Færslur: Innrás í Úkraínu

Mohammed bin Salman orðinn forsætisráðherra Sádi Arabíu
Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu og valdamesti maður landsins þrátt fyrir að faðir hans vermi enn konungsstólinn hefur verið skipaður forsætisráðherra. Það var Salman konungur sem skipaði son sinn og ríkisarfa sem arftaka sinn í forsætisráðuneytinu.
Lúxusfleyta rússnesks auðkýfings seld á 5,4 milljarða
Lúxusfleyið Axioma, snekkja rússneska auðkýfingsins Dimitri Pumpiansky, var á þriðjudag seld á uppboði fyrir 37,5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 5,4 milljarða íslenskra króna. Yfirvöld á Gíbraltar kyrrsettu snekkjuna í mars á þessu ári að kröfu bandaríska bankans JP Morgan, sem vísaði í bresk lög um refsiaðgerðir gegn Rússlandi og tilgreindum rússneskum ríkisborgurum vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Tilkynnt um samþykkta innlimun í öllum héruðunum
Talsmenn aðskilnaðarsinna í fjórum héruðum Úkraínu sem eru að mestu leyti á valdi Rússa tilkynntu í kvöld að yfirgnæfandi meirihluti íbúa sem tóku þátt í sviðsettum atkvæðagreiðslum um helgina hefðu samþykkt innlimun héraðana í Rússland.
Segja niðurstöður ekki hafa áhrif á hernaðaráform
Rússlandsforseti mun líklega tilkynna um innlimun hernumdra héraða Úkraínu á næstu dögum. Yfirvöld í Úkraínu segja að niðurstöðurnar hafi verið ákveðnar frá upphafi og að þær muni ekki hafa nein áhrif á hernaðaráform landsins.
Stríðsfangi segist aldrei aftur geta hlustað á Abba
Shaun Pinner er einn þeirra fimm bresku stríðsfanga sem látnir voru lausir í viðamiklum fangaskiptum milli Rússlands og Úkraínu í síðustu viku. Hann segist feginn að vera laus en hann muni aldrei geta hlustað á ABBA framar.
Telja landamærum brátt lokað fyrir herkvöddum á flótta
Talið er að landamæri Rússlands verði brátt lokuð karlmönnum á herkvaðningar-aldri á leið til útlanda. Fjöldi karlmanna hefur flúið land vegna herkvaðningar varaliðs. Á árinu hefur aldrei verið eins mikil umferð yfir landamærin að Finnlandi, eins og um helgina. Í síðustu viku fóru helmingi fleiri yfir landamærin en í vikunni þar á undan.
26.09.2022 - 13:44
Á von á umsóknum frá Rússum um vernd hér á landi
Forsætisráðherra segist eiga von á fjölgun umsókna um vernd hér á landi frá rússkneskum ríkisborgurum vegna herkvaðningar í Rússlandi. Fjöldi ungra manna hafa reynt að flýja Rússland síðustu daga.
25.09.2022 - 14:20
Þingforsetar áhyggjufullir vegna herkvaðningar
Forsetar beggja þingdeilda í Rússlandi hafa fengið veður af verulegri óánægju vegna herkvaðningar rússnesku stjórnarinnar. Sveitastjórnum er skipað að taka á málunum og leysa úr þeim sem allra fyrst. 
25.09.2022 - 14:00
Waters aflýsir tónleikum vegna afstöðu til innrásinnar
Breski tónlistarmaðurinn Roger Waters hefur aflýst tvennum tónleikum sem hann hugðist halda í Póllandi á næsta ári. Ástæðuna má, að sögn pólskra fjölmiðla, rekja til afstöðu tónlistarmannsins til innrásar Rússa í Úkraínu.
Segir Rússa ekki hafa átt annarra kosta völ
Utanríkisráðherra Rússlands segir engra annarra kosta hafa verið völ en að beita hernaðaríhlutun í Úkraínu. Hann staðhæfir að Bandaríkin og bandalagsríki þeirra grafi undan því alþjóðakerfi sem Sameinuðu þjóðirnar hafa komið á laggirnar. Úkraínuforseti hvetur rússneska hermenn til uppgjafar.
Um 700 handteknir í mótmælum gegn herkvaðningu
Talið er að um 700 mótmælendur hafi verið handteknir í Rússlandi í dag í tengslum við mótmæli gegn herkvaðningu þar í landi.
G7-ríkin og Biden fordæma atkvæðagreiðslur
G7, sjö helstu iðnríki heims, hafa fordæmt þá sýndaratkvæðagreiðslu sem nú standi yfir um hvort íbúar fjögurra héraða í Úkraínu vilji tilheyra Rússlandi. Úrslit þessarar atkvæðagreiðslu verði aldrei viðurkennd. Joe Biden Bandaríkjaforseti kallar atkvæðagreiðsluna sýndarmennsku.
