Færslur: Innrás Tyrkja í Sýrland

Bílsprengja grandaði minnst 46 í Sýrlandi
Minnst 46 manns týndu lífi og 50 særðust þegar olíuflutningabíll var sprengdur í loft upp í borginni Afrín í norðanverðu Sýrlandi í gær. Langflest hinna látnu og særðu eru óbreyttir borgarar, þar á meðal á annan tug barna. Í hópi fallinna eru líka minnst sex liðsmenn vopnaðra sveita uppreisnarmanna sem hafa bæði tögl og hagldir í Afrínborg með stuðningi Tyrkja.
Á þriðja tug tyrkneskra hermanna féllu í loftárás
Að minnsta kosti 29 tyrkneskir hermenn féllu og fjöldi særðist þegar sýrlenski stjórnarherinn gerði loftárás í Idlib-héraði í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Talið er að tala látinna muni hækka.
27.02.2020 - 23:25
Hörð átök í Idlib kalla hörmungar yfir hundruð þúsunda
Harðir bardagar geisa enn í Idlib-héraði í Sýrlandi. Þar féllu tveir tyrkneskir hermenn í loftárásum Sýrlandshers í gær, daginn eftir að Erdogan Tyrklandsforseti varaði við yfirvofandi sókn Tyrklandshers í héraðinu. Leiðtogaráð Evrópusambandsins fordæmir árásir Sýrlandshers á Idlib-borg og varar við þeim hörmungum sem þær leiða yfir almenning.
Fengu upplýsingar frá eiginkonu Bagdadis
Eiginkona Abu Bakr al-Baghdadis, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, sem er í haldi Tyrkja, hefur veitt tyrkneskum yfirvöldum miklar upplýsingar um leiðtogann og innri starfsemi samtakanna. 
07.11.2019 - 10:07
Segir eiginkonu Baghdadis í haldi Tyrkja
Tyrkir hafa handsamað eiginkonu Abu Bakr al-Baghdadis, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, sem féll í árás Bandaríkjamanna í Sýrlandi á dögunum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, greindi frá þess í ræðu við Ankara-háskóla í dag.
06.11.2019 - 14:10
Segir Bandaríkjamenn hafa svikið Kúrda
Dimitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, segir að Bandaríkjamenn hafi svikið Kúrda í norðurhluta Sýrlands og snúið við þeim baki. Hann hvetur Kúrda til að forða sér frá tyrknesku landamærunum ella muni Tyrkir þjarma að þeim. 
23.10.2019 - 08:21
Segist styðja Kúrda gegn Tyrkjum
Stjórnvöld í Damaskus munu styðja Kúrda í baráttu þeirra gegn Tyrkjum og sýrlenskum bandamönnum þeirra. Þetta sagði Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, þegar hann ræddi við stjórnarhermenn í Idlib í dag.
22.10.2019 - 16:28
Vill alþjóðlegt öryggissvæði í Sýrlandi
Annegret Kramp-Karrenbauer, varnarmálaráðherra Þýskalands, leggur til að komið verði upp alþjóðlegu öryggissvæði í Sýrlandi með þátttöku Evrópuríkja í samvinnu við Rússa og Tyrki.
22.10.2019 - 16:07
Hafa ekki heimild til að vera í Írak
Bandarískir hermenn sem fóru yfir til Íraks frá Sýrlandi á dögunum hafa ekki heimild til að vera þar til lengri tíma, einungis til að fara þar í gegn. Þetta sagði í yfirlýsingu frá Íraksher í morgun.
22.10.2019 - 09:55
Hótar enn meiri hörku gegn Kúrdum
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hótar því að halda áfram hernaðinum í Sýrlandi af enn meiri hörku fari Kúrdar ekki með lið sitt frá svæðum við tyrknesku landamærin í samræmi við samkomulag Tyrkja og Bandaríkjamanna. 
22.10.2019 - 09:34
Segja Tyrki hafa rofið vopnahléð
Kúrdar saka Tyrki um að hafa rofið vopnahlé í Sýrlandi sem samið var um í gær. Fimm almennir borgarar hafa látið lífið í loftárásum nærri borginni Ras al-Ain í dag. Bandaríkjaforseti líkir átökunum á svæðinu við slagsmál barna á skólalóð.
Enn barist við Ras al-Ain
Sprengju- og byssuhvellir bárust frá bænum Ras al-Ain í norðurhluta Sýrlands í morgun rúmum hálfum sólarhring eftir að Tyrkir féllust á beiðni Bandaríkjamanna um að gera hlé á hernaði sínum gegn Kúrdum og gefa þeim tækifæri til að hverfa frá tyrknesku landamærunum.
