Færslur: Innköllun

ÁTVR innkallar bjór vegna sprengihættu
ÁTVR hefur innkallað bjórinn Siglu Humlafley Session IPA frá brugghúsinu Brothers Brewery. Þetta er gert vegna hættu á að áldósirnar geti bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu.
04.06.2021 - 13:52
Innkalla Risaþrist vegna umbúða – „Augljóst plastbragð“
Sælgætisgerðin Kólus ehf. hefur innkallað sælgætið Risaþrist, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Sælgætið er innkallað vegna þess að umbúðirnar, sem eru framleiddar af fyrirtækinu PMT, spilla bragðinu. Snorri Páll Jónsson, framkvæmdastjóri Kólus ehf., segir í samtali við fréttastofu að það fari ekki milli mála: „Það er alveg augljóst plastbragð,“ segir hann.
Innkalla hættulega „pikkler“ leikfangaklifurgrind
Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu og afhendingu á leikfangaklifurgrind, „pikkler“, frá Sigurði Valgeirssyni. Í nýrri tilkynningu á vef Neytendastofu segir að af klifurgrindinni stafi hengingarhætta þar sem börn geti fest höfuðið milli rimlanna. Þá sé hún völt og geti oltið á hliðina. Þeir sem eiga klifurgrind af þessari gerð eru hvattir til að skila henni til seljanda.
21.12.2020 - 16:40
Innkalla fæðubótarefni vegna of hás magns B6
Fæðubótarefni The True Original - Animal pak dietary supplement sem flutt er inn af fyrirtækinu Prótín.is hefur verið innkallað af Matvælastofnun. Magn B6 vítamíns í efninu er yfir ráðlögðum dagskammti.
04.12.2020 - 17:00
Glerbrot fannst í kjúklingasúpu
Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur innkallað mexíkóska kjúklingasúpu frá Krónunni í eins lítra umbúðum. Aðskotahlutur, glerbrot, fannst í krukkunni sem súpan var seld í. Súpan er framleidd af IMF ehf. fyrir Krónuna.
27.11.2020 - 17:28
Matvælastofnun innkallar Himneskt tahini-mauk
Matvælastofnun í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallar Himneskt lífrænt, hvítt tahini-mauk frá Aðföngum.