Færslur: Innlent

Guðlaugur Þór greindist með COVID-19 á landamærunum
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur greinst með COVID-19. Smitið var greint á landamærunum.
Telja Íslandspóst hafi brotið lög með nýrri gjaldskrá
Umboðsmanni Alþingis hefur borist erindi um pakkagjaldskrá Íslandspósts frá Félagi íslenskra atvinnurekenda. Þau telja að gjaldskrá Íslandspósts hafi verið ólögmæt þar sem hún hafi verið gróflega undirverðlögð. Félagið krefst því rannsóknar á stjórnsýslu eftirlitsstofnana vegna gjaldskrárinnar.
Nýtt minnisblað tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag
Ríkisstjórnin ræðir nýtt minnisblað sóttvarnalæknis að sóttvarnaaðgerðum á fundi sínum í dag klukkan hálf tíu. Undanfarna daga hefur verið þungt hljóð í sóttvarnalækni varðandi stöðu faraldursins.
Órólegt vetrarveður um helgina
Í dag verður suðaustankaldi- eða strekkingur með snjókomu eða slyddu suðvestantil, en svo hlýnar með deginum, rólegri vindur og líklega rignir síðdegis. Norðlægar vindáttir í öðrum landshlutum og von á töluverðri snjókomu norðvestantil og snjókomu með köflum austantil í nótt.
14.01.2022 - 07:12
Persónuvernd svarar Kára um lögmæti skimana
Persónuvernd leiðrétti í dag fullyrðingu Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar Erfðagreiningar, um að þau hefðu haldið því fram að fyrirtækið hefði gerst brotlegt við lög í skimunum á fólki á síðasta ári. Persónuvernd hafði fengið misvísandi upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Landspítala og ÍE og taldi að sú vinnsla hefði ekki samræmst kröfum persónuverndar.
1.101 smit í gær og 53 endursmit
1.101 greindust með kórónuveiruna hérlendis í gær, sem er svipaður fjöldi og í gær. 53 smit eru skráð sem endursmit, en það eru einstaklingar sem hafa fengið covid minnst einu sinni áður. Þar af voru 105 smit greind á landamærunum, sem eru nokkuð meira en í gær. Það fækkar lítillega í einangrun og sóttkví milli daga.
Einn lést af völdum COVID-19 á Landspítala
Karlmaður á tíræðisaldri lést á Landspítala í gær af völdum COVID-19. Andlát af völdum veirunnar eru nú samkvæmt farsóttarnefnd spítalans, 43 frá upphafi faraldursins. Þetta er tólfta andlátið í þessari bylgju faraldurins.
13.01.2022 - 10:10
Jarðskjálfti og eftirskjálftar í Bárðabungu
Jarðskjálfti 3,2 að stærð varð tæpa tvo kílómetra norður af Bárðarbungu í Vatnajökli laust fyrir klukkan sjö í morgun. Nokkrir eftirskjálftar mældust í kjölfarið, allir undir 2 á stærð.
Guðmundur Árni sækist eftir fyrsta sæti í Hafnarfirði
Guðmundur Árni Stefánsson tilkynnti í gærkvöld hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Guðmundur hefur verið sendiherra síðastliðin sextán ár, en á langan feril í stjórnmálum að baki. Hann tekur því þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar 12. febrúar næstkomandi.
Lægir um hádegi og von á ágætis veðri
Það hefur gengið á með suðvestan hvassviðri eða - stormi og éljagangi á Vesturlandi og Norðurlandi Vestra síðan á hádegi í gær, en með morgninum fer að hægja á vindi og um hádegisbil verður hvassviðrið gengið niður að mestu. Skyggni er víða slæmt og færð á vegum varasöm þennan morguninn.
13.01.2022 - 07:10
Covid-sjúklingum fjölgar á Landspítala
45 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19, en það eru sex fleiri en í gær. Sjö eru á gjörgæslu, fjórir þeirra í öndunarvél, sem er sama staða og var á gjörgæslu í gær. Af þeim sjö eru fimm óbólusettir og tveir sem hafa fengið að minnsta kosti eina bólusetningu.
12.01.2022 - 10:09
Þakplötur fuku og bíll fór út af vegi
Björgunarsveitir voru kallaðar út tvisvar í nótt, þegar í gildi voru gular veðurviðvaranir vegna suðvestanstorms sem gekk yfir landið.
12.01.2022 - 09:06
Upplýsingafundur um COVID-19 í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ásamt landlækni boðað til upplýsingafundar um stöðuna í COVID-19 faraldrinum hérlendis. Fundurinn verður klukkan 11 og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV og á RÚV.is.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 nærri Öskju
Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð þann klukkan hálf fimm í nótt um 6 km vestur af af Dreka, nærri Öskju. Á síðasta ári mældist landris við Öskju frá ágúst fram í nóvember, en hægði svo verulega á því í desember. Skjálftinn er ekki talinn fyrirboði eldgoss.