18.10.2019 - 08:12
Myndskeið
Trump fagnar ákvörðun Tyrkja
Donald Trump bandaríkjaforseti fagnaði í kvöld ákvörðun Tyrkja að láta af hernaðaraðgerðum í norðurhluta Sýrlands. Kúrdar ætla að hörfa svo Tyrkir geti komið upp svokölluðu öryggissvæði á landamærum Tyrklands og Sýrlands, en Tyrkir segjast ekki ætla að halda því lengi.
Ræddu flutninga á vígamönnum til Íraks
Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, átti í morgun fund með ráðamönnum í Bagdad um mögulegan flutning til Íraks á vígamönnum í haldi Kúrda í norðurhluta Sýrlands.
17.10.2019 - 08:45
Biður Erdogan að vera hvorki flón né harðjaxl
„Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón!“ Þannig endar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, bréf sitt til Receps Tayyips Erdogans, Tyrklandsforseta, sem hann sendi daginn sem Tyrkir hófu innrás sína í Sýrland.
Fulltrúadeildin fordæmir ákvörðun Trumps
Fulltrúadeild bandaríkjaþings samþykkti ályktun í kvöld þar sem ákvörðun Donalds Trumps bandaríkjaforseta, um að draga herlið frá Sýrlandi, er fordæmd. Ályktunin var samþykkt með 354 atkvæðum gegn 60, en 129 Repúblíkanar studdu hana.
Myndskeið
„Heimurinn verður að bregðast við þessu“
Íslenskur hjálparstarfsmaður sem er nýkominn heim frá Sýrlandi segir að heimurinn verði að bregðast við neyð flóttafólks á svæðinu. Forseti Tyrklands segir ekki koma til greina að láta undan þrýstingi og hætta árásum í norðurhluta Sýrlands.
Kemur ekki til greina að semja við Kúrda
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í morgun að ekki kæmi til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi. Ýmsir leiðtogar væru að reyna að miðla málum, en það hefði aldrei gerst í sögu Tyrklands að ráðamenn settust að samningaborði með hryðjuverkamönnum.
Rætt um dómstól til að dæma vígamenn
Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, ætlar að ræða við ráðamenn í Írak um örlög íslamskra vígamanna í heimsókn til Bagdad á næstunni.
16.10.2019 - 09:14
Segir Tyrki aldrei geta lýst yfir vopnahléi
Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki aldrei geta lýst yfir vopnahléi í norðanverðu Sýrlandi. Haft er eftir honum í tyrkneskum fjölmiðlum í kvöld að hann hafi engar áhyggjur af viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna, og að koma Sýrlandshers inn í átökin í sýrlensku borginni Manbij sé ekki mjög neikvæð fyrir Tyrkland, svo framarlega sem vopnuðum sveitum Kúrda verði útrýmt þaðan.
Myndskeið
„Þetta er landið okkar“
Rússar hafa fært sig meira inn á átakasvæði í norðausturhluta Sýrlands í fjarveru Bandaríkjamanna. Kúrdísk kona sem flýði árásirnar, segist bjartsýn á að þjóð hennar nái yfirráðasvæði sínu aftur.
Hundruð þúsunda flýja undan Tyrkjum
Yfir 275 þúsund hafa flúið undan sókn tyrkneska hersins í norðausturhluta Sýrlands, þar af að minnsta kosti 70 þúsund börn, að því er kemur fram í upplýsingum frá stjórn Kúrda í landshlutanum. Starfsfólk alþjóðlegra hjálparstofnana hefur neyðst til að forða sér vegna hernaðaraðgerðanna.
Kúrdar verjast við Ras al-Ain
Sveitir Kúrda hafa veitt liði Tyrkja og bandamanna harða mótspyrnu við bæinn Ras Al-Ain í norðurhluta Sýrlands og hófu í nótt gagnsókn til að reyna að hrekja þá burt.
15.10.2019 - 08:47
Pólitísk spenna vegna leiks Frakka og Tyrkja
Utanríkisráðherra Frakka, Jean-Yves Le Drian, er hættur við að vera viðstaddur fótboltaleik milli Frakka og Tyrkja í dag. Ástæðan eru hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi. Þjálfarar beggja liða brýna fyrir fólki að áherslan í tengslum við leikinn sé á fótbolta en ekki stjórnmál.
14.10.2019 - 13:29
Misráðið að draga herliðið frá Sýrlandi
Íslensk stjórnvöld hafa lýst áhyggjum sínum við fulltrúa Bandaríkjanna á þeirri stöðu sem upp er komin í Sýrlandi eftir innrás Tyrkja. Þau sögðu misráðið af Bandaríkjamönnum að draga herlið sitt til baka.
14.10.2019 - 13:13