Færslur: Innflytjendamál

Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar
Indverskur maður sem búið hefur á Íslandi síðastliðin ellefu ár segir í Facebook-færslu frá því að umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt hafi verið hafnað vegna einnar hraðasektar. Þetta fékk hann að vita í dag, en það tók hann að eigin sögn sex mánuði að fá skýr svör um hvers vegna umsókninni var hafnað.
27.06.2017 - 19:58
Fimmtán ára innsýn í heillandi heim
Við erum ekki nógu dugleg að kenna innflytjendum íslensku. Þetta segir kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Karl Helgason. Hann hefur fylgst með fjölskyldu í Reykjavík í fimmtán ár, eða frá því að hún flutti hingað frá Taílandi. Afraksturinn, heimildarmyndin 15 ár á Íslandi, verður frumsýnd í Bíó Paradís annað kvöld.
21.03.2017 - 18:46
Fjölskylda með 10 börn send aftur til Sómalíu
Fjölskyldu með tíu börn, sem búið hefur í Danmörku frá árinu 2013, hefur verið gert að snúa aftur til Sómalíu. Ástandið í landinu er ótryggt og hætta á að börn sé þvinguð til liðs við hryðjuverkasveitir, líkt og Útlendingastofnun Danmerkur bendir sjálf á. Dvalarleyfi um 800 Sómala í Danmerkur eru til endurskoðunar.
12.02.2017 - 10:35
Hundruð innflytjenda handteknir
Hundruð innflytjenda sem búa í Bandaríkjunu án tilskilinna leyfa, hafa verið handteknir undanfarna viku. Þetta eru fyrstu aðgerðirnar í þá átt að flytja innflytjendur úr landi frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforsta, 26. janúar.
11.02.2017 - 10:02
Vísað úr landi eftir 22 ár - en ekki börnunum
Guadalupe Garcia de Rayos, 36 ára tveggja barna móður, hefur verið vísað úr landi eftir 22 ára búsetu í Bandaríkjunum. Börn hennar tvö urðu eftir í Bandaríkjunum ásamt fjölskylduföðurnum. Guadalupe Garcia de Rayos kom til Arisóna-ríkis í Bandaríkjunum frá Mexíkó þegar hún var 14 ára gömul. Hún hefur starfað þar og búið síðan, ásamt manni sínum og tveimur börnum á unglingsaldri.
10.02.2017 - 09:54
Magnús Þorkell um Trump: „Áhrifin skelfileg“
Ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að banna ríkisborgurum sjö landa að koma til Bandaríkjanna, gæti orðið vatn á myllu öfgamanna, að mati Magnúsar Þorkels Bernharðssonar, prófessors í sögu Miðausturlanda við Williams-háskólann. Hann segir að áhrifin af ákvörðun Trumps séu skelfileg, á mörgum ólíkum sviðum. Hún muni auka á tortryggni og spennu.
31.01.2017 - 16:00
Mikill stuðningur við stefnu Trumps
Mikill stuðningur er meðal Bandaríkjamanna við hertar aðgerðir í innflytjendamálum. Meirihluti landsmanna vill taka upp sérstaka skrá yfir innflytjendur frá löndum þar sem múslimar eru í meirihluta.
31.01.2017 - 12:32
Íslensk stjórnvöld harma tilskipun Trumps
Íslensk stjórnvöld harma tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við landgöngu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna og lýsa þungum áhyggjum af því hvaða afleiðingar hún kunni að hafa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem barst upp úr klukkan sjö í kvöld.
29.01.2017 - 20:05
„Það fer kuldahrollur um mann"
„Þetta er náttúrlega nánast þyngra en tárum taki, að horfa á hvað er að gerast þarna. Ég bjó í Bandaríkjunum í sex og hálft ár og á þar marga vini. Auðvitað var ýmislegt sem gekk á, en það var aldrei neitt þessu líkt," segir Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, um þróunina í Bandaríkjunum síðustu daga.
29.01.2017 - 16:07
Ráðherrar bregðast við: „Mótmælum öll!“
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa brugðist við tilskipun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að loka landamærum Bandaríkjanna tímabundið fyrir flóttamönnum og ríkisborgurum tiltekinna landa. Bæði Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, skrifa á samfélagsmiðla og lýsa áhyggjum sínum af stefnu Bandaríkjaforseta.
29.01.2017 - 14:54
Tæknirisar láta Trump heyra það
Stórfyrirtæki í hátæknigreinum á borð við Apple, Google, Facebook og Microsoft hafa látið í ljós óánægju sína með tilskipun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem lokar landamærum Bandaríkjanna tímabundið fyrir flóttamönnum og ríkisborgurum sjö tilgreindra landa.
29.01.2017 - 13:28
Íslenskir grunnskólanemar aldrei staðið verr
Íslenskir grunnskólanemar hafa aldrei staðið verr. Námsárangur þeirra er áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum og undir meðaltali OECD-ríkja. Afburðanemum fækkar en þeim fjölgar sem ekki ná lágmarksviðmiðum. Lesskilningur barna af erlendum uppruna hefur hrapað frá aldamótum. 
Skortur á íslenskunámi fyrir ólæsa
Nokkur hundruð innflytjendur hér á landi kunna ekki latneska stafrófið og tugir eru alveg ólæsir. Þetta segir Amal Tamimi framkvæmdastjóri Jafnréttishúss, sem býður upp á íslenskunám fyrir útlendinga. Hún segir tungumálið lykilinn að virkni og framgangi í samfélaginu. Amal heldur erindi um stöðu innflytjenda með litla formlega menntun á málþingi Rauða krossins um mannauð innflytjenda, sem fram fer á morgun. 
