Færslur: Innrásin í Úkraínu

Mögulegt að Rússar skrúfi fyrir gas til Evrópu í haust
Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar varar við að Rússar muni hugsanlega loka á allan gasútflutning til Evrópu í haust. Forstjórinn, Fatih Birol, segir í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC að algjör stöðvun á gasútflutningi sé ekki líklegasta niðurstaðan, en Evrópuríki verði að sýna fyrirhyggju og leggja á ráðin um möguleg viðbrögð ef jarðgasið hættir að streyma til þeirra frá Rússlandi.
Ríkisstjórn Búlgaríu fallin eftir sex mánaða valdatíð
Búlgarska þingið samþykkti í gær vantrauststillögu á ríkisstjórn Kirils Petkov forsætisráðherra, sem tók við völdum fyrir sex mánuðum. Þetta þýðir að ríkisstjórn landsins er fallin og líklegt þykir að boðað verði til nýrra þingkosninga. Petkov mun þó að líkindum freista þess að mynda nýja stjórn áður en til þess kemur.
Spáir falli Pútíns innan hálfs árs
Vladimír Pútín verður farinn frá völdum eftir þrjá til sex mánuði segir Christopher Steele, fyrrverandi yfirmaður Rússlandsdeildar bresku leyniþjónustunnar, MI6. Steele rekur nú eigið fyrirtæki en hefur enn náin tengsl við MI6 og bandarísku leyniþjónustuna CIA. Steele sagði ennfremur að margt benti til þess að heilsu Pútíns hefði hrakað og það veikti stöðu hans innan rússneska stjórnkerfisins. Örlög Rússlandsforseta væru þó tengd því sem gerðist á vígvellinum í Úkraínu.
Draga úr olíuinnflutningi frá Rússlandi um 90%
Evrópusambandið mun draga úr olíuinnflutningi til Evrópu frá Rússlandi um 90% fyrir árslok. Frá þessu greinir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins tilkynnti á Twitter.
Skammast sín fyrir framferði Rússa í Úkraínu
Hátt settur ráðgjafi í sendinefnd Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf tilkynnti afsögn sína í dag. Hann segist aldrei hafa skammast sín jafn mikið fyrir þjóð sína og eftir að rússneski herinn réðst inn í Úkraínu.
Fjölga herstöðvum til að bregðast við „útþenslu NATO“
Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, hefur lýst því yfir að Rússar muni slá upp nýrri herstöð í vesturhluta Rússlands. Þetta sé viðbragð við því sem Rússar kalla „útþenslu Atlantshafsbandalagsins“ (NATO).
20.05.2022 - 10:09
Hefur áhyggjur af húsnæðismálum flóttafólks
975 Úkraínumenn hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Aðgerðarstjóri sem skipuleggur móttöku flóttamanna hefur áhyggjur af húsnæðismálum á næstu mánuðum. Það stefnir í að í árslok verði fjöldinn kominn í þrjú þúsund. Vinnumálastofnun hefur gefið út hundrað atvinnuleyfi.
Sanna Marin og Sauli Niinistö styðja aðild að NATO
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Sauli Niinistö, forseti landsins, styðja bæði að Finnland sæki um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Þau tilkynntu afstöðu sína með formlegum hætti í morgun.
12.05.2022 - 07:09
Olíubann mögulega samþykkt fyrir vikulok
Samkomulag kann að vera að nást meðal leiðtoga Evrópusambandsins um að hætta innflutningi á rússneskri olíu fyrir árslok. Innflutningsbannið er hluti af refsiaðgerðum gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu fyrr á árinu. Ungverjar hafa eindregið lýst sig andvíga banninu.
Sjónvarpsfrétt
„Lagið er okkar öskur, viðbragð og stuðningur“
Við erum hér til að láta afstöðu okkar í ljós eins hátt og við getum, segir söngkona rússnesku hljómsveitarinnar Pussy Riot. Hljómsveitin er á Íslandi við æfingar fyrir tónleikaferðalag um Evrópu. Söngkonan og laga- og textahöfundurinn Masha Alekhina býst fastlega við því að hafna í fangelsi á ný í heimalandi sínu Rússlandi fyrir andóf sitt. Hljómsveitin hefur samið lag gegn stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. 
09.05.2022 - 19:38
Zelensky: „Myrkrið og hið illa komið aftur til Úkraínu“
Óttast er að sextíu hafi látið lífið í sprengjuárás á skóla í austurhluta Úkraínu. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segist vera ofboðið vegna árásarinnar. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa gleymt öllu því sem var sigurvegurum seinna stríðs mikilvægt. „Myrkrið og hið illa er snúið aftur til Úkraínu í nýjum búningi.“
08.05.2022 - 21:36
Bono og The Edge héldu óvænta tónleika í Kænugarði
Bono og The Edge, söngvari og gítarleikari U2, héldu óvænta tónleika á neðanjarðarlestastöð í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Þeir fluttu saman nokkur af þekktustu lögum sveitarinnar, meðal annars Desire, byltingaslagarann Sunday Bloody Sunday og With or Without You.
08.05.2022 - 12:48
Sendiherrann segir engan geta „slaufað Rússlandi“
Mikhail Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, segir í grein sem birtist á Facebook-síðu sendiráðsins að engin geti slaufað Rússlandi. Áhrif Rússa á menningu, vísinda og stjórnmál séu einfaldlega of mikil til að hægt sé að útiloka þá.