24.09.2022 - 12:01
Hvað gerist beiti Pútín kjarnorkuvopnum?
Óduldar hótanir Rússlandsforseta og fleiri ráðamanna um beitingu kjarnorkuvopna í Úkraínu til að verja landsvæði sem þeir álíta að tilheyri Rússlandi, hafa vakið vangaveltur sérfræðinga um afleiðingar þess og hvernig vesturveldin brygðust við.
Hvetur til áframhaldandi fordæmingar á atkvæðagreiðslum
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti hvetur heimsbyggðina til að fordæma áfram þær gerviþjóðaratkvæðagreiðslur sem hafnar eru í fjórum héruðum Úkraínu. Hann hvatti jafnframt til að niðurstöðunum yrði alfarið hafnað. Enn frekari vísbendingar eru uppi um stríðsglæpi af hálfu Rússa í Úkraínu.
Atkvæðagreiðsla um innlimun hafin í fjórum héruðum
Atkvæðagreiðsla er hafin í fjórum hernumdum úkraínskum héruðum um hvort þau skuli innlimuð í Rússland. Íbúum héraðanna Kherson og Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu ásamt Donetsk og Luhansk-héruðum í austanverðu landinu, býðst að greiða atkvæði fram á þriðjudag.
Fjöldi sagður forða sér undan herkvaðningu
Langar raðir hafa myndast í umferðarteppu á fjölmörgum stöðum á hinum gríðarlega löngu landamærum Rússlands. Mikill fjöldi er sagður vilja komast frá landi til að forðast herkvaðningu.
Segir Pútín svívirða stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti á fundi öryggisráðsins áhyggjum af væntanlegum atkvæðagreiðslum Rússa á hernumdum svæðum í Úkraínu um innlimun í Rússland. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði Pútín Rússlandsforseta svívirða stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Atkvæðagreiðslur í fjórum héruðum á morgun
Atkvæðagreiðslur hefjast í fjórum úkraínskum héruðum á morgun um hvort þau skuli innlimuð í Rússland. Rússneskir embættismenn á hernumdum svæðum í þessum héruðum boðuðu til atkvæðagreiðslnanna.
22.09.2022 - 15:49
Spegillinn
Rússneski herinn hefur beðið hnekki
Rússneski herinn er laskaður eftir stríðsreksturinn í Úkraínu, það hefur gengið á vopnabúrið og mannfallið hefur verið töluvert. Rússnesk stjórnvöld segja að um sex þúsund hermenn þeirra hafi dáið í Úkraínu í ár en aðrir, þar á meðal bandarísk varnarmálayfirvöld, telja að þeir gætu verið næstum þrisvar sinnum fleiri. Kvaðning 300 þúsund manna varaliðs í Rússlandi endurspeglar vonda stöðu hersins að mati Alberts Jónssonar, fyrrverandi sendiherra og sérfræðings í öryggis og varnarmálum.
Norður-Kóreumenn þvertaka fyrir að útvega Rússum vopn
Varnarmálaráðuneyti Norður-Kóreu þvertekur fyrir að það útvegi Rússum vopn. Nokkrar vikur eru síðan Bandaríkjamenn sögðu rússnesk yfirvöld leita til Norður-Kóreu í því skyni enda skorts tekið að gæta í vopnabúri þeirra vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Alþjóðasamfélagið hyggst beita Rússa auknum þrýstingi
Alþjóðlegur þrýstingur verður aukinn gagnvart Rússum í kjölfar herkvaðningar Rússlandsforseta í gær og lítt dulinna hótana hans um beitingu kjarnavopna. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins héldu neyðarfund í gær og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman með morgninum.
Fylgt verði fimm punkta áætlun til friðar í Úkraínu
Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu kallar eftir að alþjóðasamfélagið fylgi fimm punkta áætlun til þess að koma á friði í landinu. Hann gagnrýndi tvískinnung Rússa í ávarpi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í kvöld.
Sjónvarpsfrétt
Vilja ekki berjast í stríði Pútíns og óttast dauðann
Rússi, búsettur á Íslandi, segir að meðal þeirra ungu manna sem hann þekki, vilji enginn verða sendur á vígvöllinn. Víðtæk mótmæli voru víða um Rússland í dag. Bæði var verið að mótmæla herkvaðningu varaliðs og stríðinu í Úkraínu. 
21.09.2022 - 22:24
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Moskvu
Fleiri en þúsund mótmælendur hafa verið handteknir í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í kvöld. Mikill fjöldi hefur safnast saman til að andmæla herkvaðningu í landinu.
21.09.2022 - 20:34
Breskum stríðsföngum sleppt úr haldi
Rússneskar sveitir í austurhluta Úkraínu hafa leyst fimm breska ríkisborgara úr haldi. Mennirnir voru handteknir á sínum tíma og sakaðir um að vera málaliðar fyrir Úkraínuher.
21.09.2022 - 18:46