiri fjarskiptafyrirtækja, í 45-50 mínútur. Magnús Hafliðason, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs Vodafone, segir í samtali við fréttastofu að árásin hafi beinst gegn einum viðskiptavini fyrirtækisins.
10.11.2020 - 11:46
Kastljós
Gömul brot en ný birtingamynd
„Við sjáum að það er talsverð umferð á Íslandi af þeim sem eru að skoða kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum hefur aukist með stórauknu aðgengi barna og unglinga að netinu. Bent er á að auka þurfi forvarnir og fræðslu stórlega. 
09.12.2019 - 21:04
Þurfa að geta starfað án tölvu og farsíma
Gagnsæi og stöðug upplýsingagjöf skipti sköpum í kjölfar netárásar á Norsk Hydro, segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Öryggissérfræðingar Landsbankans segja að hægt sé að hafa varann á með því að staðfesta öll greiðslufyrirmæli með símtali. Mikilvægt sé að fræða starfsmenn um hætturnar og tortryggja alltaf fyrirmæli sem berast í tölvupósti.
31.10.2019 - 12:37
5 íslenskir fossar vinsælastir á Instagram
Fimm af þeim fossum sem dreift er mest á Instagram eru íslenskir. Niagara-foss í Kanada er langvinsælasti foss í heimi ef marka má Instagram, en hann er þó alls ekki hæstur í metrum talið.
26.10.2019 - 16:19
Vilja að stjórnvöld geti afskráð .is lén
Íslensk stjórnvöld vilja leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um landshöfuðlénið .is. Hvergi er fjallað um það í íslenskri löggjöf. Samtök höfundaréttarhafa vilja að stjórnvöldum verði heimilt að afskrá lén.
21.07.2019 - 12:30
Segir tímabært að leysa upp Facebook
Einn stofnenda samfélagsmiðlarisans Facebook vill að Mark Zuckerberg leysi upp fyrirtækið og samfélagsmiðilinn. Facebook sé orðið allt of valdamikið.
09.05.2019 - 21:06
Rússar taka netið úr sambandi í tilraunaskyni
Rússnesk stjórnvöld eru að undirbúa að aftengjast veraldarvefnum tímabundið og undirbúa þannig viðbrögð við netstríði í framtíðinni. Tilraunin mun gera það að verkum að netumferð innan landsins flæðir ekki út fyrir landamæri Rússlands.
11.02.2019 - 17:13
Nær allir Íslendingar nota netið
Nær allir Íslendingar á aldrinum 16 til 74 ára nota internetið reglulega miðað við nýjar tölur Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Árið 2018 notuðu 99 prósent Íslendinga internetið en aðeins 85 prósent Evrópubúa nota netið reglulega. Norðurlandaþjóðirnar eru meðal helstu netnotenda í Evrópu.
28.01.2019 - 08:55
Þriðjungur vefsíðna kominn í loftið
Rúmlega þriðjungur vefsíðna sem hýstar eru hjá fyrirtækinu 1984 er kominn í loftið á ný eftir algjört kerfishrun aðfaranótt mánudags. Framkvæmdastjórinn áætlar að nær allar síður verði komnar í loftið fyrir lok mánudags. Notendur hafa fengið aðgang að neyðarpóstþjónustu.
18.11.2017 - 12:35
ISNIC skoðar nýnasistasíðu með íslenskt lén
Bandaríska nýnasistavefritið The Daily Stormer færði vefsíðu sína undir íslenska lénið dailystormer.is í síðustu viku. ISNIC, sem heldur utan um landslénið .is, skoðar nú hvort lénið sé rétt skráð – ef svo er ekki er brýtur það gegn reglum ISNIC og þá er hægt að loka því.
21.09.2017 - 15:13
Stríðið um internetið tapað?
Þegar internetið varð til var hugsjónin falleg og jafnræði réði ríkjum. Núna er öldin önnur og síaukin miðstýring tröllríður netheimum, þar sem vald er fært úr höndum notandans til stórfyrirtækja. Þetta er sá tónn sem Peter Sunde, stofnandi hinnar alræmdu Torrent-síðu Piratebay, sló með erindi sínu á tækniráðstefnunni Brain Bar Budapest á dögunum. Verst af öllu sé að skaðinn sé skeður, stríðinu tapað og enginn viðsnúningur í sjónmáli.
25.06.2017 - 06:30
Sannleiksleitin ekki normið
„Internetið er að breyta öllu sem við gerum í persónulega lífinu, faglega, og pólitíska. Áhrifin eru ekki alfarið góð og staðreyndir eru bæði fjarlægari og nær okkur,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. Hann ræddi áhrif internets og samfélagsmiðla á lýðræðið ásamt Kristni Hrafnssyni í Lestinni.
08.11.2016 - 16:26