28.11.2016 - 19:04
Mótmæli í Frakklandi vegna flóttamanna
Frakkar mótmæltu í nokkrum bæjum landsins í dag fyrirætlunum stjórnvalda að færa innflytjendur frá flóttamannabúðum í Calais til bæjanna.
08.10.2016 - 17:15
Á flótta — heimildarþáttur um flóttamenn
Nýr íslenskur heimildarþáttur um flóttamenn. Nærri sextíu milljónir manna eru á flótta um víða veröld. Á undanförnum misserum hefur athyglin ekki síst beinst á þeim sem flúið hafa stríð í Sýrlandi.
08.02.2016 - 09:57
Fólk ekki vant því að tala við innflytjendur
Sabine Leskopf hefur búið á Íslandi í 15 ár og er gift íslenskum manni. Fyrir nokkrum árum fóru þau á íbúafund þar sem ræddar voru framkvæmdir sem fyrirhugaðar voru í hverfinu þeirra. „Þá tók ég eftir að allir spurðu manninn minn hvað honum fyndist um þessar framkvæmdir en enginn spurði mig og ég hafði líka skoðanir.“
31.01.2016 - 20:20
Heyrði lag með Pöpum og flutti til Íslands
Anup Gurung hefur búið í Skagafirði meira eða minna síðustu fimmtán ár. Hann er Nepali og ólst upp í Katmandú. Þegar hann var á unglingsaldri hitti hann Íslending í fyrsta sinn og það var hjá honum sem hann heyrði lag með hljómsveitinni Pöpum. Það þurfti ekki meira til. Lagið kveikti neistann og til Íslands vildi hann fara!
29.01.2016 - 15:00
Enn og aftur útlendingur sem talar ekki málið
Elsa Dung Ínudóttir kom til Íslands árið 1990 í hópi rúmlega þrjátíu víetnamskra flóttamanna. Þá var hún sex ára gömul. Í dag vinnur hún við heimaþjónustu í heimabæ sínum Kópavogi. Aðspurð hvort hún mæti einhvern tíma tortryggni við fyrstu kynni segist hún finna vel fyrir því - en það breytist yfirleitt þegar í ljós komi að hún tali reiprennandi íslensku.
24.01.2016 - 20:20
Nafnið mitt ákveðið í reykmettuðu bakherbergi
Óli Kárason var bara fimm ára þegar hann kom til Íslands árið 1979. Hann kom með foreldrum sínum og bróður, í hópi víetnamskra flóttamanna sem var boðið að setjast hér að. Þá höfðu Íslendingar bara tvisvar áður tekið á móti hópum af flóttafólki; Ungverjum árið 1956 og Júgóslövum árið 1959.
22.01.2016 - 15:00
Lærði listir á götunni
Lee Nelson, sirkusstjóri Sirkuss Íslands, ætlaði aldrei að setjast að á Íslandi. Hann ætlaði bara rétt að koma hér við á ferðalagi sínu um heiminn. En svo varð hann bara óvart ástfanginn af íslenskri konu. Reyndar á skemmtistaðnum Sirkus. Lee segir að sirkuslistaferillinn hafi byrjað þegar hann var unglingur í Ástralíu og bjó á götunni.
17.01.2016 - 20:20
Sinn er siður í landi hverju
Þegar Barbara Jean Kristvinsson var nýflutt til Íslands frá Bandaríkjunum þótti henni ýmislegt einkennilegt í íslenskri menningu. Til dæmis að börn væru látin liggja sofandi í vögnum fyrir utan verslanir á Laugaveginum eins og ekkert væri eðlilegra. Samt þætti ekki ráðlegt að skilja nein önnur verðmæti eftir í vögnunum - því þeim yrði hugsanlega stolið. Það datt bara engum í hug að börnin yrðu tekin.
15.01.2016 - 15:19
Einn bekkur – fjórtán tungumál
Í 9. KB í Fellaskóla eru börn af þrettán mismunandi þjóðernum og þau tala fjórtán mismunandi tungumál. Þau tala allt frá nepölsku til serbnesku, kínversku, arabísku og albönsku. Móðurmál þriggja er pólska, tveggja er rússneska, þriggja er filippseyska og svo tala þau líka víetnömsku, ensku, bisaya, úkraínsku og íslensku.
10.01.2016 - 20:43
Á enn erfitt með að skilja hvað gerðist
Davor Purusic er Bosníumaður. Á árunum 1992 til '95 geisaði blóðugt stríð í heimalandi hans. Stríðið dró tugi eða jafnvel hundruð þúsunda til dauða og hrakti milljónir manna á flótta. Davor særðist illa í stríðinu og haustið 1993 var honum boðið að koma til Íslands og fá læknisaðstoð, fyrir milligöngu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Síðan þá hefur hann búið hér á landi.
08.01.2016 - 15:00
22.744 mismunandi ástæður
Hvað skyldi verða til þess að fólk ákveður að setjast að á Íslandi af öllum stöðum? Árið 2014 bjuggu 22.744 innflytjendur á Íslandi, svo það má kannski reikna með því að það séu 22.744 mismunandi ástæður fyrir því?
04.01.2016 - 10:20
„Vá, hún talar íslensku við mig!“
Í fyrsta sinn sem Claudia Ashonie Wilson upplifði sig sem Íslending í raun stóð hún í stórum hópi fólks fyrir utan Dómkirkjuna og var að fylgjast með brúðhjónum ganga út úr kirkjunni. Þá kom kona aðvífandi og ávarpaði hana á íslensku: „Sástu brúðina?!"
01.01.2016 - 15:00