Eldur í flutningabíl á Siglufjarðarvegi
Eldur kviknaði í tengivagni flutningabíls á Siglufjarðarvegi á áttunda tímanum í gærkvöld. Jóhann K. Jóhannson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, segir að bílstjóri hafi brugðist skjótt með að aftengja vagninn frá bílnum, sem kom í veg fyrir meira tjón.
12.01.2022 - 07:09
Lögregluumdæmi ósammála um öryggi Facebook samskipta
Lögreglan á Suðurnesjum lokaði Facebook-aðgangi sínum síðdegis og segir það vera vegna athugasemdar Persónuverndar um öryggi miðilsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst ekki loka sínum Facebook-aðgangi og segir lögreglustjóri þau tryggja öryggi persónuupplýsinga með öðrum leiðum.
Sóttkví í mánuð ekki brot á mannréttindasáttmála
Landsréttur staðfesti á föstudag ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness, um að maður hefði löglega verið skikkaður í sóttkví í mánuð vegna smita á heimili hans. Sóttkvíin var metin réttmæt og lögleg, þar sem sóttvarnarlæknir og stjórnvöld hefðu svigrúm til þess að meta nauðsyn aðgerða á hverjum tíma í ljósi stöðu faraldursins.
Skoða að lýsa yfir neyðarstigi í heilbrigðiskerfinu
Ríkislögreglustjóri skoðar nú þann möguleika að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna fjölgunar smita og vaxandi álags á heilbrigðiskerfið.
Sjónvarpsfrétt
Mál Vítalíu með þeim mikilvægustu síðustu áratugi
Prófessor í félagsfræði segir að framvindan í máli Vítalíu Lazarevu sé eitt það mikilvægasta sem gerst hefur varðandi stöðu karla og kvenna á Íslandi síðustu áratugi. #metoo-hreyfingin hafi ýtt undir samfélagsbreytingar.
09.01.2022 - 19:48
„Fráleitt að hætta skimunum eins og staðan er núna“
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala, segir það ekki leysa vandann að sleppa faraldrinum lausum og hætta skimunum. Hann segist sammála því að þurfi að efla spítalann og getu hans til þess að takast á við faraldurinn, en telur það einmitt felast í því að halda skimunum áfram.
Yfir sex hundruð skelltu sér á skíði í góðviðrinu
Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í morgun. Magnús Árnason framkvæmdastjóri svæðisins segir að um sex hundruð manns séu nú í brekkunni og þá eru einnig margir á gönguskíðum. Miklu hvassviðri er spáð í kvöld, svo líklega þarf að loka um tvö í Bláfjöllum, þegar veðrið tekur að versna.
09.01.2022 - 15:07
Spyr hvort fjármunum í sýnatökur væri betur varið á LSH
Læknir á Landspítala, Ragnar Freyr Ingvarsson, veltir því upp í færslu á Facebook síðu sinni í dag hvort tímabært sé að endurhugsa nálgun í heimsfaraldrinum. Þá sérstaklega bendir hann á PCR-sýnatökurnar og spyr hvort því gríðarlega fjármagni sem þeim fylgir, væri betur beint inn á Landspítalann.
Viðtal
Útkeyrt starfsfólk þakklátt liðsstyrk frá Klíníkinni
Margir starfsmenn Landspítala eru útkeyrðir eftir langtíma álag segir Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs og einn yfirmanna covid-göngudeildar Landspítalans. Liðsstyrkur Klíníkurinnar er gríðarlegar mikilvægur og ætti að létta strax undir álagi á spítalanum.
Minni líkur á tjóni í kvöld vegna lægri sjávarstöðu
Miklu hvassvirði er spáð í kvöld og hefur Veðurstofan gefið út gula veðurviðvörun fyrir mestallt landið. Von á 20-28 metrum á sekúndu á suðvestanverðu landinu. Í óveðrinu sem gekk yfir landið á fimmtudag flettist klæðning af Nesvegi frá Grindavík að Reykjanesvita og tjón varð í höfnum og á sjóvarnargörðum. Eftirlitsmaður hjá Vegagerðarinni segir að minni áhlaðandi og læri sjávarstaða gæti bjargað því að annað eins tjón verði í storminum í kvöld.
09.01.2022 - 12:55
Einkennalausir útskrifa sjálfa sig að lokinni einangrun
Að lokinni sjö daga einangrun vegna COVID-19 smits, geta og mega sjúklingar nú útskrifa sig sjálfa, finni þeir ekki fyrir sjúkdómseinkennum og uppfylli öll skilyrði fyrir útskrift.