Færslur: Innflytjendur

911 börn aðskilin frá foreldrum við landamærin
Alls hafa 911 börn og ungabörn verið aðskilin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að koma ætti í veg fyrir aðskilnað fjölskyldna.
31.07.2019 - 05:27
Fréttaskýring
Ber ekki að kalla til túlk í viðkvæmum málum
Sýslumanni ber ekki að kalla til eða útvega fólki, sem ekki talar íslensku, túlk. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir að hún hafi haft spurnir af málum þar sem erlendar konur hafa gefið frá sér forsjá barna sinna og afsalað sér eignum þar sem þær skildu ekki hvað fór fram hjá sýslumanni.
Mexíkó handtekur ekki flóttafólk við landamæri
Forseti Mexíkó segir að þjóðvarðliðar sem sendir voru að landamærunum að Bandaríkjunum hafi ekki fengið skipanir um að handtaka fólk sem freistar þess að fara ólöglega yfir þau.
25.06.2019 - 16:20
Samfélagsmiðlagögn til að fá vegabréfsáritun
Umsækjendur um vegabréfsáritun til að ferðast til Bandaríkjanna þurfa nú að gera grein fyrir notendanöfnum á samfélagsmiðlum, tölvupóstföngum og símanúmerum er þeir sækja um áritun samkvæmt nýjum reglum utanríkisráðuneytisins. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lengi barist fyrir harðari reglum um innflytjendur til landsins.
01.06.2019 - 17:27
Pistill
Íslenskukennslan fær falleinkunn
Um 60% innflytjenda eru óánægð með þá íslenskukennslu sem er í boði hér á landi, samkvæmt nýrri könnun. Lítil fylgni er milli þess hversu vel innflytjendur telja sig geta talað íslensku og hversu mörg íslenskunámskeið þeir hafa sótt. Nærri helmingur innflytjenda telur íslenskukunnáttu sína slaka.
08.05.2019 - 17:00
1300 innflytjendur sluppu úr haldi
Í það minnsta 1300 innflytjendur sluppu úr varðhaldi í borginni Tapachula í Mexíkó í gær. Fólkið hafði hótað því að kveikja í húsnæði sem það dvaldi í vegna óánægju með bágbornar aðstæður og mikil þrengsli. Húsnæðið var byggt til að hýsa 900 manns.
26.04.2019 - 09:05
Telja útlendingapólitík Dana til fyrirmyndar
Norrænir stjórnmálaflokkar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi líta æ meira til stefnu danskra stjórnvalda þegar þeir lýsa æskilegri stefnu eigin stjórnvalda í málefnum útlendinga. Þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar vísar 7 sinnum til stefnu danskra stjórnvalda í kosningabæklingum sínum.
18.03.2019 - 14:29
Erlendar konur valdalitlar á vinnumarkaði
Bersýnilega kom í ljós, þegar #metoo sögur kvenna af erlendum uppruna voru birtar, að þær eru meðal þeirra valdaminnstu á vinnuvinnumarkaði og auðveldast að misbeita valdi gegn þeim. Þetta kemur fram í formála framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins á rannsóknarverkefni um konur af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöður þess voru gefnar út í skýrslu í dag.
19.12.2018 - 13:28
Myndskeið
Byggja brýr með tómstundaiðkun
Alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að brúa bil milli barna af ólíkum uppruna með tómstundum hefur verið innleitt á nokkrum stöðum hér á landi. Markmiðið með því er að öll börn upplifi sig sem hluta af hópnum.
20.11.2018 - 22:46
Fötluðum börnum innflytjenda sé mismunað
Hætta er á að fötluð börn innflytjenda fari á mis við ýmis réttindi vegna þess að kerfið mætir þeim ekki sem vera skyldi. Þetta segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar var haldið í fimmta sinn í Ráðhúsinu í dag. Fötluð börn af erlendum uppruna, börn innflytjenda og unglingar af erlendum uppruna voru meðal þess sem rætt var á málstofum.
Viðtal
Þvinga fólk í vinnu þrátt fyrir veikindaleyfi
Mörg dæmi eru um að atvinnurekendur meini starfsfólki að nýta veikinda- og slysarétt sinn og geri nýja samninga við þungaðar konur. Þetta segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, doktor í heimilislækningum og meðlimur í stjórn félags íslenskra heimilislækna. Erlendir starfsmenn eigi oft allt undir vinnuveitanda og í sumum tilfellum fari yfirmaðurinn með þeim til læknis, oft í því skyni að hjálpa en stundum virðist tilgangurinn annarlegur.