07.05.2022 - 21:32
Kyrrsetja huldusnekkju sem er sögð í eigu Pútíns
Efnahags-og fjármálaráðuneyti Ítalíu hefur ákveðið að kyrrsetja ofursnekkjuna The Scheherazade sem hefur verið í slippi á Ítalíu undanfarna mánuði. Fullyrt hefur verið að snekkjan sé í raun og veru í eigu Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands.
06.05.2022 - 22:11
Yfir sex milljarðar evra söfnuðust fyrir Úkraínu
Rúmlega sex milljarðar evra söfnuðust í dag á fjáröflunarráðstefnu til styrktar úkraínsku þjóðinni. Hún var haldin í Varsjá í Póllandi. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sagði þegar hann greindi frá árangrinum á fundi með fréttamönnum að allt féð rynni til Úkraínu og þjóða sem styðja Úkraínumenn í erfiðleikum þeirra vegna innrásar Rússa í landið.
25 Úkraínumenn komnir með atvinnuleyfi
Vinnumálastofnun hefur gefið út 25 leyfi til fólks frá Úkraínu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi. Forstjórinn segir að fyrirspurnum fjölgi og líklegt sé að spár um minnkandi atvinnuleysi milli mánaða gangi eftir. Horfurnar á vinnumarkaði í sumar eru góðar.
Heimskviður
Fékk símtal frá systur í Maríupol eftir 56 daga þögn
Sergej Kjartan Artamanov fæddist í úkraínsku hafnarborginni Mariupol árið 1988. Hann hefur búið á Íslandi undanfarin tíu ár, en systir hans Natasha er enn í Mariupol, borginni sem hefur umsetin af rússneskum hermönnum frá upphafi stríðsins. Sergej segir sögu sína í nýjasta þætti Heimskviða og greinir frá því hvernig hann heyrði nýverið í systur sinni, í fyrsta sinn í 56 daga.
26.04.2022 - 09:22
Ábendingar um úkraínsku systurnar skiluðu sér ekki
Úkraínskar systur, sem hafa verið á hrakhólum í þá viku sem þær hafa dvalið hér á landi, voru fyrir mistök settar í herbergi með karlmanni þeim ótengdum. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Þar stendur að ábendingar um málið hafi ekki skilað sér „með þeim hætti að mistökin uppgötvuðust.“
Sjónvarpsfrétt
Verstu þurrkar í Afríku í fjörutíu ár
Líf um tuttugu milljóna er í hættu vegna ástandsins og stríðið í Úkraínu hefur gert slæma stöðu enn verri. Mestu þurrkar í ein fjörutíu ár blasa nú við í ríkjum í austurhluta Afríku.
20.04.2022 - 08:50
Átti aldrei von á að hjálpa stríðshrjáðum í Evrópu
Ég sá aldrei fyrir mér að vinna við hjálparstörf vegna stríðsátaka í Evrópu segir íslenskur maður sem starfar í Moldóvu við móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Hann hefur haft milligöngu um komu flóttafólks þaðan hingað til lands.
Boris Johnson bannað að koma til Rússlands
Rússnesk stjórnvöld hafa bannað Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, LIz Truss, utanríkisráðherra, og Ben Wallace, varnarmálaráðherra, að koma til Rússlands. Rússar segja ákvörðunina tekna í ljósi þeirra fordæmalausu og fjandsamlegu þvingunaraðgerða sem Bretar hafi beitt sér fyrir í garð Rússlands. Búist er við að listinn eigi eftir lengjast þegar líður á daginn.
Rússar segja að NATO-aðild hafi áhrif á öryggi í Evrópu
Rússar segja að það muni hafi afleiðingar gangi Finnar og Svíar í NATO. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá rússneska utanríkisráðuneytinu. Finnar og Svíar verði að gera sér grein fyrir því að aðild þeirra að NATO hafi ekki aðeins áhrif á samband ríkjanna við Rússland heldur á öryggismál í allri Evrópu.
15.04.2022 - 10:35
Verið að svelta íbúa Mariupol í hel
Yfirmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna segir að verið sé að svelta íbúa úkraínsku hafnarborgarinnar Mariupol í hel og spáir því að neyð almennings í Úkraínu, sem þegar er mikil, eigi eftir að aukast enn frekar næstu vikurnar ef ekki verður lát á árásum Rússa.
Biden íhugar Úkraínuheimsókn
Joe Biden Bandaríkjaforseti íhugar að fara í opinbera heimsókn til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu. Forsetinn sagðist á fréttafundi íhuga að senda háttsettan fulltrúa Bandaríkjastjórnar til viðræðna við Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í Kænugarði og útilokaði ekki að hann yrði sjálfur sá fulltrúi.
Sprengingar í Kænugarði og loftvarnaflautur glymja
Fréttir hafa borist af miklum sprengingum í útjaðri Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, seint í kvöld. Þingkonan Lesia Vasylenko greindi frá því á Twitter að hún hefði heyrt þrjár öflugar sprengingar, „hverja á fætur annarri,“ og að loftvarnarflautur hefðu glumið í klukkustund, ekki aðeins í Kænugarði heldur öllum héruðum landsins.
15.04.2022 - 00:25