Yfir 700 börn innflytjenda enn í haldi
Yfir 700 börn suður-amerískra innflytjenda, sem tekin voru frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna, eru enn ekki komin í faðm fjölskyldunnar þótt fresturinn til að sameina fjölskyldurnar hafi runnið út klukkan tíu í gærkvöld að íslenskum tíma. Stjórnvöld vestra greina frá því að 1.442 börnum, 5 ára og eldri, hafi verið skilað til foreldra sinna en að 711 börn séu enn í haldi.
Sameining fjölskyldna gengur hægt
Bandarískir ráðamenn hafa greint frá því að ekki takist að sameina öll börn og foreldra innflytjenda fyrir frest sem dómari gaf yfirvöldum. Minna en helmingur þeirra 102 barna undir fimm ára aldri er kominn aftur í faðm fjölskyldna sinna.
10.07.2018 - 21:33
Viðtal
Falinn hópur fyrirferðarmikill á bráðamóttöku
„Við sjáum þennan hóp mjög greinilega og hann fer stækkandi.“ Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, um erlenda ríkisborgara sem leita á bráðamótttöku vegna langt gengins alkóhólisma og vandamála sem honum tengjast. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á Bráðamótttöku spítalans, segir vanda þessa fólks gríðarlegan en úrræðin af skornum skammti, sumir séu nýlega komnir til landsins og því réttindalausir. Þá bæti tungumálaerfiðleikar ekki úr skák.  
19.06.2018 - 17:56
Fáir aldraðir innflytjendur með rétt á lífeyri
Barbara Jean Kristvinsson, sérfræðingur í málefnum innflytjenda hjá Reykjavíkurborg, segir að staða eldri borgara af erlendum uppruna geti verið ólík stöðu annarra jafnaldra þeirra hér á landi. Starfa verði í 40 ár hérlendis, á milli 16 og 67 ára aldurs, til að fá fullar lífeyrisgreiðslur. Fáir uppfylli þau skilyrði og þurfi því að sækja um fjárhagsaðstoð til sveitarfélaga.
09.04.2018 - 20:25
Viðtal
Kosningaþátttaka innflytjenda úr 40% í 21%
Kosningaþátttaka innflytjenda í sveitarstjórnarkosningum dróst verulega saman frá árinu 2006 til 2014, samkvæmt niðurstöðum starfshóps um bætta kosningaþátttöku innflytjenda. Árið 2006 nýttu 40 prósent innflytjenda kosningarétt sinn. Hlutfallið var komið niður í 21 prósent í sveitarstjórnarkosningum árið 2014. Hópurinn skilar niðurstöðum sínum til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag og umræður verða um það hvernig virkja megi kosningaþátttöku innflytjenda.
„Allt annar hópur en kom fyrir hrun“
Ævintýraþráin dró suma til landsins, aðrir komu til að safna peningum. Hjá sumum gekk allt eins og í sögu, aðrir hittu fyrir fólk sem vildi nýta sér stöðu þeirra. Á síðasta ári bættust 7000 manns í hóp erlendra ríkisborgara hér á landi, fjölgun sem nemur 25%. Þetta er aðallega fólk frá EES-ríkjum, einkum Póllandi, ungt og á eigin vegum. Spegillinn ræddi við nokkra pólska innflytjendur sem eiga það sameiginlegt að hafa komið hingað í fyrra.
26.01.2018 - 21:21
Stundum ógnandi að vera innflytjandi á Alþingi
Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar segir að hún hafi upplifað mikið tómarúm eftir að Björt framtíð féll af þingi í vetur, eftir að hafa ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 
21.01.2018 - 19:45
Segir reynslu innflytjenda ógeðfellda
Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar er í forsvari fyrir hóp sem er vettvangur fyrir konur sem eru innflytjendur hér á landi að deila sögum af kynferðislegri áreitni, ofbeldi og kynjamisrétti undir merkjum Metoo hreyfingarinnar. „Sögurnar sem konur eru að deila þarna inni eru ógeðfelldar, þær eru litaðar af fordómum og niðurrifi,“ segir Nichole. Sögurnar verða birtar á næstu dögum.
Umsækjendum um alþjóðlega vernd fækkar
Umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi voru 40 prósentum færri í september síðastliðnum en í september í fyrra. Í september í fyrra sóttu 176 um alþjóðlega vernd hér á landi en 104 nú í ár.
16.10.2017 - 16:39
Leiðarvísir um móðurmálskennslu innflytjenda
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur lýst yfir áhuga á að taka þátt í aðgerðum til að auka aðgengi að móðurmálskennslu nemenda af erlendum uppruna í grunnskólum og láta af því tilefni vinna samræmdan leiðarvísi um móðurmálskennslu á öllum skólastigum. 
28.06.2017 - 16:24
  •